Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 18. janúar 1975.
3
Mjólkin í
matvöruverzlanir
Samsalan hœttir
með mjólkurbúðirnar
&
Xl
X
jEnginn fótur
Jfyrír sölu á
l mjólkurbúðum
Þ»n ^rzTr-væri 7
ura Það bil 40 fra s»lu á[
I smásöluver2lanamjJkurbu8um '''l
[ sa'an myndi bráti hæSrf'kursamJ
. a mjólk oe iá,' æ,u dre,finsu I
[Ír"ara,ve/um,þa.r‘iSi,,UVl-,a"f
I Wólku!lamfmuTn30"' forstJöri I
v,a bSU,"TrSaf ,Sam'
j uefnd værj fær’ að sérstök [
Þannaði þe„a n,Jfrf.andi- sem I
/ ÞuMi enn ekki u,v'sÞeSSi "afndf
J Því væri ekkert h <ð síörfum og J
[ s,örf hennar. að se»a utnr
I ré»- að I
"°kkra kaupmfnn ra!" v'al
buðunum, en þar h ra SÖ,U a'/
i verið um P "efðu aðeins J
.ræða- og enfi1n„nnU"atr;iðræður að/
'ívi að, MjólkurMm'r?ærifyrirl
f> -
Mjólkursamsalan
mun væntanlega leggja
niöur mjólkurbúðir
sinar i Reykjavik og
fela almennum mat-
vöruverzlunum dreif-
ingu mjólkur til
neytenda á næstunni.
Þetta kom fram i fyrirspurna-
tima á Alþingi i gær en þá spuröi
Ellert Schram (S) landbúnaöar-
ráöherra, hvað liði störfum
mjólkursölunefndar, sem kanna
átti þessi mál.
I umræöunum kom fram, aö
nefndin væri aö ljúka störfum og
taldi ráöherra, aö niöurstööu
hennar mætti vænta mjög bráö-
lega. Ellert Schram sagöist hafa
góöar heimildir fyrir þvi, aö sam-
staða væri innan nefndarinnar
um aö Mjólkursamsalan hætti
smásöludreifingu á mjólk en al-
mennar matvöruverzlanir tæku
viö henni. Taldi hann þetta
reyndar til hagsbóta fyrir alla
aöila bæöi framleiöendur og neyt-
endur, en Ellert hefur flutt frum-
varp um frjálsa sölu mjólkur á
tveim siöustu þingum.
Hreinn Sumarliöason kaup-
maöur, sem sæti á i nefndinni af
hálfu kaupmanna, sagöist ekki
vilja neitt aö svo komnu máli um
tillögur nefndarinnar segja.
..Skoöun kaupmanna hefur
reyndar ekki veriö neitt
leyndarmál”, sagöi Hreinn. „Viö
höfum lengi barizt fyrir þvi, aö
þær matvöruverzlanir, sem
uppfylla sett skilyröi, fái rétt til
aö selja mjólk. A jafnrétti i
þessum málum hefur skort
hingaö til.
Eftir þvi sem Visis hefur
fregnað, eru samningar Mjólkur-
samsölunnar viö ýmsa kaupmenn
komnir á lokastig og er hún nú aö
ganga frá sölu á u.þ.b. 40 mjólkur
búöum og jafnvel sumir
samningar geröir. Stefna hennar
hefur hingaö til veriö aö eiga þau
húsakynni, en ef smásölu-
dreifingu verður hætt á vegum
samsölunnar eru not hennar litil
fyrir þau.
—ÓG
íþróttir
um
helgina
LAUGARDAGUR:
Handknattleikur:
Laugardalshöll kl. 15,00.
Evrópukeppnin. FH-ASK Vor-
wárt.
Körfuknattleikur:
Njarðvik kl. 14,00. 1. deild
UMFN—KR. 2. deild UMFG —
Haukar.
Skiði:
Hliðarfjall Akureyri. Stór-
hriðarmót. Svig, allir flokkar.
Hlaup:
Lækjarskóli i Hafnarfirði kl.
13,00. Rafhahlaupið.
SUNNUDAGUR:
Handknattleikur:
Hafnarfjörður kl. 20,15. 1.
deild karla Grótta — Valur og
Haukar — Fram. Asgarður kl.
17,00: 2. deild karla. Stjarnan
— IBK og Breiðablik — Þrótt-
ur.
Körfuknattleikur:
Seltjarnarnes kl. 18,00. 1. deild
Ármann — HSK og 1R — 1S
Skiði:
Skálafell kl. 14,00. Keppni
milli KR og úrvals úr 1R og
Armanni á tveim brautum
samtimis. Hliðarfjall Akur-
eyri. Stórhriðarmót.
Hlaup:
Hljómskálagarðurinn kl.
14,00. Hljómskálahlaup 1R.
Júdó:
Njarðvik kl. 13,00. Afmælis-
mót JSI.
Knattspyrna:
Laugardaishöll frá kl. 10,00 til
18,00. Reykjavikurmótið i
innanhússknattspyrnu.
■ I # | w % — En allar nýju
Ekki einn spirabrusi
I ’ f I |• • ^
■ i aflaskipinu
f f| | i / w - • jf ■ Guðmundi RE
fekkst i notina frœgu!
w þau attu að gera
//Þaö veröur örugglega
ekkert skip eins vel búið
tækjum á loðnuvertíðinni í
vetur og þetta skip," sagði
gamall sjómaður, sem við
hittum úti á Granda í
fyrradag, um leið og hann
benti okkur á stórt og
glæsilegt skip, sem þar lá
við bryggju.
Hann var ekki að fara með neitt
fleipur, gamli maðurinn, — það
sáum við glöggt er við komum um
borð i skipið. Það þurfti heldur
ekki að segja okkur hvaða skip
þetta væri. Við þekktum það úr
fréttum frá tveim siðustu loðnu-
vertiðum, þvi þetta var aflaskipið
Guðmundur RE.
Skipiö hefur verið i klössun hér
heima og i Noregi sl. þrjá mán-
uði. Var verið að ljúka við að
byggja yfir það og setja i það alls
konar vélar, tæki og mæla, svo
mikið, að nú er varla hægt að
þverfóta á dekkinu og i brúnni
fyrir alls konar hlutum.
Hrólfur Gunnarsson skipstjóri
sagði okkur, að þeir ætluðu sér að
halda austur um helgina. En fyrst
færu þeir hér út á flóann til að
reyna nýju tækin, og fengjum við
að fljóta með.
Stærsti hluturinn sem settur
var i skipið, var nýtt spil, sem
stjórnaö er úr brúnni, og auk þess
má stjórna þvi frá fleiri stöðum á
skipinu. Er þetta fyrsta spilið af
þessari stærö og gerð, sem sett er
i islenzkt skip, og er það frá Rapp-
verksmiðjunum ÍNoregi, sem eru
landsþekktar fyrir framleiðslu
sina á vélum og tækjum fyrir is-
lenzka flotann.
Þá þurfti að prófa nýja kraft-
blökk — stærri og veigameiri en
þá gömlu — og ýmislegt annað.
Sumt var ekki hægt að prófa, eða
011 tækin um borð I aflaskipinu Guðmundi störfuðu rétt, —en ekkert fékkst f nótina, ekki einu sinni pfnu-
litill spfrabrúsi. Ljósmyndir —klp—
þess þurfti ekki með. Var það t.d.
nýr löndunarkrani, dýptarmælir,
fiskileitartæki og fleira. Þá átti
eftir að ganga frá nýju tæki, sem
mælir virinn um leið og hann fer
út. En Guðmundur er fyrsti nóta-
báturinn i heiminum, sem slikt
tæki er sett i.
Flestallt er frá Rapp A/S, og
hafa þrir menn frá fyrirtækinu
verið hér i nokkrar vikur við að
koma öllu fyrir og ganga frá
ásamt mönnum frá Véltaki h/f,
sem annast viögerðaþjónustuna
fyrir Rapp hér á landi. Var sú
vinna góð, þvi öll tækin verkuðu
eins og þau áttu að gera, þegar
kastað var hér úti á flóanum.
Voru báðir skipstjórarnir á
Guðmundi, Hrólfur Gunnarsson
og Páll Guðmundsson, mjög
ánægðir með hvernig allt gekk, og
sögðust lita björtum augum á
vertiðina i vetur. En þeir bættu
þvi við, að það væri ekki nóg að
fiska. Bátarnir yrðu lika að geta
landað þegar loðnan kæmi upp að
Austfjörðunum. Þessa stundina
væri útlitið þar ekki gott — verk-
smiðjur ónothæfar á a.m.k. tveim
stöðum og allar þrær fullar af
snjó á hinum.
Engan fisk fengum við hér úti á
flóanum, enda kastað á fisklaus-
an stað. Var ekki einu sinni einn
spirabrúsa að hafa, og þó var
þetta á „spiramiðunum” nýju,
eins og sjómennirnir um borð
kölluöu þau. —klp—
Slaven-
burg fann
drottn-
inguna og
vann
íslend-
ingana
— Stefón og Símon
voru í 10. sœti eftir
11 umferðir ó
bridgemótinu mikla
í Lundúnum
Frá Stefáni Guðjohnsen,
London í gærkvöldi:
I gær var haldið áfram með
bridgekeppnina miklu, sem
Sunday Times stendur fyrir i
London, og að loknum 11 umferð-
um — af 17 — voru þeir Simon Si-
monarson og Stefán Guðjohnsen
enn i miðjum hópi af 18 pörum, en
margir heimskunnir spilarar
taka þátt I þessari kunnu tvi-
menningskeppni.
Það byrjaði þó ekki vel hjá
þeim félögum, þegar keppnin
hófst aftur i gær — en sjö umferð-
ir voru spilaðar á fimmtudag. I 8.
umferðinni — þeirri fyrstu i gær
— spiluðu þeir við Danina Sten
Möller og Werdelin og fengu að-
eins eitt stig úr leiknum. Danirnir
höfðu heppnina heldur betur með
sér og sigruðu með 19-1 eða 30
impstigum gegn engu. 31 stig þarf
til að vinna hreint, eða til að fá 20.
I niundu umferð spiluðu þeir
Simon og Stefán við Braziliu-
mennina Chagas og Assumpaco
og sigruðu þá með 16-4 (24-7). í ti-
undu umferð voru Englending-
arnir Reardon og Thompson á
dagskrá — ungir spilarar, sem
eru i öðru sæti eftir 11 umferðir og
hafa komið mjög á óvart. Simon
og Stefán sigruðu með 13-7 (11-4)
og þá var komið að Bob Slaven-
burg og félaga hans frá Marokkó,
Amor. Slavenburg fór i al-
slemmu, þar sem drottningu
fjórðu i trompið vantaði, og vann
slemmuna, þegar flestir aörir
létu sér nægja sex. Slavenburg og
Amor sigruðu með 14-6 og var al-
slemman þar þung á metunum.
Keppninni lýkur i dag. Eftir 11
umferðir var staðan þannig:
1. Sonntag—-Weichsel, USA 132.
2. Reardon—Thompson, Engl.
130.
3. Coyle—Silverstone, Skotl. 129.
4. Texeira—Debonnaire, Port.
129.
5. Möller—Werdelin, Danm. 125.
6. Shapiro—Delmouly, E/Fr. 121.
7. Svarc—Boulanger, Frakkl. 111.
8. Swartz—Stampf, Israel. 110.
9. Priday—Rodrigue, Engl. 108.
10. Simon—-Stefán, Island 107.
11. Chagas—Assumpaco, Brazi-
liu, 107.
12. Ortiz—Bernasconi, Sviss, 105.
13. Flint—Rose, England. 95.
14. Nilsland—Anderson, Sviþjóö,
95
15. Burgay—de Falco, Italiu 95.
16. Slavenburg—Amor, Marokkó,
95.
17. Deery—McNeil, írland , 94.
18. Reese—Dixon, England 91.
I þessum fjórum umferöum i
gær voru spilararnir frá Portúgal
með bezta skor, 61 stig, en næstir
komu ungu Englendingarnir
Reardon og Thompson með 53
stig og Slavenburg og félagi hans
með 52 stig.
— hsim.
MUNKD
RAUÐA
KROSSINN