Vísir


Vísir - 06.03.1975, Qupperneq 7

Vísir - 06.03.1975, Qupperneq 7
Vlsir. Fimmtudagur 6. marz 1975 7 cTMenningarmál Háskólabió: „Hinn blóðugi dómari” (Judge Roy Bean) Leikstjóri: John Huston Aðalleikendur: Paul Newman, Jacqueline Bisset, Victoria Prin- cipal, Anthony Perkins, Roddy McDowall, Stacy Keach, Ava Gardner, John Huston. Hann fæddist í Ken- tuckyríki áriö 1825. 23 ára gamall lagöi hann af stað til mexíkönsku landamær- anna með bróður sínum Sam til að eiga viðskipti við þarlenda. Piltunum áskotnaðistféen voru reknir úr landi fyrir að hafa verið of nærgöngulir við innfæddar konur, að þvi er talið er. Þetta er það sem vitað er um Roy nokkurn Bean, sem með tim- anum átti eftir að verða ein af ★ ★ ★ Háskólabíó: „Hinn blóðugi dómari" Ein af þjóðsögum Villta vestursins sem féll ofan af brú og hálsbrotn- aði. Dómarinn fyrirskipaði rann- sókn og þegar leit á likinu leiddi i ljós 40 dali og byssu af gerðinni Colt 45 þá lýsti dómarinn þvi yfir, að likið skyldi sektað um 40 dali fyrir að bera skotvopn. Ibúar Langtry eru nú aðeins 200 talsins en i næsta bæ Del Rio, sem er heldur stærri er að finna safn til minningar um Roy Bean dóm- ara. íbúar Langtry hafa aftur á móti hjá sér gálgatré eitt mikið, sem þeir segja að hafi tilheyrt dómstól gamla Roy Bean. Þetta er sagan sem leikstjórinn John Ford spinnur kvikmynd sina um Roy Bean dómara i kringum. Efnismeðferðin er þó mjög frjáls og mjög skemmtilegt dæmi um það, hvernig handleika má þjóð- sögu i kvikmynd. Roy Bean dómari hefur áður verið festur á filmu. Arið 1940 fékk Walter Brennan Óskars- verðlaun fyrir að leika hann i myndinni „The Westerner” og Edgar Buchanan lék hann i sjón- varpsþáttum fyrir nær tuttugu árum. Efnismeðferðin þar var á hefð- bundin kúrekahátt, eins og efnið gefur lika fullt tilefni til. En kvik- myndagerð John Ford er i senn fersk og nýstárleg. Sagan um Roy Bean er fantasia og þvi er kvik- myndin það að nokkru leyti líka. Þarna sjáum við Paul Newman i ágætu formi, Ava Gardner eftir átta ára hlé, byrjandann Victoriu Principal, apaplánetuleikarann Roddy McDowal og Anthony Perkins, i ágætu gervi prestsins. En það er þó Stacy Keach sem er frábær i stuttu atriði sem hvit- ingjabófinn Bad Bob. Á tveim minútum skapar hann persónu, sem allt að þvi kippir fótunum undan öllum þeim kúrekaill- mennum, sem áður hafa birzt á hvita tjaldinu. hinum fjölmörgu þjóðsagnarper- sónum Villta vestursins. Það er einnig vitað, að þegar Roy var 26 ára hafi hann haldið til San Diego, þar sem annar bróðir hans Joshua græddi vel sem krá- areigandi. Þátttaka i einvigi sá Bean fljótlega fyrir vist i fangelsi, en hann flúði þaðan og gerðist fé- lagi Joshua i rekstri nýrrar kráar i öðrum bæ. Joshua lét seinna lifið i einvigi við uppstökkan viðskiptavin og þá hélt Roy Bean fyrst til Nýju Mexi- kó og siðan til Texas. 1 siðar- nefnda rikinu græddist honum fé með þvi að fylgja nýju járnbraut- inni út frá San Antonio og reisa krár og spilaviti samtimis þvi, sem lestin teygði sig lengra og lengra i vestur. Siðan er vitað, að Roy Bean settist að lokum að i námunda við Eagles Nest Springs i Texas-riki og opnaði enn eina krána. Hér tekur þjóðsagan við og sam- kvæmt henni átti hann að hafa út- nefnt sjálfan sig sem „Dómara vestan Pecos”. Hann átti að hafa haldið uppi lögum og reglu með aðstoð lagasafns og marghleypu. Til heiðurs sinnar dýrkuðu Lilly Langtry nefndi hann krá sina „Jersey Lilly” og breytti nafni bæjarins úr Vinegaroon i Langtry, að þvi er sagan hermir. 1 sannleika var saga Roy Bean nokkuð frábrugðin þessu. Það er ekkert til vitnis um það, að hinn snöruglaði dómari hafi virkilega hengt nokkra sálu. Aftur á móti var hann eitt sinn nær hengdur sjálfur i Mexikó eftir að komið hafði verið að honum á röngum stað með röngum kvenkosti. Sú misheppnaða henging sá fyrir þvi, að æ siðan var hann með stlfan háls. Bærinn Langtry i Texas er þó til, en i skýrslum er hann sagður nefndur eftir Langtry nokkrum brúarsmið, sem byggði fyrstu járnbrautarbrúna yfir Pecosár- gjána. Og ástarævintýri Roy Beans og hinnar fögru Langtry eru bara sögur, sem hugmynda- flugið hefur spunnið i kringum Roy Bean. Paul Newraan. Roy Bean dómari kvæntist árið 1866 og eignaðist fjögur börn. Það var enginn frægðarljómi umvaf- inn dauða hans árið 1903, þvi hann varð hjartveiki og lungnabólgu að bráð á 78. aldursárinu. Hitt er aftur á móti sannleikan- um samkvæmt, að hin fræga Lilly Langtry stanzaði eitt sinn stutt- lega i bænum Langtry, sem henni hafði verið tjáð, að bæri nafn hennar. Þetta var á einni af hennar mörgu hljómleikaferðum um Ameriku. Þjóðsögurnar i kringum Judge Roy Bean eru margar og litskrúð- ugar. Þannig er til dæmis sagan um járnbrautarstarfsmanninn, Með illmennsku sinni kippir Stacy Keach (Bad Bob) fótunum undan fyrirrennurum sinum á hvita tjaldinu. ★ ★ Hafnarbíó: „Vottur af glœsibrag" Hálfgerður bastarður KVIKMYNDIR Umsjón: ión Björgvinsson Hafnarbió: „Vottur af glæsi- brag” (A Touch of Class). Leikstjóri: Melvin Frank Handrit: Melvin Frank og Jack Rose Aðalhlutverk: George Segal og Glenda Jackson Það er smávottur af glæsibrag I leik þeirra George Segal og Glendu Jackson i myndinni, sem Hafnarbió sýnir um þessar mundir. Skapgerðarleikkonan Glenda Jackson hlaut Oskarsverðlaun fyrir leik sinn I myndinni „Women in Love” og sýndi jafn- framt ýmis afrek i myndunum „Maria Skotadrottning” og „Sunday, Bloody Sunday”, sem enn er ósýnd hér. Hér tekst hún á við gamanhlut- verk og hlýtur annan Óskar fyrir. En það verður ekki sagt henni Glendu til hróss að hún eigi vel heima i gamanmyndum. Tilvist Glendu I myndinni „Vottur af glæsibrag” dregur hana nokkuð niður sem gamanmynd. Til að vega upp á móti þessú fellur George Segal vel inn i léttar myndir af þessu tagi, enda er hann öllu vanari en Glenda með gamanmyndir eins og „Ship of Fools” og „Hot Rock” að baki. Myndin „Vottur af glæsibrag” verður hálfgerður bastarður fyrir vikið, annars vegar bandarisk gamanmynd um eiginmann, sem hleypur móður og másandi með hurðarskellum og öllu tilheyrandi milli tveggja kvenna og hins vegar brezk alvörumynd um ástir fráskilinnar eiginkonu. Sagan, sem rituð er af sjálfum leikstjóranum, Melvin Frank, er fremur einföld. Hin fráskilda Vicki Alessio (Glenda Jackson) og Steve Blackburn (George Segal), sem er kvæntur trygging- arsali, hittast af tilviljun I Hyde Park. Það verða engir fagnaðar- fundir, en þó dragast þau kyn- ferðislega hvort að öðru. Þau ákveða að halda til Spánar til að svala þorsta sinum og eftir ýmis vandamál heima fyrir hrinda þau þeirri áætlun i fram- kvæmd. En þegar i bólið er komið fær Steve heiftarlegt þursabit og verður að fá lækni sér til aðstoðar um miðja nótt. Nú slettist upp á vinskapinn en eftir aö hafa veitt skapi sinu útrás i heiftarlegum koddaslag, blossar ástin upp á ný. Þau halda þvi heim á leið I sæluvimu og ákveða að halda sambandinu áfram. En hvorugt vill fórna f jölskyldum sinum fyrir ástina og þvi verða fundir þeirra með nokkrum vandkvæðum. Þar kemur að þau verða að velja á milli fjölskyldnanna og ástarfundanna og fjölskyldurnar verða ofan á. 1 táraflóði yfirgefa þau hvort annað. Þótt myndin „Vottur af glæsi- brag” nái aldrei tökum á manni hvorki sem gamanmynd né sorg- arleikur má hafa af henni lúmskt gaman á köflum, en einkum þó vegna tilvistar þeirra Segal og Jackson. Eftir komuna til Spánar kulnar ást þeirra Steve og Vicki fljótlega. 'A nránudcig veróur dregió í 3. flokki

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.