Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 18. janúar 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýéingastjóri: Skúli G. Jóhannessón Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Si&umúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánu&i innaniands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. BlaOaprent hf. Þyrmir yfir Fyrir um sjö vikum komu hermdarverkamenn sprengjum fyrir á tveimur veitingastöðum i Birmingham i Englandi. Þær sprungu á mesta annatimanum, og tuttugu og einn maður beið bana. Kaþólskir öfgamenn i Norður-írlandi, IRA-hreyfingin eða einhver hluti hennar, er tal- inn ábyrgur fyrir þessu hryðjuverki. Það er að- eins eitt af fjölmörgum. Ógnaröldin á Norður-Ir- landi hefur staðið i meira en firnrn ár og kostað 1300 manns lifið, bæði þar og i Bretlandi, og bæði kaþólska og mótmælendur. Hermdarverkamenn luku i fyrradag 25 daga vopnahléi, sem þeir höfðu lýst yfir til að reyna'að knýja brezku stjórnina til samninga við sig. For- sprakkar þeirra sjá i hillingum ráðherrastóla, þar sem þeir hyggjast setjast. Hins vegar er aug- ljóst, að þorri kaþólskra ibúa Norður-írlands styður þá ekki til hryðjuverkanna. Að visu munu þeir hafa nokkrá samúð, þegar þeir leynast fyrir lögreglu og her, og ungir og aldnir flækjast stund- um i átök á götum, þegar blóðið sýður. En jafnt stærsti stjórnmálaflokkur kaþólska minnihlutans og höfuðsmenn kaþólsku kirkjunnar hafna hryðjuverkastefnunni. „Það þyrmir yfir mann,” sagði William Conway kardináli, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, þegar hann frétti, að hermdarverk væru hafin að nýju. Stjórnmála- leiðtogar kaþólskra hafa leitað hvers konar ráða til að skapa frið, en brezka stjórnin á fáa kosti. Hún mundi fara úr öskunni i eldinn, ef hún léti að vilja hermdarverkamanna, og jafnvel samninga- viðræður við þá, fordæmda glæpamenn, eru tald- ar mundu verða þeim til framdráttar og til litils annars fallnar en að efla þá til frekari hermdar- verka. Hvað er þá til ráða? óneitanlega glæddi það vonir, þegar IRA bauðst til að framlengja vopna- hléið um jólin, en það hafði upphaflega verið ell- efu dagar. Brezki Irlandsmálaráðherrann hugð- ist bera klæði á vopnin og lét lausa hundrað dæmda skæruliða og tuttugu, sem lágu undir grun. Ennfremur hefur þeim forystumönnum meðal kaþólskra fjölgað, sem opinskátt fordæma hryðjuverkin. Hins vegar hefur litið dregið úr mætti öfgamanna, þótt nokkurt mannfall hafi orðið i liði þeirra. Beggja vegna, bæði meðal kaþólskra og mótmælenda, hindra þeir, að gengið verði til raunhæfra samninga. Tillögur, sem meðal annars hafa komið frá Ed- ward Kennedy, sem er irskrar ættar, um samein- ingu Norður-írlands, og Irska lýðveldisins á suðurhluta eyjunnar grænu, eru ekki i samræmi við raunveruleikann, þar sem tveir þriðju af ibú- um Norður-írlands eru mótmælendatrúar. Sam- eining við hið kaþólska irska lýðveldi væri þvi að fórna þessu fólki og yrði aðeins gerð, ef brezka stjórnin kæmist að'þeirri niðurstöðu, að skást væri að fleygja þessu vandræðabarni, Norður-lr- landi, fyrir borð. Brezka stjórnin, bæði fyrr og nú, hefur þó ekki hreinar hendur. Hún hefur skirrzt við að beita þvi valdi, sem hún gæti haft, til að koma viti fyrir forsprakka mótmælenda. Ef þeir létu af þrjózku sinni, slægju á hönd öfgamannanna i eigin röðum, sem ekki eru hóti betri en andstæðingarnir, og veittu kaþólska minnihlutanum full réttindi, væri fótunum kippt undan hermdarverkamönnum. Fyrr verður það varla. — HH Var það slys eða morð? Trúnaðarmaðurinn var ó leið á fund fulltrúa stéttarfélags síns og blaðamanns með sannanir fyrir afglöpum vinnuveitanda síns, þegar hann lenti í bílslysi og dó Karen Silkwood — Var hún fórnarlamb eigin ákafa, eöa var henni fyrirkomiö, þegar hún var I þann veginn aö sanna mál sitt. Karen Silkwood, tuttugu og átta ára tæknifræðingur verksmiðju einnar, sem framleiðir eldsneyti fyrir kjarnorkuver, lagði dag einn i nóvembermánuði siðastliðnum upp i bil sinum til að hitta að máli frétta- mann og fulltrúa verkalýðssamtaka. — Hún ætlaði að skýra fyrir þeim i smáatriðum, hvernig verksmiðjan væri heilsuspillandi starfsfólkinu og nágrönnum. En hún komst aldrei á fundinn. Á leiðinni fórst hún i bilslysi. Dauði hennar hefur vakiö upp grunsemdir um, að henni hafi verið fyrirkomið, kjarnorkunefnd Bandarikjanna hefur hrundiö af stað umfangs- mikilli rannsókn á verksmiðjunni og leitað er svars við einni spurningu. sem sífellt leitar á menn. — Enginn fær nefnilega skiliö, hvernig ungfrú Silk- wood haföi gleypt plútónium nokkrum dögum áöur en hún dó. Hún haföi sent kjarnorkunefndinni kvartanir og starfsmannasamtökum oliufélaga, efnaiðnaðar og kjarnorkuvera varöandi starfsskilyrðin við verk- smiðju Kerr-McGee-fyrirtækisins 1 Crescent I Okla- homa, sem framleiðir geislavirka málma á borð við plútónium og úranium. Hún hafði lofaö að leggja fram sannanir fyrir þvl, að plútónium-stangir þær, sem framleiddar væru I verksmiðjunni, væru hættulegar og ekki tryggilega frá þeim gengið. Eftir rannsókn einkalögreglumanns trygginga- félagsins, sem tryggöi Silkwood, þykir ekki einu sinni lengur vist, að hún hafi látizt af slysförum, eins og rikislögreglan sló föstu. Þykir jafnvel hugsanlegt, að bifreið hennar hafi verið þrengt út af veginum. Lögreglan haföi sagt, að Karen Silkwood heföi sennilega sofnað undir stýri. Fulltrúi starfsmannasamtakanna kraföist rannsóknar og stendur hún enn yfir. Nefndin, sem rannsakaöi aðstæður I verk- smiöjunni sjálfri, hefur skilaö frá sér skýrslu um hana. 1 niðurlagsoröum skýrslunnar er skýrt frá þvi, að nefndin muni kæra verksmiðjuna fyrir brot á viðbúnaöarreglum og föslun á skýrslum. En I skýrslunni segir ennfremur að af engu þess- ara brota hafi starfsfólkinu stafað nein hætta, né heldur almenningi. Segir i skýrslunni aö fyrirtækiö hafi látið undir höfuð leggjast að gera nefndinni viðvart um ný vinnslutæki, sem verksmiðjan hafði tekið i notkun, og tvivegis heföu plútóniumbirgðir hennar fariö fram úr þvi magni, sem leyfist á starfsvæði hennar. Auk þess haföi verksmiöjan notað plútónium I öðru formi en gert hafði verið ráö fyrir I reglugerðum. Fyrirtækið á yfir höfði sér sektir vegna þessara brota ef mál hlýzt af. 1 sérskýrslu nefndarinnar segir, að plútónium- einkenni hefðu komið fram á húð Karenar Silkwood fyrst átta dögum fyrir slysið. Prófanir rannsóknar- stofu leiddu ennfremur i ljós, að plútónium var að finna i þvagsýnum hennar. Hins vegar segist nefndin, sem yfirheyrði fjörutlu manns hjá verksmiðjunni og las 3,600 blaðsiðna skýrslur verksmiðjunnar, ómögulega geta komizt að raun um, hvernig það mátti verða, að Karen Silkwood heföi gleypt örsmáan skammt af plútóni- um. „Rannsóknin leiddi ekki I ljós, hvernig eða hver hefði getað komiö geislavirka efninu I mat Silkwoods,” segir nefndin. Athuganir á dagbókum og skýrslum verk- smiðjunnar leiddu i ljós, að Karen Silkwood hafði ekki orðið fyrir neinu óhappi I verksmiöjunni.sem skýrt gæti hvernig hún hafði fengið hiö geislavirka eitur i lilcamann. Þetta siðasta vekur nokkra furöu. Slöustu daga Karenar I verksmiðjunni höfðu öryggismælar starfsfólksins sýnt, að hún hafði orðið fyrir geislaáhrifum, eins og áður segir. Sömu geislaáhrifanna gætti I Ibúð hennar, sem deildi með vinkonu sinni, er sömuleiðis vann við verk- smiöjuna. Ef hún hafði ekki fyrir slysni komiö við eitthvað af hinu geislavirka efni var þá eitthvað hæft I ásökunum hennar um kæruleysi verksmiðjunnar I starfsaðstöðunni? Ekki samkvæmt skýrslu kjarnorkunefndar, En stéttarsamtök starfsfólksins halda þvi fram, að nefndin eigi hagsmuna að gæta hvað viðvikur þvi, aðhalda verksmiðjunni gangandi, en hún sér kjarn- orkuverum á vegum nefndarinnar fyrir eldsneyti. Vilja stéttarsamtökin illa treysta skýrslu nefndar- innar. A hinn bóginn hefur komið I ljós, að plútónium hafði verið bætt eftir á i þvagsýni frá Karen Silk- wood svo að greinilega hefur einhver reynt að falsa þau. Krufning leiddi I ljós, að Karen hafði melt plútónium. Allt þetta hefur orðið til a&vekja upp annan grun. Karen Silkwoodvar trúnaðarmaður stéttarsamtak- anna og tók stöðu slna mjög alvarlega. Hafði hún sýknt og heilagt verið klagandi verksmiðjuna fyrir vítavert kæruleysi. Hún þótti heldur ekki halda full- kominni geðró I daglegri umgengni. Lét hún ákafa sinn hlaupa með sig i gönur? Var henni orðiö slíkt kappsmál aö sanná vanrækslu á verksmiöjuna, að hún haföi gleypt plútóníum til þess að gera sjálfa sig að fórnarlambi? Þaö fæst sennilega aldrei upplýst. Eitt kjarnorkuveranna, sem fær eldsneyti frá verksmi&junni, þar sem Karen vann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.