Vísir - 23.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 23.01.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 23. janúar 1975. vísir Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Augl/singastjóri Auglýsingar Afgreiðsla Ritstjórn Askriftargjaid 600 t lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hvcrfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. á mánuði innanlands. eintakið. Blaðaprent hf. Staðgreiðsla skatta Fjármálaráðherra hefur falið rikisskattstjóra að semja greinargerð um möguleika á að taka upp staðgreiðslukerfi skatta. Greinargerðin er væntanleg innan skamms, og á henni mun rikis- stjórnin að verulegu leyti byggja ákvörðun um málið. Rikisskattstjóri hefur margsinnis lýst yfir fylgi við staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Vonandi tekur núverandi rikisstjórn rögg á sig og hrindir i framkvæmd þessu þarfa máli, sem árum saman hefur dagað uppi. Ekki hefur skort yfirlýsingar forystumanna úr öllum stjórnmála- flokkunum um stuðning við þessa kerfisbreyt- ingu, en hver rikisstjórnin á fætur annarri hefur hikað, þegar á hólminn var komið. Orsök tregðunnar mun fyrst og fremst hafa verið að Danir lentu i örðugleikum, þegar þeir breyttu sinni skattheimtu og tóku upp stað- greiðslukerfi. Þau vandræði voru á sinum tima túlkuð i dönsku dagblaði, sem sýndi þau ógrynni eyðublaða, sem framteljendur urðu að fylla út vegna útreikninga á skattinum. Til skamms tima var hér á landi urmull skatta, sem greiða skyldi til hins opinbera, rikis og sveitarfélaga, og giltu margs kyns mismunandi reglur um þessa skatta. Sumir voru nefskattar en aðrir stighækkandi tekjuskattar og eignaskattar ýmsir til rikis eða sveitarfélags. Við þær aðstæður var það rétt, sem þáverandi fjármálaráðherra, Magnús Jónsson, sagði, að illa mundi ganga að koma á fót einföldu staðgreiðslukerfi. Staðgreiðslukerfi, þar sem skattar eru greiddir jafnóðum af tekjum, byggist á þvi, að skattakerfið sé sem einfaldast i vöfum, Þægilegast væri, að sem flestir greiddu ákveðinn og sama hundraðshluta af tekjum sinum. Þótt okkar kerfi sé enn talsvert flókið, og það óþarf- lega, hafa orðið breytingar siðustu ár, sem gera auðveldara að taka upp staðgreiðslukerfi skatta. Til dæmis hafa almannatryggingagjaldið og sjúkrasamlagsgjaldið verið lögð niður sem slik, það er að segja felld inn i aðra skatta. Ennfremur er útsvar til sveitarfélags nú orðið ákveðinn hundraðshluti af brúttótekjum manna. Þá hefur stighækkun tekjuskatts til rikisins verið einföld- uð. Allt þetta gerir það miklu liklegra en var fyrir nokkrum árum, að staðgreiðslukerfi geti komizt á raunalitið miðað við kosti þess. Ennfremur ætti að halda áfram þeirri stefnu, smám saman, að auka hlut söluskatts og taka upp virðisaukaskatt og minnka að sjálfsögðu beinu skattana að sama skapi. Þegar tekjuskatt- ur til rikisins yrði tiltölulega lægri en nú er eða hyrfi alveg, sem vel kæmi til álita, væri unnt að hugsa sér að hafa útsvarið áfram ákveðna prósentu af brúttótekjum. Hvað sem um þetta yrði, er tilefnislaust fyrir okkur að viðhalda nú- verandi skattheimtukerfi, sem er i rauninni furðuverk. í þeim rikjum, sem bezta reynslu hafa af stað- greiðslukerfi, Bandarikjunum og Sviþjóð, þætti sá maður vist ekki með öllum mjalla, sem legði til að tekið yrði upp ámóta kerfi og við höfum. Við höfum auk augljósra kosta þess fyrir hvern mann, sérstaka þörf fyrir staðgreiðslukerfi vegna þess hve tekjur margra, til dæmis sjó- manna, sveiflast frá ári til árs. Þá má nefna vandamál gamals fólks, sem verður að minnka við sig vinnu en ber óbærilegar klyfjar skatta vegna tekna, sem aflað var, meðan starfsgetan var meiri. — HH Senn eiga friðar- samningarnir, sem undirritaðir voru i Paris að tilstuðlan þeirra Henry Kissinger og Le Duc Tho (og færðu þeim friðarverð- laun Nóbels) tveggja ára afmæli. En að tveim árum liðnum rennur blóðið i Suð- ur-Vietnam i jafn strið- um straumi og að gerði, þegar Vietnam- striðið stóð sem hæst. Ef miðað er við tölur fallinna og særðra, þá hafa bardagarnir undanfarnar vikur verið jafn harðir og þegar sókn komrhún- BlóOið rennur enn I jafnstrlðum straumum I Suöur-VIetnam, eins og þegar striðið stóð sem hæst 1972. Tveggja ára afmœli „friðar" í Víetnam ista var sem áköfust vorið og sumarið 1972. — Mannfallið hefur verið á annað þúsund úr liði beggja þá daga, sem mest hefur verið að gert. Eini munurinn er bara sá, að nú geta Bandarikjamenn andað léttara, þvi að þeir eiga enga, sem standa þarna i eldllnunni. — A árunum 1961 til 1973 féllu hins vegar um 56 þúsund banda- riskir hermenn á þessari viga- slóð. Ollum áhyggjum af Indókina- styrjöldinni hafa Bandarikja- menn þó ekki getað varpað frá sér. Sá möguleiki hefur orðið á nýjan leik — að visu fjarlægur ennþá — að þeir kunni að sjá sig neydda til þess að senda herlið þangað suður eftir aftur til bar- daganna i Suður-VIetnam. James Schlesinger, varnar- málaráðherra, haföi orð á þvi núna I byrjun ársins, að Ford forseti hefði á valdi slnu að biðja þingið að samþykkja aftur þátt- töku Bandarikjanna I bardögun- um — og að hann kynni að gera það einmitt, ef Norður-VIet- namar hæfu aftur sókn I svipuð- um mæli og árið 1972. Það er þó ekki- liklegt, að þingið mundi verða við þeirri ósk forsetans, ef hann bæri hana fram. Jafnvel ekki einu sinni þótt Norður-Vietnamar réðust suður á bóginn. Ekki eins og vindurinn blæs núna á Banda- rikjaþingi. Og enn sem komið er, telja Bandarikjamenn, að sókn kommúnista i Suður-Vietnam, sem náði hámarki með töku borgarinnar Phuoc Binh á dögunum, sé ekkert i likingu við sumarið 1972. Nú þótt svo færi, að Banda- rikjamenn teldu ástæðu til þess að taka beint þátt i bardögunum eða reyna að hefta sókn kommúnista, sýnist ekki vera margt, sem þeir gætu áorkaö. — Að minnsta kosti báru afskipti þeirra frá 1961 til 1973 ekki þvi vitni. Virðist komið að þvi, sem Nixon sór, að skyldi aldrei verða — ,,að Bandarikin yrðu aumingja hjálparvana risinn”. Það, sem helzt kæmi til greina, eins og svo opinberaðist i fréttum i gær, var að Ford for- seti færi þess á leit við þingið, að efnahags- og hernaðaraðstoð við Saigonstjórnina og Kambo- diu, yrði aukin umfram þaö, sem gert var ráð fyrir á siðustu fjárlögum. Hlutur Suöur-VIet- nam i þvi var þó 700 milljónir dollara. Ford hefur þegar kunngert, að hann teldi að reyna ætti þessa leið. Fái stjórn hans þvi ekki fram komið, þá á hún naumast annan möguleika en reyna i gegnum stjórnmála- tengsl sin við þau ríki, sem helzt hafa einhver áhrif á Hanoi- stjórnina, að koma einhverju til leiðar. Eða þá með ámóta diplómatiskum aðferðum eins og yfirlýsingunni á dögunum, þar sem Hanoistjórn var harð- lega átalin fyrir grófleg brot á friðarsamningunum. „Alþýðulýðveldi Vietnam (N-Vietnam) verður að taka af- leiðingum gerða sinna”, var að- vörunartónninn i þessari yfir- lýsingu, en hann hljómar ógnar máttleysislega, þar sem ekki var borið við að gera grein fyrir, hvaða afleiðingar það gætu verið og jafnframt vitaö, að Bandarikin geta naumast tekið að sér hlutverk einhverrar refsinornar i málinu. — Aðrir koma þá enn siður til greina. Asökun stjórnarinnar i Was- hington á hendur N-VIetnam var I átta liðum, öll varðandi brotá friðarsamningunum 1973: Að Norður-Vietnam hafi sent 160 þúsund manna lið inn I Suð- ur-Vietnam og hafi þar nú 220 þúsund manns undir vopnum miðað viö 160 þúsund við undir- ritun samninganna. (100 þúsund N-Vietnamar hafa ýmist fallið eða verið kallaðir heim). Að styrkur brynvagnadeilda N-Vietnama I suðri hafi þrefald- azt með hergagnaflutningum eftir samningana,. stórskotalið verið eflt og loftvarnakerfi. Að vegir hafi verið bættir og aðflutningar hersins auðveldað- ir, enda aukið mjög við birgðir hans siðan 1973. Að Hanoistjórnin hafi bver- skallazt við að greina sinn hlut i kostnaðinum af alþjóðlegu eftir- litsnefndinni, sem að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna var sett til að líta eftir með þvi, að vopna- hléð væri virt. — Það eftirlit er reyndar dauður bókstafur og til einskis gagns, eins og spáð hafði verið. Að Hanoistjórnin hafi svikizt um að gera grein fyrir afdrifum hermanna, sem saknað er úr striðinu og aldrei hafa komið fram, og neitað að veita aðstoð við að grafast fyrir um örlög þeirra. Að hún hafi rofið samninga- viðræðurnar I Paris, sem haldið var áfram fyrst eftir vopnahléð. Að kommúnistar hafi ráðizt á og hernumið ellefu þorp og bæi, sem enginn vafi lék á, að höfðu verið á umráöasvæði Saigon- stjórnarinnar, þegar vopnahlés- samningarnir voru undirritaðir. Auk þessarar hlutdeildar Norður-Vietnama i átökunum I S-Vietnam, er áætlað að her- styrkur Vietkong, skæruliða kommúnista hafi vaxið úr 60 þúsund, sem hann var áætlaður 1973, i 75 þúsund vopnfærra manna og kvenna I dag. Á Bandarikjamönnum hefur helzt mátt skilja, að þessi gróf- legu brot réttlæti að nokkru, að þeir hafa sjálfir brotið ákvæði vopnahléssamninga, hvað við- vikur njósnaflugi yfir Norð- ur-Vietnam. Washingtonstjórn- in hefur þó ekki viljað kannazt við, að flogið hafi verið i njósna- leiðangra yfir N-VIetnam, vegna þess að slik viðurkenning gæti egnt upp stjórnarandstæð- inga i þinginu. Norður-Vietnamar hafa aftur á móti sakað Bandarikjastjórn um að hafa eflt hernaðarstyrk Saigonstjórnar með hergagna- sendingum, fallbyssum, skrið- drekum, brynvögnum og flug- vélum. Þeir halda þvi einnig fram, að njósnavélar USA hafi visað Saigonhernum á skot- mörk. Þannig skiptast báðir á að ákæra hvorn annan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.