Vísir


Vísir - 05.02.1975, Qupperneq 6

Vísir - 05.02.1975, Qupperneq 6
6 Vlsir. Miövikudagur 5. febrúar 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Ilelgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessón ~ •'Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Hættulegar hugmyndir Þjóðhagsstofnunin hefur reiknað út, að tapið á stóru skuttogurunum sé að meðaltali 28,5% og 8,8% á litlu togurunum, um 1% á loðnubátunum og 11,5% á öðrum bátum. Samanlagt nemur þetta tap tveimur til þremur milljörðum á ári og er þó i tölunum ekki reiknað með hækkun oliuverðsins, sem varð i janúar. Þetta sýnir að vandi sjávarútvegsins er hrika- legur og leiðir senn til rekstrarstöðvunar flotans, ef ekkert verður að gert. Og að óbreyttum að- stæðum er ekki unnt að hækka fiskverð, þvi að fiskvinnslustöðvarnar geta ekki greitt meira, þar sem útflutningsverð sjávarafurða hefur farið lækkandi. Með gengislækkun mætti gera vinnslustöðvun- um kleift að greiða hærra fiskverð. Hins vegar hafa talsmenn útgerðarinnar látið i ljós þá skoð- un, að gengislækkun komi ekki að gagni að þessu sinni. Sú skoðun byggist á þvi, að tilkostnaður út- gerðarinnar hækkar lika, þegar gengislækkun hækkar fiskverðið. Sjómenn búa við hlutaskipti og fá sinn þátt i hækkun fiskverðsins. Ennfremur veldur gengis- lækkun þvi, að erlendar skipakaupaskuldir, er- lend veiðarfæri og olia hækkar i hlutfalli við auknar tekjur útgerðarinnar. Það er þvi skiljan- legt, að útgerðarmenn efist um gagnsemi gengis- lækkunar. En ekki er unnt að sjá aðra betri kosti. Tals- menn útgerðarinnar hafa nefnt uppbætur, þótt rikið hafi enga fjármuni til sliks. Ekki er laust við, að margir telji rikið þegar vera orðið of flækt i sjávarútveginn, er millifærslusjóðir eru farnir að greiða afborganir skipakaupalána og trygg- ingar fiskiskipa, þótt nýju sé ekki bætt ofan á. Slæmt væri að þurfa að stiga viðbótarskref i átt til rikisrekstrar i sjávarútveginum i heild. Uppbótakerfi fæli i sér slikt skref. Afskipti rikis- ins hafa þegar dregið úr áhrifum dugnaðar og hagsýni útgerðarmanna á velgengni útgerðar- innar. Augljóst er, að erfiðleikar sjávarútvegsins stafa ekki af þvi, að hann sé ekki samkeppnisfær i alþjóðlegum samanburði. Erfiðleikarnir stafa af þvi, að versnandi viðskiptakjör gagnvart út- löndum hafa skert gengi krónunnar. Hörmulegt er að hugsa til þess, að vandinn kunni að verða leystur með þvi að gera útgerðina að ómaga. Þá er fokið i flest skjól. Ekki má heldur gleyma útflutningsiðnaðinum, sem býr við svipaða erfiðleika og sjávarútvegur- inn. Allar lausnir, sem eingöngu miðast við sjávarútveginn, verða rothögg á útflutningsiðn- aðinn. Mönnum hættir til að gleyma þessum nýja vaxtarbroddi, þar sem hann er ekki eins mikil- vægur og sjávarútvegurinn. En menn mega ekki gleyma honum, þvi að hann er ein helzta von þjóðarinnar um góð lifskjör i framtiðinni. Útflutningsiðnaðurinn hefur undanfarinn ára- tug verið að ryðja sér til rúms við hin erfiðustu skilyrði. Hann hefur að töluverðu leyti verið svik- inn um aðlögunartimann, sem hann átti að fá i kjölfar viðskiptasambandanna við Friverzlunar- samtökin og Efnahagsbandalagið. Einnig á ann- an hátt hefur hann verið meðhöndlaður sem fjórða flokks atvinnugrein. Hvernig á útflutningsiðnaðurinn að eflast nægi- lega til að geta i framtiðinni staðið undir lifskjör- um þjóðarinnar, ef hann býr langtimum saman við rammskakkt gengi og stöðugan taprekstur? Við megum ekki leysa skammtimavandamál á kostnað framtiðarinnar. Illlllllllll M) MFM UMSJÓN: G. P. Eitt ár er nákvæmlega liðið frá þvi, að Patriciu Hearst var rænt úr ibúð hennar i Berkeley, en siðustu vikurnar hefur mál hennar legið dautt og grafið, eins og flestir þeirra, sem rændu henni á sinum tima. Þar til i gær, að það rifjaðist allt saman upp aftur, þegar maðureinn i Eldri mynd af Patriciu Hearst, nitján ára stúdent viö Berkeley-háskóla i Kaliforníu. HVAD VARD UM PATTY HEARST? Hollywood hélt þvi fram, að hún ásamt tveim blökkustúlkum hefði rænt honum á föstudag — eins og frá var skýrt i Visi i gær. Fram til þess sýndist sem Patty Hearst hefði tekizt það sama og byltingarkonunni Jane Alpert, að láta sig hverfa i fjöldann i þessu milljónariki. — Um fjögurra ára skeið fór Jane Alpert huldu höfði, þrátt fyrir eftirlýsingar lögreglu- yfirvalda, sem áttu ýmislegt van- talað við hana vegna sprengjutil- ræöa kærasta hennar. Fyrir skömmu kom hún fram og gafst þá upp á flökkulífinu, en á fölsk- um persónuskilrikjum tókst henni að villa á sér heimildir og fela sig sem þjónustustúlka á lélegri mat- sölustöðum og annað i þeim dúr. Ræningjar Patriciu Hearst kölluðu sig „hermenn” Symbonesisku frelsishreyfingar- innar, sem menn vita ekki með vissu, hvernig er til komin. Um þau samtök var fátt annað vitað en að þau hefðu staðið að morði á skólastjóra einum i blökku- mannaskóla i Kaliforniu. — Eftir ránið á milljónaradótturinni voru S.L.A.-samtökin þó á allra vör- um. Að kröfu þeirra flýtti faðir Patty, blaðakóngurinn Randolph Hearst, sér að setja á laggirnar matargjafarstofnun, sem útbýtti súpu og annarri saðningu til fá- tækra fyrir nær tvær milljónir dollara. Auk þess krafðist S.L.A. einnig lausnargjalds i beinni greiöslu. Lausnargjaldið var aldrei sótt. í staðinn tilkynnti Patty Hearst foreldrum sinum, að hún hafnaði þeim og hefði gengið i lið með ræningjum sinum. t fyrstu var haldið, að þessi orð- sending væri fölsuð, eða stúlkan hefði verið heilaþvegin ef ekki beinlinis þvinguð til að skrifa skilaboðin. En tvær grimur runnu á fólk, þegar leynimyndavél I banka náði af henni ljósmynd, þar sem hún stóð vörð, vopnuð byssu, meðan félagar hennar rændu bankann og höfðu á brott með sér 10 þúsund dollara. Patricia Hearst tók sér dul- nefnið „Tania” eftir byltingar- konu, sem talin er hafa látið lifið með Che Guevara I Boliviu hér um árið. Allur vafi, sem þótti geta leikið á þvi, að hún hefði sjálfviljug tekið þátt I bankaráninu, hvarf af mönnum, þegar hún mánuði eftir það sást I fylgd hjóna úr S.L.A. ræna sportvöruverzlun eina i Los Angeles. — Auk þess kom svo til vitnisburðar átján ára unglings, sem hjónin og „Tania” höfðu rænt með sér. Hann sá engin merki þess, að Patty Hearts væri haldið gegn hennar vilja. — „Hún talaði um ágæti byssukúlna, sem dýft hefði verið i cyanid-eitur, og hversu vel þær ynnu á fólki”, sagði unglingurinn lögreglunni. Sex félagar úr S.L.A. féllu fyrir kúlum lögreglunnar eftir skot- bardaga þann 17. mal, þegar hafðist uppi á fylgsni þeirra i Los Angeles. Þar á meðal var höfuð- paurinn, Deonald deFreeze. — Undan komust þó Harris-hjónin, sem höfðu verið með Patty i sportvöruverzlunarráninu. Patty Hearst var heldur ekki meðal fallinna. Þau Harris-hjónin þóttu ekki stiga I vitið og var lögreglan von- góð um að þeim yrði fljótlega fótaskortur og mundu nást. Handtaka þeirra gat leitt til fund- ar Patty Hearst. — Mánuðirnir hafa liðið siðan hver af öðrum án þess að sú von rættist. Fyrir rétti eru núna tveir ungir menn, sem halda þvi fram, að þeir hafi verið félagar i S.L.A. Yfir þeim hvilir ákæra um morðið á yfirkennaranum Marcus Foster i Oakland-skóla 6. nóvember 1973. Sérfræðingar lögreglunnar röktu slóð morðkúlnanna (sem reyndar Foreldrar Patty, Catherine og Randolph Hearst, hafa aldrei gef- ið upp vonina. hafði verið dýft I cyanid) til skot- vopna, er voru skráð á Joseph Remiro og Russell Little. Þeir voru handsamaðir núna i byrjun janúar sl., en reyndu þá að flýja. Þrátt fyrir yfirheyrslur yfir þeim, ótal yfirlýsingar S.L.A. og segulspólur getur enginn gert sér fulla grein fyrir þvi, hvert hafi verið markmið þessa félagsskap- ar. Það er talið, að samtökin sem naumast verða þó kölluð þvi nafni, vegna þess hve fáliðuð þau voru, hafi sprottið upp úr þeim hópum, sem börðust fyrir betri meðferð refsifanga. En öfgahóp- ar stúdenta i skólum Kaliforniu, sem einhver kynni höfðu af S.L.A., segja allir, að þeir hafi á- vallt litið á S.L.A. sem utan við lög og rétt, en ekki á sama báti og önnur mótmælasamtök. Meðan ýmsir voru farnir að halda, að Patricia Hearst væri ekki lengur lifs, þá hafa foreldrar hennar og aðstandendur aldrei gefið upp vonina. Faöir hennar sagði nýlega i út- varpsviðtali, að hann vonaðist til þess að hún mundi sjálfviljug gefa sig fram við yfirvöld: „i hreinskilni sagt held ég, að hún verði aldrei hneppt i fangelsi. Hún mun sjálfsagt koma fyrir rétt bæði i Los Angeles og San * Francisco, en naumast dæmd til refsingar.” Það siðasta, sem heyrðist frá Patty Hearst sjálfri, var af segul- spólu, sem flutti bölbænir og klám. Hafði spólan verið skilin eftir i útvarpsstöð I Los Angeles. Hún hafði einnig að geyma yfir- lýsingar frá Harrishjónunum. Frásögn mannsins, sem kom fram núna eftir helgina og sagðist hafa verið neyddur til að aka Patty Hearst og tveim blökku- stúlkum um Hollywood, hafði ekki verið staðfest i gær. Fulltrúar alrikislögreglunnar bandarisku eru enn sannfærðir um að Harrishjónin eigi eftir að koma upp um sig. „Einhvers staðar, einhvern tima, kemur að þvi”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.