Vísir - 26.02.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Miövikudagur 26. febrúar 1975
LÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í
5
MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: GP
í rannsókn
Oliumálaráðherrar á fundi. Yamani frá Saudi-Arabfu stendur á milli
Attequi og Ahmed frá Kuwait.
Rannsókn hefur enn ekki ieitt
I ljós, hvað olli þvi, að lestar-
stjóri uslólestarinnar sá ekki
rauða ljósið á laugardag, þegar
hún rakst á Dovrehraðlestina,
sem var að koma frá Þránd-
heimi.
A myndinni hér við hliöina
sést, hvernig aðkoman var á
slysstað. 26 manns iétu Iffið,
eins og sagt var frá i biaöinu i
fyrradag. Fimmtán voru fluttir
slasaðir á sjúkrahús.
Hœttulegar
gjafir
Tveir fyrrverandi
bæjarstjórar i Englandi
voru dæindir i fangelsi i
gær, en þeir höfðu staðið
i tengslum við arkitekt,
sein þegar er kominn i
fangelsi fyrir að hafa
hlaðið dýrindis gjöfum á
kjörna fulltrúa i bæjar-
stjórnum til þess að fá
verkefni á vegum sveit-
arfélaganna.
Dómarnir, sem kveðnir voru
upp i gær, voru þeir siðustu i
langri keðju spillingaratvika,
sem uppvist varö um á
Norður-Englandi i fyrra.
Fyrrum bæjarstjóri Southport
var dæmdur i 3 ára fangelsi.
Hann viðurkenndi að hafa þegiö
gjafir af arkitektinum, John
Poulson.
i annan stað var fyrrverandi
bæjarstjóri Newcastle —
Upon-Tyne dæmdur til niu mán-
aða fangelsisvistar.
f lt
JI
KHWálT
Jamshid Amouzegar,
innanrikisráðherra Ir-
ans, kvað það útilokað,
að oliuútflutningslöndin
tækju sig saman um að
draga úr oliuframleiðsl-
unni vegna minnkandi
eftirspurnar á oliu.
Eftir siö klukkustunda fund
oliuráðherra 13 aðildarrikja
samtaka oliuútflutningslanda
(OPEC) i Vin i gær sagði Amou-
zegar, að engin breyting yrði á
oliuveröinu. Þó hafa framleiðslu-
löndin mjög ihugaö að undan-
fömu að hækka oliuverð til þess
að bæta sér upp lækkandi gengi á
Bandarikjadal.
Aöspuröur, hvort oliurikin
mundu taka upp samhæfðar að-
gerðir varðandi samdrátt i fram-
leiðslunni til þess að halda verð-
inu uppi, sagði ráðherrann, að
málin væru ekki komin á það stig.
Hann sagöi, aö oliufyrirtækin
hefðu dregiö ögn úr framleiösl-
unni. „Okkur er sama, og þykir
það jafnvel betra”.
Norskur leikstjóri
grunaður um morð
Parísarlögreglan
yfirheyrði i gær
norskan kvikmynda-
leikstjóra, Arnljót
Berg, eftir að komið
hafði verið að honum
sitjandi i bil sinum við
hliðina á liki konu
sinnar. Hún hafði
veriö kyrkt.
Berg, sem er 44 ára aö aldri,
býr I úthverfi Parisar.
Það var komið að Berg i
bilnum i einum af skemmti-
görðum Parisar.
Leikstjórinn skýrði lögregl-
unni svo f>-á, að þau hjónin
hefðu farið út að borða ifyrra
kvöld og þá staupaö sig tölu-
vert. Siðan fóru þau að rifast
og lauk þvi með slagsmálum.
Spóir Bretum vanda,
gangi þeir úr EBE
„Neiti Bretar í
þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni i júni áframhald-
andi aðUd Bretlands að
Efnahagsbandalaginu
gæti það leitt af sér
timabil mikillar ein-
angrunar landsins og
tap þjóðarinnar”.
Þannig komst George Thom-
son, framkvæmdastjóri þróunar-
sjóðs EBE, i gær. — Hann bætti
þvi við, aö eftirköst slikrar niöur-
stööu atkvæðagreiðslunnar
mundu verða „beizkja og óvild” i
garð Breta.
„Ef stjórnin mælir með aðild-
arskilmálunum og meirihluti
þingsins styður þá, held ég, aö
meirihluti þjóöarinnar muni
mæla með áframhaldandi aðild.
En reynist þaö rangt, þá skulu
menn ekki fara i neinar grafgötur
um afleiðingarnar”, sagði Thom-
son.
„Bretar munu án efa reka sig á
ýmsa erfiðleika viö að ná við-
skiptasamningum við EBE.
Menn ættu ekki aö vanmeta þá
beizkju og óvild, sem þetta mundi
leiða af sér. Þess er ekki að vænta
að menn verði fúsir til þess að
slaka til við Breta, ef þeir hafna
EBE þannig”.
Thomson kvað sambúð Bret-
lands og annarra EBE-landa hafa
verið stirða undanfarna 18 mán-
uði siðan Bretar fóru að láta i ljós
óánægju með aöildarskilmálana.
„Segi brezka þjóðin já, mun hið
liöna verða gleymt. En segi hún
nei, verður að gera nýja við-
skiptasamninga við átta aðildar-
lönd EBE, og þau munu naumast
fara að fórna nokkru af sinum
hagsmunum til þess aö þóknast
brezkum hagsmunum”, sagði
formaðurinn.
Skríllinn grýtti
þingfulltróana
— Ofstœkismenn vinstrisinna í Portúgal hindra eðlilega
starfsemi annarra flokka
Lögreglan i Lissa-
bon varð að hleypa af
byssum sinum upp i
loftið til að kæla mesta
hitann i óeirðarseggj-
um og bjarga 4000
stuðningsmönnum
kristilegra demókrata,
sem króaðir voru inni i
fundarsal sinum — 2000
vinstrisinnar lokuðu þá
inni i tvær klukku-
stundir.
Undir vernd hermanna með
vélbyssur og brynvagna sér til
stuðnings hélt flokkurinn sitt
fyrsta þing á árinu. 1 lokin um
miðnættið reyndu þingfulltrúar
að komast burt, en mættu þá
trylltum skrilnum, sem grýtti
þá og æpti aö þeim: „Drepum
kristilega demókrata”!
„Fasistar”!
Kalla varö til liðsauka lög-
reglunnar og riddaralið til að
verja fundarmenn gegn likams-
meiðingum. Uröu þeir að laum-
ast út um hliðardyr, en máttu þó
þola grjótkast engu aö siður.
Þegar þeir siðustu sluppu burt,
voru þrjár stundið liðnar frá
þingslitum.
Jose Sanches Osorio, leiðtogi
kristilegra demókrata, sem
varað haföi við þvi, að unnið
væri aö þvi aö koma landinu
undir stjórn kommúnista, neit-
aöi verpd hersins, þegar hann
hélt heim af fundinum. Gekk
hann heim en var ekkert nein
gert.
Fimmtán manns uröu aö leita
til læknis eftir óeiröirnar vegna
meiðsla, sem þeir höfðu hlotið
af grjótkastinu.
Öeirðarseggirnir eru taldir
koma úr hópum öfgasinnaðra
vinstrimanna, sem staðráðnir
eru I þvi — hvaö sem það kostar
— að hindra að hægri mönnum
vaxi fiskur um hrygg. Kristileg-
ir demókratar eru fylgjandi
einkaframtaksstefnu., en of-
stækismenn til vinstri bera á þá,
að þeir vinni að þvi að koma á
sömu stjórnarháttum og herinn
bylti á sinum tima.
Sömu ofbeldisöflin leystu upp
þing miðdemókrata i Oporto i
siðasta mánuöi. I nóvember var
ráðizt á aðalskrifstofur þess
flokks og unnin þar skemmdar-
verk. Vegna ótta við likams-
meiðingar A félagsmönnum
hefur flokkurinn ákveðiö að
halda enga opinbera fundi, þótt
hann ætli að bjóða fram i kosn-
ingunum i april.
Nú velta menn fyrir sér,
hvort kristilegir demókratar
neyöist til þess sama. — Fari
svo, hefur kommúnistum tekizt
með skrilsaðgerðum að hindra,
að aðrir stjórnmálaflokkar geti
starfaö eðlilega i Portúgal.
Draga ekki úr fram-
leiðslu á olíu