Vísir - 05.03.1975, Síða 16
visir
Miövikudagur 5. marz 1975
Friðrik að ná
öðru sœtí í Tallin
„Á eftir
svipað
lið og
Keres"
— sagði hann
í morgun
//Þetta mót er orðið
lengra lagi, finnst mér,"
sagði Friðrik Ólafsson,
viðtali við Vísi í morgun.
,,Það er bezt að tala ekki
of mikið um góða
frammistöðu, fyrr en
mótið er búið, en þetta
hefur verið ágætt."
Friðrik er væntaniega að
komast í annað sætið á
hinu geysisterka
skákmóti í Tallin í Sovét-
rikjunum.
„betta stendur skár hjá mér,
en ekki er þar með sagt, að ég
vinni skákina,” sagði Friðrik
um biðskák sina við Nei,
sovézkan stórmeistara. Verði
hún jafntefli, verður Friðrik
ásamt Bronstein i 2.-3. sæti.
„Keres á biðskák við Taimanov
og stendur betur,” sagði
Friðrik, og það þýðir, að Keres
heldur 1. sætinu eftir 12
umferðir, þótt Friðrik ynni Nei.
Friðrik sagði, að þrjár umferðir
væru eftir. Friðrik á eftir að
tefla við Bronstein, Hernandez
og Gipslis en Keres á eftir
Espig, Spasski og Lombardi, og
taldi Friðrik þetta nokkuð
svipað liö, sem þeir eiga eftir
hann og Keres.
„Ég tefli hér ekki til aö fá
verðlaun, heldur til að fá
æfinguna. Ég byrjaði hægt, eins
og ég væri ekki alveg búinn að
taka við mér. Ég fékk þá
nokkrar erfiðar biðskákir, en
ég komst vel fram úr þeim.
Siðan hefur gengið betur.”
Friðrik sagðist vera farinn að
þreytast nokkuð, þar sem mótið
væri svo langt. „Maður lætur
hverjum degi nægja slnar þján-
ingar,” sagði hann.
Mótinu lýkur 9. marz.
— HH
„Mér finnst mótið oröiö
nokkuö langt,” segir
Friörik.
„Þekki bœndur að því
að vera ábyggilega"
— segir mjólkur-
bústjórinn í
Borgarfirði
— Löggiltur
eftirlitsmaður
skipaður, en
engin kœra
,,Ég hef nú löggilt
eftirlitsmann til þess
að taka mjólkursýni á
bæjunum i Mýra- og
Borgarfjarðarsýslum
samkvæmt beiðni
mjólkurbústjórans.
Mér er og kunnugt um
það, að hann hefur
skrifað til sýslumanns-
ins i Stykkishólmi um,
að einnig verði löggilt-
ur eftirlitsmaður fyrir
Snæfellsnes.”
betta sagði Asgeir Pétursson
sýslumaður i Borgarnesi, þegar
Visir ræddi við hann i morgun
varðandi mál tveggja bænda,
sem grunaðir voru um að
blanda vatni i mjólkina.
Aö sögn Asgeirs er hlutverk
þessara eftirlitsmanna það að
taka sýni beint úr mjólkurtönk-
unum, þ.e.a.s. áður en mjólk-
inni er dælt á bilana. bessir eft-
irlitsmenn fara siðan með sýnin
til mjólkurbúsins. Áður tóku
bflstjórar sýnin.
Asgeir sagði, að ekki hefði
verið kært I málinu. bá kvaðst,
hann halda, að þeim skiptum,
sem mjólkursýni eru tekin, yrði
fjölgað, en enn hefur þó ekki
verið gerð nein áætlun um það.
Mjólkursýni hafa verið tekin
vikulega, en þegar við höfðum
samband við mjólkurbústjór-
ann, Sigurð Guðbrandsson,
sagði hann, að sýnin hefðu mjög
oft verið tekin oftar.
Hér viröist vera um eitt tilfelli
hjá tveimur bændum að ræða.
Sigurður sagði, aö mál þetta
hefði komið upp i júli, að mjólk-
urprufa reyndist athugaverð.
Eftir tvo daga var aftur tekin
prufa, en þá reyndist allt vera i
lagi, og ekkert hefur komið upp
siöan, að sögn Sigurðar.
bá sagði Sigurður, að þó að
slikt hefði komið upp nú, væri
engin sönnun fyrir hendi um, að
þetta væri tiðkað. Fleira er það,
sem þarf að rannsaka varðandi
mjólkina, en að vatni sé blándað
I hana. Heildargæði hennar
verður að rannsaka.
„En ég tel þetta ekkert stór-
mál”, sagði Sigurður að lokum.
„Ég þekki bændur að þvi að
vera ábyggilega i viðskiptum.”
Vill stokka upp sjóðakerfið
Ráðherra leggur til að útgerðin greiði ekki olíuhœkkunina
mm
„bað er stefnt að því, að út-
gerðin þurfi ekki að greiða þá
oliuhækkun, sem varð um ára-
mótin, og oliuhækkun, sem geng-
isfellingin veldur,” sagði
Matthias Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, i morgun.
Með framlögum úr rikissjóði?
„Hér verður um að ræða
tilfærslur milli vinnslu og veiða.”
„bað er fullur vilji fyrir þvi
hérna megin,” sagði ráðherra,
„að stokka upp sjóðakerfi sjávar-
útvegsins . En við getum ekki
breytt þvi einir, til þess þarf sam-
komulag útgerðar og sjómanna.
bað þarf að gerbreyta hlutaskipt-
unum, ef þetta á að verða hægt.
bað gengur ekki, ef allir halda
dauðahaldi i sitt. Ég vona, að
meirihluti þjóðarinnar stefni enn
að þvi marki að halda útgerðinni i
gangi.”
Ráðherra sagði, að unnið væri
að ráðstöfunum fyrir útgerðina
„alla daga”. „Ég vona, að upp úr
helginni • verði farið að siga á
seinni hlutann i þessu,” sagði
hann.
— HH.
Frost ó
Fróni
Sumir voru orönir svo bjart-
sýnir að haida að vor væri I
lofti. En þvl var nú ekki fyrir
að ’fara, og það fundum við
bezt þegar við skreiddumst
fram úr I morgun. Nistandi
kuldi og föl á jöröu var það,
sem mætti okkur.
En ekki þýöir að kvarta við
veðurguði. Bezt er að vef ja sig
I ullarflikur, þvi það er ullin
sem blivur, þegar svona viðr-
ar.
— EA/ljósm BP
Selja þeir rœkjufjallið
ó góðu verði? — og vóntrúaðir
„Söiuhorfur á rækju eru ekki
góöar, sem stafar af mikiu
framboði. Ég tel, aö verð þessa
kaupanda I Sviþjóð, sem viil
kaupa rækju fyrir 19 kr. sænsk-
ar sé óraunhæft, og að hann geti
ekki staðið við gerða samn-
inga,” sagöi Ólafur Jónsson að-
stoðarframkvæmdastjóri
sjávarafurðadeildar S.Í.S. i viö-
tali við VIsi I morgun.
Útflutningsfyrirtækið UNEX i
Reykjavik hefur i höndunum
samning við sænskan aðila um
sölu á allt að 400 tonnum af
rækju á mjög hagstæðu veröi,
eða 19 kr. sænskum fyrir hvert
kíló.
Ólafur sagöi, að islenzkir
framleiöendur hafi i Svíþjóð
fengiðhæsta fáanlega verð, sem
fæst fyrir rækju af þessum
gæðaflokki. Óiafur upplýstienn-
fremur, að rækjan væri seld svo
að segja frá degi til dags, og
hæsta raunhæfa verðið væri
17.50 til 18.00 kr. sænskar.
„bað er vissulega gleðilegt,
ef Unex tekst að selja nokkúrn
veginn alla þá rækju, sem til er
á tslandi fyrir gott verö. bað
hljóta allir að vera ánægöir meö
það”, sagði Richard Björgvins-
son, forstjóri Langeyrar, eins
stærsta útflytjanda rækju und-
anfarin ár.
Hann bætti viö, að sér kæmi
þetta mjög á óvart. Hann hefði
ekki verið mjög bjartsýnn á
markaðinn á rækju, enda hefði
hann verið mjög erfiður undan-
farið, en þetta væri mjög
ánægjulegt.
— EVI