Vísir - 23.01.1975, Side 3
Vísir. Fimmtudagur 23. janúar 1975.
3
Nýtt
leikrít og
nýr leik-
stjóri
Þjóðleikhúsið frumsýnir nú
bráðlega leikrit eftir sænska
höfunda, sem Islendingar ættu
að vera farnir að kannast aðeins
við, þar sem tvö verk þeirra
hafa verið sýnd hér áður. Einnig
hefur verið flutt efni eftir þá i
útvarpinu.
Kent Andersson og Bengt
Brat heita þeir, en leikritin Elli-
heimilið og Sandkassinn eru
einnig eftir þá. Þetta verk, sem
nú verður sýnt, heitir Hvernig
er heilsan?
Leikstjóri »er Sigmundurörn
Arngrlmsson, en þetta er í
fyrsta skipti, sem hann stjórnar
leikriti hjá Þjóðleikhúsinu.
Hann hefur verið leikhússtjóri á
Akureyri og stjórnað þar
sýningum. Einnig hefur hann
sviðsett leikrit i skólum og
stjómað leikritum hjá útvarp-
inu.
Hvernig er heilsan? er nýlegt
verk og gerist á heilsuhæli. Það
fjallar um vandamál þeirra,
sem þar dvelja vegna vanheilsu
um lengri eða skemmri tima.
Tekið er til meðferðar málefni
vanheilla á geðsmunum og of-
notkun lyfja. í leikritinu eru
margir söngvar, sem sungnir
eru af dvalargestum á heilsu-
hælinu.
Leikendur eru 14, en frumsýn-
ing verður 30. janúar.
— EA.
Gjaldkeri
Sóknar
hótar
mólsókn
— vegna orðróms
um tóma sjóði
Nú er barizt um stjórn
Starfsstúlknafélagsins Sókn-
ar, og I þvi tilefni hótar núver-
andi gjaldkeri, Marla Þor-
steinsdóttir, að „sækja til
saka” þann, sem hafi komið af
staðorðrómi um tóma féiags-
sjóði.
,,Ég hef fengið það staðfest
af viðtölum við Sóknarkonur,
að megin forsenda fyrir fram-
boði gegn núverandi stjórn
félagsins sé sú, að sá orðróm-
ur gangi á nokkrum vinnu-
stöðum Sóknar, að formaður
félagsins, Guðmunda Helga-
dóttir, hafi á slðastliðnu ári
tæmt sjóði félagsins,” sagði
Maria I yfirlýsingu.
„Þennan áburð tel ég grófa
ærumeiðingu, sem fyrst og
fremst beinist gegn mér, sem
ber ábyrgð á sjóðum Sóknar.
Ég lýsi þennan orðróm hér
með rakalaus ósannindi, og ef
einhver getur bent mér á upp-
hafsmann hans mun ég sækja
hann til saka.”
„Sjóöir Sóknar hafa fremur
gildnað en rýrnað á siðast-
liðnu ári. Hver tekjuafgangur
verður, veit ég ekki nákvæm-
lega, þar eð ársuppgjör
félagsins er hjá endurskoð-
anda.” Maria kveðst munu
halda blaðamannafund, þegar
endurskoðun uppgjörsins
ljúki. Þá segir I lok yfirlýsing-
ar hennar: ,,Að gefnu tilefni
vil ég taka það fram um
sumarfrl Guðmundu Helga-
dóttur, að i júli var hún I sinu
löglega sumarfrii, sem hún á
samkvæmt orlofslögum, en I
ágúst var hún ekki á launum
hjá Sókn.”
—HH
NYI BARNASKÓLINN OF
LÍTILL AÐUR EN
BYRJAÐ ER A HONUM!
— leysir varla núverandi þrengsli, hvað þó meira, segir skólastjórinn í Keflavík
„ÞaO vantar núna neiminginn skóiastjóri Barnaskólans I
af þvi húsnæöi, sem viö þurf- Keflavik.
um”, sagöi ólafur Jónsson, „Og sumt af þvf húsnæöi, sem
Það er ekki einfalt mál að búa sig á skiöi um þessar mundir. Skíöi
eru vandvalin og helzt þurfa þau aö hafa cinhverja aukahluti eins og
eru fremst á sklöum þessarar dömu. Bindingar eru listasmtö sem
slagar hátt upp I maskínu að sjálfvirkni, og skórnir veröa að vera
þannig, að þeir brjóti fremur legg en ökia. Svo setja menn stýri und-
ir rass og bruna upp brekkurnar, og nú geta hundar ekki lengur
hlaupið I snjó. — Myndina tók Bj.Bj. viö skiöalyftuna nýju I Skála-
felli.
viö höfum þó til umráöa er ófull-
nægjandi, eins og til dæmis þaö
húsnæöi, sem er undir handa-
vinnu og söng. Þar er mun
lægra undir loft en lög gera ráö
fyrir”.
Vegna húsnæðisskorts hefur
barnaskólinn orðið að starfa á
nokkrum stöðum I bænum.
Gerir það stjórn hans alla nokk-
uð erfiöa. Nokkuð er siðan fyrst
var farið að tala um nýjan
barnaskóla, en á fjárlögum
rikisins fyrir árið I ár er fyrst
veitt til hans fé. Eru þetta 12
milljónir sem rlkið leggur af
mörkum. Keflavfkurbær hefur
ekki enn ákveðiö hvert framlag
hans verður I fyrstu, en senni-
legt er, að það veröi svipuð upp-
hæð.
Ráðgert er að reisa hinn nýja
skóla, er hýsa á 5-600 börn rétt
viö nýja Garðahverfið. Ráðgert
er, að gamli barnaskólinn verði
eftir sem áður I fullri notkun, en
að skólarnir tveir verði tvær
sjálfstæðar stofnanir.
Nú hefur skólanefnd haldið
fund með arkitektum nýja skól-
ans, en ekki er reiknaö með að
teikningar liggi fyrir fyrr en
seint á árinu. Sennilega veröur
því ekki hafizt handa við
byggingaframkvæmdir fyrr en
á næsta ári.
„Ég sé ekki fram á að jafnvel
nýr skóli leysi okkar vanda,”
sagði skólastjórinn, ólafur Jóns
son. „Þörfin er orðin brýn, að
nýr skóli leysti rétt vandann,
eins og hann er i dag. Ef vel ætti
að vera, þyrfti að hefjast handa
við annan nýjan barnaskóla um
leið og sá, sem nú er fyrirhugað-
ur, verður fullbúinn”.
„Já, það er hætta á þvi, að
fjöldinn verði búinn að sprengja
nýja skólann utan af sér óöar en
hann er kominn upp,” sagði Jó-
hann Einvarðsson bæjarstjóri
um nýju barnaskólabygging-
una.
„Og ég vona líka fastlega að
fólksfjölgunin I Keflavtk verði
það ör, að þörf verði á enn nýju
húsnæði undir barnaskólann,”
sagði Jóhann bæjarstjóri i við-
tali við blaðið.
Ekki er nóg með, að riki og
bær hafi nú lagt fram fjárhæðir
til nýja skölans. Nemendurnir
sjálfir hafa einnig sýnt nýju
byggingunni áhuga og efnt til
hlutaveltu, henni til styrktar,
eins og getið hefur veriö um I
VIsi.
„Það var fyrir tilviljun aö ég
kom inn til eins bekkjarins, sem
bá hafði enga fasta stofu, og var
að borða nestið sitt I stofunni,
sem annars skal notuð til söng-
kennslu,” sagði Ólafur Jónsson
skólastjóri.
„Þetta eru hinir ágætustu
krakkar og þeir voru að spyrja
mig að þvi, hvort ekki væri ein-
hvers staðar laust pláss fyrir
þau. Ég sagði þeim frá húsnæð-
isleysinu og peningaleysinu og
það varð úr að þau ákváðu aö
grlpa til sinna ráða og efndu til
hlutaveltu til styrktar nýrri
skólabyggingu”, sagði Ólafur
Jónsson.
„Ég held að þetta verði nú að
kallast jákvæð afstaða”.
— JB
Hús yfir útivirkið við
Elliðaár óþarft
— enda þótt slik bygging hafi komið til tals
„1 þessari vindátt, sem veriö
hefur undanfarna daga berst
mikil selta yfir llnur og útivirki
hér suövestanlands. Þá vill þaö
henda, þegar blotnar i á ný, aö
það slær yfir á einangruninni,
eins og I fyrradag,” sagöi Aöal-
steinn Guöjohnsen, rafmagns-
stjóri I Reykjavik um bilunina I
fyrradag.
Yfir hið nýja útivirki á mótum
Kringlumýrarbrautar og Sund-
laugavegar hefur verið byggt
stærðar hús, en við Elliðaárnar
og Geitháls standa þau óvarin.
Aðalsteinn var spurður að þvi,
hvort ekki væri jafn nauðsynlegt
að byggja yfir önnur útivirki
til að hindra truflanir.
„Það var fleira en væntanlegar
truflanir, sem réð þvi, að byggt
var yfir útivirkið við Kringlumýr-
arbrautina. Þar var það einnig
útlitssjónarmiðið, sem réð ásamt
hættu, sem af stöðinni gæti stafað
þarna I miðju hverfinu,” sagði
Aöalsteinn.
„Samsvarandi þörf er ekki
fyrir hendi inni við Elliðaárnar.
Hús yfir útivirkið þar hefur að
vlsu komið til tals, en langt er frá
þvi, að sllk bygging sé fyrirhug-
uð, þótt hún gæti að visu hindrað
rafmagnstruflanir eins og þær af
truflununum, sem beinlínis áttu
upptök sin þar”, sagði Aðalsteinn
Guðjohnsen.
Húsið við Kringlumýrarbraut-
ina kostaði um 10 milljónir króna.
Samsvarandi hús yfir allt útivirk-
ið við Elliðaárnar yrði mun dýr-
ara 1 byggingu. En slik bygging er
undir þvi komin, hversu menn
telja það mikilvægt að koma i veg
fyrir rafmagnstruflanir af sama
tagi og I fyrradag, sem eru frekar
sjaldgæfar
— JB.
ÞOTURNAR SKOÐAÐAR HEIMA
fá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til að skoða Boeing þoturnar
Fokker vélarnar allar i fullu fjöri
„Þaö hefur veriö ákveöiö að
báöar þotur Flugfélagsins veröi
skoðaðar hér heima. Eftir aö
flugskýlið brann, gerðum við ráö
fyrir aö þær þyrfti aö skoöa er-
lendis, en svo verður ekki,” sagöi
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiöa."
Hann sagði, að þessi aðalskoð-
un á Boeing-þotunum færi fram á
Keflavikurflugvelli. Tvær vikur
tekur að skoða hvora þotu fyrir
sig. Slðan fara þær út i viku til
skoðana, sem ekki er hægt að
framkvæma hér. Skoðunin hefst á
mánudag.
„Viðspörum mikiðfé og þá um
leið gjaldeyri á þvi að geta fram-
kvæmt þessar aðalskoðanir hér
heima”, sagði Sveinn.
Flugvirkjar vinna nú að þvi að
koma upp verkstæðisaðstöðu I
húsi, sem áður var tollvöru-
geymsla, á Reykjavikurflugvelli.
Það stendur rétt fyrir neðan
gömlu vöruafgreiðsluna.
Varahlutir I Fokker Friendship
vélarnar eru farnir að streyma til
landsins, samkvæmt pöntunum,
sem þegar voru gerðar eftir flug-
skýlisbrunann. Engin vélanna
hefur þurft að stoppa vegna bil-
ana, né varahlutaskorts.
„Auðvitað höfum við orðið fyrir
miklum erfiðleikum vegna þessa
bruna. Hins vegar er ánægjulegt
hvað starfsfólkið hefur staöið ein-
huga að þvl að byggja sem fyrst
upp alla aðstöðu. Þar hefur verið
unnið með hugarfari frumbyggj-
ans,” sagði Sveinn að lokum.
-ÓH