Tíminn - 22.06.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 22.06.1966, Qupperneq 3
1' 'A\ jfr 7 Ff r{ ■{■ v' •• i ri n *• 'i #r i ' t’ a • • MIÐVIKUDAGUR 22. júní 1966 TÍMINN Sveítafdlkið þarf öruggari lífs- afkomu og betri menningaraðstöðu Rætt við Hjalta Gestsson, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands, sem gegnt hef- ur ráðunautsstörfum fyrir sunnlenzka bændur í tuttugu ár. Hjalti Gestsson. Tímamynd Bjarnleifur. Mér var sagt það á dögunum, að í sumar væru tuttugu ár liðin síðan Hjalti Gestsson, ráðunautur og framkvæmda- stjóri Búnaðarsambands Suð- urlands, réðst til búnaðarsam taka sunnlenzkra bænda, og hann hefur öðrum fremur síð an staðið að hinum stórfelldu félagsátökum á Suðurlandsund irlendinu í tilrauna- og leið- beiningarstarfsemi. Ég leit inn til hans heima á Selfossi á dögunum og bað hann að segja lesendum Tímans í ör fáum dráttum frá því sem efst væri í huga eftir þetta tveggjia áratuga starf, og við horfum sínum til landbúnaðar- mála, eins og þau blasa við í dag. Hjalti varð góðfúslega við þvi, þótt aðeins sé unnt að drepa á fátt eitt í þessu stutta spjalli. — Hvað er þér nú minnis- stæðast frá þeim dögum, er þú Hófst hér ráðunautsstörf, Hjalti? — Ég held, að mér verði nú orðið oftast hugsað til þess, hve mér þótti islenzkur land búniáður standa að baki land búnaði nágrannalandanna, þeg ar ég kom hingað heim eftir sjö ára nám og störf erlendis. Við þann samanburð óx mér mest í augum, hve fátækt bænda var almennt mikil, og hve vélvæðing landbúnaðarins var skammt á veg komin og ræktunin naum. En samfara þessu fannst mér sérstaklega aðdáun^j-verður hinn mikli dugnaður bænda við þessar erfiðu aðstæður. Ég á erfitt með að trúa því, er ég hugsa um það nú, að meðalbóndinn hafi verið meira en matvinn- ungur þá. Tekjurnar voru svo ótrúlega lágar. Og mér finnst ástæða til þess að minn ast þessara ástæðna núna, þeg ar bændur standa í nokkrum tímabundnum vanda, og benda á að lítil ástæða er til að vera svartsýnn, þegar hann er borinn saman við þann þrí tuga hamar, sem klífa varð fyrir tuttugu árum. — Varst þú fyrsti fasti ráðu nauturinn, sem starfaði hjá Biinaðarsambandi Suðurlands? — Nei, hér hafði verið mað ur, sem annaðist jarðabótamæl ingar og nokkrar leiðbeiningar um leið, en að sjálfsögðu var það á algeru frumstigi. Fyrstu tvö árin var ráðunautsstarfið heldur ekki fullt starf hjá mér. Mér verður oft hugsað til þessara fyrstu missira með furðu, því að í r.aun og veru lágu engin sérstök verkefni fyrir. Byrja varð á því að leggja grundvöllinn, sem starfið skyldi hvíla á, og velja síðan byrjunarverkefni. En þrátt fyrir baslið, sem óneitanlega var megineinkenni búskaparins þá, var fólkið í raun og veru vel menntað, mjög félagslega þroskað og þróttmikið og tók heilum hönd um á hinum félagslegu verk efnum, þegar af stað var far- ið. Síðan hefur margt breytzt. Fólkinu hefur fækkað við bú skapinn, og sumir kalla það fólksflótta, en ég tel það rangt. Þetta hefur verið mikil sókn en ekki flótti. Það hefur gerzt atvinnubylting hér í sveit unum á þessum tveimur ára- tugum með vélvæðingu, rækt- un, kyn-bótum og stórauknum félagslegum tökum á málunum, og af þessu hefur leitt mjög bætta afkomu. — Hvað telur þú bera einna hæst í þessari sókn? — Þarna vefast að sjálf- sögðu margir þættir sam- an, en vafalítið voru það hinir nýju og gerbeyttu rækt- unarmöguleikar, sem mestum úrslitum réðu. Ræktunarsam- böndin eru tuttugu ára um þessar mundir. Þau ollu al- gerum þáttaskilum. Áður var ræktunin mjög erfið, verk- færin smátæk, og það fór al- veg eftir náttúrlegum land kostum jarða, hvort þar var unnt að stækka tún að ráði. Það var aðeins hægt þar, sem þurrt mólendi eða valllendi var. Á öðrum jörðum t. d. með eintómt mýrlendi voru öll súnd lokuð. Með samtök unum um kaup og rekstur stór virkra tækja gerbreyttist að staðan, og skurðgröfurnar opn uðu svo að segja hverjum bónda leið til þess að fá tæktað heima hjá sér. Með því var ef til vill erfiðustu hindrun- inni rutt úr vegi. Ég vil held ur ekki gera lítið úr Áburðar verksmiðjunni. Áður var oft erfitt að fá nægan og réttan áburð. Með henni gerbreyttist þetta, þó að ekki væri allur vandi leystur. Þá var rafvæð ingin og er úrslitaframkvæmd fyrir sveitirnar, bæði í at- vinnulegu tilliti og til þæginda, sem ekki er minna um vert. — En var ekki sauðfjárstofn inn sjúkur, þegar þú komst hingað? — Jú, mæðiveikin var að leggja sauðfjárbúskapinn í rúst ir, og fjárskiptin voru ein mesta lyftistöngin, sem skilaði þessari búgrein í nýjan á- fanga. Ég er mjög þakklátur forsjóninni fyrir það, hve vel og áfallalaust þau heppnuðust, og er það ómæld blessun fyrir sunnlenzka bændur. Síðan höf um við 'h'áft heilbrigðan sauð- fjárstofn. — En hvert var fyrsta skref- ið í búfjárræktinni eftir að þú komst hingað ? — Ja, eiginlega var það nú í hrossaræktinni, segir Hjalti. Stofnun Hrossaræktarsambands Suðurlands hefur valdið mikl- um þáttaskilum í þessari bú- grein og þar hefur verið unnið mikilvægt starf að því að beina hrossaræktinni inn á réttar brautir í samræmi við kröfur timans. Við eigum al- veg einstæðan hrossastofn, bú- inn sérstæðum og ómetanleg um reiðhestaeiginleikum. Kyn bæturnar beinast nú að því að styrkja og fá fram þessa beztu kosti og eignast örugg kostakyn. Mikið hefur þegar áunnizt, en meiri árangurs er að vænta á næstu árum. Ég veit með vissu, að íslenzki hest urinn verður eftirlæti íslend inga í framtíðinni og mikill gleðigjafi', og hann mun einn ig verða mjög eftirsóttur með öðrum þjóðum. — Og hvað um nautgipa- ræktina? — Hún hefur auðvitað ver- ið mál málanna. Stórátakið í henni var gert Á953, þegar Búnaðarsambandið fékk af bragðsjörðina Laugardæli til umráða og stofnaði þar til raunastöð i búfjárrækt 1953. Verkefni hennar voru og eru einkum þríþætt — afkvæma- rannsóknir, fóður- og beitar rannsóknir, aðallega með kýr og kálfa, og sæðingarstöð. Það er ofviða að rekja það starf í þessu spjalli, en það hefur að mínum dómi gengið mjög vel. Að vísu verða ætíð mis tök i tilraunastarfi en af þeim læra menn, og þarna hafa vér ið gerðar merkilegar rann sóknir, sem vísað hafa veginn og fært mikinn beinan hagnað í búskapnum. Við höfum verið sérlega heppnir að því leyti, að njóta við stöðina mjög góðra starfskrafta og forystu manna. Þarna hefur verið rekin sæð ingarstöð í átta ár. Þátttaka bænda í þessu kynbótastarfi er alveg frjáls, en það er til marks um mat þeirra á gildi þess, að nú eru um 90% bænda aðilar að því vestan Mýrdals sands. Sameiginlegur kostn- aður er auðvitað allmikill, og fyrst urðu bændur að leggja fram sem svarar 40 mjólkur- lítrum á ári fyrir hverja kú; en þetta hefur farið lækikandi og nálgast nú 30 lítra. — En er þá beinn hagnaður af kynbótunum sýnilegur? — Já, ætli mönnum finnist, það ekki. Auðvitað nægir ekki að líta á hækkun meúaln.vtjar hjá kú, því að fleira þarf að taka í reikninginn. En fyrir 15 árum hefði kýr, sem mjólk ar 3500 kg verið talinn sér- stakur verðlaunagripur, en nú er hún meðalkýr, or vafalítið verður meðalkýrin komin í 4000 kg nyt eftir önnur 15 ár eða fyrr. Fóður- og beitartilraunirnar hafa þegar orðið að verulegu gagni. Þær hafa frá öndverðu verið kostaðar af tilraunaráði (búfjárræktar) og í samráði við það. Við erum t.d. núna með mjög athyglisverðar tilraun- ir með kálfaeldi í ’:.ví skyni að komast að raun um, hvernig unnt er að nýta ungkálfana til framleiðslu úrvalskjöts með sem hagfelldustum hætti. Þar hefur þegar komið fram mjög athyglisverður árangur, sem líklegur er til þess að bæta hag þessarar búgreinar. Ég tel að framundan séu mikilvæg verkefni í því efni að sameina betur kjötframleiðslu og mjólk urframleiðslu i nautgripa- ræktinni. Nautgriparæktarfélög eru starfandi í hverjum hreppi og vinna mikilvægt starf. Ég tel að þau séu mjög nauðsynleg til liðs við heildarstarfið á öllu svæðinu. — En á ekki sauðfjárræktin Framhald á bls. 14 3 Á VÍÐAVANGI „Þráspurðir Morgunblaðið segir m. a. svo frá blaðamannafundj með „blaðamannanefnd" bænda- fundarins með Framleiðsiuráði I gær: „Á fundinum með Fram- leiðsluráði í gær höfðu þeir Lárus Ágúst Gíslason í Miðhús um og Stefán Valgeirsson í Auðbrekku framsögu með fyrr greindri tillögu. — Síðan urðu talsverðar umræður nteð hinum 47 fulltrúum, en að sögn blaðamannanefndarinnar voru þær einhuga og komu ekki fram ádeilur, nema ef vera skyldi gegn því að Stéttarsam- bandið kallaði ekki saman fund, áður en hún tilkynnti inn vigtunargjaldið. Ekki mætti kalla þetta reiðiöldu bænda og að fundur þessi væri einungis stéttarlegur og ópólitískur og til stuðnings Stéttarsambandinu og Framleiðsluráði. Þráspurðir um það, hví bændur hefðu ekki fremur kraf izt aukafundar Stéttarsambands ins, sögðu þrímenningarnir að tilkynning Framleiðsluráðs hefði vakið svo snögg við- brögð bænda að þau krefðust funda þegar í stað, en vantað hefði skýringar Framleiðslu- ráðs með tilkynningunni. Þá hefði það komið fram á Sel- fossfundinum að formaður sam takanna. Gunnar Guðbjartsson, hefði mælt gegn slíkum fundi. Hefði því ekki þótt ráðlegt að fara þá leið. Enn, spurðir um hvort þetta væri ekki vantraust á Stéttar- samband bænda, mótmæltu þeir og sögðu þetta stuðning við samtökin og í þeim anda væri hinni nýkjörnu nefnd 6 manna ætlað að vinna.“ „Vorkunnarmál" Þjóðviljinn og Frjáls þjóð senda hvort öðru ástarkveðjur annan hvern dag um þessar mundir. Þjóðviljinn segir svo i gær undir ofangreindri fyr- irsögn: „Vikublaðið Frjáls þjóð hef ur um margra ára skeið lagt á það ofurkapp að flytja hvers kyns illmæli um Sósíalistaflokk inn og cinstaka forystumenn hans, oft hreinan uppspuna, jafnoft rangfærslur, og hefur sú þjónusta að vonum verið vel þegin af hcrnámsblöðun- um. í því sambandi hefur blað ið ekkj hvað sízt fjallað um aðild Sósíalistaflokksins að störfum Alþýðubandalagsins og jafnan hagað skrifum dnum um þau viðfangsefni svo að af gæti spunnizt sem mestur á- greiningur og óvild. Samt hef ur svo átt að heita að hér væri að verki umhyggja fyrir Al- þýðubandalaginu, og því höfðn ýmsir gert sér vonir um að Iát yrði á þessarj iðju eftir að stofnað hafði verið formlegt bandalag í Reykjavík og rit- stjóri Frjálsrar þjóðar var orð inn einn af stjórnarmönnum þess. En því miður, ritstjórinn virðist líta á þessa vegtyllu sína sem aukjð hagræði til efnisöflunar kann er nú tek- inn að birta mjög ýtarlegar fundargerðir f Frjálsri þjóð kryddaða athugasemdum og ályktunum sem ganga mjög á svig við sannleikann.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.