Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir Mánudagur 10. febrúar 1975. VÍSIB (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: iSíðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Undanhald olíufurstanna Brestur er kominn i oliuauðhring Araba, eins og margir höfðu spáð. Stjórnmálamönnum á Vesturlöndum hefur blöskrað, hvernig hækkun oliuverðs leiddi til samdráttar. Rikin stóðu sem varnarlaus gagnvart ofurvaldi Araba og ann- arra oliuframleiðenda, og menn spurðu, hvort nú væri að renna það skeið, sem kalla mætti hnignun Vesturlanda, upphafið að endalokum aldalangs veldis Evrópumanna. Oliuráðherra Saudi-Arabiu sagði um helgina, að hann byggist við óbreyttu oliuverði á þessu ári. Helztu oliurikin virðast ætla að halda verðinu óbreyttu fram i september og hugsanlega lengur. Hvað veldur? Fyrst má nefna hótanir Kissingers, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna. Hann hefur gefið i skyn, að valdbeiting kæmi til greina, ef oliufram- leiðendur breyttu ekki stefnu. Arabar segjast ekki taka slikar ógnanir alvarlega, en i rauninni gera þeir sér grein fyrir hættunni á, að vestræn riki efli Israelsmenn til árásar, sem vafalaust yrði kölluð „varnarstyrjöld til að hindra árás Araba á ísraelsmenn”. Þessi hætta er ávallt raunveruleg. Fyrst og fremst geta Arabar skilið af ummælum Kissingers, að valdamiklir menn á Vesturlöndum eru reiðubúnir að leggja sitthvað i sölurnar til að halda oliuverði i skefjum. Enn skyrari hótun gagnvart oliurikjunum felst i friðsamlegri vinnubrögðum iðnaðarrikjanna. Á fundi átján iðnaðarrikja i Paris laust fyrir helgi var samþykkt, að þau minnkuðu oliuinnflutning sinn um sem svarar tveimur milljónum tunna á dag. Þetta er að visu aðeins litill hluti af öllum oliuinnflutningi þessara rikja, en þó sýnir sam- þykktin, að mönnum er alvara með tali um að spara oliu og auka aðra orkugjafa i hennar stað. Kissinger beitir sér fyrir, að sett verði lágmarks- verð á oliu i þvi skyni að vernda fjárfestingu i öðrum orkugjöfum. Þetta lágmarksverð á að vera talsvert lægra en heimsmarkaðsverð er nú. Skal samkvæmt tillögum Kissingers bjóða oliu- framleiðendum þá kosti að samþykkja lækkun verðsins og fá tryggingu fyrir þvi, að það haldist, eða þrjózkast við og eiga á hættu að tapa með vaxandi notkun annarra orkugjafa i náinni fram- °tið. Hvað tilboð Araba um óbreytt oliuverð til hausts og vonandi lengur, kemur til með að þýða er ekki ljóst enn, en greinilega hafaoliuframleið- endur verið knúnir til undanhalds. Olian er og verður lifsvökvi iðnaðar heimsins. Með bandalagi við aðra framleiðendur oliu hafa Arabar getað skapað sér að miklu leyti einok- unaraðstöðu i sölu þessarar mikilvægu vöru. Hér gildir i sjálfu sér hið sama og um alla einokun i viðskiptum. Tilgangurinn er að hagnast meira en lögmál framboðs og eftirspurnar segðu til um, ef réttum leikreglum væri fylgt. Afleiðingin er og hin sama og um aðra einokun, að neytendurnir tapa. Einokun oliuframleiðenda er hins vegar miklu fordæmanlegri vegna þess, að þeir ætla sér ekki aðallega að græða f járhagslega, heldur kúga litið riki, ísrael, með þvi að beita vinaþjóðir þess ógnunum. Þetta hefur Aröbum tekizt að verulegu leyti, en skiljanlegt er, að leiðtogum vestrænna rikja þyki sárt að kyngja þeim bitanum. Þvi hafa þeir hafið gagnsókn. —HH Við erum Iftill dropi af þvf mannhafí öllu Fólksfjölgun er nú örust í Afriku, eftir þvi sem kemur fram i skýrslu Sameinuðu þjóðanna, er birt var i siðustu viku. í þessari árbók mannfjölgunar er sagt, að i þrjátiu og niu þeirra fjörutiu og fimm Afrikurikja, sem upplýsingar lágu fyrir um, hafi fjölgun ibúa numið meira en 2%. Og i niu þeirra var mann- fjölgunin meira en 3% Til viðmiðunar má líta á tuttugu og tvö hinna þrjátlu og fjögurra landa, sem heyra til Evrópu, og greindu frá árlegri fjölgun, sem náði ekki 1%. 1 þessari ársskýrslu er þvi spáð, að mannkynið muni tvöfaldast fyrir árið 2007, en I dag eru taldar búa á jaröarkringlunni um 3.860 milljónir manna. Er þar áætlað, að árleg fjölgun Ibúa jaröar muni verða um 2,1%. Asía er enn sem fyrr mann- flesta álfa heims, þar sem búa nær 60% allra íbúa jarðar. Þar eru lika tvær stærstu borgir heims. Nefnilega Shanghai og Tokyo. í annarri bjuggu 10.820.000 árið 1970, en hinni 8.796.293 árið 1972. t þessari fróðlegu skýrslu um hagi mannanna kemur fram, að möguleikarnir á langllfi manna eru éinna slakastir I Afrlku. Meðaltal sýnir, að I flestum Afrlkulöndum getur hvert nýfætt barn búizt við að lifa aðeins fimmtíu ár. I tuttugu og einu af þeim Afrlkulöndum þar sem vitað var um meðalaldur manna, reyndist hann vera minni en fjörutlu ár. Lengstan meðalaldur karl- manna reyndist Svlþjóð hafa. Skýrslur sýna, að þar verða menn 72 ára gamlir að meðaltali. Það er aðeins I sex löndum heims, sem meðalaldur nær sjötlu árum. Þau eru Noregur, Holland, Dan- mörk, Japan, Israel og gamla góða Frón. Dánartala nýfæddra barna reynist vera lægst I Svlþjóð, eftir þessari skýrslu Sameinuðu þjóðanna að dæma. Af hverjum þúsund börnum, sem fæddust þar 1973, voru aðeins rúmlega nlu og hálft barn, sem ekki lifðu. Ef litið er á verri endann á þessum óhugnanlega lista, ber þar mest á Llberlu, þar sem 159,2 af hverjum þúsund nýfæddum börnum dóu árið 1971. í Evrópulöndum flestum þarf að lita langt aftur I tlmann til þess að finna jafn hrikalegar tölur um ungbarnadauða. Fjölmennasta ríki veraldar er Kina, þar sem um fjóröungur alls mannkyns á heima, eða átta hundruö milljónir manna. í Aslu allri búa 2.204, milljónir þeirra 3.860 milljóna manna, sem lifa á jörðunni. Aslumenn eru þvi 57,1% allra Ibúa jarðar. 1 Evrópu eiga heima aðeins 472 milljónir, eöa 12,2% Þar á eftir kemur Afrlka með 374 milljónir manna eða 9,7% Suður-Ameríka er næst á lista með 309 milljónir eða 8%. Sovétríkin svo með 250 milljónir eða 6,5%. Norður-Ame- rlka telur 236 milljónir íbúa eða 6,1%. Astralia og eyjarnar I Suð- ur-Kyrrahafi telja 20,6 milljónir eða 0,5%. Það er lltil dropi I þetta mannhaf allt saman, þau litlu 210 þúsund, sem búa á tslandi. Við ts- lendingar erum um það bil 0,00005% af öllu manöyni jarðar. t þessu manntali Sameinuðu þjóðanna er á það bent, að finna megi nokkra vlsbendingu um Ibúafjölgun einstakra landa I náinni framtlö með þvl að huga að þvl, hve marga Ibúa á aldrin- um fimmtán ára, eða yngri, viðkomandi land-á. Þau lönd, sem eiga I dag fá fimmtán ára gömlu ungmenni, eða yngri geta ekki gert sér vonir um öra Ibúafjölgun á næstu árum. Meðal þeirra landa, þar sem Ibúatala fimmtán ára og yngri er hvað lægst, er Monaco með að- eins 13%. Hæst er hún hinsvegar á Cook-eyjum og Vestri Samoa I Suður-Kyrrahafi eða 51%. Evrópulöndin eiga flest minna en 30% af þessum aldursflokkum, meðanhinsvegar Afríka, þar sem fólksfjölgunin er auðvitað örust, á 40% sinna íbúa á aldrinum fimmtán ára eða yngri. Itt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.