Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. — Laugardagur Hitastig í húsum undir frostmorki Töluverð spjöll urðu i Dölum af stórviðrinu þar. Þak fauk af lilöðu i Gröf í Miðdölum. Fyrst fór sá helmingur, sem áveðurs var, og hefur ekki sést síðan. Hinn hclmingurinn féil ofan i tóftina, en næst, þegar að var gáð, var hann einnig horfinn. Þar urðu lika skemmdir á bil- um. Að minnsta kosti einn fólks- bill tókst á loft i rokinu og fór nokkrar veltur. A Fellsenda i Miðdölum tók veðrið tvö uppsett hey og braut margar rúður i nýbyggðu ibúðar- húsi. Þakplötur fuku af húsi á Breiðabólsstað i Miðdö'lum, og skemmdir urðu á fjárhúsum á Gillastöðum. Þá var rafmagnslaust viða um Dalasýslu, en verst var ástandið á Fellsströnd og i Klofningi. Þar var rafmagnslaust frá sunnudegi þar til i gær, þrjá og hálfan sólar- hring i allt. Þar var hitastig i hús- um sums staðar komið niður fyrir frostmark. Við bættist, að siminn var úr sambandi. Rafmagnsleys- inu olli linuslit i Núpsnesi. Starfsmenn rafveitunnar höfðu i nógu að snúast þessa daga, þvi linur slitnuðu mjög viða. Þeir hafa þeyst á vélsleðum fram og aftur um svæðið og sýnt mikla þrautseigju við að bjarga þvi, sem bjargað varð. —SH Svona óttu að gera fram- talið þitt átta síðna skattahandbók með blaðinu í dag Tveir mánuðir frá hvarfi Geirfinns — sjá baksíðu Þyrlan forst a kunnu mis- vindabelti — sjá baksíðu Blönduósbátar báðir bilaðir — sjá baksíðu Handtekinn á — maður sem er grunaður um að vera lykilmaður í smyglmálunum gripinn við komu frá Kanaríeyjum Maður sem er grunaður um að vera stór aðili í smyglmálunum sem rann- sökuð hafa verið að undan- förnu/ var handtekinn í fyrrinótt. Hann var að koma frá Kanaríeyjum« og beið lögregla hans á flug- vellinum. Fljótlega e(tir að rannsókn flugvellinum smyglmálanna hófst, beindist grunur að þessum manni. Var jafnvel talið að hann væri lykil- maöur i smyglinu og hefði þar stórt hlutverk. hópi. Þá var beðið komu annars hóps frá Kanarieyjum, sem kom að- faranótt 17. janúar. Reyndist þessi maður vera i hópnum. Þegar lögreglan fór að leita að manninum, kom i ljós að hann var staddur á Kanarieyjum. Bú- izt var við honum fyrir nokkrum dögum til Islands meö hópi feröa- manna. Hann kom ekki með þeim Hann var settur i fangelsi i Keflavik. Kristján Pétursson, deildarstjóri hjá Tollgæzlunni, hóf yfirheyrslur strax i gærdag yfir manninum. —OH ,Konan mín réð mér fró að fara' — segir Valgarð Thoroddsen forstjóri Rafmagnsveitnanna. Fimm af þeim sjö, er fórust með þyrlu Þyrluflugs h.f. i gær voru starfsmenn Raf- magnsveitna ríkisins. Hér var um að ræða verkfræðinga, yfir- verkstjóra, og ráðs- konu á leið að Vega- mótum á Snæfellsnesi. Þar er nú vinnuflokkur, sem undirbýr tengingu raflinu frá Landsvirkjun viö norðurhluta Snæfellsness. Rafmagnsveitur rikisins eiga þvi um sárt að binda þar eð þær missa nú i einni svipan marga af sinum helztu mönnum. Valgarð Thoroddsen, forstjóri Rafmagnsveitna rikisins, hafði ætlað með í þessa ferð, en hætti viö nokkru áður en lagt var af stað. „Satt bezt að segja var beyg- ur í konunni minni út af þessari ferð,” sagði Valgarð. „Við eig- um son, sem er i fluginu og hún hefur þvi kynnzt þessum tækj- um. Einhverra hluta vegna er henni illa við þyrlur og réð mér frá að fara f þessa ferð.” 1 stað Valgarðs var i gær fært I tal að Baldur Helgason raf- veitustjóri færi í þessa férð, en úr þvi varö þó ekki, mest vegna anna. t þessari ferðvar þvi ein- um færra en upphaflega var gert ráð fyrir. Sigurður Sigurðsson frétta- maður hjá útvarpinu komst ekki með i þyrluflugið, er vélin var kynnt fréttamönnum fyrir siðustu helgi. Honum hafði þvi verið boðið með vélinni, er veöur lægði og hún færi i næsta flug. Sigurður sagði i viðtali við blaðið, aö hann heföi komizt með vélinni i dag hefði hann haft áhuga. Hann hefði verið i frii, og þvi ákveðið að geyma flugferðina þar til næsta tæki- færi byðist. -JB — „aldrei unnið systur mína", segir Ragnheiður Þorsteinsdóttir, systir Guðlaugar ,,Ég téfldi i gær og mér fannst það voða- lega gaman. Pabbi kenndi mér að tefla, en systir min hefur eigin- lega ekkert kennt mér”. Þetta sagði sex ára gömul skákkona, Ragnheiður Þorsteins- dóttir úr Kópavogi, þegar við röbbuðum við hana, en Ragn- heiður er yngsta skák- konan, sem tekur þátt i kvennaskákmóti þvi, sem nú er haldið. Liklega er hún yngsta skák- kona á landinu, en á systur, sem þegar hefur getið sér gott orð fyrir kunnáttu sina i skák, en það er Guðlaug Þorsteinsdóttir. Hún tekur líka þátt i mótinu og er i öðru sæti. Ragnheiður er byrjuð i skóla, en þar kvaðst hún ekki læra að tefla. „En ég vildi samt, að það væri kennt”, sagði hún. Hún sagðist oft hafa teflt við systursinaEn hefur hún unnið hana? „Nei, það hef ég aldrei”, segir Ragnheiður — Ætlarðu ekki að veröa mikil skákkor.a? „Ég veit ekkert um það”. Kvennaskákmótið er ha’.dið i þrenns konar tilefni. í fyrsta lagi hefur ný stjórn tekiö við Taflfélaginu, þá er 75 ára af- mæli á árinu og loks er svo kvennaárið. 1 fyrsta sæti eftir fjórar umferðir er ölöf Þráins- dóttir. —EA RAGNHEIÐUR, — hér hefur hún séð góðan leik og stormar fram meö einn liösmanna sinna, en á meðan heldur hún vel utan um hina föllnu úr liöi svartra (Ljósmynd VIsis Bjarnleifur.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.