Tíminn - 22.06.1966, Qupperneq 16

Tíminn - 22.06.1966, Qupperneq 16
LlMÍJfíl’i' 138. tbl. — Miðvikudagur 22. júní 1966 — 50. árg. Heildaraflinn 80 þúsund lestir SJRvík, ÞM-Borgarf. Eystra, þrd. Sl, laugardag höfðu síld veiðiskipin aflað samtals tæpl. 80 þúsund lestir, þar af höfðu 5 þús. lestir farið til frystingar, en af gangurinn í bræðslu. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 78.028 lestir, eða 1924 lestum minni en í ár. Mest aflamagn hefur borizt til Seyðisfjarðar, 16.711 lestir, til Nesikaupstaðar hafa borizt 13.235 lestir og 12.275 lestir til Raufar bafnar. 115 skip hafa fengið afla, þar ;af 100 skip með 100 lestir eða meira. í síðustu viku bárust á land 23.660 lestir. Síldarverksmiðjan á Borgarfirði eystra er nú tilbúin að taka á móti síld eftir gagmgcrðar breyt ingar sem á henni hafa verið gerð ar. Verksmiðjan gat tekið á móti Framhald á bls. 11 GANGAAFUND RÁDHERRANS EJReykjavík, þriðjudag. Eins og frá segir í Tímanum í dag, sat Framleiðsluráð land búnaðarins á fundi í gærkvöldi og ræddi þar m.a. ályktun þá, sem fundur héraðsnefnda bænda sam þykkti á fundi sínum á mánudag inn. Næsti þáltup þessara mála mun vera, að fulltrúar héraðsnefnd- anha og fulltrúar Framleiðsluráðs munu ganga á fund landbúnaðar ráðherra, Ingólfs Jónssonar. Verð ur sá fundur á miðvikudaginn. 214 milljónirnar eru íslenzkt fé SJ—Reykjavík, þriðjudag. Tíminn hafði í dag samband við dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka stjóra, vegna fréttar er birtist í blöðunum um veitingu 214 millj. kr. af bundinni innstæðu til að standa straum af kostnaði við byggingu Búrfellsvirkjunar, kísil gúrverksmiðju, svo og framlag 1il Atvinnujöfnunarsjóðs. Dr. Jóhannes sagði að það væri á missikilningi byggt að hér væri um lán að ræða frá Bandaríkjun um. Hér er uim að ræða svonefnt mótvirðisfé er liggur hér á bundn um reikningi í íslenzkum krónuin og hefur undanfarið verið gert ráð fyrir að það yrði notað til framangreindra famkvæmda. Form lega var gerður samningur um ráðstöfun fjárins milli rikisstjórna Bandaríkjanna og íslands og í haust verður samningurinn lagður ur fyrir alþingi til staðfestingar, en málið var reyndar reifað á al- þingi í vetur sem leið. Þessi fjárupphæð hefur á engan •hátt áhrif á önnur viðsikipti Seðla bankans. Þriggja daga hátíiahöld irii opnun héraisheimilis ES—Egilsstöðum, þriðjudag. Um næstu helgi verður opn að hér á Egilsstöðum með miklum glæsibrag nýtt héraðs- hcimili, sem tíu hreppar standa að. Verður hin nýja bygging vígð á föstudag, en hátíðahöM in eiga að standa fram til sunnudagskvölds- Er búizt við fjölda gesta v>ð opnunina og verður margt gert til þess að skemmta þeim. Daigskrá hátíðahaldanna verð ur í stuttu máli á þessa leið: Kl. 14 á föstudag verður messu gjörð og vígir séra Marinó Kristinsson í Vallanesi húsið- Við messugjörðina syngja sam einaðir kirkjukórar Egilsstaða- og Eiðahrepps. Eftir messu flyt ur formaður bygiginganet'ndar, Þórarinn Þórarinsson, fytTV. skólastióri á Eiðum, ræðu um sögu byggingarinnar. Síðan tala byggingameistari og Þorsteinn Jónsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri. Að ræðum þeirra loknum gefui formaður nefndarinnar, Ar mann Halldórsson, kennari hús inu nafn og síðan fer afhending hússins fram. Þá syngur Karla- kór Fljótsdalshéraðs vígslusöng við lag eftir Jón Þórarinsson, tónskáld og ljóð eftir Jón Sig fússon, símstjóra á Eiðum. Kl. 14 verður svo hlé og veitingar bornar fram. Um kl. 16.30 verður hátíða höldunum haldið áfram og verða þá fluttar ræður og ávörp. Fjórir kórar, Eiðakór, Fellakór, Egilsstaðakór og Vallakór syngja á milli. Þá verður fluttur þáttur úr Skugga Sveini og Stefanía Ósk og Björn Magnússon syngja tví söng. Um kvöldið kl. 9 frumsýnir Ungmennafélag Fellahrepps leikþátt, en að því loknu verða önnur skemmtiatriði og dans leikur á eftir. Á laugardagskvöld kl. 8 verð ur fruimsýnt leikritið Skugga- Sveinn en leikritið verður sýnt aftur á sunnudag kl. 16. Dans leikir verða haldnir eftir sýn ingar. Búizt er við allmörgum gest um við hátíðahöldin og m. a. verður talsvert boðsgesta. Prestar ganga til legstaðar dr. Jóns'Helgasonar biskups. Fremstar ganga dætur biskupsins. (Tímamynd G. E.) Endurskoðun á skipun presta- kalla aðalmál prestastefnunnar KJ—Reykjavík, þriðjudag. Prestastefnan hófst í Reykja vík í morgun með messu í Dóm kirkjunni, en eftir hádegið var Prestastefnan sett í kapellu Háskólans, þar sem biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ávarp og yfirlitsskýrslu um starf kirkjunnar, Minntist biskup í upphafi ræðu sinnar á stöðu kirkjunn ar á íslandi í dag og hið mikla starf, sem þjónar hennar hafa lagt af mörkum fram til þessa dags, ekki aðeins sem prestar heldur og á menningarsvið im þjóðarinnar, og minnti á þá staðreynd, að fyrr á árum hefðu prestar staðið fremstir í fylkingu bænda hvað breyt- ingu á búnaðarháttum varðaði en það virtist vera gleymt mörg um i dag, þótt sú staðreynd blasi við, að enn eru til prest ar, sem eru meðal fremstu bænda. Menn eru fljótir að gleyma. sagði biskup, og það Framhald á bls 14 Synti í land meö bát og mann í eftirdragi! HA—Egilsstöðum, þriðjudag- f gær hvolfdi báti með tveiin ur mönnum á Ánavatni á Jökul dalsheiði og dró annar mannanna 1 bátinn i land, meðan hinn hékk í j bátnum. I Þeir Guðmundur Sæmundsson frá Merki og HalLgrímur Jónsson, ! Gilsá, voru í gær við silungsveið ar á Ánavatni á Jökuldalsheiði. Þeir voru komnir 100—120 metra frá landi, er bátnum hvolfdi undir þeim. Guðmundur er ósyndur, og náði hann taki á bátnum. Þess ber að geta, að þeir félagar hö'fðu verið svo forsjálnir að festa upp- blásna bílslöngu við þóftu í bátn um og hélt hún honum á floti. Hallgrímur var klæddur sjóstíg- vélurn og stórri úlpu, en þrát.t fyrir það tók hann í bátinn og dró hann og Guðmund með sér þessa vegalengd til lands. Má segja, að iþað sé vel af sér vikið. Eins og áður er getið, höfðu þeir félagar bundið gúmmíslöngu við þóftu í bátnum og hélt hún honum á floti. Báturinn var lir tré, en orðinn vatnssósa og er vafi á að svo giftusamlega hefði tekizt til urn björgun ef forsjálni þeirra hefði ekfki komið til. SAUÐARKROKUR Aðalfundur Framsóknarfélags Skagfirðinga verður haldinn á Sauðárkróki föstudaginn 24. júní kl. 20.30. Ólafur Jóhannesson, al- þingismaður mætir á fundinum. Einnig verður haldinn aðalfun i ur Suðurgötu 3 h. f. (Framsóknar hússins). SKEMMTI- FERÐIN Hin árlega skeinmtiferð Framsóknarfélaganna í Reykjavik verður farin sunnudaginn 26. jún n. k. Að þessu sinni verður farið um Reykjanes. í meginatriðum verður farin þessi leið: Eklð verður til Keflavíkur, um Garð og Sandgerði og að Reykjanesvita. Þá verður farið til Grindíivikur og með strönd- inni til Krísuvíkur og Herdísarvíkur, um Selvog til Þorláks- hafnar og um Þrengslaveginn heim. Lagt vcrður af stað frá Tjarnargötu 26 kl. 8,30 stundvíslega. Fararstjóri verður Hanncs Pálsson. formaður fulltríiaráð: Framsóknarféiaganna, en leiðsögumaður Gísli Guðmundsson en auk hans leiðsögumenn í hverjum bíl. Miðapantanir og allar nánari upplýsingar er að fá á skrif stofu Framsóknarfélaganna f Rcykiavík. símar 15564 op 16066 Mjög mikil aðsókn hefur verið að skemmtiferðum í'ram sóknarfélaganna á undanförnum árum, svo að vissast cr sð menn panti sér miða hið allra fyrsta. : ». fifge. .‘•i Mti ^iV.VJÍMV'A t'. ; tÚÁ ItAUA /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.