Vísir - 26.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 26.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Miðvikudagur 26. febrúar 1975 vísrn (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. ■ i lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Zetan nýtur stuðnings Halda má þvi fram með nokkrum rökum, að \ réttast væri að rita islenzku eftir framburði og í( löggilda hljóðritun i stað núverandi ritmáls. Hitt / er öllu fráleitara að krukka aðeins litillega i þá ) stafsetningu, sem tvær kynslóðir fslendinga hafa ( vanizt og misþyrma einum stafi, zetunni. / Eitt hundrað menn hafa nú sameinazt um að ) skora á menntamálaráðherra að innleiða zetuna \ á nýjan leik. Áður hafði meirihluti alþingis ( samþykkt ályktun til stuðnings zetunni. Ekki er / þvi orðið laust við, að ráðherra og embættis- ) mannavaldið að baki hans standi á ótraustum \ grunni i tilrauninni til að kæfa zetuna. f/ Þessi umdeildi stafur hefur áratugum saman )) ekki verið kenndur i barnaskólum landsins,held- i\ ur aðeins i skólum fyrir eldri nemendur. Zetan 1 ( hefur þannig verið gerð að annars flokks staf. / sem aðeins langskólagengnir hafa kunnað að j nota réttilega. Það er þvi raunar mesta furða, \ hve lifseig zetan hefur verið, þótt skólakerfið hafi ( svikizt um að sýna henni fullan sóma. / Einfaldasta lausnin á vandamáli zetunnar er j að gera hann að hlutgengum staf á nýjan leik og ( kenna hana frá upphafi stafsetningarnáms til / jafns við aðra stafi islenzks ritmáls. Þetta mundi j leiða til þess, að zetan yrði flestum stöfum \ auðveldari i meðferð, enda eru gömlu reglurnar (( um hana fullkomlega rökréttar og án undan- // tekninga. Slikt verður ekki sagt um aðrar reglur ij núverandi ritmáls, t.d. um ypsilonið. j Menn rugluðust á orsök og afleiðingu, þegar ' þeir lögðu zetuna niður illu heilli. Ástæðan fyrir þvi, að fjöldi fólks kunni ekki meðferð zetunnar, ) var ekki sú, að zetan væri i sjálfu sér erfiður staf- ( ur, heldur sú, að skólakerfið hafði áratugum / saman svikizt um að kenna zetuna til jafns við j aðra stafi. j En jafnvel þótt zetan hefði ekki ýmislegt til ( málsbóta til að firra sig dauðadómi,er skaðlegt að / vera að narta ígildandi ritmál. Áskorendurnir j hundrað benda á, ,,að sú festa i islenzkri staf- j setningu, sem tókst að koma á undanfarna tæpa ( hálfa öld, sé til ómetanlegs hagræðis á mörgum / sviðum, svo sem i bókagerð, stjórnsýslu, safn- j störfum og kennslu, en breyting að sama skapi til ( þess fallin að valda glundroða og tjóni.” / Þeir segja áfram: ,,Má og ekki gleyma þvi, að j tveimur kynslóðum Islendinga er töm sú staf- j setning, sem kennd hefur verið undanfarna ára- ( tugi, og eiga margir bágt með að sætta sig við / stafsetningu, sem þeir telja óskilmerkilegri og j óhentugri.” j Við erum i svipuðum sporum og flestar ná- ( grannaþjóðir okkar, að talmálið hefur fjarlægzt / ritmálið. Þess vegna er eðlilegt, að upp komi ) hugmyndir um að færa ritmálið til talmáls á nýjan j leik. Ef embættismannavaldið vildi taka upp rit- / hátt eftir framburði, mætti ræða kosti þess og j galla i fullri alvöru. En að ráðast gegn zetunni ) einni og nokkrum öðrum atriðum ritmálsins er j kák eitt og færir ritmálið ekkert að gagni nær tal- / málinu. j Og einnig mætti spyrja, hvaðan menntamála- j ráðuneytinu komi vald til að útrýma zetunni /( gegn vilja þings og þjóðar. Við skulum ekki láta j það komast upp með slikt. Við skulum hefja j zetuna til þess vegs, sem henni ber, meðan við j búum við núverandi ritmál. / -JK Maðurinn stofnar tilveru sinni í hœttu með útrýmingu villtra dýra ...og slöngurnar munu erfa landið Veiðiþjófarnir ferðast „léttir”. Þeir hafa kannski bara rýting, te og sykur, hugsanlega poka með eitri, stundum þó riffil. Þetta er i Afriku- rikinu Keniu. Veiðiþjófar hafa næst- um útrýmt hlébarðanum i norður- hluta landsins, og fillinn er þvi vin- sælastur nú. Bláfátækir svertingjarn- ir fá býsna mikið fyrir tennurnar. Verðið er orðið hærra, þegar þær eru komnar alla leið á markað. í Hong Kong fást 450 þúsund krónur fyrir 70 pund. Þetta er meira en skógarverðir i Keniu fá i laun á fimm árum. Hattar og handskjól eru gerö úr selskinni, sem veiöimenn afla I St. Lawrenceflóa viö Kanada. A vorin rota þeir kópana og flá samstundis. Oft rekst hnífurinn I lifandi kópinn, sem veinar, þar til hann deyr. Móðir hans er rekin burt, meðan á þessu gengur. Þær koma oft siðar og stumra yfir flegnu hræi kópsins. Möluð nashyrningshorn og veiðihár tigrisdýra njóta vinsælda i lyfjabúðum Austurlanda og talin auka kynhvötina. Flestar tegundir tigrisdýra og nashyrninga eru nærri aldauða. Ekki þarf að minna á fögnuð „finna frúa” yfir skinnum. Þeir lágu I þvi I Austur- og Mið-Afriku, þar sem rikisstjórnir létu Blásnauöir svertingjar komast I feitt. drepa fjöldann allan af flóðhestum, sem höfðu eyði- lagt uppskeru fyrir bændum. Hver flóðhestur étur 60 kiló af grasi á dag. En eftir dráp þeirra fylgdi verri vandi en sá, sem var leystur. í ljós kom, að fiskurinn tilapia, sem er mikilvægur fyrir fólk þar um slóðir, hafði nærzt á þara, sem hafði fengið áburð af þvi, sem frá flóðhestunum gekk. Nú fækk- aði fiski. Mistök kínverskra kommúnista Kinverskir kommúnistar hafa viða verið dugleg- ir, og þeir hófu herferð gegn spörfuglum landsins, sem átu ógrynni af hrisgrjónum og útsæði. Eftir mikil dráp komust Kinverjar þó að þvi, að þessir fuglar átu sizt minna af skordýrum. Nú fjölgaði skordýrum og átu þau meiri uppskeru en fuglarnir höfðu gert. í Brasilíu og Argentinu gerðu þorpsbúar hrið að uglum og villidýrum af kattarættinni, en þá fylltust hibýli þeirra af rottum, sem báru sjúkdóma. Dýrin eru á stöðugu undanhaldi. Eitt gott gerði striðið I Indókina. öðrum dýrum fjölgaði, meðan eitt dýrið, maðurinn, var upptekið við að drepa af sinni eigin tegund. Sjónvarpsmenn með ljón til Keniu Bandariskir sjónvarpsmenn urðu að hafa með sér ljónsunga, þegar þeir tóku filmur i bænum Naivasha I Keniu, þar sem landnemar liföu fyrir hálfri öld I eilifum ótta við að verða bráð þeirra mörg hundruð ljóna, semOtektust um. Miðað við aldamót lifir aðeins brot af fjölda villtra dýra i heiminum. Samkvæmt skýrslum stofnunar i Sviss vofir út- rýming yfir rúmlega eitt þúsund dýrategundum heims. „Þetta er eins og að eyðileggja málverk eftir Rembrandt,” sagði einhver um dráp á sjaldgæfum dýrum. þvi verður ekki neitað, að mannkynið skortir mat, að minnsta kosti meðan matvælum er skipt eins og nú er. Land þarf að rækta, og það er ein helzta orsök dýradauðans, að þau hrekjast frá sin- um eðlilegu heimkynnum, þegar maðurinn kemur. Umsjón: HH. „Þetta var eins og að ferðast um ægimikinn dýra- garð,” sagði Theodore Roosevelt Bandaríkjafor- seti, er hann fór með lest um Athisléttuna i Austur- Afriku. Nú er ferðamaður á þeirri leið heppinn, sjái hann tuttugu sebradýr. Bandariski tollurinn hefur sem stendur i fórum sinum 300 milljón króna virði af smygluðum vörum af villtum dýrum, skó úr krókódilaskinni, kápur úr hlébarðaskinni og þar fram eftir götunum. Þegar kvenfólk hættir að klæðast kápum úr hlébarða- skinni, hætta veiðiþjófar að drepa hlébarða, svo sagði maður i Keniu. Aður en ferðamaðurinn kaupir sér happagrip úr ljónstönn, armband úr filshári eða veski úr sebraskinni, ætti hann að spyrja: Vil ég láta útrýma þessari tegund? Slikar áminningar eru góðra gjalda maklegar, en hætt er við, að þær dugi skammt. Eitt virðist þó hafa nokkur áhrif á mann- inn: Hættan á, að hann valdi sjálfum sér tjóni með útrýmingu villtra dýra. Þær sögur, sem hér hafa verið sagðar, benda á, hversu hratt það getur komið niður á manninum, ef hann heggur á lifkeðjuna með drápi villtra dýra, svo sem dæmin frá Afríku, Kina og Suður-Ameriku sýndu. Tilvist dýra virðist sjaldan tilviljun ein held- ur hangir keðja, sem allar lifverur mynda, saman, og hættulegt er aö hrófla við. Menn eru nú orðnir um fjórir milljarðar talsins, og þeir þurfa talsvert rými, sem óhjákvæmilega verður á kostnað ann- arra dýra. Ef mengun eða kjarnorka grandar ekki manninum, gæti hanh hæglega grandað sjálfum sér með óvægilegri eyðingu dýra lifkeðjunnar. Liklega munu þó hin harðgerðustu dýr, svo sem slöngur, erfa landið. Heimild: Newsweek. Þessar stúlkur vilja bjarga hvalnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.