Vísir - 23.01.1975, Page 5

Vísir - 23.01.1975, Page 5
Vísir. Fimmtudagur 23. janúar 1975. VIORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson, Vilja Bretar vera ófram í EBE? — Búizt við, að Wilson boði til þjóðaratkvœðagreiðslu Harold Wilson for- sætisráðherra Breta mun i dag tilkynna brezkum kjósendum, að lagt verði undir þeirra dóm i sumar, hvort Bretland verði áfram i Efnahags- bandalagi Evrópu. Búizt var við þvi, að hann mundi taka til máls I neðri mál- stofunni í dag og þá væntanlega skýra frá þvi, hvenær þjóðarat- kvæðagreiðslan eigi að fara fram. — En undanfarna daga hefur hann átt fjölda funda með frammámönnum Verkamanna- flokksins. Stjórn Verkamannaflokksins hafði áður lýst þvi yfir, að hún mundi gefa kjósendum kost á að láta álit sitt i ljós um það, hvort þeir vildu, að landið yrði áfram I EBE. Þjóðaratkvæðagreiöslur eru sjaldgæf fyrirbrigði á Bret- landseyjum, og eru ekki allir á eitt sáttir um, hvernig álit þjóöarinnar verði bezt fengið fram. Wilson hefur boðað, að umræður skuli fara fram um, hvernig að atkvæðagreiðslunni skuli staðið. Hann er sjálfur fylgjandi þjóðaratkvæða- greiðslu, en ýmsir flokksbræður hans hafa lagt annað til. Wilson mun sjálfur fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en sumir fiokksbræður hans hafa lagt annað til. Hafa þeir setið á fundum undanfarið, og þykir vafalitið, að skoðanakönnunin hefur,verið þar tii umræðu. Barnard vill nota aftur Stórbruni í skóla í Manila Fimmtíu og einn fórst og sjötíu og niu slösuðust i stórbruna i Marikina-hverfinu i Manila á Filippseyjum i gær. Eldur kom upp i fjög- urra hæða byggingu, þar sem til húsa voru skóli og hárkolluverk- smiðja. Fjöldi fólks neyddist til þess að stökkva ofan af efri hæðun- um, eigandi vls jafnvel bein- brot, til þess að forða sér undan logunum. Reykur og eldur vörn- uðu þeim eðlilega útgönguleið. Lögregluna grunar, að um i- kveikju hafi verið að ræða. Leit- ar hún grunsamlegs manns, sem sézt hafði verið að bjástra við anddyri byggingarinnar skömmu áður en eldsins varð vart. James Schlesinger, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, hélt þvi fram i gærkvöldi, að Sovétrikin verðu 60% meira fé en Bandarikin til gerðar kjarnorkueld- flauga og sprengjuflug- véla. I ræðu sem varnarmálaráö- herrann flutti í hagfræðiklúbbn- um I New York hélt hannþvi fram að CIA áætlaði — og það varlega — aö Sovétrikin verðu til varnar- mála almennt 20% meira en Bandarikin. A yfirstandandi fjárlögum USA er gert ráð fyrir að verja 84.000 milljónum dollara til landvarna. — Um 15.000 milljón dollara fara sömu hjörtun Christian Barnard, prófessor, hefur varpað fram nýrri hugmynd i sambandi við hjarta- flutninga, en hún er i framhaldi af nýjustu tækni hans, varðandi það að græða hjarta i sjúklinga hans, án þess að taka gamla hjartað úr. Telur hann ástæðulaust að taka nýja hjartað úr, eftir að sjúklingurinn hefur öðlazt bata. Nær sé heldur að geyma hjartað i brjóstholi hans, þar til þess sé þörf I einhverju öðru tilviki, en þá megi flytja það á milli. Þessi frægi skurðlæknir telur, aö með þessu sé fundin lausn á þvi, hvar gripa eigi upp heilt hjarta, þegar þess verður skyndi- lega þörf. Segir Barnard, að rannsóknir á tilraunastofum hafi ekki leitt neitt það i ljós, sem mæli gegn þvi, að þetta sé unnt. Prófessor Barnard álitur enn- fremur, að hjörtum, sem þannig hafi oftsinnis verið notuð, verði siöur hafnað af likama nýs hjartaþega, sem annars stafar viss hætta af öllum aðskotahlut- um. Barnard hefur ekki alls fyrir löngu grætt slik aðstoðarhjörtu i tvo sjúklinga sina, með góðum árangri. — Hann hefur ekki enn reynt þessa nýju hugmynd sina I verki. Barnard skurðlæknir hefur ekki enn sem komið er sannað hug- mynd sina í verki um að nota lifandi menn fyrir „hjarta- banka”. Trú manna ó Banda- ríkin hefur ryðgað sagdi James Schlesinger varnarmólaráðherra USA í rœðu í gœr I smiði kjarnorkueldflauga og sprengjuflugvéla. Schlesinger sagði, að Banda- rikin horfðu nú fram á órótatima i Austurlöndum nær, og vildi hann kenna þvi að nokkru, ,,að trú manna á tilgang Bandarikja- manna og mátt hefði ryðgað.” Hann sagði, að hernaðarmætti Bandarikjanna hefði verið beitt til þess að viðhalda lengsta tima- bili friðar, sem sagan hermir frá. VARA VIÐ KOMMUN- ISTUM EN STARFA MEÐ ÞEIM ÁFRAM — Stjórnarkreppu afstýrt í Portúgal, en verka- lýðshreyfingln beygð undir stjórn kommúnista Stjórnarkreppunni, sem voföi yfir Portúgal vegna nýrra laga um verkalýðs- félög landsins, var bægt frá, þegar einn flokkanna, sem sett hafði sig á móti lagasetningunni, hætti við að slíta stjórnarsamstarf- inu. Lýðveldisflokkur alþýðunnar varaði við þvi I gær á útifundi, sem sóttur var af 12000 manns, aö sjálfstæöi landsins og lýðveldinu stafaöi hætta af kommúnistum Portúgals. En ræðumenn nefndu ekki einu orði nýju verkalýðslögin, sem sett voru i gær, en þau sjá til þess, að kommúnistar hafi töglin og hagldirnar i verkalýðshreyfing- unni með þvi að skylda öll stéttar- félög til að sameinast i einu landssambandi. Sósialistar og lýðveldisflokkur alþýðunnar höfðu báðir andmælt þessari lagasetningu, sem þeir töldu brjóta i bága vð stjórnar- skrá landsins og lýðræðisreglur. Bjuggust menn hálft i hvoru við, að þessir flokkar mundu slita stjórnarsambandinu, en þá stæðu einir uppi kommúnistar og stjórnmálahreyfing hersins. En á útifundinum i gær minnt- ist enginn ræðumanna á það, að flokkar þessir segðu sig úr stjórn landsins. Einn ræðumanna, Carlos Macedo, sagði, að flokkur hans mundi virða hverja þá sam- steypustjórn, sem hann ætti aöild að, þvi ,,að við ætlum okkur aö standa vörð um lýðræðið i Portú- gal”. Fundarsækjendur tóku kröftug- lega undir með ræðumönnum, þegar þeir kröfðust hlutleysis i blaðaskrifum, en flest blöð Portú- gals þykja undirlögð kommúnistaáróðri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.