Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 16
vísm Laugardagur 18. janúar 1975. Tveir mánuðir frá hvarfi Geirfinns: SNUA SER AÐ RANNSÓKNINNI Á NÝJAN LEIK „Smyglmáliö hefur tafiö rann- sóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar nokkuö. Viö höfum nú snúiö okkur aftur aö henni af fullum krafti,” sagöi Haukur Guömundsson rannsóknarlög- reglumaöur i Keflavik I viötali viö Visi. „Viö erum lausir við rannsókn smyglmálsins, eða smyglmál- anna, eins og réttara er að nefna þau. Þaö er ekki um eittsmyglmál að ræða, heldur mörg. Einnig tel ég þaö staðreynd, að ekki sé um smyglhring að ræða i þessum málum. Þetta eru margir aðilar á nokkrum skipum, en þeir hafa ekki haft samvinnu sin á milli,” sagöi Haukur. Hann sagði varðandi hvarf Geirfinns Einarssonar, að næst á dagskránni væri að huga að ýms- um upplýsingum. Enn er leitað að ljósa Benz sendiferðabilnum. Eins og komið hefur fram, tengdist Geirfinnur einu smygl- málanna á þann hátt, að hann var beöinn að eima sjóblautan spira, en neitaði þvi. Haukur Guðmundsson sagði, að ekkert hefði komið frekar i ljós við rannsókn smyglmálsins, sem benti til þess að um önnur tengsl Geirfinns við málið væri að ræða. A morgun, sunnudaginn 19. janúar, eru liðnir tveir mánuðir frá þvi að Geirfinnur Einarsson fór aö heiman frá sér og hvarf. Allan timann siðan hefur verið unnið sleitulaust að rannsókninni á hvarfi hans. —ÓH Blönduósbótar bóðir bilaðir „Skagstrendingar neituðu okkur um oliu og vatn," sagði Kóri Sveinsson Einhver biö verður á, aö til tiðinda dragi I rækjumálinu á Húnafióa hvaö snertir þá Blönduósmenn, þvi báöir Klönduósbátarnir liggja enn á Skagaströnd og er hvorugur þeirra i standi. Nökkvi er með bilaðan rafal, sem ekki tekst að fá gert við. Sjór komst i Aðalbjörgu, er aöalvél hennar stöðvaðist i óveðrinu á dögunum. Þar sem enginn var um borð, er þetta gerðist, né var heldur búizt við öðru en vélin gengi, rann kæli- vatn óhindrað i skipið og komst meðal annars i girhúsið, svo þar veröur að skipta um allar legur. Búast má við, að nauðsynlegt verði að taka skipið i slipp vegna þessa.Þar að auki mun einhver leki hafa komið aö skip- inu. Kári sagði, að sýslumaður Húnvetninga hefði nú tekið skýrslur vegna bruna um borð i Aðalbjörgu, en þar kviknaði i dýnu á bekk i stýrishúsi, og brann úr henni nokkur bútur. „Þar fylltist allt af sóti og skit,” sagði Kári, „og þarna voru dýr tæki svo sem radarinn'i hættu. Eldurinn hefur kafnað, þegar stýrishúsinu var lokað. Helzt lætur maður sér detta i hug, að þarna hafi krakkar verið að stelast til að reykja, þvi þarna hefur ekki getað kviknað i nema af mannavöldum — þarna er ekki einu sinni rafleiðsla nærri.” Kári tók fram, að þeir Skag- strendingar, sem tóku að sér að lita eftir Blönduósbátunum, hefðu gert það mjög vel — og það svo, að sá sem leit eftir Aöalbjörgu gatekki róið um leið og aðrir Skagstrendingar, þvi hann hafði ekki haft tima til að gera sinn bát tilbúinn. Aftur á móti lét hann illa af þjónustu Skagstrendinga, sem meðal annars hefðu neitað Blönduósbátum um oliu og vatn. „Þeir fengu svo skipun að sunn- an um að láta okkur hafa oliu,” sagði hann. „Það var önundur Asgeirsson, forstjóri BP, sem gaf þá skipun. Ætli maður verði ekki að biðja þá hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni að skipa þeim að láta okkur hafa vatn lika.” —SH Allir fá frítt í lyftur KR-inga A morgun munu KR-ingar formlega taka i notkun nýja og glæsilega skiðalyftu iskiöalandi sinu I Skálafelli. Er þetta fimmta lyftan, sem þeir setja upp á skömmum tíma. I tilefni þessa áfanga hafa KR-ingar ákveðið að bjóða öllu skiðafólki ókeypis afnot af skiðalyftum sinum i Skálafelli á morgun. Með þessu vilja þeir gera fólki kleift að kynna sér að- stöðuna i Skálafelli og þá sér- staklega hina nýju lyftu, sem er staðsett þannig, að hún hentar mjög vel fólki, sem styttra er á veg komið i skiðafþróttinni. Þá mun á morgun fara fram keppni á milli KR og úrvals úr ÍR og Armanni. Verður keppt á tveim samsiða brautum, þar sem KR-ingar fara aðra brautina, en úrvalið hina. -klp- Indriði H. Einarsson Þyrlan fórst ó kunnu mis- vindabelti Tómas Sigurösson Guömundur E. Hannesson Stefán ó. ólafsson, „Ekkert er hægt að segja um orsakir flug- slyssins að svo komnu máli,” sagði Grétar Óskarsson, forstöðu- maður Loftferðaeftir- litsins, er Visir ræddi við hann um rannsóknina á flugslysinu er varð í gær. Strax er fréttist um hið mikla flugslys fór Loftferðaeftiriitið og rannsóknarnefnd flug- slysa á staðinn. „Við athuguðum það fáa er heillegt varog tókum með okkur i bæinn. Eins ræddum við við þrjá sjónarvotta að slysinu, stúlku af bænum Saurbæ og tvo menn af oliubil er stóð við afleggjarann niður að bænum Hjarðarnesi,” sagði Grétar. Er komið var á slysstaðinn var þar fáttheillegt úr vélinni. Sjálfur búkurinn var úr magnesium, sem brennur við háan hita og verður að hvitu dufti. Er flugslysið varð var vélin við Tiðaskarð, sem er þekkt misvindabelti. Þyrlan var af gerðinni Sikorsky-55 og full- hlaðin eldsneyti er slysið varð. Nú um helgína vinnur Loft- ferðaeftirlitið að þvi að fara yfir skoðunarskýrslur vélarinnar og önnur plögg varðandi hana. Flug- maðurinn, Lúðvik Karlsson, var þjálfaður I meðferð slikra þyrlna I Bandarikjunum og hlaut þaðan mjög góð meðmæli og próf. Hann hafði 100 þyrluflugtima að baki. Lúövik Karlssonvar til heimilis að Sæviðarsundi 52. Hann var 31 árs og lætur eftir sig konu og eitt barn. Auk hans fórst meðeigandi hans að þyrlunni Kristján S. Helgason forst jóri til heimilis að Nesvegi 64. Hann var 29 ára og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Starfsmenn Rafmagnsveitn- anna er fórust voru: Indriöi Einarsson, yfirverk- .fræöingur, framkvæmdadeild- ar, Sólheimum 25. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Tómas Sigurðsson verkfræðing- ur, Arahólum 2. Hann var 36 ára og ókvæntur. Stefán Ólafsson verkfræðingur, Sporðagrunni 14. Hann var 50 ára og lætur eftir sig konu og 5 börn. Guðmundur Eiður Hannesson yfirverkstjóri framkvæmdadeild- ar, Hjallavegi 18. Hann var 41 árs og lætur eftir sig konu og fjögur börn. Sigurbjörg Guðmundsdóttir ráðs- kona, Vesturbergi 81. Hún var 63 ára og lætur eftir sig átta upp- komin börn. —JB I ^ Sigurbjörg Guömundsdóttir Lúövik Karlsson Kristján S. Helgason Fékk ýtu úr nœstu sveit til að moka sína ýtu upp //A þriöjudaginn var byrjað aö handmoka veg- hefilinn upp, svo hægt væri aö byrja aö ryöja eitthvað. Þetta var gert í vitlausu veóri, en hafóist á miö- vikudaginn", sagöi Heimir Lárusson, mjólkurbús- stjóri í Búóardal. „Þá voru menn hættir að kafa lram hjá ýtunni, heldur styttu sér leið yfir hana. Svo varð að fá ýtu innan úr ilvammssveit til aö moka hana upp. Þetta sýnir vel lannfergið liér, þvi Vegagerðin leggur yfirleitt tækjum sinum þar.sem minnstar likureru til. að |>au verði innilokuð. Þetta er m jög óvanalegt hér um slóðir og sannar okkur be/.t, hvað við búum að jafnaöi \ið mikla veðursæld" sn SOKKNU BATARNIR VERÐ- MÆTARI EN VARNARGARÐUR — sem hefði getað bjargað öðrum ef ekki báðum Búast má við, aö Hvamms- tangabátar haldi á ný til rækju- veiöa um helgina, ef veöur leyfir. Þeim hefur nú fækkaö niður i þrjá, þar sem tveir þeirra sukku i stórviðrinu um hátiöarnar. Aö sögn Karls Sigurgeirssonar á Hvammstanga má ef til vill bjarga Stakkafellinu sem sökk á legunni, en hinn er að fullu farinn. Karl sagði, að um þessa bátskaða mætti kannski segja að sannaðist hið fornkveðna, að stundum væri eyririnn sparaður en krónunni kastað, þvi til væri áætlun um að gera varnargarð við Hvamms- tanga, sem kostaði 15-25 milljón- ir, og hefði hann örugglega bjarg- að öðrum þessara báta og kannski báðum. Verðmæti bát- anna er minnsta kosti 25 milljónir króna. Skipstjórar þeir, sem misstu báta sina, hafa fullan hug á að komast I aðstöðu til að ljúka ver- tiðinni, sagði Karl. Er þá liklega helzt um að ræða að taka báta á leigu. Fjórir Skagastrandarbátar fóru i rækjuróður i gærmorgun, en einnig þar hefur fækkað á rækjunni, þar sem einn bátanna sökk, og þótt honum verði bjarg- að, verður hann varla til róðra á þessari rækjuvertið. Annar Skagastrandarbátur er hættur á rækju og farinn á linu. — SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.