Vísir - 05.03.1975, Side 4

Vísir - 05.03.1975, Side 4
4 Vlsir. Miövikudagur 5. marz 1975 — Dagrún Kristjónsdóttir: Margt smátt gerir eitt stórt Þaö eru liklega fæstir, sem komnir eru til vits og ára, sem ekki kannast við draum Faraós um hinar sjö feitu kýr og sjö mögru, sem átu upp feitu kýrn- ar. Jósep Jakobsson, sem þá var I Egyptalandi, var fenginn til aö ráða drauminn og réð hann réttilega á þann veg að fyrst kæmu sjö góðæri yfir Egyptaland, siðan sjö slæm ár. Þetta rættist eftir þvi sem sag- an segir. En Jósep var maður fyrirhyggjunnar og vitur, Faraó setti hann þvl yfir allt landið til að stjórna þvi, að safnað yrði i hlöður, til að eiga er hin vondu ár kæmu. NU verðum við tslendingar að vfsu að sætta okkur við það að eiga hvorki draumspakan Faraó, né svo vitran mann til að ráöa drauma sem Jósep var — þrátt fyrir það hefði ef til vill mátt sýna ofurlitið meiri for- sjálni á meðan allt lék i lyndi fyrir þjóðinni. Það munu vissu- lega allir landsmenn eiga nokkra sök á þvi hvernig nú er komið, en óneitanlega hlýtur stjórn og alþingi að eiga hér stærstan hlut að máli, — þeir aðilar sem hafa yfirstjórn á þjóðarbúinu. Það hefur verið svo — liklega hálfan fjórða ára- tug — að engum hefur dottið I hug að spara, heldur hefur hver þótzt mestur, sem mestu gat eytt, þótt engin vitglóra væri i eybslunni. Þó að rfkisstjórn og alþingi fái stöðugar ákúrur fyrir eyðslu- semi — sem á lika rétt á sér, — þá megum við ekki gleyma þvi, að einstaklingarnir i þjóðfélag- inu hafa ekki farið vitund betur meö sina eigin fjármuni, þeir hafa eytt peningunum i hreina vitleysu, margir. En hér eru auðvitað alltaf undantekningar, sem betur fer, eins og með alla aðra hluti, en ef litið er á heild- ina, þá er ekki hægt að sjá að margir hafi sparað við sig Ef til vill fer að örla ögn á þvi nú, senn hvað liður, en það mun ekki ganga hljóðalaust fyrir sig ef meira þrengir að og fólk neyðist til þess. íslendingar eyða á meðan nokkur kostur er og sparnaður eða aðhald I peningamálum er þeim algjörlega framandi, sér- staklega þeim, sem yngri eru. Það er auðvitað mjög gamal- dags að reyna að minna á þetta orð og hvað þýðir, en ég ætla þó að freista þess ef einhver, sem les þessar linur, er búinn að gleyma þvi eða hefur aldrei heyrt það. Sparnaður og nægju- semi hafa fylgt þjóðinni hartnær I ellefu aldir, að frádregnum þessum þrem, fjórum siðustu áratugum. Það sýnir það að velmegun er ekki skilyrðislaust sú lifsnauð- syn sem núlifandi íslendingar állta — og allra sizt án þess að fleira fylgi — það sýnir staða þjóðarbúsins nú. Velmegunin getur ekki staðið til lengdar, nema að henni fylgi hagsýni og hófsemi, það ætti hverjum manni að vera ljóst af reynsl- unni. Þó mikils hafi verið aflað undanfarin ár, þá hefur eyðslan verið miklum mun meiri og enginn vandi hefði verið að koma enn meira i lóg, þó tekjurnar hefðu verið hærri. Það er þvi ekki einhlitur mæli- kvaröi á vélmegunina, hve mik- ils er aflað, ef eytt er i vitleysu. Aftur á móti ef tekjunum er varið skynsamlega og af hag- sýni — hæfilegur sparnaður viöhafður, sem ekki er nema hollt hverjum einstaklingi og hverri þjóð — þá fyrst er hægt að búast við velmegun sem varir. Eins og nefnt var fyrr, þá hefur þjóðin komizt I gegnum fyrri þrengingar — meira að segja öldum saman — en hvern- ig fór hún að þvi? Gerði hún það með þvi að eyða meiru en hún aflaði? Hvernig fóru þeir að. sem komust i ,,álnir”, eins og það hét á fyrri tima máli, ef einhver komst sæmilega af efnalega? Ég held, að það hafi flestum tekizt með þvi að vera forsjálir og eyða ekki meira en þeir þurftu. Það sem setur strik I reikninginn nú er það, að flest- um finnst þeir ÞURFA að eignast sem flest, og helzt það sem er dýrast, þvi að það er svo „púkalegt” að ,,tima” ekki að eyða peningunum I hvað sem er. Það er i dag álitið gamaldags og þykir bera vott um nizku, ef einhverjum dettur i hug að eyða fjármunum sinum af skynsemi og aðgát, og lætur vera að kasta fé I ýmis tizkufyrirbrigði, en velur og hafnar með yfirvegun til að gera betri kaup. Nefna mætti utanlandsferðir, i þessu sambandi, þær eru orðnar að hreinni „dellu” — það þykist enginn vera maður með mönn- um nema hafa farið til Majorka mörgum sinnum, Kanarieyja, — og á aðra sllka staði. Þetta er tfzkufyrirbrigði, sem gjald- eyrisforði okkar hefur fundið fyrir, en hvað fær landið I stað- inn? Ekki neitt, nema ef til vill nokkra kvefaða vesalinga sem ekki eru vinnufærir eftir ferð- ina. Þaö er ekki fróðleikur, sem fólk sækist eftir með þessum ferðum, ef svo væri, þá væri það þakkarvert að fá betur menntað og fróðara fólk til baka, en það er þvi miður ekki annað, sem gert er með gjaldeyrinn, en flat- magað I sól daginn út og inn, og á kvöldin er reynt að skemmta sér eftir föngum. Nú vita það allir, að það er mest sama fólk- ið, sem fer ár eftir ár. Nú langar mig til að leggja þá spurningu fyrir þá, sem það gera, hvernig hinir, sem aldrei fara út fyrir landsteinana, muni fara að þvi að lifa það af — EF ÞETTA ER SVO MIKIL LÍFSNAUÐSYN, sem margir halda fram, sem nú sjá fram á færri ferðir. Hvernig hefur fólk komizt af án þess að geta veitt sér þennan munað — eða annan? Það virðist engum detta i hug, að það, sem einn getur komizt af án, það hljóti annar einnig að geta. Það þarf engum að detta i hug, þó að i bili verði að fækka ferðum til sólar- landa og ef til vill fleira þurfi að skera niður um stundarsakir, t.d. fara einu sinni sjaldnar á ball, bió, drekka bara eins og hálfan kassa af kók á viku 1 staö eins o.s.frv. — að lifið hér á íslandi verði eins og á miööldum? Ég held, að það hefði þótt kóngalif þá, þótt ekki hefði verið til nema helmingur af öllum þægindum nútimans. Ef ekkert má spara, ekki minnka neinn óþarfakostnað, þá þarf ekki að vorkenna neinum, þvi þá lítur út fyrir, að flestir vilji hafa allt á hausnum. — Ef svo er ekki, þá ættu flestir að vera fúsir til að neita sér um þaö, sem ER ENGIN NAUÐSYN. heldur hégómi. Það eru eflaust margir i þjóð- félaginu sem aldrei hafa getað leyft sér neitt af þvi, sem öðrum finnst goðgá að minnzt sé á að þeir neiti sér um, um stundar- sakir. Peningar vaxa ekki á trjánum, en svo virðist sem sumir haldi að svo sé, þvi hvergi má minnast á sparnað i neinni mynd, þá ætlar allt vitlaust að veröa. Það mætti lika eflaust spara og nýta margt mikið meira og betur en nú er gert — án þess að það kæmi nokkrúm illa eða hefði i för með sér sjálfsafneitun af nokkru tagi — nema þá að neita sér um að fleygja þvi sem nýtilegt er. Hvaö til dæmis um allan mat- inn, sem keyptur er og siðan fleygt, þegar búið er að bera hann einu sinni á borð? Hvað um glös,krukkur og flöskur sem keypt eru fyrir gjaldeyri, pappir, pappakassa, ilát af ýmsu tagi. Væri ekki hægt að nýta margt af þessu aftur? Þvi ekki að spara dýrmætan gjald- eyri með þvi að þvo glös og flöskur og nota aftur og aftur, og um leið og gjaldeyrir er sparaður, þá mundi skapast vinna fyrir þá sem annars eru ekki fullgildir til annarrar vinnu. Mætti ekki lika nýta pappirinn betur með þvi að setja upp verksmiðju, sem ynni hann upp aftur. Það væru lika mikil þjóðþrif ef öll plastflátin, brúsar, sem kosta tugi króna tómir — og margskonar önnur plastflát — væru notuð aftur og aftur, þar sem þvi verður viökomið af hreinlætisástæðum. Eflaust er hægt með góðu móti að sótthreinsa mikinn hluta nefndra fláta, svo að viöunandi sé frá heilbrigðislegu sjónar- miöi. Mótbáran mun hinsvegar vera sú, að það sé dýrara fyrir fyrirtækin, sem nota þessa hluti, að láta hreinsa þau upp, en að kaupa ný. En þá má heldur ekki gleyma þvi, að margt annað kemur á móti. Þjóðhagslega séð væri þetta gróði, það sparaðist geysi- lega mikill gjaldeyrir og það skapaðist vinnumarkaður fyrir fjölda fólks, fyrir utan það að þetta væri liður i náttúruvernd. Þab hlýtur öllum að blöskra, nema þeim er eru skeytingar- lausir um þrifnað, að sjá allt fljóta I drasli umhverfis okkur, hvar sem er, á götunum og meðfram þeim, á útivistar svæðum og uppi um heiðar og fjöll. Það er ekki hægt að halda afgirtum lóðum hreinum vegna þess að ruslið fýkur að úr öllum áttum. Hirðusemin gæti náð út yfir fleira en það, sem viðkemur Ilátum undir matvöru. Hvað með allar tunnurnar undan oliu og fleira, hvað með plastföturnar undan málningu, ýmiskonar járnarusl o.fl. væri ekki hægt að hirða betur um þetta og nýta aftur? Það liggur I augum uppi, að þegar öllu er hent, hlýtur að þurfa að kaupa annað i staðinn, og þaö kostar mikla peninga. Enn hef ég ekki minnzt á fatnaðinn, honum er fleygt i tonnatali árlega óslitnum, aðeins vegna tizkusveiflna, og hégómaskapar, — hræðslu við að þykja ekki nógu „flott”. Fólk þorir ekki að vera hagsýnt og gera aðeins það sem tekjur þess og efni leyfa, heldur rembist það við að vera eins og aðrir af ótta við umhverfið. Þessi óheil- brigði hugsunarháttur leiðir flesta út á glapstigu. Er ekki timi til kominn að hætta þessu heimskulega kapphlaupi um finustu og flottustu húsin, hús- gögnin, fatnaðinn, matinn, bilinn, ferðalögin og fleira, en reyna heldur að horfast i augu ■við veruleikann, sem leyfir þessa óþarfa eyðslu ekki leng- ur? Þjálfari Ungmennafélagið Leiknir Fáskrúðsfirði óskar að ráða þjálfara i knattspyrnu fyrir árið '75. Góð laun i boði. Uppl. í síma 91 Fáskrúðsfirði alla virka daga frá kl. 9-6. Leiknir. Bökamarkaóurinn i HÚSI IÐNAÐARINS VID INGÖLFSSTRÆTI ► ► VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN 4 i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.