Vísir


Vísir - 06.03.1975, Qupperneq 3

Vísir - 06.03.1975, Qupperneq 3
Visir. Fimmtudagur 6. marz 1975 3 Taka Kanarí fram yfir Kaupinhöfn Klipið af millilandafluginu Ekkert verður flogið til Kaupmannahafnar i dag. Stafar þetta af þotufæð Flugleiða h.f., og hefur nú tvo fimmtudaga i röð orðið að fella niður áætlað fimmtudagsfiug til Kaupmannahafnar af þessum sökum. Þá hefur þriðjudagsflugið jafnframt færzt af miðjum deginum fram á nótt. Stafar það af því, að sama þotan þarf á ein- um degi að fljúga til London fram og aftur og siðan til Kaup- mannahafnar og til baka. Þessar niðurfellingar og breytingar stafa af þvi, að önn- ur Boeingþota félagsins er nú i skoðun i Englandi. Væntanlega verður skoðun lokiö nú eftir helgina og kemst þá auglýst áætlun aftur i réttar skorður. Snemma i janúar tilkynntu Flugleiðir, að vegna skoðana þotanna yrði nokkur röskun á flugi félagsins til óslóar og Stokkhólms á timabilinu 27. janúar til 21. febrúar. Samgönguráðuneytinu var tilkynnt um þessa breytingu. Er ónógum flugvélakosti var kennt um þessa röskun, bauðst Air Viking til að taka að sér umrætt flug til Skandinaviu, en sam- gönguráðuneytið hafnaði þvi á þeirri forsendu, að það teldi ekki ástæðu til að skerast i leikinn. Skömmu eftir þetta var ferða- skrifriofum svo tilkynnt um, að nokkrar fimmtudagsferðir til Kaupmannahafnar legðust niður og jafnframt, að þriðju- dagsflugið yrði kvöldflug. Visir hafði samband við Brynjólf Ingólfsson, ráðuneytis- stjóra samgönguráðuneytisins og spurði, hvort þessi breyting hefði verið gerð með þeirra samþykki. „Okkur var tilkynnt um breytingu á timabilinu 27. janú- ar til 21. febrúar. En varðandi þessa niðurfellingu Kaup- mannahafnarflugs kem ég al- veg af fjöllum”, sagði Brynjólf- ur. Flugáætlanir hvers árs eru lagðar fyrir samgönguráðu- neytið, sem samþykkir þær eða hafnar. Ef ráðuneytið telur að fjöldi ferða á áætlunarflugleið fullnægi eftirspurn ekki nægjan- lega, getur það skorizt i leikinn og farið fram á fjölgun ferða. „Við getum skorizt i leikinn, ef við teljum sætafjölda ekki nægjanlegan, en um þessa nið- urfellingu fimmtudagsflugs get ég ekki tjáð mig, þar eð okkur hefur einfaldlega ekkert verið um það tilkynnt,” sagði Brynjólfur Ingólfsson. Tvær niðurfellingar áætlunar- flugs 27. febr. og 6. marz stafa eingöngu af brunanum á Reykjavikurflugvelli i janúar, segja Flugleiðir. Tjón varð á varahlutum i flugvélar og skoðanir, sem ann- ars hefði'Verið hægt að fram- kvæma hér heima, urðu að fara fram erlendis. Báðar Boeing- þotur Flugleiða urðu þvi úr um- ferð lengur en áætlað var. A þriðjudögum og fimmtu- dögum sköpuðust vandræði af þessum sökum. A fimmtudög- um fljúga Boeingþotur til Kanarieyja og Kaupmanna- hafnar. Akveðið var að sleppa Kaup- mannahafnarfluginu tvo fimmtudaga og fljúga áfram til Kanarieyja á umræddum degi. Eftir sameiningu flugfélaganna rikir nú engin samkeppni á Kaupmannahafnarleiðinni, en aftur á móti eru Flugleiðir i samkeppni við Air Viking i Kanariey jaferðunum. „t farseðlum, sem menn kaupa, og eins i áætlunum félaga er tekið fram, að fella megi niður flug án fyrirvara. Ef viðkomandi félag vill breyta brottfarartima til dæmis, getur það gert það án fyrirvara”, sagði Birgir Þorgilsson sölu- stjóri. „Þegar um breytingar á áætlunarflugi er að ræða, er venjulega leitað eftir samþykki samgönguyfirvalda, jafnt og upphaflegar áætlanir eru born- ar undir samþykki þeirra,” sagði Birgir Þorgilsson. Eins og fram hefur komið hef- ur samgönguráðuneytinu þó ekki verið tilkynnt um niður- fellingar Kaupmannahafnar- ferðanna. Eingöngu var tilkynnt um þessa breytingu til þeirra ferðaskrifstofa, sem selja far- seðla fyrir flugfélagið. „Ég held ekki, að það sé nein tilkynningaskylda um það til ráðuneytisins, þótt svona ferðir falli niður,” sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða i viðtali við Visi. Flugleiðir telja, að ekki hvili á félaginu sú skylda að sjá við- skiptavinum sinum fyrir flugi til Kaupmannahafnar þá fimmtu- daga, sem áætlunarferðum félagsins er aflýst, enda ferðir alla aðra dága vikunnar. Þó er vitað til þess að á fimmtudaginn i siðustu viku var Flugleiðaþota, sem var að leggja af stað frá Luxemburg látin fresta brottför um stund á meðan hún beið eftir farþega, sem sótti það-fast að komast til íslands á umræddum degi. Farþeginn hafði ráðgert að fljúga frá Kaupmannahöfn, en er hann komst að þvi, að ferðin hafði verið felld niður, krafðist hann þess að sér yrði gert kleift að komast til Luxem- burg. Þess má að lokum geta, að skoðanir á Boeingþotum Flugleiða hafa frá öndveröu farið fram i janúar—-febrúar, enda er þá minnst um að vera i millilandafluginu. — jb Hestvagn úr villta vestrinu... Það var verið að leggja siö- ustu hönd á undirbúning kaup- stefnunnar islenzkur fatnaöur, þegar Vísismenn litu inn á Hótel Loftleiðir I morgun, en kaup- stefnan verður sett I dag. Eitt af þvi fyrsta, sem mætir augum manns, er gamall hest- vagn úr villta vestrinu. Ekki er hann þó alveg ekta, heldur er þetta einn sýningarbásinn, og hefur hann að geyma gallabux- ur og flauelsbuxur. Kúrekarnir vestra fóru vist ekki i annað, svo það er vel tilheyrandi að minna svolitið á þá. 17 fyrirtæki sýna þarna vor- og sumartizku sina, en kaup- stefnan stendur yfir frá þvi i dag til 9. þessa mánaðar. Er þetta i 14. sinn, sem kaupstefnan er haldin. Þeir, sem lita á sýninguna ættu að kynnast islenzkum fatn- aði nokkuð vel. Þarna er að finna skó, buxur, leðurvörur, prjónavörur, skó og fleira mætti upp telja. Og þá er bara að bera islenzku framleiðsluna saman við þá erlendu. —EA Friðrik í öðru sœti Frikrik Ólafsson er nú I ööru sæti á skákmótinu I Tallin i Sovét- rlkjunum meö 8,5 vinninga. 1 fyrsta sæti er Keres frá Sovét- rikjunum, sem er meö 9 vinninga. Friörik vann i gær stórmeistar- ann Nei. Aðeins biðskákir voru tefldar i gær, en þrjár umferöir eru eftir og 12 lokið. Friðrik á nú eftir að tefla við Bronstein, Hernandez og Gipslis en Keres á eftir: Espig, Spasski og Lombardi. Sagði Friðrik I við- tali við Visi i gær, að þetta væri nokkuð svipað lið, sem þeir eiga eftir, hann og Keres. Staöa þeirra, sem Friðrik á eft- ir að tefla við, er þessi: Hemandez hefur 3,5 vinninga, Bronstein hefur 8 vinninga og Gipslis hefur 7 vinninga. — EA VISIR flytur nýjar fréttir Vísiskrakkamir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 H klukkustund fyrr. " VÍSIR fer í prentun kL hálf-ellefu að morgni og er á götunni klukkan eitt. .,1 I' íyrstur meó fréttimax VISIR Meðal vinninga: Brother prjónavél að verðmæti 47.000.00 kr. Þrjár Spánar- ferðir og vöruúttekt hjá Ingvari & Gylfa að verðmæti 25.000.00 kr., auk fjölda annarra stórglæsilegra vinn- inga. ENGINN VINNINGUR UNDIR 10.000.00 KR. VINNINGAR IIALF IVHUÓN KRÓNA. Spiiaðar verða 18 umferðir. ilúsið opnað klukkan 7. Knattspyrnudeild Fylkis.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.