Vísir - 05.03.1975, Síða 5

Vísir - 05.03.1975, Síða 5
Vísir. Miövikudagur 5. marz 1975 5 REUNTTEBR morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í mo Umsjón: G.P. Snúa Berlín við í leit að rœningjunum Naumast varð þverfót- að í Vestur-Berlfn í morgun fyrir vopnuðum lögreglumönnum/ götu- tálmunum hennar og við- búnaði öðrum vegna um- fangsmikillar leitar, sem nú er gerð að ræningjum Peter Lorenz. Strax og hann kom fram um miðnættið i nótt og hringdi úr símaklefa til þess að láta konu sína vita, að hann væri laus úr vörzlu ræningjanna, hófst Berlinarlögreglan handa. Aðallega er leitað átta grun- aðra, en lögreglan lét dreifa myndum af þeim og nöfnum þeirra i nótt. Lögreglustjóri V- Berlinar sagðist ekki lengur telja sig bundinn af fyrri griðum við ræningjana. Léitað var i fjölda húsa. Kommúna ungs fólks var rann- sökuð, fjöldi fólks stöðvaður og yfirheyrður og vörður hafður við allar járnbrautarstöðvar, flugvelli og landamærahlið. En lögreglan hefur þó naum- ast nokkuð eftir að fara til þess að hafa hendur i hári 2. júni- hreyfingarinnar, sem rændi Lorenz. Lorenz var sleppt i skrúðgarði sex klukkustundum eftir að Heinrich Albertz kom frá Suður- Jemen og sagði að stjórn- leysingjunum fimm hefði verið veitt þar hæli með þvi skilyrði, að Lorenz yrði sleppt. Lorenz var festur með limböndum á einn garðbekkinn, en hann fékk auðveldlega losað sig. Gekk hann þá til næsta simaklefa og hringdi til konu sinnar, sem sótti hann. Heimilislæknir hans skoðaði hann og skýrði svo frá, að Lor- enz væri við beztu heilsu. Meðal þeirra fyrstu, sem náðu tali af Lorenz, var Klaus Schuetz, borgarstjóri og keppi- nautur Lorenz. — Schuetz kvaðst þvi feginn, að Lorenz hefði verið heimtur aftur. Nær öll þýzka þjóðin horfði á sjónvarpið, þegar séra Heinrich Albertz flutti orðsendinguna frá Suður-Jemen. Nær öll samtöl ræningja og yfirvalda i þessu máli hafa verið flutt samtimis i útvarpi og sjónvarpi. Las Peter Lorenz kominn fram. Rœningjarnir slepptu honum í gœrkvöldi presturinn orðsendingu stjórn- leysingjanna upp af miða. Fögnuðu þeir þessum „yndis- lega degi” og lofuðu að beita allri orku sinni til þess, að aðrir félagar gætu iifað slikan sigur- dag. Þessi mynd var tekin um miðnætti i nótt og sést hvar Peter Lorenz og konu hans er ekið i lögreglubifreið burt úr garöinum, þar sem ræningj- ar hans skildu hann eftir. Þýðir ekki oð olíu- draga neyzlu, Alsir hefur lýst þvi yfir á ráðstefnu oliu- framleiðslurikja, sem nú stendur yfir, að oliu- útflutningslöndin mundu tilleiðanleg að frysta og jafnvel lækka verð á oliu. Iðnaðarrikin yrðu i staðinn að taka höndum saman til þess að endur- skipuleggja efnahagslif heimsins. Houari Boumedienne, forseti Alsír, lagði fram á ráðstefnu OEPC i Alsfr i gær hugmyndir um, hvernig oliuframleiðendur og iðnaðarþjóðir gætu hjálpað hin- um snauðari þjóðum til mann- dóms. Hann varaði Vesturlönd við tilraunum til þess að reyna að draga úr oliuneyzlunni, og þann veg lækka oliuverðið. Kvað hann slikt dæmt til þess að mistakast. Boumedienne sagði, að auðvit- úr — segir Boumedienne forseti Alsír, en segir OPEC-ríkin tilbúin að frysta eða lœkka olíuverðið, ef sanngirni verði sýnd ó móti að mundu oliuframleiðendur frysta oliuverðið, ef þeir sæju sig tilneydda, og jafnvel lækka það lika. En þó þvi aðeins, að fátækari löndum heims væru tryggð sann- gjörn kjör I viðskiptum. Jörgensen forsætisráðherra boðar afskipti rikisstjórnar Dana af kjara málunum, ef samningar nást ekki. Foringja- skipti í gríska hernum Frakkar halda áfram tilraunum með kjarnorkuvopn Yvon Bourges, varnarmálaráö- herra Frakka, sagöi i gær, að Frakkland mundi halda áfram tilraunum neöanjaröar meö kjarnorkuvopn á þessu ári. Hann vildi ekki segja blaða- mönnum, hvenær þessar tilraunir mundu eiga sér stað á árinu, en þær verða i Kyrrahafinu. Senni- legast þá i námunda við Muru- roaeyjaklasann, þar sem Frakk- ar hafa undanfarin ár sprengt kjarnorkusprengjur sinar. Franska stjómin hætti að gera tilraunir sinar i andrúmsloftinu eftir mótmæli Ástraliu, Nýja Sjálands, Japans, Perú og fleiri Suður-Amerikulanda. Danska stjórnin grípur- inn í launadeiluna, ef.... Anker Jörgensen, for- sætisráöherra, sagöi í gær- kvöldi, að stjórn sósía Idemókrata mundi grípa inn í kjaradeilurnar í Griska stjórnin vék i gær 22 foringjum hersins frá störfum i samræmi við loforö sitt um að hreinsa til innan hersins eftir samsærið, sem komst upp um i siðustu viku. 1 yfirlýsingu stjórnarinnar seg- ir, að þessar uppsagnir séu bæði til þess að tryggja, að æðst- ráðendur hersins virði lýðræði.og jafnframt eðlileg mannaskipti. Um þessar mundir ter varnar- málaráð Grikklands yfir skýrslur foringjanna og ákveður, hverjir verða hækkaðir i tign, hverjir lækkaðir og hverjum vikið burt eða settir á eftirlaun. landinu, þar sem óttazt er, að um 300 þúsund verka- menn ýmist fari i verkföll eöa lendi í verkbönnum. — Það er um fjórðungur vinnuaflsins i Danmörku Forsætisráðherrann lýsti þessu yfir, þegar i ljós kom i gær, að samtök vinnuveitenda annars vegar og launþegar hins vegar höfðu ekki náð samkomulagi i launadeilunni. Siðasta tveggja ára samningstimabil rann út á laugardaginn. Jörgensen gerði grein fyrir þvi, að stjórnin mundi leggja fram frumvarp, sem mundi ákveða laun og kjör, og var það samþykkt á fundi þingflokksins i gærkvöldi. Ekkert hefur verið látið uppi um, hvers vegna ekki gengur saman i launadeilunni. Lestarstjórinn síðastur Björgunarmenn hafa nú náð siðasta likinu úr neðanjarðarlest- inni, sem rakst á endann á undir- göngunum i i.ondon á föstudag. — Alls fórst 41 með lestinni, og er þetta versta slys I neöanjarðar- brautum Breta. Það torveldaði mjög björgunarstarfið, hve þröngt var i gangnaendanum, og hiti og eitur- gufur gerðu björgunarmönnum mjög erfitt fyrir. Enn er ekkert vitað um, hvað olli slysinu. Lestarstjórinn beið bana og er þvi ekki til frásagnar. Lik hans var það síöasta, sem náðist úr brakinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.