Vísir - 18.01.1975, Page 12

Vísir - 18.01.1975, Page 12
12 Vlsir. Laugardagur 18. janúar 1975. n □AG | D KVÖLD | □ □AG | D KVOLD | □ □AG | Sjónvarp, kl. 21.45: /#HÚN ER OF FEIT" — sögðu þeir fyrstu um Gretu Garbo sem fer með aðalhlutverkið í Anna Karenina í kvöld Það eru ekki leikarar af verra taginu sem við sjáum ! sjónvarpinu í kvöld. Það er Greta Garbo sjálf sem kemur fram á skjáinn. Með henni eru svo Frede- rich March og Basit Rathbone. Þessir leikarar koma fram i kvikmyndinni, sem gerö er eftir hinni frægu skáldsögu rúss- neska höfundarins Leo Tolstoj, Anna Karenina. Myndin er bandarisk og er frá árinu 1936. Nafn Gretu Garbo gleymist vfst seint. Hún fæddist i Stokk- hólmi árið 1905, dóttir verka- manns. Fyrsta atvinna hennar var að setja sápu framan i menn á rakarastofu. Siðan vann hún i verzlun. Hún var beðin aðaug- lýsa og sýna fatnað hjá þessari verzlun, og eftir það má segja að leiðin hafi legið út i kvik- myndir. Hún kom fyrst fram i kvik- mynd árið 1924. Kvikmyndin bar ekki árangur og litið var tekiö eftir Garbo. Þó komst Greta á fjögurra ára samning, og hún hélt til Istanbul til þess að leika i kvikmynd fyrir þýzk- an framleiöanda. Sá varð þó gjaldþrota áður en hægt var að taka myndina, og Garbo fór til Berlinar að leita sér að vinnu. Meö henni var Mauritz Stiller sem hafði fengið hana til þess að leika i fyrstu kvikmyndinni. í Þýzkalandi hitti hann fyrir Louis B. Mayer, sem var á ferðalagi um Evrópu til þess að leita að hæfileikariku fólki. Hann vildi fá Stiller, en Stiller vildi ekki fara nema Garbo kæmi lika. „Hún er of feit”, sagði Mayer. En hann réð hana og Garbo skrifaði upp á 3ja ára samning. 1 Hoilywood veit fyrirtækið MGM litið hvað hægt er að not- ast við Garbo. En árið 1926 fór hagur hennar að yænkast og hún fékk hlutverk i The Torrent. Sjálfri fannst henni hlutverkið kjánalegt, en eftir henni var tekiö, og einn sagði um hana: „Þessi stúlka hefur allt til að bera, útlit, hæfileika og góðan karakter.” Fyrir hlutverk sitt i Anna Karenina fékk Garbo verðlaun sem bezta leikkonan frá gagnrýnendum i New York. Hún fékk tilboð um að koma fram á- Broadway fyrir 10 þús- und dollara á kvöldi. En þessa mynd fáum við svo að sjá i kvöld. Að rekja feril Garbo fer meö aðalhlutverk I sjónvarpsmyndinni I kvöld, Anna Karenina, sem gerð er eftir skáldsögu Leo Tolstoj. Garbo i leiklistinni tæki langan myndir hennar munu seint tima, en eitt er vist, að kvik- gleymast. — EA ÚTVARP • Laugardagur 18. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XII. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 15.45 Evrópumeistarakeppnin I handknattleik.Fyrri leikur FH og Vorwarts frá Austur- Þýskalandi. Jón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik beint frá Laugardalshöll. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 tslenskt mál. Asgeir Bl. Magnússon flytur þáttinn. 16.45 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.35 Sögulestur fyrir börn. Gupnar Stefánsson les sið- ari hluta sögunnar „Akvæðaskáldsins” eftir Sigurbjörn Sveinsson. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 t minningunni. Þor- steinn Matthiasson kennari talar við Theódóru Guð- laugsdóttur, fyrrum hús- freyju á Hóli i Hvamms- sveit. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóriinn. 20.45 „Sinustrá”, smásaga eftir Friðjón Stefánsson Elin Guðjónsdóttir les. 21.00 Pianósónata i e-moll op. 7 eftir Edvard Grieg.Alicia De Larrocha leikur. 21.20 t táradal er stundum hlegið. Jónas Jónasson talar við danska spéfuglinn og pianóleikarann Victor Borge. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Dansiög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 19. janúar 8.00 Morgunandqkt Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljóm- sveit útvarpsins i Hamborg leikur. 9.00Fréttir. (Jtdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sónötur fyrir orgel og hljómsveit eftir Mozart. Edward Pow- er Biggs og Columbiu sinfóniuhljómsveitin leika, Zoltán Rozsnyai stjórnar. b. Konsert i C-dúr fyrir pianó, fiðlu, selló og hljómsveit op. 56 eftir Beethoven. Rudolf Serkin, Jaime Laredo, Leslie Parnas og Marlboro hátiðarhljómsveitin leika, Alexander Schneider stjórnar. c. Sinfónia nr. 5 I B-dúr eftir Schubert. Hljómsveitin Philharmónia hin nýja leikur, Dietrich Fischer-Dieskau stjórnar. 11.00 Messa i safnaðarheimili Langholtssóknar.Prestur: Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organleikari: Jón Stefánsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Úr sögu rómönsku Ameríku Sigurður Hjartar- son skólastjóri flytur þriðja hádegiserindi sitt: Venesú- ela, Miö-Amerikurikin og Vestur-Indiur. 14.10 A listabrautinni Jón B. - Gunnlaugsson kynnir lista- fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátið I Búdapest (hljóðritun frá ungverska útvarpinu) 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Endurtekið efni: Gustav Fröding Sveinn Asgeirsson tekur saman dagskrá um skáldið. Lesari með honum: Ævar R. Kvaran. (Aður útv. fyrir ári). 17.15 Létt tónlist frá útvarpinu í Vinarborg 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Emil og leynilögreglu- strákarnir” eftir Erich Kastner. Haraldur Jó- hannsson þýddi. Jón Hjartarson leikari les (5). 18.00 Stundarkorn með Adolphina kórnum i Ham- borg og Silcher kórnum i Stuttgart. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Stefán Hermannsson og Pétur Gautur Kristjánsson. 19.50 Tónlist eftir Helga Páls- son a. Björn Ölafsson og Arni Kristjánsson leika þrjú ' lög fyrir fiðlu og pianó. b. Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur Svitu I fjórum köfl- um, Hans Antolitsch stjórn- ar. 20.30 Finnska skáldkonan Kerstin Söderholm Þórodd- ur Guðmundsson segir frá skáldkonunni og Margrét Helga Jóhannsdóttir les úr ljóöum hennar i þýðingu Þórodds, fyrrri þáttur. 21.00„BunteBlatter” op. 99 eft- ir Robert Schumann Jean Martin leikur á pianó. 21.30 Spurt og svaraöErlingur Sigurðarson leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Laugardagur 18.janúar 1975 16.30 Iþróttir Knattspyrnu- kennsla 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aðrar iþróttir Meðal annars mynd frá landsleik tslendinga og Norðmanna i körfuknattleik. 18.30 Lina langsokkur. Sænsk framhaldsmynd, byggö á barnasögu eftir Astrid Lind- gren. 3. þáttur. Þýðandi Kristin Má'ntyla. Aður á dagskrá i október 1972. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Vinur minn, Jónatan. Stutt leikin kvikmynd, sem ungur islenskur kvik- myndagerðarnemi, Ágúst Guðmundsson, gerði i Bret- landi. Myndin er byggð á sögu eftir Agúst sjálfan, og gerði hann einnig islenskan texta við myndina. 20.50 Julie Andrews. Breskur skemmtiþáttur með söng og grini. Þýðandi Heba Július- dóttir. 21.45 Anna Karenina. Banda- risk biómynd frá árinu 1936, byggð á hinni frægu, sam- nefndu skáldsögu eftir rúss- neska höfundinn Leo Tol- stoj. Leikstjóri Clarence Brown. Aðalhlutverk Greta Garbo, Frederich March og Basil Rathbone. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Myndin gerist i Rússlandi fyrr á ár- um og lýsir daglegu lifi og ástamálúm tignarfólksins þar. 23.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. janúar 17.00 Vesturfararnir 6. þáttur endurtekinn Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision). 18.00 Stundin okkar Glámur og Skrámur rabba saman og Söngfuglarnir láta til sin heyra. Þá kynnumst við tveim kátum kaninum, sem heita Robbi eyra og Tobbi tönn. Trióið Þrjú á palli og Sólskinskórinn syngja lög við texta eftir Jónas Árna- son, og sýnd verður teikni- mynd um Jakob. Stundinni lýkur svo með spurninga- þætti. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Réttur er settur Laga- nemar við Háskóla tslands setja á svið réttarhöld i máli, sem ris út af sölu bif- reiðar. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.30 Heimsmynd i deiglu Finnskur fræðslumynda- flokkur um visindamenn fyrri alda og athuganir þeirra. 4. þáttur. Þýðandi Jón Gunnarsson. Þulur Jón Hólm. 1 þessum þætti greinir frá Jóhannesi Kepler og framlagi hans til visindanna. (Nordvision —Finnska sjónvarpið). 21.45 Vesturfararnir Sænsk framhaldsmynd, byggð á sögum eftir Vilhelm Moberg. 7. þáttur. Vafasöm auðæfi Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Efni 6. þáttar: Landnemarnir undu sér vel við Ki-Chi-Saga. Börnin uxu og döfnuðu og Karl óskar ræktaði landið og byggði stærra og betra hús. Aðrir landnemar settust að i ná- grenninu. Dag nokkurn kom Róbert heim úr Kaliforniu- förinni. Hann var veikur, og Arvid var ekki i för með honum. En hann hafði mikla peninga meðferðis, sem hann vildi gefa bróður sinum. (Nordvision). 22,35 Að kvöldi dags. Séra Valgeir Astráðsson flytur hugvekju. 22.45 Dagskrárlok. Julie Andrews býður upp á söng og grin i sjónvarpinu I kvöld, en þá er á dagskrá skemmtiþáttur hennar, sem einfaldlega heitir i höfuðið á henni. Hann hefst klukkan 20.50 og stendur til kl. 21.45. Við bregðum okkur I réttarsal annað kvöld klukkan 20.30, en þá er á dagskrá sjónvarpsins þátturinn Réttur er settur. Aö þessu sinni sjá- um við laganema setja á svið réttarhöld I máli, sem ris út af sölu bifreiöar. Myndin er úr þættinum, en stjórn upptöku hans annaöist Rúnar Gunnarsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.