Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 18. janúar 1975. cTVIenningarmál Ennþá í smiðju Hannes Pétursson: ÓÐUR UM ISLAND Hörður Ágústsson lýstiog hann- aði bókina Helgafell 1974. 46 bis. Hannes Pétursson ,,Þetta land var sál vorri fengið til fylgd- ar.” Svo segir síðast orða i óð Hannesar Péturssonar til lands- ins á þjóðhátíðarári. Aldrei fór það svo að skáld vor legðu ekki eitthvað ótilkvödd til hátiðarhaldsins i fyrra. Og tvimælalaust er það að Óður til íslands hefði sómt sér mætavei sem „opinbert” hátiðarkvæði, tam. á Þingvöllum i sumar. Síðan kvæðið kom út i bók fyr- ir jólin hefur þess að sjálfsögðu verið viða getið og allstaðar tek- iðmeð skyldugri „þökk og virð- ingu”, en býsna hrifningarlaust að mér hefur sýnst. Hvernig skyldi standa á þvi? Fyrirfram skyldi maður ætla að einmitt Hannes Pétursson væri af mið- aldra og yngri skáldum best til þess fallinn aö yrkja raunhæft ættjarðarkvæði, koma orðum að hug og tilfinningum til lands, þjóðar, sögu sem megnuðu að hrifa menn með sér á hátiðar- ári. Og það sem meira er: það er engin ástæða til að lita á óð Hannesar sem „tækifæris- kvæði”, sprottið af tilefni af- mælisársins einu saman. óður til Islands sýnist tilkominn I eðlilegu framhaldi af hug- myndafræði ýmissa fyrri ljóða Hannesar Péturssonar, þeirri stund sem hann hefur lagt á að gaumgæfa hin innri verðmæti mannshugar i landinu, náttúru þess og sögu, lýsa stöðu is- lendings, skálds og manns önd- vert nútiðinni og umheiminum. Og það hefur alla tið verið ljóst að það eru einkum þessi upp- runalegu verðmæti mannshug- ar og þjóðlifs sem skáldinu virö- ast varanleg i skarki veraldar. Það eru þau sem landið fær sál vorri til fylgdar að heiman og heim. I Rimblöðum orti Hannes Pétursson um eyjarvist sina og okkar hinna, hér á útmörkum Evrópu: „Utan um allt sem við gerum slær eyjan skörðóttum baug,” segir þar. Þessi sama mynd kemur upp á nýtt i Óð til íslands, þar sem rætt er um rætur nútiðar i fortiðinni, þann „ask eilifrar tiðar” sem er saga landsins og þjóðarinnar: Um rætur hans stígur römm jörðin upp hið ramma lif upp: eldskírð sagan. Fortiðin eldskirð er arfshlutur vor og andstæður Hfs feildar I einn sægirtan baug sem hvatning og hömlun hnita saman. Þetta er vel og drengilega hugsað, áheyrilega kveðið: komið orðum að þjóðrækilegri hugsun sem áreiðanlega er eng- in fyrirstaða að samsinna. Og það er samhengi sögu og sam- tiðar, þjóðlifs i landinu um aldur sem skáldi er hugstæðast i kvæðinu, boðskapur þess berum orðum að treysta á hin arfteknu verðmæti landsins sjálfs og þjóðlíf sins I heimi sem gnægðirnar og hungrið sundra I heimi sem launráð lygar og vig holnaga sem mörður svo að mannsaugað hvarflar frá kenningu til kenningar klofið og þyrst I nýjan sannieik og nýjar stjörnur. í þessu er fólgið það „land- nám hið innra” sem er endan- legur boðskapur kvæðisins, út- lagður I seinni hluta þess, Heim- komu, en á fyrri hlutann, Land- námsfugl, er þá nánast að lita sem forspjall og forsendur ályktana seinni hlutans. Það er ekki að þvi að spyrja að Hannes Pétursson fer af list og hagleik með efni sitt, fjálg- legri málskrúðslist sem vel á við hið hátíðlega yrkisefni. Þetta á ekki sist við fyrri hluta kvæðis, lýsing aðkomunnar að hinu alnýja, ónumda landi sem hinnforni spáfugl, Hugins bróð- ir og bróðir Munins, nemur þar hinni fyrstu svipsjón, ekki sist ýmsar myndir ljóss og birtu: snöggt, eins og sverði væri I sólgeisla brugðið fór eldhvlt birta gegnum augu hans. Það er sögulaust land undir sögulausum himnisem hrafninn alsér og nemur dýrð þess og furður, gamall og vis uns hann dreymdi að hann felldi sinn dökka ham og svifi upp! upp'. sólfjaðraður i bjarmann. En i seinni hluta er lýst heim- komu skáldsins, islendings nú á dögum til hins sama lands, al- numins þjóð og sögu, og samt nýtt: Land! hvilikt land sem lyftist úr hafinu ennþá i smiðju elds, kulda og vatns. Dunandi eyja sem á dögum sköpunarinnar! sett niður i hálfan hring gamalla landa. BOKMENNTIR EFTIR OLAF J0NSS0N Það er að likindum sjálfur fögnuður landnámsins, fyrr og siðar, ytra og innra, sem hug- stæðastur verður úr hátiðar- kvæði Hannesar Péturssonar, svo mælskum skáldlegum hætti sem honum er hér lýst. A honum risa ályktunarorð kvæðisins um hina dunandi eldsmiðju I hafinu, ættland vort: engan stað á jörðu eigum vér dýrari En hitt er svo annað mál hvort mönnum þykir hinn þjóðræki- legi söguskilningur og fram- tiöarsýn, siðferðislegi boðskap- ur sem kvæðið ber svo fjarska almennum orðum að engum dytti vist i hug að „andmæla” þeim — hvort mönnum þykir hann fullnægja tilefninu, hinni heitu sýn landsins sem kvæðið lika lýsir. Það er sumpart spursmál um það hvort og hvernig þá unnt sé að yrkja raunhæf ættjarðarkvæði nú á dögum. Og svörin velta sumpart á þvi hvers menn eiga von af skáldi — á lýtalausu „hátiðar- kvæði” eða framhaldi þeirrar úttektar á „eyjarvist” okkar allra sem verið hefur einn af rauðum þráðum i kvæðum Hannesar Péturssonar. Hörður Ágústsson hefur „lýst og hannað” bókina sem hefur lika orðið hinn fegursti „prent- gripur”. Teikningar Harðar meö kvæðunum eru út af fyrir sig tilkomumikið verk. En þótt einkennilegt megi virðast má samt spyrja hvort iburður bókargerðarinnar Iþyngi ekki textanum um of — hvort mælskulist hans kæmist þrátt fyrir allt betur fram i látlausari prentun? TIL LANDSINS tsland I Ijóðum sautján nútima- skálda Jóhann Hjálmarsson valdi I til- efni 1100 ára afmælis tslands- byggðar Hörpuútgáfan 1974. 92 bls. Fögur er hlíðin Fyrir tuttugu árum kom út dálitil bók, Svo frjáls vertu móðir, safn ættjarðarkvæða sem Kristinn E. Andrésson tók saman i tilefni af tiu ára afmæli lýðveld- isins. Þar voru birt 40- 50 kvæði eftir 21 höf- und, langflest ort á áratugnum á undan. í þessari bók, Til landsins, sem Jóhann Hjálmarsson tók saman i þjóðhátiðarskyni, eru 34 ljóð eftir 17 höfunda, nokkuð misaldra að mér sýnist, en þó langflest ort á undanförnum 30 árum. Eru nokkur eldri nema ljóð Steins Steinars i bókinni? Eins og Kristinn velur Jóhann kvæðin úr verkum samtiðar- skálda almennt, en ekki „módernista” sér i lagi, elstu skáld i bókinni eru Jóhannes úr Kötlum og Guðmundur Böðv- arsson en Nina Björk Árnadóttir yngst. Aftur á móti eru langflest ljóðin i safni Jóhanns i frjálsu „nútimalegu” formi, og ra'unar ekki nema kvæðiTómasar með alveg reglulegum hefðbundnum brag. Fyrir hefðbundnu ljóö- máli og stil fer eins og vænta mátti miklu meir I safni Krist- ins. Þar fyrir er höfundaval að verulegu leyti sameiginlegt, 7 skáld I Til landsins áttu ljóð I Svo frjáls vertu móðir, en ekki hef ég komið auga á nema eitt kvæði sameiginlegt með báöum bókum. Sex skáld i bók Jóhanns birtu fyrst ljóð sin eftir að bók Kristins kom út. Vera má að báðar þessar bækur saman megi þá hafa til marks um hlut ættjarðarljóða i samtima skáldskap, og ef til vill breytta háttu þvilikrar ljóða- gerðar á breyttum timum. Hvernig eru nútima-ættjarðar- ljóð I hátt, hvað eiga þau sam- merkt og i hverju eru þau frá- breytt fyrri ættjarðar-kveðskap?^ En þá ber lika að gá að þvi' sem i milli ber i efnisvali til bók- anna. Kristinn E. Andrésson lagöi mest upp úr pólitisku gildi ljóðanna, ætlun hans var að „gefa sýnishorn af þvi sem skáldin hafa lagt fram i þjóð- frelsisbaráttu siðasta áratugs,” segir i formála hans fyrir bók- inni. Jóhann Hjálmarsson leiðir sinn hest hins vegar öldungis hjá hinum pólitiska ættjarð- arkveðskap seinni ára — nema ef greina má pólitiskt likinga- mál I Ijóði Guðmundar Böðvarssonar, Rúst: Þetta er landiö undir sólinni sem á sér enga þjóð og ekki er framar land. Hvar er þjóöin, hvar er þjóöin sem á sér ekkert land og ekki er framar þjóö? Jóhann Hjálmarsson Það var hið pólitiska efni þeirra, rauður þráður i bók hans sem að mati Kristins Andrés- sonar tengdi ættjarðarljóð nútimaskálda skáldskap 19du aldar og sjálfstæðisbaráttunn- ar. Jóhann leggur ekkert upp úr pólitik, en i formála sinum fyrir Til landsins leggur hann nokkra áherslu á gildi þess að eiga ósnortið land, ómengaða nátt- úru fjarri óhreinum borgum, hvort sem hins vistfræðilega sjónarmiðs sér mikinn stað i ljóðunum sjálfum. Það sem einkum vakir fyrir Jóhanni er að sýna fram á náin terigsl skálda við náttúruna sem eitt- hvert greinilegasta auðkenni islensks nútimaskáldskapar. „Að tengja landslag tilfinninga- legri reynslu er einlægust ástar- játning til landsins,” segir hann I formálanum. Það er auðvitað til i þessu að án slikrar reynslu, verömæta sem skáldin nema i landinu sjálfu, sögu þess og þjóðlifi, er tómt mál að tala um „ættjarð- arljóö”. En sfðan kemur að visu meira efni til. Eiginleg ætt- jarðarljóð hafa einatt fram að færa siðferðislegt, pólitiskt, sögulegt efni auk landslags- eða náttúrulýsingar, þeirrar „til- finningalegu reynslu” sem boð- skapur slikra kvæða er reistur á. Ættjarðarljóð eru sem sé ekki bara ort ,,um” heldur lika „til” landsins og þar með þjóðarinn- ar sem það byggir og þau flytja jafnan þjóðræknislegan „boð- skap” af einhverju tagi. Nú má vera að alls ekki hafi vakað fyrir Jóhanni Hjálmars- syni aö taka saman sýnisbók réttnefndra ættjarðarljóða i nútimastil. Svo mikið er vist að hann lætur nægja lausleg efni náttúru- og landslagslýsingar, stundum svo laus i sér að spurs- mál er hvort þau geta heitið aöalefni ljóðanna, enda mundi hugtakið „ættjarðarljóð” trú- lega missa alla raunhæfa merk- ingu ef það væri látið taka til alls textans i þessari bók. Það þykir mér trúlegt að bók sem þessi hefði orðið æðimiklu for- vitnilegri hefði ákveðnari skil- greiningar mótað efnisvalið, sumpart lagt meira upp úr efni- við „sér-islenskrar” landslags- lýsingar og sumpart viður- kenndur pólitiskur og siðferðis- legur boðskapur slikra kvæða. Þá hefði bókin lýst með miklu gleggra hætti ávöxtun hins „þjóðlega arfs” I ljóðrænum skáldskap eftir formbyltingu. Hitt má segja að hið „persónulega val” efnisins rétt- lætist af næmum smekk útgef- andansáljóðrænum texta, bókin verður allténd mjög svo fjöl- breytt og læsileg sýnisbók tiökanlegrar ljóðagerðar i meiri eða minni tengslum við náttúru fremor en sögu landsins. Sagan er að visu jafnan skammt undan landslagslýsingunni, þar sem þessir þættir mætast er kveikja ættjarðarljóðs enn i dag. Og hér er á við og dreif i náttúrulýsingu ljóðanna minnsta kosti efnivið- ur þvilikrar ljóðagerðar svo sem i hinu knappa ljóði Þor- steins frá Hamri, Gunnars- hólma: Nóttin breiöir grænt yfir hungurvöku heimsins — enn stynur dæmda hjartað: Fögur er hliðin. Bókin er snyrtilega gerð eins og við á hátiöarútgáfu. En misráðin held ég að sé mynd- skreyting hennar: svarthvitar ljósmyndir af þremur málverk- um eftir Sverri Haraldsson og hin fjórða á kápu, allar brotnar um kjöl. Þær koma fyrir litið i þessari prentun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.