Vísir - 05.03.1975, Page 1

Vísir - 05.03.1975, Page 1
65. árg. Miðvikudagur 5. marz 1975 — 54. tbl. PÚSTRARí LANDSLEIK Tékki í valnum íslendingur fallinn — íþróttir í opnu um landsleikinn Úr háalofti niður í djúpin blá — bls. 3 „Á svipað lið eftir og Keres" — sagði Friðrik í morgun — baksíða „Þekki bœndur að því að vera ábyggilega" - segir mjólkur- bústjórinn í Borgarfirði - Sjá baksíðu Koma og kaupa 2.4 millj. kr. bíla, — þrátt fyrir allt — bls. 3 Loðnubátur strandar við Ingólfshöfða í nótt: Áhöfnin bjargaðist í Vestmannaeyjabáturinn 3,8 milur vestur af Ingólfs- nótt. Kall barst til loft- Isleifur VE-63 strandaði höfða um Klukkan eitt í skeytastöðvarinnar á land Hornafirði og kom hún hjálparbeiðninni áfram til björgunarsveitar slysa- varnafélagsins í öræfum. Björgunarsveitin bjó sig þegar til aðgerða og hélt niður á sandinn, en vegna óveðurs var ófært niður að strandstaðnum. Björgunarsveitin varð því að snúa við. Um klukkan hálfsex i morgun var haft samband viö skipstjór- ann á ísleifi um borði bátnum. Þá varð næstum komizt þurrum fót- um i land frá bátnum. Skipstjórinn kvaðst þá hafa tekið á það ráð, að halda til lands með gúmbát og hafast við i hon- um á sandinum ásamt áhöfn sinni unz hjálp bærist. Um klukkan 7.15 var öll áhöfnin tólf manns komin i land. Um klukkan sex i morgun lagði björgunarsveitin i Oræfum enn til atlögu við sandinn. Haldið var frá Fagurhólsmýri á nokkrum jepp- um og þess freistað að komast niður á strandstaðinn. A leiðinni er yfir illfær vötn að fara og verð- ur að fylgja stikum niður á sand- inn. A sandinum voru i morgun um niu til tiu vindstig. Fyrir björgunarsveitinni er Páll Björnsson á Fagurhólsmýri. Varðskip hélt þegar á strand- stað er fréttist um strandið, en þá voru einnig tveir loðnubátar þar staddir, sem fylgdust með fram- vindu mála. Um neyöartalstöð i gúmbátn- um gátu skipbrotsmennirnir haft samband við varöskipiö og er samband var haft við skipiö i morgun var ekki annað vitað, en áhöfnin á Isleifi væri hin hress- asta. Rétt fyrir ellefu hafði björgunarsveitinni enn ekki tekizt að ná á strandstaðinn, en hún er talstöðvarlaus og þvi ekki hægt að frétta af ferðum hennar. Sveitin hafði verið á ferðinni frá þvi klukkan sex um morguninn og er þviljóst,að færðin er mjög slæm. ísleifur VE-63 er 243 tonna stálbátur smiðaður i Noregi 1967. Hann var á loðnuveiöum er óhappió varð. — JB Gleymskan bjargaði íbúðinni! kveikt í á þremur stöðum í gœr „Við vorum að fara út úr húsinu, og vorum reyndar komin út, þeg- ar það uppgötvaðist, að hlutur hafði gleymzt. Við snerum inn aftur, og þá sá sonur minn eldinn. Mér tókst strax að kæfa hann með teppi.” Þetta sagði Orri Hjaltason, sem býr á Hagamel 8, en i búri við Ibúð hans kom upp eldur i gær, og reyndist um ikveikju að ræða. Ef ekki hefði verið snúið inn aftur, hefði getað orðið um mik- inn bruna að ræða. Orri sagði, að sézt hefði til ungra stráka, sem voru með eldspýtur á göt- unni. Eru þeir grunaðir um að hafa reynt að ýta virneti frá glugga á búri við Ibúðina og troðið eld- spýtu meðfram. Læstist eldur- inn I gluggatjöld sem voru fyrir glugganum og siðan komst eldurinn i kassa með blöðum og öðru dóti. Mikill reykur myndaðist, en engar skemmdir urðu af hans völdum. Tvær aðrar ikveikjur áttu sér stað I gærdag og fór slökkviliðið á báða staðina. A öðrum staön- um hafði eldur verið kveiktur i opnum hitaveitustokk uppi i öskjuhlið og á hinum hafði veriö kveikt I sinu við Tungu viö Suöurlandsbraut. — EA/JB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.