Vísir - 26.02.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. MiDvikudagur 26. febrúar 1975
3
Kópavogs á
að verða
lifandi bœr
norðan i miðja byggð milli undir bankahúsinu. Upp af bila-
Kársnessbrautar og Hraun- geymslunni eiga að koma
brekku austan Hábrekku, en út i tröppublokkir með óskertu út-
tún Kópavogshælisins að sunn-
an.
t Kópavoginum má nú þegar
sjá byrjunarframkvæmdir
samkvæmt skipulaginu mikla.
Á horni Álfhólsvegar og Vallar-
traðar er hafin bygging ibúða-
blokka, sem eiga að standa allt i
kringum luktan garð, sem er i
senn til afnota fyrir ibúa blokk-
anna og aðra. Hann á að tengj-
ast með lokaðri göngubraut við
önnur mannvirki svæðisins, svo
sem tveggja hæða bilageymslu,
sem nú er verið að reisa norðan
sýni út yfir Reykjanesið. A svip-
uöum slóöum eiga að koma
heimili fyrir öryrkja.
Aul þess, sem hér hefur verið
nefnt, er gert ráð fyrir ýmiss
konar verzlunar- og skrifstofu-
húsum, hóteli, samkomuhúsi og
veitingaaðstöðu, bila- og sam-
gönguþjónustu, göngusvæðum
og öðru. Markmið bæjarfélags-
ins er, að þvi er segir i bæklingi
um miðbæjarskipulagið: Upp-
bygging ibúða ásamt alhliða
þjónustu og menningarmið-
stöðva.fyrir bæjarfélagið. —SH
Tölva SÍS með
bókhald KEA
— bókhaldsvélarnar hverfa
— símalína og tölva í staðinn
Kaupfélag Eyfirðinga hyggst
nú taka upp nýtt bókhaldskerfi og
verður nú tölva látin annast aðal-
bókhald og ýmsar skýrslugerðir
fyrir fyrirtækið. t sambandi við
þetta er nú að ljúka tilraunum á
simallnu sem kaupfélagið hefur
tekið á leigu hjá Landslmanum,
en linuna á að nota til þess að
senda töluiegar upplýsingar frá
fyrirtækinu til tölvu StS i Reykja-
vlk.
Tölvan mun siðan vinna úr upp-
lýsingum og senda niðurstöður
aftur simleiðis til Akureyrar.
KEA er fyrsta fyrirtækið fyrir
utan Reykjavik, sem tekur upp
slikt kerfi.
Búizt er við að vinnslan hefjist
um mánaðamótin marz-april.
Starfsfólki þarf ekki að fækka
þrátt fyrir þessa nýju tækni, en
með henni er hægt að bæta við
verkefnum i framtiðinni án þess
að fjölga starfsfólki.
Ráðgert er að verksmiðjur SIS
á Akureyri hafi afnot af simalin-
unni og hafi þá sama hátt á bók-
haldi sinu.
— EA.
Vélsleðaleiga við Holtaveginn:
Verður það
vísir að
skemmtigarði?
„Við fáum tvo barnavélsleða
til að byrja með og sjáum,
hvernig það gengur. Ef
krakkarnir verða ánægðir með
þetta má alltaf bæta við fleiri
sleðum,” sagði Stefán Kárason I
viðtali við blaðið.
Stefán og félagi hans hafa nú
fengið land hjá bænum til að
reka á barnavélsleða og bila i
sumar.
„Hugmyndin að svona ak-
brautum fyrir barnavélsleða er
komin frá Astralíu. Þar sá ég
svona rekstur og hann naut
mikilla vinsælda. Hér er lofts-
lagið að visu annað, en það má
reyna samt,” sagði Stefán.
Vélsleðarnir, sem Stefán og
félagi hans flytja inn i þessum
tilgangi eru sams konar og aðrir
vélsleðar nemá hvað þeir eru
allir minni. A veturna eru þeir
settir á skiði að framan og á
sumrin á hjól, þannig að hægt
er að nota þá sumar og vetur.
Sleði af þessu tagi kostar um 60
þúsund krónur i innkaupi.
Akbrautir verða lagðar fyrir
sleðana og þeir siðan leigðir út i
vissan tima. Lóðin sem fyrir-
tækinu hefur verið gefinn kostur
á er við Holtaveg. Ekki er
endanlega ákveðið hvað á þvi
svæði ris i framtiðinni, en svæði
þetta hefur komið til greina sem
lóö undir stóran menntaskóla ef
úr þeirri byggingu verður.
„Við höfum fengið góðar und-
irtektir hjá borginni i sambandi
við þessa hugmynd, og ef vel
gengur höfum við fullan hug á
að fjölga við okkur tækjum.
Þetta má þvi skoðast sem eins
konar visir að skemmtigarði,”
sagði Stefán.
Ekki er vitað, hvað sleðarnir
verða leigðir á en ráðgert er að
reka þá einungis um helgar. Að
sögn Stefáns á ekki nein slysa-
hætta að stafa af þessum tækj-
um enda má stilla hámarks-
hraöa þeirra eftir vild.
— JB
Öflun vatns getur
breytt umhverfinu
„Frægar eru kirkjurnar tvær
I Mexico City, en þær standa
skammt hvor frá annarri, og
turnar þeirra hallast auðsjáan-
lega saman. Upphaflega stóðu
kirkjurnar réttar, en neyzlu-
vatni var dælt upp úr setlögum
undir þeim, sem þjöppuðust við
það og sigu saman með þessum
afleiðingum fyrir kirkjurnar.”
Guttormur Sigbjarnarson,
deildarstjóri i jarðkönnunar-
deild Orkustofnunar, hélt i gær
ræðu á Ráðstefnu um vatn, og
kom þar meðal annars inn á þær
breytingar, sem öflun vatns og
notkun getur haft á umhverfið.
Guttormur sagði, að vandamál
okkar væru að visu smærri i
sniöum en þó sama eðlis. Hann
tók nokkur dæmi um erlend
vandamál, og var hér að fram-
an sagt frá einu þeirra. Fleiri
dæmi nefndi hann:
„Chicago-borg sækir mest af
neyzluvatni sinu i vatnsgeng
setlög undir borginni.
Innrennslið I þessi setlög nær
ekki að endúrnýja vatnsforða
þeirra, svo að jarðvatnsborðið
lækkar þar um 1 metra á ári.
Stöðugt eru boraðar dýpri holur
og dælurnar færðar lengra nið-
ur, svo að þær liggja nú á 80-90
metrá dýpi undir yfirborði.
Bráölega verður komið niður úr
þessum setlögum og þar með er
vatnsforðinn búinn.”
„í Kaupmannahöfn hafa i
heilli götu allar útidyratröpp-
umar slitnað frá húsunum af
þeirri ástæðu (sbr. kirkjurnar I
Mexico City), vegna þess að þær
sigu ekki með sama hraða og
húsin sjálf. Hliðstæð fyrirbæri
finnast i Stokkhólmi. I eldri
hverfum Reykjavikur finnast
kjallaragluggar allt aö 0.5 metr-
um yfir jörö, þó að þeir hafi við
byggingu hússins verið nærri
þvi i jafnhæð við lóöina. Jarö-
vegsskipti vegna gatnagerðar
og holræsakerfis hafa dregið til
sin jarðvatniö úr jarðveginum á
lóöunum.
Skaðleg stórflóð eru að verða
árviss atburður á þéttbýlissvæði
Los Angeles. Orsökin er ekki
meiri rigningar en áður, heldur
hitt, aö 60% borgarlandsins eru
steinsteypa, asfalt og járn, svo
að afrennslisskilyrðin eru ger-
breytt frá þvi sem var, og hol-
ræsakerfið ekki hannað meö til-
liti til hinna breyttu aöstæöna.”
— SH
f
Olgandi vatnið
Eftir stranga fundarsetu I gær
héldu fulitrúar á Ráðstefnu
um vatn upp i Reykjalund, þar
scm skoðuð var plastplpugerð,
alls staðar
en eftir að farið var að fram-
leiða plastpipur i Reykjalundi
hefur notkun annarra röra dott-
ið út i vatnsveituframkv.
Fulltrúar fengu að skoða
röragerðina og skoðuðu slðan
bækistöð Vatnsveitu Reykjavlk-
ur I bakaleiðinni. t morgun var
ráðstefnunni haldið áfram, en
henni átti að Ijúka um hádegis-
bilið I dag.
5-600
dag
Slóturhús notar
tonn af vatni ó
— mjólkurbú um 150 tonn
Vatnsnoktun I sláturhúsi, þar
sem slátra má 2000fjárádag, er
um 40 tonn af köldu vatni, og um
10 tonn af heitu vatni á klukku-
stund. Þessi notkun er stöðug
allan þann tlma, sem unnið er,
eða 10-12 klukkustundir á dag,
alls þannig 5-600 tonn af vatni á
sólarhring.
Notkunarstaðir fyrir þetta
vatn eru 120-150 i hverju húsi.
Þetta kom fram i erindi, sem
Páll Lúðviksson, verkfræðing-
ur, flutti i gær á Ráðstefnu um
vatn, sem haldin er á vegum
Sambands islenzkra sveitar-
félaga.
Þótt afköst sláturhússins séu
3000 fjár á dag, vex vatnsnotkun
ekki i sama hlutfalli, þvi mörg
vatnsfrekustu tækin eru þau
sömu i báöum tilfellum og
sirennandi.
Mjög strangar kröfur eru
gerðar um gæði þess vatns, sem
notað er i sláturhúsum. Það
verður að vera fyrsta flokks
drykkjarvatn alls staðar i hús-
inu, og vatn sem annað i húsinu
að uppfylla ströngustu kröfur
viðskiptalanda okkar. Mest hef-
ur verið stuðzt við kröfur
Bandarikjamanna, og tillögur
tæknideildar OECD.
Meðfram af þessum sökum
hefur verið tekin upp sú stefna,
að hafa sláturhús á lslandi færri
og stærri. Arið 1950 voru 118
sláturhús til i landinu, en 1970
voru þau aðeins 64. Samkvæmt
áætlun um sláturhús er gert ráð
fyrir, að þau verði aðeins 21.
Vatnsnotkun sláturhúsa hér
verður þá 105 þúsund til 126 þús-
und tonn af vatni á dag, þann
tima sem sláturtið stendur.
Nokkrum vandræðum hefur
valdið, að húsin eru notuð svo
skamman tima á árinu, að
vatnsveitur nýtast ekki sem
skyldi á móti. Ýmsar hug-
myndir eru nú um að nýtá
sláturhús betur utan sláturtið-
ar, og þar með vatnið.
I erindi sinu vék Páll Lúðviks-
son einnig að vatnsnotkun við
kjötvinnslu og einnig i mjólkur-
búum.Páll tók dæmi um ákveðið
mjólkurbú, sem nýlega var
endurbúið vélum. Vatnsnotkun
þar sveiflast nokkuð yfir dag-
inn, en gera má ráð fyrir, að
dagleg vatnsnotkun sé um 150
tonn, þegar vinnslan er mest.
Minnsta samtimanotkun getur
verið sem svarar 10 tonnum á
klukkustund, en mest sem svar-
ar 30 tonnum. Langmest af
þessu vatni fer til kælingar i
vinnslu, eða um helmingur.
— SH.