Vísir - 26.02.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 26.02.1975, Blaðsíða 16
Mi&vikudagur 26. febrúar 1975 SEX ARA DRENGUR SLASAST í BÍLSLYSI Sex ára drengur varö fyrir bíl á Vifilsstaðaveginum í morgun og slasaöist töluvert. Slysið varö um klukkan háifnfu, og var drengur- inn, sem á heima á Vifiisstööum, að koma meö strætisvagni þaðan. A möts við Stekkjarflöt steig hann út úr vagninum, fram fyrir strætisvagninn og fyrir bii, sem kom úr sömu átt og strætisvagn- inn. ökumaöur bilsins kveðst ekki hafa verið á miklum hraða og ekki séð til ferða drengsins fyrr en hann skall utan i bilnum. Hann var fluttur á slysadeild töluvert slasaður. —JB Tveir góöglaðir félagar stigu út úr litlum bii sinum, sem þeir höföu ekiö út af Su&urströndinni á Seltjarnarnesi á nióts viö Bakka- vör i gærkvöldi. Þaö var um ellefuleytið, að bill þeirra félaga kom akandi eftir Suðurströnd. Heldur var akstur- inn skrykkjóttur og á móts við Bakkavör missti bilstjórinn end- anlega stjórn á bilnum og hann hafnaði utan vegar. Lögreglan kom á staðinn og veitti ökumanninum og farþega hans far niður á lögreglustöð. Bill þeirra var einnig fluttur niður á lögreglustöð og varð að fá krana- bil til þeirra verka. Annar maðurinn kvaðst eiga bilinn, og jafnframt viðurkenndi hann aö hafa ekið honum drukk- inn. Lögreglan taldi hins vegar likur á, að félagarnir hefðu skipzt á að aka og setti þá þvi i fanga- geymslu, þar til þaö væri komiö á hreint. —JB Viðlagasjóður verður föst stof nun Viöiagasjó&ur veröur væntan- iega föst stofnun, sem getur veitt skjóta aðstoð, þegar meiriháttar vanda ber aö höndum vegna náttúruhamfara eöa annarra ófyrirsjáanlegra atvika. Þetta sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráöherra, á Alþingi I gær. Þá var lagt fram stjórnarfrum- varpum 1% hækkun söluskatts til að standa undir aöstoð við Norð- firðinga. Viðlagagjaldið svonefnda verður þá tvö prósent og fer þriðjungur til Norðfjarðar, en tveir þriðju til Vestmanna- eyja. Kostnaöur til að bæta tjón vegna snjóflóðanna á Norðfirði er áætlaöur 500 milljónir. Nefnd á vegum rikisstjórnar undirbýr löggjöf um frekari út- vikkun starfssviðs Viðlagasjóðs, eins og að framan greindi. Nefna má, aö snjóflóð olli búsifjum á Seyðisfiröi og Siglufirði, og er ekki vitað, hvort Viðlagasjóður mun siðar bæta það. Þá má minna á tjón af jarðskjálftum og stórviðri. Hins vegar mun ætlun- in, að löggjöf sjóðsins veröi breytt á næstunni, þannig aö I fram- tiðinni bæti hann tjón af völdum náttúruhamfara i rikum mæli. —HIi Hestarnir sœkja í öskuhaugana ,,Ef takast ætti aö halda hcstunum frá haugunum, þyrfti einn mann algjörlega tii a& sjá um það”, sag&i starfs- Nágrannar Reykjavíkur missa olíustyrkinn Oliustyrkur skal nú ekki greiddur þeim, sem fá ibúðarhúsnæði sitt tengt við hitaveitu fyrir 29. febrúar næsta ár. Þar er aðallega um að ræða Kópavog, Garða- hrepp og Hafnarfjörð. Þetta er nýmæli i stjórnar- frumvarpium oliustyrki, sem var lagt fram i gær. Til að draga úr áhrifum verðhækkunar á oliu til hitunar ibúðarhúsnæöis skal á timabilinu 1. marz næstkomandi til 29. febrúar næsta ár leggja áfram á eitt prósent söluskatt. Þetta gjald á að gefa 80 milljónir á mánuði eða 960 milljónir á ári. Styrkupphæð til einstaklings er 7200 krónur á framangreindu timabili. Þó skulu lifeyrisþegar, sem njóta bóta almannatrygg- inga, og aðrir lifeyrisþegar, sem hafa svipaðar tekjur, fá 10800 krónur hve. Það nýmæli er i frumvarpinu, að hluta tekna af gjaldinu skal varið til rannsókna og framkvæmda i hitaveitumál- um. Með þvi er stefnt að þvi að afla fjár til þeirra framkvæmda i orkumálum, sem geta dregið úr oliunotkun til upphitunar á ibúð- arhúsnæði. Hækkun, sem gjaldiö veldur á útseldri vöru og þjón- ustu, kemur ekki til hækkunar kaupgreiðsluvisitölu. Oliustyrkur er ekki skattskyldur. —HH ma&ur viö öskuhaugana viö Gufunes fyrir stuttu I viötali viö VIsi. Þótt haugarnir séu vel girtir af, er hvorki vakt né rimla- grindur I hliöinu og komast þvi hestarnir auðveldlega inn I tugatali. A haugunum eru hestarnir nartandi i sorpiö, nagandi plast, og algengt er, aö þeir festi fæturna I niöur- suöudósum og piastfötum og hljóti meiðsli af. Hestarnir sækja mest I haugana, sem verið er að aka i hverju sinni og stafar þeim þvi nokkur hætta af bílaumferð- inni, sem þarna er mikii á hverjum degi. Nú er sorpi frá Mosfellssveit og allt austur að Iivolsvelli ekið á sorphaug- ana i Gufunesi og J)vi engin furöa, þó bilaumfcröin sé mik- il. Ljósmyndari VIsis tók þessa mynd af hestunum á beit á öskuhaugunum viö Gufunes fyrir helgina, en þá var annar tugur hesta þar innan giröing- ar. Við og við eru hestarnir reknir út fyrir en cru þó komn- ir að vörmu spori aftur. —jb Ekkert miðar í lausn Geirfinnsgátunnar — samt er enn unnið að málinu af fullu kappi „Með allri virðingu fyrir ykkur blaðamönn- um, þá hefur þetta verið allt annað lif eftir að dró úröllum fréttaskrifunum um Geirf innsmálið," sagði Haukur Guðmunds- son rannsóknarlögreglu- maður í Kef lavík er hann ræddi við blaðamann Vís- is í gær. ,,Nú fyrst hefur maður vinnu- frið. Þetta er hreinasti lúxus að geta um frjálst höfuö strokið á ný,” sagði Haukur. Haukur er enn I fullu starfi við að reyna að grafast fyrir um af- drif Geirfinns Einarssonar, sem hvarf i Keflavik fyrir rúmum þrem mánuðum. Það er um rannsóknina á eftirlýstu bilunum að segja, að búiö er að kanna alla rauða Fiata af vissri tegund með G- númeri, án þess að nokkuð hafi komið i ljós, og að óhemju magn af Benz sendibilum hefur ekki reynzt gerlegt aö útiloka. Eins er eftirlýsti maðurinn, sem leirmyndin var gerð af, ennþá ófundinn. Við rannsókn á smyglmalinu mikla, sem nú hefur verið til lykta leitt kom i ljós, að Geirfinnur hafði verið litillega viðriðinn það. Tengslin voru þau, að hann var beðinn að eima sjórekinn spira, eins og fram hefur komið. Þau tengsl hafa nú verið könnuð til fulls og fengizt á þeim fullkomin skýr- ing. ,,Þar með er þó ekki sagt, að önnur tengsl sé ekki að finna á milli þessara tveggja mála. Við erum að athuga það núna enda er þetta eina hugsanlega mótlvið, sem við höfum rekizt á ennþá,” sagði Haukur Guð- mundsson. Að sögn Hauks berst enn mikið af upplýsingum varðandi málið til lögreglunnar. Þar á meðal eru upplýsingar frá miðl- um og dulrænu fólki, en ekkert hefur frétzt frá hollenzka sjá- andanum meira. „Þetta kemur, það er ég sannfærður um, Jafnvel þótt ég fari að vinna að öðrum niálum jafnframt þessu I vor verður þetta mál alltaf vakandi. Þetta mál á eftir að leysast”, sagði Haukur Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumaður i Kefla- vik. — JB vism Ölvaðir enduðu utan vegar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.