Vísir - 10.02.1975, Page 9

Vísir - 10.02.1975, Page 9
.>-*•'***'" * m- m Kári Marisson rennir knettinum i körfu stúdenta. Ljósmynd Bjarnleifur. KR ótti fullt í fangi með HSK! — en náði sigri í lokin — Stúdentar sigruðu Val með sex stiga mun Það var heldur rólegt yfir 1. deildarkeppninni i körfuknattleik um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram, og báðir fóru eins og við var búizt, en slikt er farið að verða óvenjulegt á körfuboltavig- stöðvunum. Það eina, sem vakti eitthvert umtal i sambandi við þessa leiki, var, að dómararnir, sem áttu að dæma annan leikinn, þeir Erlendur Eysteinsson og Þráinn Skúlason, gengu út úr húsinu, áð- ur en leikurinn hófst og neituðu að dæma. Var Eysteinn óánægður með að hafa ekki iengið greitt vinnutap, er hann hljóp I skarðið fyrir annan dómara fyrir nokkru, og hinn fór f samúðarverkfall. Vegna þessa geta þeir átt á hættu, að tekið verði af þeim dómarakortið og þeir settir af sem dómarar hjá KKI í framtið- inni. Þeir áttu að dæma leik KR og HSK. I þeim leik átti KR i miklum vandræðum með austanmennina, sem léku einn bezta leik i vetur. Hafði HSK yfir i hálfleik 40:36 og hélt þvi nokkuð fram i siðari hálf- leikinn. En þá sendu KR-ingar alla sina sterkustu menn inn á, og þeir sneru dæminu við. Lokatöl- urnar urðu 87:79 fyrir KR. I hinum leikum áttust við 1S og Valur. Var það mikil og hörð bar- átta, sem stóð langt fram i siðari hálfleik. Þá tóku stúdentarnir af skarið og náðu forustu, sem nægði þeim til leiksloka. Var skapið ekki sem bezt hjá Valsmönnum á lokaminútunum — skömmuðust út i allt og alla — og var þá ekki að sökum að spyrja. IS hafði 6 stiga sigur út úr leiknum — 74:68 — og gerðu þeir sig fyllilega ánægða með það. Ekki varð það tvöfaldur Skoti — Valur fœr Skota — FH missir Skota Það verða ekki tveir skozkir knattspyrnuþjálfarar hér i sumar eins og reiknað var með. Valur samdi i gær við Joseph Gilroy að taka að sér þjálfun meistara- flokks Vals i sumar, en á sama tima misstu FH-ingar þjáifara sinn, Pat Quinn, sem kom iiðinu upp I 1. deild i fyrra. FH var búið að semja við Quinn og það fastmælum bundið, að hann þjálfaði hjá félaginu i sum- ar. Af þvi verður ekki. Quinn hefur ráðið sig til Glasgowfélags- ins Partich Thistle, sem leikur i 1. deild. Joseph Gilroy, sem þjálfar Valsmenn, hefur verið lengi i knattspyrnunni. Hann lék fyrst með áhugamannaliðinu Queens Park á Skotlandi — fór siðan til Partich 1960, en 1962 til Clyde, annars Glagow-liðs. Þar var hann til 1967 að hann fór til Lundúna. Lék með Fulham i tvö ár og kann- ast eflaust margir við nafn hans siðan. 1969 fór hann til Dundee og lék þar i fjögur ár. Þá gerðist hann þjálfari i Suður-Afriku um tima — siöan hjá Falkirk á Skot- landi. —hsim. Ungur ísfirðingur sló í gegn í stórsviginu! — og ung stúlka úr Reykjavík sigraði þœr norðlenzku í búðum greinum ú punktamótinu í Skúlafelli Sigurður H. Jón$son — 15 ára piltur frá tsafirði — var stóra stjarnan i stórsvigskeppninni á fyrsta punktamóti vetrarins, sem haldið var i Skálafelii um heigina. Þar sigraði hann marga af okk- ar beztu skiðamönnum, og var þó með rásnúmer 44, sem þýðir venjulega erfiða og slæma braut. Hann kom i mark á timanum 58,23 sek — aðeins var farin ein ferð — og var nokkrum sekúndu- brotum á undan Tómasi Leifssyni frá Akureyri, sem var með rás- númer 1, en hann kom i mark á, 58,82 sek. 1 þriðja sæti varð Bjarni Þórð- arson KR á 59,72, fjórði Arni Óðinsson Akureyri á 60,40 — um 2 sekúndum á eftir Sigurði — Gunn- ar Jónsson Isafirði komst svo i 5ta sæti á 60,53 sek. I sviginu gekk Sigurði ekki eins vel. Hann fékk slæman tima i fyrri umferðinni — farnar voru tvær ferðir i tveim brautum— og i þeirri siðari missti hann af sér skiðið á miðri leið, og var þar með úr leik. Árni óðinsson sigraði i sviginu á samanlögðum tlma 102,37 sek. Annar var félagi hans Haukur Jóhannsson — á tveim hundruðustu úr sekúndu verri tima — 102,39 — og þriðji varð Hafsteinn Sigurðsson tsafirði á 105,26 sekúndum. Tómas Leifsson varð fjórði og Gunnar Jónsson i fimmta sæti eins og i stórsviginu. Arni varð sigurvegari i alpatvi- keppni. Tómas Leifsson annar, Haukur þriðji, Hafsteinn fjórði og Gunnar varð i fimmta sætinu. 1 stórsvigi kvenna varð Jórunn Viggósdóttir KR sigurvegari á 66,92 sek. önnur varð Margrét Baldursdóttir Akureyri á 70,9 sek. Þriðja Steinunn Sæmundsdóttir Armanni á 70,9 sek, fjórða Guð- rún Frimannsdóttir á 72,37 sek og fimmta Katrin Frimannsdóttir á 72,46 sek. Þær þrjár slðastnefndu eru allar frá Akureyri. 1 sviginu sigraði Jórunn einnig — ekki oft sem Akureyringarn- ir þurfa að tapa i báðum greinum — á 105,97 sekúndum. Katrin varð önnur á 112,38 og Sigrún Grimsdóttir Isafirði þriðja á 116,49 sek. Jórunn varð sigurvegari i alpa- tvikeppninni, Margrét Baldurs- dóttir önnur og Katrin Frimanns- dóttir þriðja. Veðurguðirnir voru KR-ingum, sem sáu um mótið með glæsi- brag, heldur betur hliðhollir um helgina, og var það ekki til að skemma fyrir neinum, nema sið- ur væri. Alls tóku þátt i mótinu 57 karlar og 12 konur, og fóru allflest ánægð úr Skálafellinu eftir þetta fyrsta stórmót vetrarins. —klp— Óstöðvandi blóðnasir — og Gils verður ekki með FH í bráð Öruggt má telja að hinn hrausti varnarmaður FH, Gils Stefánsson, leiki ekki með FH i næstu leikjum. Hefur hann legið á sjúkrahúsi siðan FH-ingarnir komu frá Austur-Þýzkalandi og gengið þar undir þrjár aðgerðir. Gils fékk blóðnasir skömmu fyrir siðari leikinn við ASK Vor- warts, en þær tókst að stöðva rétt fyrir leikinn. 1 leiknum og eftir hann byrjaði aftur að blæða og svo i flugvélinni á leið- inni heim. Var þá ógjörningur að stöðva blóðrennslið, og var hann fluttur á sjúkrahús og siðan lagður inn á gjörgæzludeild, enda hafði hann þá misst óhemju blóð. Þar voru gerðar á honum þrjár aðgerðir. í þeirri siðustu var gerð skurðaðgerð á nefinu og tókst þá loks að hefta blóð- rennslið. Mun hann verða frá i nokkrar vikur af þessum sök- um, og er bannað að leika hand- knattleik á meðan. —klp— MERKJASALA Á ÖSKUDAG REYKJAVÍKURDEILD R.K.Í. afhendir merki á neðantöldum útsölustöðum frá kl. 9.30. Börnin fá 10% sölulaun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. Vesturbær: Skrifstofa Reykjavikurdeildar R.K.I., öldugötu 4 Efnalaug Vesturbæjar, Vesturgötu 53 iMelaskólinn, v/Furumel Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Skerjaver, Einarsnesi 36 Verzlunin Perlon, Dunhaga 20. Austurbær: Skrifst. R.K.Í. Nóaatúni 21 Fatabúðin, Skólavörðustig 21 Verzlunin Barmahlið 8 Björgunartækni, Frakkastig 7 Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 Sunnukjör, Skaftahlið Hliðaskóli v/Hamrahlið Dagheimiíið Lyngás, Safamýri 5 Álftamýrarskóli Austurbæjarskólinn Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. Smdíbúða-og Fossvogshverfi: Fossvogsskóli Breiðagerðisskóli Verzlunin Faldur, Háaleitisbr. 68. Laugarneshverfi: Laugarnes-apótek, Kirkjuteig 21 Laugalækjarskóli, v/Sundlaugaveg. Kleppsholt: Langholtsskóli Vogaskóli Þvottahúsið Fönn, Langholtsv. 113. Árbær: Árbæjarskóli Árbæjarkjör, Rofabæ 9 Breiðholt: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 Fellaskóli — Breiðholti III. Hólabrekkuskóli v/Suðurberg /Vesturberg

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.