Vísir - 24.02.1975, Page 6

Vísir - 24.02.1975, Page 6
6 Vfsir. Mánudagur 24. febrúar 1975. vísrn Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ,/ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Áfram með orkuverin Okkur hefur að undanförnu ekki gengið eins vel og við hefðum óskað i virkjun orkulinda landsins. Orkukreppan i heiminum hefur sýnt okkur, að virkjun vatnsafls og jarðvarma þarf að vera eitt af helztu forgangsverkefnum okkar. En ýmsar ástæður valda þvi, að okkur miðar of hægt i þess- um efnum. Ein meginástæðan er sú, að vinstri stjórnin lét hjá liða að taka ákvörðun um ný stórvirki á þessu sviði. Hinar mikilvægu virkjanir, sem nýlokið er, verið er að ljúka eða verður senn lokið, svo sem Laxá, Lagarfoss og Sigalda, eru arfleifð frá viðreisnarstjórninni. Hléið, sem siðan varð á dögum vinstri stjórnarinnar, veldur þvi nú, að við erum ekki nægilega vel búnir undir nýjar virkjanir. Önnur ástæða er fólgin i fjárhagserfiðleikum undanfarinna mánaða. Rikisvaldið hefur átt i erfiðleikum með að finna lausn á fjárhagslegri fyrirgreiðslu vegna hitaveitu frá Svartsengi til byggðanna á Suðurnesjum. Og Hitaveita Reykjavikur hefur ekki fengið næga gjaldskrár- hækkun til að ljúka hinu mikla dreifikerfi fyrir Rey kja vikursvæðið. Stjórnvöld eru nú að reyna að vinna upp fyrri tafir og finna f járhagslegar lausnir á verkefnum, sem komin eru á framkvæmdastig. Mikilvægt er, aö þetta takist sem bezt og fljótast. Einna ánægjulegasta sporið i rétta átt er, að tekizt hefur að stytta áætlaðan byggingartima orkuversins við Kröflu úrfjórumárum i tvö ár. Með þeirri virkjun ætti hinum þráláta orkuskorti á Norður- landi að linna. Við megum ekki láta það taka okkur mörg ár að búa svo um hnútana, að jarðhiti og vatnsafl leysi oliuna alveg af hólmi i rafmagnsframleiðslu og húsahitun. Lagning hitaveitu i nágranna- byggðir Reykjavikur og um Suðurnes eru einna veigamestu verkefnin á þessum sviðum og mega ekki tefjast, þrátt fyrir fjárhagserfiðleika opin- berra aðila. Jarðhitinn er ekki siður mikilvægur en vatns- aflið, þvi að fundnar hafa verið ódýrar leiðir til að framleiða rafmagn úr jarðhita. Kröfluvirkjun er fyrsta stóra skrefið á þessu sviði og verður væntanlega fyrirboði mikillar útþenslu á nýtingu þeirrar auðlindar. Óttinn við stóriðju má ekki lama þessa þróun eins og hann gerði á valdatima vinstri stjórn- arinnar. Við megum ekki vera að þvi að heyja stórstyrjöld um hvert einasta slikt iðjuver. Slag- urinn um álverið var of illskeyttur og karpið um málmblendiverksmiðjuna gengur út i öfgar. Slikar deilur tefja þróun stóriðju hér á landi og tef ja um leið möguleika okkar á að nýta orku- lindirnar, sem nú eru verðmætari en nokkru sinni fyrr vegna hins háa verðs á oliu. Þótt við hefjum stórsókn i að byggja upp orku- frekan iðnað með erlendu fjármagni, þarf það ekki að dreifa huga okkar frá möguleikum okkar sjálfra i þróun innlends léttaiðnaðar. Og við get- um einnig samtímis hraðað athugunum á þvi, hvernig nýta megi jarðhitann á hagkvæman hátt til ylræktar. Við þurfum að sækja fram á öllum sviðum i senn. Okkur nægir ekki að framleiða eigin rafmagn og húsahitagjafa. Við þurfum lika að láta auðlindir landsins gera okkur að raunverulegri iðnaðarþjóð. Olíukreppan á að vera okkur nægi- leg hvatning á öllum þessum sviðum. -jk. Richard Daley, æðst- ráðandi stærstu flokks- vélar demókrata i Bandarikjunum, heyr um þessar mundir baráttu fyrir pólitisku lifi sinu, sjötiu og tveggja ára orðinn. Hann leitar nú eftir þvi að ná endurkjöri sem borgarstjóri Chicago. Það er i sjötta skiptið og yrði met ef honum tæk- ist það. Flestar skoðanakannanir að undanförnu benda tii þess að þessum margherta stjórnmála- manni mundi takast það. En það er ávallt einhvers staðar eitt ef. 1 fyrsta sinn siðan han varð borgarstjóri fyrir 20 árum, er ris- in upp gegn honum skipulögð andstaða innan flokksins. Hann verður því að hafa sig allan við i kosningabaráttunni. Þegar demókratar á morgun velja Sér frambjóðanda i for- kosningum — sjálfar borgar- stjórnarkosningarnar fara fram 1. april — verða þeir að gera upp á milli Daley og tveggja sjálf- Daley borgarstjóri (t.v.) og lögreglustjóri hans, Rochford. Spilling inn- an Chicago-lögreglunnar gæti orðið Akillesarhæll Daieys. Fyrsta skipulagða andstaðan gegn Daley stæðari flokksbræðra hans og öldungadeildarþingmanns kjör- dæmisins, sem er blökkumaður. Flestir eru þeirrar skoðunar, að geti einhver sigrað Daley i for- kosningunum, þá sé það helzt borgarstjórnarfulltrúinn Willi- am Singer, sem þekktur er að þvi að lúta litt flokksaganum. Hann hefur róið að þvi öllum árum, sið- ustu sautján mánuðina, að efla fylgi sitt og safna atkvæðum. Kosningavél demókrata i Chicago er svo öflug, að enginn lætur hvarfla að sér, að þetta helzta vigi demókrata i Banda- rikjunum falli i hendur repúblik- önum. Þá gætu menn alveg eins látið sér detta i hug, að sjálf- stæðismenn misstu meirihluta sinn i Reykjavik. í þeim 3.211 kosningaumdæm- um, sem Chicago er skipt i, starfa trúnaðarmenn Demókrata- flokksins af eldmóði við að smala 3,5 milljónum kjósenda borgar- innar að kjörkössunum. Einn þriðji kjósenda eru blökkufólk. Daley er fyrir nokkru byrjaður kosningabaráttuna og hefur kom- ið viða fram og flutt ræður. Hann nýtur þar stuðnings fjögurra upp- kominna sona sinna og tveggja dætra, sem láta ekkert tækifæri ónotaö til þess að standa upp og tala málstað „pabba”. 1 kosningaáróðrinum að undan- fömu, hefur megináherzlan verið lögöá það,sem demókratar undir handleiðslu hans, hafa komið i verk. Til þessa hefur þó borgarstjór- inn neitað að taka þátt i eldhús- umræðum, þar sem hann þyrfti að glima við keppinauta sing> inn- an flokksins. Þeir hafa sjálfir all- ir haft hann að skotspæni i kosningaundirbúning sinum. Enginn þeirra getur státað af þvi, að hafa svipað þvi eins mik- il áhrif á landsmálin, eins og Daley, sem er með voldugustu mönnum innan Demókrata- flokksins i Bandarikjunum. Enn i dag lita menn á hann sem þann, er bjargaði þvi, að Illinois-riki greiddi Kennedy atkvæði i for- setakosningunum 1960. Sérhver demókrati sem hyggur á forseta- framboð, kemst ekki hjá þvi að reyna að fá Daley á sitt band. En aðstæður hafa þó á ýmsan hátt breytzt fyrir Daley. Hann fékk aðkenningu að hjartaslagi i maimánuði og átti sautján vikur i þvi. Þeir, sem íylgzt hafa náið með ferli hans, segja, að mesti móðurinn sé úr honum. A siðasta kjörtimabili hans hafa nokkrir pólitiskir banda- menn hans og hjálparkokkar ver- ið sendir i fangelsi fyrir skattsvik og mútur. Og upp reis mál, sem stundum hefur verið kallað Waterga' Chicago. Einir fimmtiu iglumenn borgar- innar ha4„ ið dæmdir fyrir allt milli f járþvingana og grimmdar i starfi. Ifíllllllllll UMSJÓN: G. P. Chicagoblaðið „Sun-Times”, sem er óháð, og systurblað þess „Daily News” (kvöldblað) hafa, nú hlaupið frá Daley og styöja Singer. — Hið ihaldssama blað1 „Chicago Tribune”, sem studdi Daley i siðustu þrem borgar- stjórnarkosningum, neitar nú al- veg að styðja nokkurn frambjóð- anda Demókrataflokksins. Blaðið segir, að stjórn Daleys sé orðin stöðnuð, innhverf og spillt. „Dayley sýnist blindur á, hvernig helztu bandamenn hans hegða sér, og hafa þeir þó orðið Chicago til jafnmikillar skammar á sið- ustu tveim árum og A1 Capone var á sinum tima,” segir i einum leiðara Chicago Tribune. William Singer, sem „Sun- Times” og „Daily News” styðja, ávann sér fjandskap Daleys, þeg- ar hann fékk þvi áorkað, að Daley og nefnd hans var ekki send á þing Demókrataflokksins i Miami 1972 sem fulltrúar demó- kratadeildarinnar i Illinois. A þvi þingi var afráðið, að Nixon for- seti yrði i framboði fyrir flokkinn aftur i forsetakostningunum. Singer hélt þvi fram að nefnd Daleys, væri þannig skipuð, að hún gæti alls ekki talizt talsmaður blökkumanna eða kvenna i Chicago. Singer beinir kosningabaráttu sinni að spillingunni i lögreglunni, og þvi, sem hann kallar sinnu- leysi stjórnar Daleys i skólamál- um borgarbúa. — Singer er 34 ára að aldri, lágvaxinn og þrekinn, lögfræðingur að mennt. Hann hefur gefið upp (sam- kvæmt bandariskum lögum), að hann hyggist verja 750 þúsund dollurum til kosningabaráttunn- ar. Til að skipuleggja kosninga- baráttuna fyrir sina hönd hefur hann fengið sérfræðing frá New York. Hjálparkokkar hans segja, að kosningaherferð hans sé smám saman að komast i hámark á réttum tima, viku fyrir sjálfar kosningarnar. Hæst ris hún i dýr- um sjónvarpsþáttum siðustu kvöldin. — Þeir eru bjartsýnir á sigur. Annar andstæðinga Daleys er fyrrum saksóknari Illinois Edward Hanrahan, sem margir litu áður á sem arftaka Daleys, eða þar til hann náði ekki endur- kjöri i saksóknaraembættið, vegna sóknar blökkumanna i þeim kosningum. Sá ósigur átti rætur sinar að rekja til húsleitar lögreglumanna ' frá hans embætti 1969 i aðalstöðv- um „Svörtu pardusanna” i Chicago. Leiddi hún til þess að tveir „Svartir pardusar” létu lif ið. Hanrahan lá undir ámæli um að hafa ekki þar farið að lögum og hindrað gang réttvisinnar i rann- sókninni, sem á eftir fylgdi. — Hann býður sig þó fram til þess að hljóta útnefningu demókrata til borgarstjórnarkosninganna, og er búizt við þvi að hann muni taka eitthvað af atkvæðum frá Daley. Eini blökkumaðurinn, sem býður sig fram gegn Daley, er öldungadeildarþingmaðurinn, Richard Newhouse, sem stendur að þvi leyti til höllum fæti gagn- vart hinum, að hann hefur ekki úr eins miklum fjármunum að spila til kosningabaráttunnar. Honum er spáð meira brautargengi eftir næsta fjögurra ára kjörtimabil. I vangaveltunum um, hver þyki liklegastur þessara fjögurra, gef- ur naumast nokkur gaum fram- boði repúblikana. Þar er aðeins einn sem til greina kemur i framboð til borgarstjórnarkosn- inganna. John Hoellen, sem er eini repúblikaninn i 50 manna borgarstjórn Chicago.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.