Tíminn - 22.06.1966, Qupperneq 2
2
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 19G6
GEVAFOTO OPNAR
NÝJA VERZLUN
artorg, en í hinni nýju verzlun
munu aðalstöðvar fyrirtækis-
ins verða.
Rétt tíu ár eru nú síðan Lækjar
torgsverzlunin var opnuð, og á
þessum tíma sem síðan er liðinn
hefur starfsemin vaxið mjög. í
sambandi við verzlanirnar er rek
in stór og mikil framköllunarstofa
sem búin er góðum vélakosti. For
stöðumaður framköllunarsc jf
unnar er Ingimundur Magmis-
son, sem blaðalesendum er ?ð
góðu kunnur fyrir margar ág^et-
ar myndir í dagblöðunum.
Gevafótó verzlanirnar hafa á
boðstólum allar venjulegar ljós
myndavörur, svo sem filmur, ljós
myndapappír, framkallara og
vökva til ljósmyndagerðar, aus
góðs úrvals af myndavélum, stækk
urum, sýningartjöldum o.fl. Þess
má geta, að þeir hjá C
hafa umboð fyrir mörg þau merki
sem hæst ber á lofti í heimi Ij'ós
myndanna og nægir þar að nefn.a
hinar gömlu og sígildu Leicu-
myndavélar, Rolleiflex og Hassel
blad myndavélina sem farið heftn*
sigurför um heiminn jafnhliða
geimförunum.
Ásgeir Einarsson fulltrúi mun
sjá um rekstur verzlunarinnar.
Ekið utan í bíl
HZ—Reykjavík, þriðjudag.
Ekið var utan í kyrrstæða, rauða
Skoda-bifreið Y-667 á móts við
Miðbæjarskólann í morgun miílli
kl. 9 — 10, og skemimdist hún
talsvert mikið. Þeir, sem upplýs-
ingar kunna að gefa um ákeyrsl
una, eru beðnir að láta rannsókn
arlögregluna vita.
Kassaf jalir óskast
f síðasta sunnudagsbl. Tímans
var viðtal við Þorgeir Þorgeirs-
son, kvikmyndastjóra, sem tekið
var á leikvelli við Nýbýlaveg í
Köpavogi, þar sem börn fá að
byggja sér hús úr kassafjölum. í
sambandi við það, hefur gæzlu-
kona vallarins beðið okkur að láta
þess getið, að allar kassafjalir séu
þar þakksamlega þegnar, þar sem
nokkur skortur er nú á fjölum,
því að hinir áhugasömu smiðir
eru langt komnir með þær birgð
ir, sem fyrir lágu.
KJ-Reykjavík.
Ljósmyndavöruverzlunin Geva
fótó opnaði á fimmtudaginn nýja
verzlun í Austurstræti 6, í nýju
húsi sem eigendur verlunarinn
ar Sveinn Björnsson og Co. h.f.
hafa reist ásamt Arnbirni Óskars
syni.
Hefur verzlunin þarna fengið
til umráða mjög gott húsnæði,
sem vel hefur verið innréttað,
með sérstöku tilliti til þarfa Ijós
myndavöruverzlunar og er höfund
ur innréttingarinnar Helgi Hall-
gímsson arkitekt. Gevafótó mun
eftir sem áður líka verða við Lækj
HLJ
SAMNINGI
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Hljómar frá Keflavík hafa nú
gert fimm ára samning við
skemmtikraftaskrifstofu eina í
Chicago í Bandaríkjunum, Stev
ens Kitazumi & Sands Ltd. og
munu þeir halda héðan síðast
í júlí eða fyrst í ágúst n.k. og
freista gæfunnar í Vestur-
heimi. Ekki er vitað enn, hvað
þeir munu helzt taka fyrir þar
vestra, en skemmtikraftaskrif-
stofan undirbýr nú áætlun fyr
Ir þá.
Á morgun.kemur í búðir
j?lötualbúm með tveimur 45
snúninga plötum, með 6 lög-
um, og eru það lögin, sem
TIL USA
Hljómar leika í kvikmyndinni
Umbarumbamba, sem nýlega
var lokið við að gera og fjall
ar um hljómsveitina. Myndin
tekur 20 mínútur, og verður
hún sýnd hér á landi í sumar.
Nýlega var hún frumsýnd í
Keflavík, en mjög bráðlega
verður farið með hana í sýn-
ingarferð út um allt land. fyrst
um Suðvesturland, síðan norð-
ur og austur og að lokum verð-
ur hún sýnd hér syðra á hausti
komanda. Með Umbarumbamba
er sýnd kvikmyndin Um heitan
sumardag, sem er frá jazzhátíð
fyrir nokkrum árum.
Framhald á bl. 14
Verðlagsráð þingar
um saltsíldarverð
SJ—Reykjavík, þriðjudag.
Verðlagsráð sjávarútvegsins kom
saman til fundar í dag til að ræða
verð á saltsfld fyrir Norður- og
Austurlandi. Verðlagsráð er skip
að 12 mönnum. sem eru fulltrúar
síldarseljenda og sfldarkaupenda.
Gera má ráð fyrir. að samkomulag
náist nú í vikunni um verðið, en
hingað til hefur Verðlagsráðinu
tekizt að ná samkomulagi um salt
síldarverðið án íhlutunar yfir-
.valda.
Ástæðan fyrir því, hve seint er
gengið til samninga um saltsíldar-
verðið er sú, að nýlokið er samn-
ingum um sölu saltsíldar á er-
lendum mörkuðum.
Vitað er, að búið er að semja
við Svía og Finna, en Síldarútvegs
nefnd mun gefa út fréttatilkynn-
ingu um síldarsölusamninga
næstu daga.
LITSKUGGAMYNDIR AF IS-
LENZKUM FRÍMERKJUM
HZReykjavík, þiðjudag.
Stjóm Félags frímerkja-
safnara boðaði blaðamenn á fund
í dag og sýndu þeim algera nýj
ung á sviði frímerkjasöfnunar
í heiminum. Er um að ræða lit-
skuggamyndir af íslenzkum frí
merkjum. Þessar litskuggamyndir
em gefnar út í því skyni að auka
landkynninguna og til þess að
auralitlir safnarar, jafnt innan
lands sem utan geti eignast „frí
merkin“ á ódýran hátt, því að
margar þessara litskuggamynda
em af sjaldgæfum óg dýrum
merkjum. Skuggamyndir þessar
Drengur drukknar
KT—Reykjavík, þriðjudag.
Svo hörmulega vildi til á Siglu
firði 16. júní s.l., að drengur féll
í sjóinn og drukknaði. Drengur-
inn, siem var 6 ára að aldri, hét
Gunnar Hansson. Hafði hann ver
ið að leika sér við höfnina og féll
út af bryggju.
Gunnar fannst skömmu eftir að
slysið hafði átt sér stað og reynd
ust þá allar lífgunartilraunir á-
rangurslausar. Gunnar heitinp var
sonur hjónanna Ernu Gestsdóttur
og Hans Þorvaldssonar.
eru 6 saman í umslagi og kostar
það 85 krónur eða svipað og
venjulegar skuggamyndir.
Félag frímerkjasafnara er nú
orðið níu ára og hefur látið mikið
til sín taka á þeim árum. M. a.
hefur það haldið tvær sýningar
haft frímerkjaþátt í útvarpinu,
gefið út handbók um íslenzk frí
merki, gefið út blað í fimm ár,
og nú hyggzt félagið gefa út á
tíu ára afmæli félagsins á næsta
ári myndarlegt alfræðirit um ís
lenzk frímerki. Innganga í Félag
frímerkjasafnara miðast-við 21
árs aldur en nú ætlar- félagið að
stofna unglingadeildir og munu
þá fróðir menn leiðbeina ungl-
ingunum. Hugmyndin er, að þess
ir unglingar fáist við „mótiv“
söfnun, sem er söfnun á blóma
merkjum, flugmerkjum, skáta
merkjum o. s. frv. Auk þessarar
„mótív” söfnunar ryður sér mjög
til rúms söfnun á sérstökum
stimplum, en þeir eru notaðir við
sérstök tækifæri, t.d. sérstök af-
mæli, mót eða heimsóknir þekktra
manna. Á landsmóti skáta að
Hreðavatni sem haldið verður í
júlílok, verður sérstakur stimpill
notaður.
Söfnun á fyrstadagsumslög
um og merkjum er afar vinsæl
og hefur Félag frímerkjasafnara,
látið sérprenta umslög í því skyni
mjög oft.
Mikið úrfelli
SG-Túni mánudag.
Á laugardag kom hér í Fló
anum feikna úrfelli með
þrumuveðri og eldingum. Sá
einstaki atburður átti sér stað
að eldingu sló niður í kind á
bænum Uppsölum og drapst
hún þegar. Þegar að kindinni
var komið, voru á henni sviða
blettir á haus og víðar. Þá var
stór rák á kindinni frá erya
niður.
Á bænum Stóra-Ármóti sió
endingum niður í jörðina og
komu holur í jarðveginn, þar
sem eldingunum sló niður.
Lágu rákir út frá þessum hol
um.
Eldingar eru nokkkuð fátíð-
ar á þessum landshluta, eins
og annars staðar og man ég
ekki eftir að skepnur hafi drep
izt áður hér af völdum þeirra.
Hræið í hálfu kafi
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
Einhvern tíma í vetur drapst
hestur frá býli við Baldurs-
haga við Suðurlandsveg, og var
hræið látið liggja á lækjar
bakka þar skammt frá. Núna,
þegar vorleysingarnir komu,
barst hræið út í Elliðavatn og
marar nú í hálfu kafi í vík
norð-vestantil í vatninu. Er
þetta til mikils ama fyrir sum
larbústaðaeigendur þarna við
vatnið og aðra, sem koma
þangað til þess að njóta útiveru
við vatnið. Hlutaðeig. hverj-
ir svo sem þeir eru nú, ættu
að sjá sóma sinn í því að fjar
lægja hræið, og ef til vill gæti
lögreglan hlutast til um ,að svo
verði gert.
Hreiður við öxul
EÍ-Rauðalæk, miðvikudag.
Sá einstæði atburður vildi
til ekki alls fyrir löngu, að
skógarþröstur verpti í mjólkur
húsinu að Ási í Ásahreppi.
Bjó fuglinn sér hreiður við
öxul, sem lá á milli mótors og
loftdælu. Þarnia verpti hann
tveimur eggjum.
Heimamenn gerðu tilraun til
þess að verja hreiðrið fyrir
öxlinum, með því að stinga nið
ur spjaldi milli þess og ö»uls
ins, en þrestinum hefur trú
lega ekki líkað það, því hann
yfirgaf hreiðrið og hefur ekki
sézt þar síðan.
Óánægðir með póstinn
BS-Hvammstanga, miðvikud.
Mikil óánægja ríkir nú hér
vegna hinna slæmu póstsam
gangna, sem við eigum við að
búa. Er ástandið nú miklu
verra en undanfarin ár.
Póstur kemur hingað aðeins
á þriðjudögum og föstudögum
og fer héðan á miðvikudögum
og laugardögum í stað allra
daga vikunnar, eins og var í
fyrra. Þarf ekki að lýsa því,
hve mikil óþægindi eru að
þessu, t.d. ef um áríðandi bréf
er að ræða. Dagblöðin koma
hingað óreglulega, og eftir öll
um mögulegum leiðum. Eru
íbúar Hvammstanga að von-
um mjög óánægðir yfir þessari
skerðingu á hinni sjálfsögðu
póstþjónustu.
Mót fermingarbarna
Fermingarbarnamót fyrir
Austurland var haldið að Eið
um, að frumkvæði Prestafélags
Austurlands dagana 11. og 12.
júní sl.
Mótið hófst síðdegis á iaug
ardag með helgistund í Eiða
kirkju, er síra Trausti Péturs
son. prófastur á Djúpavogi ann
aðist en hann var stjórnandi
mótsins.
Síðan va rgengið í fylkingu
til íþróttavaliarins, en þar fóru
fram íþróttir og leikir undir
stjórn skólastjóra Alþýðuskól-
ans að Eiðum, Þokels Stein-
ars Ellertssoniar.
Um kvöldið var kvöldvaka í
skólanum, þar sem ýmis
skemmtiatriði fóru fram, er
unglingarnir sjálfir önnuðust,
að mestu leyti.
M.a. sagði síra Árni Sigurðs
son í Neskaupstað frá æsku-
lýðsstarfi Þjóðkirkjunnar og
sýndi skuggamyndir máli sínu
til skýringar. Kvöldvökunni
lauk með kvöldbæn í kirkj-
unni.
Á sunnudag fór fram fána-
hylling, morgunbæn, skógar-
ferð og sund, þar sem nokkrir
þátttakendur syntu tvö hundr
uð metrana. Kl. tvö var guðs-
þjónusta í Eiðakirkju. Síra
Bragi Benediktsson á Eskifirði
prédikaði, en ungmenni aðstoð
uðu við messuna.
Að iokinni messu fóru fram
mótslit í kirkjunni. Um 90 ung
menni og 8 prestar sóttu mót-
ið.
Mótið þótti takast vel, enda
var veður báða mótsdagana,
eins gott og frekast var á kos
ið.
J