Vísir - 18.01.1975, Síða 5

Vísir - 18.01.1975, Síða 5
Visir. Laugardagur 18. janúar 1975. 5 o Þitt ríki komi Hugleiðing í árs- byrjun eftir sr. Úlfar Guðmundsson Jólin eru liðin, áramótin að baki. Það hátiðahald hefur farið fram að hefðbundnum hætti. Enda þótt eyðsla og iburður i sambandi við hátiðir sé mikill, þá vitum við það mæta vel, að það var ekkert glingur eða skraut i kringum Jesúm, hvorki við fæðingu hans né sfðar. Að visu er okkur sagt frá vitringun- um, sem komu með gjafir, en húsakynnin voru ekki annað en fátæklegt gripahús. Og i guð- spjalli fyrsta sunnudags i nýári er okkur sagt frá þvi, að Jósef og Maria urðu að taka drenginn sinn og hef ja með hann flótta til Egyptalands, þvi hermenn Heródesar ætluðu að taka hann af lffi. Þannig tók heimurinn á móti Drottni sinum. Þannig var upphafið og þannig varð áfram- haldið. Mannssonurinn átti hvergi höfði sinu að halla. Hann var að lokum negldur á kross. Svo fór fyrir honum, sem elsk- aði alla menn allt til enda. Mennirnir töldu sig ekki hafa þörf fyrir hann. Þeir voru sjálf- um sér nógir að sinu eigin mati. Nákvæmlega sama sagan endurtekur sig enn i dag. Menn visa honum úr hjarta sinu, eru hræddir við að hleypa honum þangað inn. Menn þora ekki að leyfa honum að taka völdin i sjálfum sér og vilja þvi ekki hafa við hann of náin samskipti. Jesús Kristur og brúður hans, kirkjan, mæta afskiptaleysi og háði, þótt vissulega séu þeir lika margir, sem hafa látið heillast af honum og vilja leggja honum og málstað hans liðveizlu. Það sé bæn okkar við upphaf árs, að þjóðin pakki frelsaran- um ekki niður með jólaskraut- inu og setji hann i afkima. Held- ur bjóði hann velkominn að hjarta sinu til samfylgdar fram eftir nýju ári. Það mun vissu- lega ekki af veita. Válegar frétt- ir berast til eyrna nærri dag- lega. Ætti hugarfar Drottins meiri itök, færi margt á annan veg. Gæti þjóðin öðlast frið Drottins vors Jesú Krists i sinni þjóðarsál, yrði það henni til ómetanlegrar blessunar jafnt andlega sem efnislega. Þjóðhá- tiðarár er liðið. Hræddur er ég um, að það hafi ekki eflt þjóðar- einingu, Svo sem vonir góðra manna stóðu til. Segja má með sanni, að aðstæður séu aðrar nú að fengnu sjálfstæði og þvi sé hæpinn samanburður við aðrar þjóðhátiðir.Sjálfstæði er þó það fjöregg, sem öllu varðar að við brjótum ekki i gáleysi, vegna okkar eigin frekju og skamm- sýni. island er eina landið i ver- öldinni, sem átt hefur Drottinn Krist meðal sinna þegna frá upphafi byggðar I landinu. Hann hefur verið hinn trúi förunautur þjóðarinnar i gegn um súrt og sætt. Ég vil vitna til einnar setn- ingar, sem eftir honum er höfð: „Sérhvert það riki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst i auðn”. Megi þessi fullyrðing verða okkur umhugsunarefni og hvatning á nýbyrjuðu ári. Megi hún siast inn i vitund þeirra, sem halda um fjármálastjórn landsins og bera ábyrgð á mis- rétti fjármálaóreiðu. Megi her- námsandstæðingar og natósinn- ar sannfærast um, að gáleysi i þessum efnum leiðir til glötun- ar. Megi verkamenn og vinnu- veitendur hafa þessa staðreynd ljósa i sinu hugskoti nú á næstu mánuðum og megi útgerðar- menn og sjómenn landsins bera gæfu til þess að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum i anda jólabarnsins, meistarans frá Nasaret, nú þegar við þurfum að skipuleggja veiðar okkar við strendur landsins af viti og heil- indum, setja reglur um veiðar- færi og veiðisvæði. Það er opin- bert leyndarmál, að hver otar sinum tota eftir þvi sem best hann getur og það jafnvel i trássi við lög og reglur. Við svo búið má ekki standa. Þess verð- ur að krefjast af okkur, að við risum undir þvi aukna valdi, sem Guð hefur gefið okkur yfir auölindum sjávarins. Það er tvimælalaus siðferðileg skylda okkar sem lærisveina Drottins, að hver og einn liti á hag náunga sins, engu siður en sinn eigin. Enginn geri meiri kröfur til annarra en hann gerir til sjálfs sin. Ég hef hér drepið á nokkur auðsæ, almenn atriði, þar sem vilji Guðs þyrfti að fá að setja mark sitt á aðgerðir og við- brögð. Auðvitað þyrfti vilji hans að gegnsýra allt þjóðfélagið sem og hið persónulega lif hvers og eins. Við lifum i svokölluðu veðferðarþjóðfélagi. Einn sá „munaður”, sem við veitum okkur, er sinnuleysi um Guð, kirkju Drottins og helgan arf. Slikur munaður getur fyrr en nokkurn grunar snúist upp i andvaraleysi. Megi það verða gæfa þjóðarinnar, að hún glati ekki Drottni sinum og þar með sjálfri sér. „Drottinn metti oss að morgni með miskunn sinni, að vér meg- um fagna og gleðjast alla daga vora. Lát dáðir þinar birtast þjónum þinum og dýrð þina börnum þeirra. Hylli Drottins Guðs vors sé yfir oss, styrk þú verk handa vorra”. ólafsf jarðarkirkja Sr. Úlfar Guðmundsson Milli Múlans og Hvanndalabjarga gengur Ólafsfjörður inn i landið við utanverðan Eyjafjörð. Við botn hans stendur kaupstaður- inn með sina 1100 ibúa. Inn af honum gengur dalurinn, sveit- in — óiafsfjörður, upp af hon- um Lágheiði, fjallvegurinn til Skagafjarðar. Hún lokast snemma hausts af fannalög- um, og þegar snjór teppir veg- inn i Múlanum, er ekki um aðrar samgöngur að ræða milli Ólafsfjarðar og um- heimsins en flóabátinn Drang. Það var vegna þessara strjálu ferða, að Kirkjusiðu VIsis barst ekki nyárshug- vekja sr. Úlfars i Ólafsfirði i tæka tíð til að komast i fyrstu Kirkjusiðu Visis á þessu ári. Sr. Úlfar Guðmundsson er fæddur i Reykjavik árið 1940. Hann er sonur þeirra hjón- anna Stefaniu Runólfsdóttur og Guðmundar Grimssonar, húsgagnasm.m. Sr. úlfar var búsettur hér i borg þar til hann vigðist til Ólafsfjarðar i mars 1972. Hann vann m.a. um tima sem lögregluþjónn hér. Hann tók virkan þátt i félagslifi á sinum skólaárum. Gegndi trúnaðarstöðum fyrir stúdenta, sat i stúdentaráði og var fulltrúi þeirra i Háskóla- ráði og i stjórn Lánasjóðs isl. námsmanna. Kvæntur Freyju Jóhannsdóttur, kennara, og eiga þau tvö börn. nenta gömlum mönnum til fæðu. Ungan prest skipaði hann þar til ráðsmanns, er verit hafði áðr lærisveinn hans at Munka- Þverá, þá er hann var þar. Sagðist hann þat hyggja, at hann mundi verða roskinn maðr til fjárhaga, en þat var Björn prestr önundarson. Var hann þar ráðsmaðr, meðan Lauren- tius byskup lifði, ok kómust þar undir nægtir alls kvikfjár ok kostar, svo at þar skorti ekki, þá Laurentius byskup sálaðist. Vóru þar þá margir prestar. Sá sami Björn prestr var lengi ráðsmaðr á Möðruvöllum i Hörgárdal ok var roskinn maðr til ráða, ok fylldist þau orð, sem Laurentius byskup spáði hon- um. hvorttveggja hagsællega. Ein- um eftirmanni sr. Stefáns, sr. Magnúsi Skaftasyni, búnaðist ekki eins vel á Kviabekk. Þá var hart i ári. Hann létsvo um mælt, að réttast væri að hafa Ólafs- fjörð fyrir afrétt og hagbeit fyrir búpening blómlegri og byggilegri sveita. Sá, sem þetta ritar, kynntist eitt sinn prestsöldungi frá Ólafsfirði. Það var sr. Helgi Árnason, sem kom i Ólafsfjörð vestan úr ólafsvik árið 1908 og var þar prestur i 16 ár. Hann fékk þau eftirmæli, að hann hefði látið sér annt um framfar- ir og velmegun safnaðar sins, stofnaði m.a. sparisjóð, sem hann stjórnaði af forsjá og fyrirhyggju. Seinasta áratug ævi sinnar dvaldi hann i Reykjavik. Þá var hann einn vetrartima settur prestur á Út- skálum. Hann stundaði lika kennslu, m.a. latfnu, sem hann hafði mikið yndi af. Prestaspítali á Kvíabekk Einkanliga er þat merkjanda ok frá þvf segjanda, at herra Laurentius talaði þat jafnan á prestastefnu, at þat væri ósæt- ligt, at prestar þeir, sem ófærir kynni verða, sakir elli eða ann- arra sótta, væri reknir út á hús- gang eða iitil hjálp þeim veitt af kirkjunni ok hennar gózi. Þar fyrir setti hann ok skipaði prestaspital at Kviabekk i Óláfsfirði ok keypti landit hálft at Arnoddi presti, ok hálft átti kirkjan. Lagði hann þar til i jörðum ök kvikfjám ok bús bú- hlutum yfrit góz. Skipaði hann ok, að hverr prestr f byskups- dæminu skyldi til leggja um næstu þrjú ár hálfa mörk hverr. Varð þetta stórgóz. Lambseldi bað hann ok um allan Óláfsf jörð ok viða um Fljót, svo at brott var alit til fimmtigi, ok játuðu ævinliga byskupinum upp i jarðir sinar. Svo ok eigi siðr skipaði herra Laurentius van- hagafé þvi, sem féll I stærrum málum, til prestaspitalans, sem var af Benedikt Kolbeinssyni ok Þorsteini, bróður hans, ok öðr- um rikismönnum sem brotligir urðu i þungum skriftum. Vildi hann þvi skipa prestaspital at Kviabekk i Óláfsfirði, at honum þótti þar gott til blautfisks ok búðarverðar, ok þótti þar vel Fró Ólafsfjarðarprestum Svo sem að likum lætur hefur ólafsfjörð- ur alltaf verið sjálf- stætt prestakall. Það var neyðarbrauð fyrir nágrannapresta að þjóna þar áður fyrr, þótt stundum yrði svo að vera. Það gerði t.d. sr. Bjarni Þorsteinsson i 3 ár, strax i upphafi prestsskapar sins á Siglufirði — 1888— 91. Var það mikil þrekraun þar sem yfir tvo háa og snjóþunga fjallvegi var að sækja. Prestssetur og kirkjustaður Ólafsfirðinga var á Kvfabekk og enn er þar kirkja svo sem sjá má á myndum hér á siðunni. 1 prestatali sr. Sveins eru nefndir einir 30 prestar, sem fengið hafa veitingu fyrir þessu norðlæga kalli og a.m.k. þrir hafa fengið það siðan. Kviabekkur er kunnur i is- lenzkri kirkjusögu fyrir það að þar stóð eitt sinn prestaspitali, svo sem segir i sögu Lárentius- ar Hólabiskups. — En af prest- um á Kviabekk fara ekki marg- ar sögur og aldrei hefur þar set- ið prófastur Eyfirðinga. — Eftir miðjasiðustu öld (1860—74) var á Kviabekk sr. Stefán Arnason prests á Tjörn i Svarfaðardal, afi Daviðs skálds i Fagraskógi. Séra Stefán var búforkur mikill. Er sagt, að hann hafi haft 6 vinnumenn, enda stundaði hann sjósókn jafnframt búskapnum á prestssetrinu, og farnaðist Kviabekkjarkirkja, eins og hún er nú. Kviabekkjarkirkja, byggð 1892

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.