Vísir - 23.01.1975, Page 7
Vísir. Fimmtudagur 23. janúar 1975.
7
cTVIenningarmál
★ ★ ★ ★ STJÖRNUBÍÓ: ,JHE LAST PICTURE SHOW#/
Bogdanovich
— trúr uppruna sínum
Stjörnubió: „The Last Picture
Show”.
Leikstjóri: Peter Bogdanovich
Leikendur: Timothy Bottoms,
Jeff Bridges, Cybill Shepherd,
Ben Johnson, Cloris Leachman.
„Mér finnast lista-
menn i hverju landi
njóta sin bezt, þegar
þeir eru trúir eigin upp-
asta ári. -
Bogdanovich leikstýrði einnig
þeirri mynd og i aðalhlutverkum
voru þau Ryan O’Neal og Barbra
Streisand. Myndin „What’s Up,
Doc?” var nokkurs konar stæling
á bandariskri hringavitleysu
gamanmynd, en afstaða
Bogdanovich er sérstæð á þann
hátt, að hann sækir mest af sinum
áhrifum til sér eldri manna i
kvikmyndagerð og felur ekki þau
áhrif, sem hann hefur orðið fyrir
Jacy (Cybill Shepherd) reynir að verða sér úti um nýjan félaga. I þetta
sinn leggur hún til atlögu við Sonny (Timothy Bottoms).
runa. Bandariskir leik-
stjórar hafa orðið fyrir
það miklum áhrifum af
Antonioni, Fellini, Berg-
man og Godard, að þeir
hafa tapað sinum
bandarisku einkennum.
Ég tel nefnilega, að hinn
bandariski þáttur i
bandariskri kvikmynda-
gerð hafi ætið verið
hennar höfuðkostur”.
Hér er það leikstjórinn Peter
Bogdanovich, höfundur myndar-
innar „The Last Picture Show”,
sem lýsir skoðunum sinum á
bandariskri kvikmyndagerð.
Nafnið Bogdanovich ætti að
hljóma kunnuglega i eyrum eftir
að myndin „What’s Up, Doc?”
var sýnd i Austurbæjarbiói á siö-
af þeim.
Mest dálæti hefur Bogdanovich
á leikstjórunum John Ford og
Howard Hawks. Kveikjan að
myndinni „What’s Up Doc?” var
reyndar kvikmynd Hawks
„Bringing Up Baby” frá árinu
1938 og ýmis atriði i mynd
Bogdanovich voru beint tekin Ur
henni og ýmsum skyldum mynd-
um.
1 kvikmyndinni var sýnt úr
Bugs Bunny mynd og nafnið
„What’s Up, Doc?” þaðan dregið.
1 myndinni, sem nú er sýnd I
Stjörnubiói, er á sama hátt sýnt
úr tveim gömlum myndum. Fyrri
þátturinn er úr mynd Vincente
Minelli (föður Lizu Minelli)
„Father of the Bride” frá 1950
með Elisabeth Taylor i einu aðal-
hlutverkanna. Siðari þátturinn er
úr myndinni „Red River” frá
1948, sem leikstýrð var af John
Ford og með John Wayne i aðal-
hlutverki. Þessir stuttu þættir
Það slettist upp á vinskapinn hjá Sonny (Timothy Bottoms) og Duane
(Jeff Bridges) þegar báðir girnast sömu stúlkuna.
undirstrika skyldleikann, sem
„The Last Picture Show” á við
myndir frá þessum árum.
Sýning myndanna á sér stað i
kvikmyndahúsinu i Anerene i
Texas árið 1951. Eina ánægja
bæjarbúanna i hinum draugalega
og niðurnidda bæ er að sækja
kvikmyndahúsið og knattborðs-
stofuna. Nú er sjónvarpið aftur á
móti aö hefja innreiö sina og
kvikmyndahúsið fer halloka i
baráttunni við hina nýju tækni.
Kvikmyndahúsið efnir til siðustu
sýningar og sýnd er myndin „Red
River”.
Arið 1951 eru unglingarnir
Sonny (Timothy Bottoms), Duane
Jackson (Jeff Bridges úr „Fat
City”) og Jacy Farrow (Cybill
Shephard, lék Kelly i „Söguleg
brúðkaupsferð” i Nýja biói) að
vaxa úr grasi. A þessu ári mótast
hver unglinganna mjög mikið,
þar til leiðir þeirra skiljast undir
iokin.
Þetta eru þeir timar, er elsk-
endur stigu heizt ekki út úr bilum
sinum nema til að fara i bió og þá
til að elskast á aftasta bekk frek-
ar en að horfa á forfeður sina
þeysa um á hestbaki i einhverri
kúrekamyndinni.
Bærinn Anerene er það litill, að
enginn má hnerra öðru visi en það
sé á allra vitorði og fátt virðist
tengja ibúana við umheiminn.
Þótt þjóðvegur liggi um bæinn
kemur það aðeins einu sinni fyrir
að aðkomufólk nemi þar staðar
og þá vegna þess, að ekið var yfir
aumingja, sem var að sópa veg-
inn.
A þessari stuttu viðdvöl eina
aðkomufólksins kemst það aö þvi,
að ibúar bæjarins séu skritnir
orðnir af einverunni og hraða sér
þvi á brott á ný.
Leikurinn i myndinni er mjög
góður. Ruth Popper hlaut Öskars-
verðlaunin fyrir leik sinn i hlut-
verki eiginkomu iþróttakennar-
ans, sem Sonny heldur við og Ben
Johnson fékk sömu verðlaun fyrir
að leika Sam the Lion, eiganda
knattborðsstofunnar, veitinga-
búðarinnar og kvikmyndahúss-
ins. Hann trúir enn á hefðbundnar
venjur kúrekanna og þegar hann
fellur frá er eins og bærinn tapi
hluta af kjölfestu sinni. Sam lifði
enn i minningu þeirra tima, er
hann hélt við Lois Farrow móður
stúlkunnar Jacy, sem nú virðist
með ástarævintýrum sinum ætla
aö feta dyggilega i fótspor móður
sinnar.
Munið þið eftir Eileen Brennan,
er leikur Billie i „The Sting”. Hér
tekst henni mjög vel upp i hlut-
verki framreiðslustúlkunnar
Genevieve. Hún og Cybill Shep-
herd (Jacy) voru er siðastfréttist
að leika ásamt Burt Reynolds i
nýjustu mynd Bogdanovich, er
ber nafnið „At Long Last Love”
og verður væntanlega frumsýnd
erlendis bráðlega. Eins léku þær
báðar i myndinni, sem Bogdano-
vich lauk við þar á undan og bar
nafnið „Daisy Miller”.
Til að tengja myndina „The
Last Picture Show” enn betur við
þann tima, er hún fjallar um, hef-
ur Bogdanovich brugðið á það ráð
að taka hana i svart-hvitu en ekki
i litum. Það þarf allmikið áræði
til að taka aftur upp þetta van-
rækta form, þegar liturinn hefur
verið allsráðandi um áraraðir.
Það er hálfgerður léttir að fá
að sjá nýja svart-hvita mynd og
fyrir myndina „The Last Picture
Show” er þetta form vel til fund-
ið. 1 upphafi litmyndaframleiðsl-
unnar völdu kvikmyndahöfundar
á milli lita og svart-hvitrar
myndatöku eftir þvi hvaö átti bet-
ur við. Kannski verður nú aftur
farið að velja milli þessara
tveggja forma.
Aftur á móti er það athyglis-
vert, að Bogdanovich notar ekki
tónlistina á sama hátt og fyrir-
rennarar hans gerðu. Það virðist
siður hjá honum að setja ekki tón-
list inn á nema þvi aðeins að út-
varp, sjónvarp eða plötuspilari á
myndinni gefi tilefni til þess. En
eins og við vitum tiðkaðist það um
1950 að setja inn tónlist til að
undirstrika allar athafnir persón-
anna. Skipti þá engu máli hvort
hljómsveit var nokkurs staðar
nálægt eða ekki.
Með myndinni „Last Picture
Show” sannar Bogdanovich raun-
ar orð sin i upphafi þessarar
greinar. Með þvi að vera trúr
fyrirrennurum sinum og hinni
bandarisku hefð i kvikmyndagerð
tekst honum mjög vel upp. Mann-
lifið i andlausum bandariskum
smábæ hefur oft áður orðið við-
fangsefni þarlendra kvikmynda-
höfunda, en Bogdanovich hefur
hér tekizt að skapa blákalda
mynd um þennan þátt þjóðlifsins,
lausa við hvers konar væmni.
Kvikmyndahúsin i dag:
+ + + + Stjörnubíó: „The Last Picture Show”
+ + + + Tónabió: „The Last Tango in Paris”
+ + + + Laugarásbió: „Gildran”
-r Nýja bió: „Uppreisnin á apaplánetunni”.
POPPKORNIÐ VAR ÁGÆTT
Nýja bió: Uppreisnin á apapián-
etunni.
Leikstjóri: J.Lee Thompson.
Leikendur^ Roddy McDowall,
Don Murray, Richardo Mantal-
ban o.fl.
Ekki er nóg með að mynd þessi
fjalli um apa, heldur virðist hún
einnig gerö af öpum og fyrir apa.
Eins og búast mátti við af þessum
forfeðrum okkar er framleiöslan
hin frumstæðasta, en þó efast ég
ekki um, að Siggi vinur okkar
simpansi i Sædýrasafninu myndi
skemmta sér bærilega yfir til-
tektum bræðra sinna. Hvaða er-
indi mynd þessi á aftur á móti i
Nýja bió læt ég aðra um að svara.
Ekki nóg með það, heldur er hún
bönnuð börnum innan 12 ára, þótt
hún virðist fyrst og fremst
tileinkuð þeim, sem eru innan við
þann aldur.
Þegar allt annað hefur brugöizt
má gripa til þess örþrifaráðs i
hléinu að fá sér poppkornsbirgðir
til að fleyta sér yfir seinni helm-
inginn af endaleysunni. Þar eð
það, sem vel er gert, skal ætiö
viðurkennt, skal játað að popp-
kornið var með ágætum, lengra
nær lofgerðin ekki.
Hér er á ferðinni fjórða myndin
i apaflokknum. Fyrsta myndin
var með ágætum og nutu hinar
sem á eftir komu góðs af henni.
Nú hefur hins vegar öll inneignin
verið tekin út, og þetta siðasta til-
legg i apaævintýrið liður hálf-
partinn fyrir fyrstu myndina. Þar
fengu áhorfendur upp i hendurnar
söguþráð, sem vert var að ihuga,
en þegar endurtaka á leikinn i
fjórðu myndinni renna allar
tilraunir til spaklegrar Ihugunar
fullkomlega út i sandinn.
Það er ekkert sem mælir gegn
þvi, aö gerðar séu visindamyndir
með öpum i aðalhlutverkum.
Framleiðendurnir verða bara að
vita, hvað þeir ætla sér með slikri
mynd og vanda svo til þeirra
hluta, sem leggja á áherzlu á, og
sleppa hinum. En „Uppreisnin á
apaplánetunni” er hvorki fugl né
fiskur. Söguþráðurinn er eins og
skrifaður i einum kaffitima,
heimspekin er fálm og leikur ap-
anna spaugilegur án þess þó að
eiga að vera það. Hefði söguþræði
og heimspeki verið sleppt og ein-
ungis lögð áherzla á búnað,
hreyfingar og slagsmál apanna,
hefði árangurinn verið mun betri.
Austurbæjarbió hefur nýlokiö
sýningum myndarinnar ,,t klóm
drekans” með Bruce Lee I aðal-
hlutverki. Sú mynd er dæmi um
það, hvernig ná má sæmilegasta
árangri með því einu að hætta sér
ekki út á hálan is.
Tilgangur myndarinnar er aö
sýna ballettmeistarann Bruce
Lee i hreint stórkostlegum slags-
málasenum. Söguþræði er aö
mestu sleppt, þvi vitað var aö allt
slikt myndi aðeins skemma fyrir.
Eins hafa framleiðendur þeirrar
myndar að mestu sleppt aðal-
persónunum viö að leika. Það var
vitaö fyrirfram, að slik tilþrif
spilltu aðeins fyrir. Útkoman
verður hin ágætasta Kung Fu
mynd, einmitt það sem til stóð.
En framleiðendur „Apaplánet-
unnar” hættu sér allt of langt
fram yfir það, sem þeir voru fær-
ír um.
Það er ekki hægt að gagnrýna
framleiöendur fyrir það sem þeir
ekki gera, heldur það, sem þeir
gera og i „Apaplánetunni” er það
fyrir neðan allar hellur.
En poppkornið var ágætt.
Þegar að uppreisninni kemur sýna aparnir litla vægð.