Tíminn - 22.06.1966, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 1966
8
TÍMiNN
Haukur Þ. Oddgeirsson:
UM VERNDUN OG EYÐ-
INGU DÝRAÁ ÍSLANDI
Grein þessi hefur beðið birtingar
alllengi sökuim þrengsla.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp
upi friðun fugla o.fl. þar að lút-
andi. Hefur all mikið verið rætt
og ritað um þetta og sumt ekki
að ástæðulaustu. Það er einkum
tvennt, sem mest kveður að í þess-
um umræðum, svartbaks- og gæsa-
dráp. Á síðasta Alþingi vofu hesp
uð af og gefin út í hvelli lög um
eyðingu svartbaks, hið furðuleg-
asta plagg og ríkinu gert að bera
af því ærinn kostnað. Ástæðan er
sú að æðarvörp eru talin hafa
minnkað til muna á seinustu ár-
um, og svartbaknum kennt um.
Hinar fáránlegustu sögur eru
hafðar í frammi, ásamt órökstudd-
um fullyrðingum, sem sanna eiga
sekt svartbaksins um rýrnun æð-
arvarpanna, og skal ég tilíæra
nokkrar til gamans. Svo til ný-
lega var stofnað embætti svo-
kallaðs veiðistjóra með skrifstofu
í Reykjavík, er embætti þessa veiði
stjóra í því fólgið, að hann þeysir
um landið þvert og endilangt
skjótandi og drepandi dýr og
fugla á báða bóga, einnig með
eitri og dýrabogum og e.t.v. fleiri
slíkum ógeðslegum aðferðum og
hvetur aðra til að gera slíkt hið
sama. Síðan safnar hann skýrslum
um afrekin á skrifstofu sinrú í
Reykjavík. Varla þarf að taka
fram hver borgar kostnaðinn af
þvílíku undri. Ég hefði haldið að
flest annað skorti frekar él ís^
landi en embætti og opinberar
skrifstofur og ég efast um að því-
iíkt embætti sé til með nok'kurri
siðmenntaðri þjóð.
í greinargerð sem þessi veiði-
stjóri lét fylgja frumvarpinu er
hann samdi um eyðingu svartbaks,
hefur hann það eftir „allmörgum
parpbændum, að mestur hluti æð-
arunganna lendi í kjafti svartbaks
ins, allt að 90%.“ Slíbar fullyrð-
ingar eru ekki annað en helbert
bull, sem ekki er hlustandi á, og
annað sem hann fullyrðir sjálfur
um tjón af völdum svartbaks er
órannsakað mál, og því fleipur
eitt, sem iað engu er hæfandi.
Agnar Ingólfsson fuglafræðingur
segir frá því í grein er hann reit
í Tímann 9. des. s.l., að í einu
dagblaði hafi mátt lesa, að 100.000
laxa- eða silungsseyði hafi fund-
izt í maga úr einuim svartbak, er
skotinn var við árós. Agnar telur
þetta sannarlega væna magafylli
og segir að hún muni hafa vegið
talsvert meira en tonn! Ég vil
bæta því við að ég undrast still-
ingu mannsins sem taldi seyðin,
og enn meir nákvæmni svartbaks-
ins, að seiðin Skyldu endilega
vera 100.000, hvorki einu fleira
eða færra. Kannski þetta sé hans
ákveðni skammtur, þegar hann
nærir sig á seiðum, en hann hlýt-
ur að vera talsvert lengi að taka
þau öll upp. Fyrir nokkru sá ég
í blaðagrein eftir varpbónda, þar
sem hiann fullyrðir að svartbak-
urinn drapi 75% af öllum æðar-
ungum. Aðferðin sem hann not-
aði til þess að fylgjast með þessu
ungadrápi hans, var að telja ung-
ana á sjónum. Takið eftir: Hann
taldi ungana á sjónum! Frekar út-
skýrði hann þetta merkilega fyr-
irbrigði ekki. Líklega hefur hann
talið ungana á kvöldin, svo sem
eins og þegar fé er talið i hús,
og svo aftur á morgnana og þann-
ig ungahjörðinni réiddi af um
nóttfnai Kalla ég slikt hraustlega
Haukur Þ. Oddgeirsson
Tímamynd GE.
gert, og er áreiðanlega ekki á
allra færi. Svonia sögusagnir mætti
nefna nær epdalaust, af nógu
slíku er að taka. Og þetta er þá
grundvöllurinn, sem byggt er á
þegar rokið er upp til handa og
fóta og gefin út föig um svartbafca
dráp og jafnvel fleiri fugla og
dýra, með ærnum kostnaði fyrir
ríkissjóð.
Ég sem þessar línur skrifa er
uppalinn á næststærstu varpjörð
landsins og þykist því bera eitt-
hvert styn á æðarvarp. Svartbak-
urinn drepur vafalaust eitthvað af
æðarungum, einkum þá sem verða
viðskila mæður sínar og lónar ein-
ir sér á sjónum. Kollan ver ung-
ana og ég hef aldrei séð svartbak
taka unga sem er 'með móður
sinni. En að hann drepi svo mik-
ið af ungum, sem sumir vilja vera
láta, er hrein fjarstæða. Þessar
tvær fuglategundir hafia lifað í ná-
býli frá ómuna tíð og virðast hafa
koimizt vel af. Á þessari jörð sem
ég er uppalinn er lítill hóimi í
vatni alllangt frá aðalvarpinu. Þeg
ar ég man fyrst eftir mér verptu
þar 60—70 svartbakar og 4—6 æð-
arkollur. Nokkrum árum áður en
ég fór þaðan hafði þetta miklu
meira en snúizt við, því þá voru
æðarhreiðrin orðin 180—200, en
svartbakshreiðrin 3—5, eitthvað
mismunandi frá ári til árs. Varla
hefði þessi breyting orðið ef
svartbakurinn hefði gleypt hvern
unga, svo sem við hefði mátt bú-
ast, þar sem kollurnar voru þetta
fáar, sé hann slíkur vargur, sem
sumir menn vilja vera láta. Egg
svartbaksins voru tekin að jafn-
aði, en oft tókst honum að unga
út. Egg tekur svartbakurinn helzt
aldrei og vitað mál er að hann
ver æðarvörp fyrir öðrum ránfugl-
um, verpi hann í þeim, sem al-
gengt er, og æðarfuglinn hræðis+
svartbakinn alls ekki.
Þegar talað er um orsök rýrn-
andi æðarvarpa er alltaf og af öll-
um gengið fram hjá einu mikils-
verðu atriði, en það er hreinsun
æðardúnsins, hún er ekki sambæn
leg nú við það sem áður var
Nú er dúnninn hreinsaður i ný
tízku vélum í sérstökum hreins-
unarstöðvum, sem munu vera
nokkrar á landinu. og þungi dúns
ins mun minni nú en áður var.
Hann kemur alveg hreinn úr vél-
unum, en með hinum frtunstæSu
hreinsunaraðferðum var hann full-
ur af örsmáu mori, sem var mjög
þungt í vigt. Ég gæti trúað að
um helming munaði, eða jafnvel
meir hvað sama magn af dún ér
létbara nú en áður, með hinum
gömlu hreinsunaraðferðum, sem
voru ýmsar og mismunandi. Einn-
ig rifu þessar vélar dúninn nið-
ur (tæta hann) sumar hverjar og
ódrýgja hann þannig. Þetta fer
þó nokkuð eftir því hverrar teg-
undar þær eru. Það er þannig al-
gerlega óraunihæfur grundvöllur til
þess að reikna út stærð æðarvarps-
ins að bera saman dúnkílóáfjölda
t.d. 1960 og 1930. Annað atriði
er, sem ég hef aldrei heyrt minnzt
á í sambandi við rýrnun á æðar-
varpi, en það er heimsstyrjöldin.
Á stríðsárunum minnkaði varp all
mikið þarna, en hélzt svo óbreytt
svo lengi sem ég vissi til. Ekki
gat komið til að um væri að kenna
hreinsunaraðferð á dúninum, því
hún var sú sama á þessum árum.
Er í þessu tilfelli ekki við aðra
að sakast en þá herra sem að
styrjöldinni stóðu. En illa trúi ég
að gangi að fá bætur úr þeim
herbúðum. Þó mætti reyna að
stofna enn eitt embætti með
skrifstofu og ríflegum útgjöldum
og nefna forstöðumann hennar
æðarvarpsskaðabótamálastjóra,
eða eitthvað þess hátbar og senda
hann á stúfana til innheimtu.
Þriðja atriðið er, að æðarfuglinn
flytur sig eitthvað til, sums stað-
ar aukast vörp og dæmi veit ég
til að alLmikið varp hefur koimizt
upp á jörð, þar sem ekkert var
fyrir. Og þeir, sem fyrir slíku
hnossi verða kvarta ekki. Uiji
heildarmagn æðardúnsins á öllu
landinu, er ómögulegt að vita með
neinni vissu. Ekki er eftir öðru
að fara en sbattaframtölum, og
þau eru tæpast nákvæm. Ekki er
heldur hægt að miða við útflutt-
an dún, því hann er allmikið seld-
ur innanlands og mismunandi frá
ári til árs. Til þess að vita með
nokkurri vissu, hvort svartbakur
veldur verulegu tjóni á æðarvörp-
um þarf langvinnar vísindalegar
rannsóknir, en ekki aðeins órök-
studdar fullyrðingar og orða-
fleipur út í loftið. Þangað til þær
eru fyrir hendi ber að hætta öll-
Framhald á bls. 12.
Liturinn borinn í hárið.
(Tímamynd KJ).
Aðeins heilbrigt
er hárið fallegt
Til skamms tíma þótti það um-
talsvert ef kona lét lita á sér
hárið, en nú er það orðið eips al-
géngt og að mála á sér varirnar
og snyrta sig almennt. Margar or-
sakir liggja til þess, að það sem
ef til vill skiptir ekki hvað minnstu
máli er, að litunarefnunum hefur
fleygt fram, svo að nú er hárið
á engan hátt að bíða tjón af því,
þótt það sé litað smávegis svona
af og til til hátíðabrigða.
Undanfarna viku hafa hár-
greiðslukonur af 33 hárgreiðslu-
stofum bæði í Reykjavík og ná-
grenni lært meðferð háralits frá
þýzka fyrirtækinu Black head.
Kennari hefur verið frú Ellen Hey
frá Danmörku, sem farið hefur
víða um á vegum fyrirtækisins til
þess að kenna meðferð litarins.
Okkur gafst tækifæri til þess að
fylgjast með því þegar frú Hey
leiðbeindi einum hópi á Hár
greiðslustofunni Tinnu hér í borg,
og að litun og greiðslu lokinni
var árangurinn sannarlega ánægju
legur. f samráði við frú Hey var
liturinn valinn, og frúin leiðbeindi
síðan hárgreiðslukonunum með
það hvernig litunin skyldi fara
fram. Á eftir gafst okkur tæki-
færi til þess að ræða stuttlega við
frú Hey.
Frúin hefur verið hárlitunarsér-
fræðingur síðustu 18 árin, og í
10 ár hefur hún stafrækt Black
head-hárlitunarskóla í Kaupmanna
höfn. Þar sagðist hún hafa haft
fimm íslenzkar stúlkur á nám-
skeiði, í þennan .skóla £ara ein-
göngu útlærðar hárgreiðslukonur,
og er hvert námskeið ein vika og
kynna þær sér þá einvörðungu hár-
litun.
— Black head er mjög þekkt
víðast hvar á Norðurlöndunum.
Hann er mjög góður að minu
áliti, enda hugsar fyrirtækið ekki
um það eitt að framleiða vörur
sínar heldur að framleiða þær á
vísindalegum grundvelli, og hjá
því eru stöðugt starfandi fjöl-
margir vísinnamenn, sem rann-
saka öll þau áhrif sem bæði lit
urinn, og aðrar framleiðsluvörur
fyrirtækisins kunna að hafa á hár-
ið. Einkunnarorð fyrirtækisins
eru: „Aðeins heilbngt er hárið
fallegt."
— Það eru til yfir eitt hundrað
Framhald á bls. 12.
Ellen Hey vrSir fyrir sér árangurinn