Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 16
vísm Fimmtudagur 6. marz 1975 Lenti á Ijósastaur — þrennt flutt á slysadeild Taliö er aö hemlar bifreiöar, sem kom akandi eftir Ránargöt- unni hafi bilað meö þeim afleiöingum, aö hún hafnaði á ljósastaur viö húsiö Bræöra- borgarstíg 12. Slysið varð rétt fyrir klukkan tvö i nótt. ökumaður bifreiðar- innar, sem var ásamt tveim far- þegum i bilnum, missti stjórn á farartækinu i beygju, er hemlar virkuðu ekki, og skall billinn við það á ljósastaur. Allir þrir i bilnum voru fluttir á slysadeild. Bilstjórinn hlaut áverka á höfði og missti auk þess tennur. Piltur, sem var einnig i framsætinu, kvartaði undan eymslum i vinstri öxlinni, og stúlka, sem einnig sat frammi i bilnum, hlaut höfuðhögg. Billinn var mikið skemmdur eftir áreksturinn. —JB Brúarfoss tók niðri: Afþakkaði hafnsögu- manninn — sigldi ó blindsker ,,Hér var aldrei þessu vant rjómalogn og gott veður, svo aö skipstjórinn á Brúarfossi afþakkaöi hafnsögumann. Afleiöingarnar urðu þær að skipið fór af réttri leið út úr höfninni og keyrði á blind- sker,” sagði Ileimir Ingi- marsson, hafnarstjóri á Kaufarhöfn, í viötali viö blaöiö i morgun. Þetta gerðist um tiuleytiö i gærmorgun. Stóð Brúarfoss þarna fastur þangaö til kl. 14 I gærdag, er hann losnaði af eigin rainmleik og sigldi til Akureyrar. Sagöi Heimir, að svo heppilega heföi viljað til, aö skipiö hafi verið nærri tómt, en varla hafi farið hjá þvi aö skipiö hafi eitthvaö skemmzt, að þvi er kunnugir telja, þvi að skerið er hnökrótt. —EVI— Ók inn á veginn en ekki út af honum og stórskemmdi bílinn 1 miklu haröfenni, sem mynd- azt hefur á Egilsstööum, hafa bil- stjórar oft, bæöi til gagns og gam- ans, ekiö utan vegar á grjóthörö- um snjónum. Jeppaeigandi nokkur var i gær að reyna bil sinn á harðfenninu og haföi ekið um góða stund, er óhappiö gerðist. Bilstjórinn kom á nokkurri ferð eftir snjónum og sá ekki fyrr en um seinan niður- grafinn veginn, sem var fyrir framan hann. Skipti það engum togum, að jeppinn stakkst á endann ofan á veginn og skemmdist mikið. Þarf engan að furða á þvi, þar sem isgöngin, sem myndazt hafa vegna snjóþyngslanna. eru viða tveir metrar á hæð. -BA/-JB SKEGGRÆTT Þaö var skeggrætt í orös- ins fyllstu merkingu á laugardaginn var, þegar Týr, nýja varðskipið, sem siðará þessu ári mun iík- lega fá tækifæri til að verja 200 milna fiskveiði- mörkin okkar fór í reynslusiglingu. Það var rætt tæknilega um kosti (og galla?) skipsins, eftir því hvað fram kom í reynsiusiglingunni frá skipasmíðastöðinni i Árósum í Danmörku. Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæzl- unnar, er lengst til vinstri á myndinni, þá kemur Guðmundur skipherra Kjærnested og eru þeir að ræða við danskan stjórn- anda skiþasmíðastöðvar- innar. (Ljósmynd Visis, ólafur Hauksson) Nýr flugvöllur á Egils- stöðum eftir fimm ór? — hönnun lokið. Öryggi bœtt á flugvöllum úti á landi, og tillaga um nýja 2000 metra langa braut á Rvík-flugvelli Veröur kominn nýr flugvöllur á Egilsstööum eftir svona 5-6 ár? Ekki cr gott aö fullyröa það, en þaö kom fram á blaða- mannafundi meö flugmála- stjóra, Agnari Kofoed Hanscn i gær, aö hönnun á nýjum flug- velii þar liggur fyrir. Flugmála- stjóri tók þaö fram, aö sá, sem nú cr i notkun, yrði þaö aö minnsta kosti I 5-6 ár i viöbót, enda þýddi ekki að hefja fram- kvæmdir fyrr en kæmi fjárveit- ing, sem vit er i. Áhugi er fyrir þvi þar i héraði að fá nýtt mannvirki, enda er aðflug að flugvellinum háð viss- um takmörkum og hefur það áhrif á tiðni flugs. En til að byrja með verður unnið að öryggi vallarins. Svo gildir einnig um fleiri velli úti á landi, svo sem i Vestmannaeyjum, Hornafirði, Vopnafirði, Grims- ey, Ólafsfirði, Blönduósi, og Sauðárkróki. ,,Það er athyglisvert, hversu mikil breyting hefur átt sér stað á áhuga þeirra, sem eru i dreif- býlinu varðandi flugmál”, sagði f lugmálastjóri. ,,Fólk gerir sér það betur ljóst, hve mikilvægt það er að hafa flugsamgöngur. Þessara áhrifa hefur gætt á Al- þingi og það er vonandi, að fjár- veitingavaldið geri sér ljóst, að það þarf að gera átak.” Á fundinum i gær var staddur Bertil Hellman, finnskur verk- fræðingur, sem unnið hefur að skipulagsáætlunum hér i 10 ár. Gerði hann grein fyrir tveimur áætlunum varðandi breytingu á flugvellinum i Reykjavik, sem enn hafa þó ekki verið sam- þykktar. önnur tillagan gerir ráð fyrir litlum breytingum. Flug- brautirnar verða eins og i 'dag, en komið verður upp nýrri flug- stöð, aðstöðu fyrir minni flug- félögin og fleiri. Hin gerir hins vegar ráð fyrir þvi, að legu brautarinnar, sem liggur frá austri til vestúrs, verði breytt, þannig að hún liggi suður fyrir öskjuhlið, og yrði hún lengd úr 1500 metrum i 2000 metra. Hellman sagði, að sá staður, sem Reykjavikurflugvöllur er á núna, væri alls ekki sá ákjósan- legasti. Hann nefndi sem dæmi, að Alftanes væri mjög heppileg- ur staður, hvað viðkemur fjar- lægð frá borginni til dæmis. Að færa innanlandsflug ýfir á Keflavikurvöll kæmi hins vegar ekki til greina vegna vega- lengdarinnar. Þá má geta þess, að rætt hef- ur verið um, að Islendingar tækju yfir flugumferðarstjórn yfir öllu Grænlandi niður i vissa hæð. Vegna þess þyrfti að bæta við 5 mönnum, en ef breytingin kemur til, verður hún i gildi frá 1. janúar 1976. —EA Of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í... HÆTTULEG EFNI EKKI RÉn MERKT viðtali við blaöið, en tölu- vert er um að hættuleg efni fáist til kaups án til- hlýðilegra viðvarana. Þórhallur sagði, að 1. marz 1974 hefði verið sett reglugerð um gerð iláta undir hættuleg efni og merkingu þeirra. Til hættulegra efna telst edikssýra. sem ætti að merkja með gulum merkimiða, þar sem tilgreint er nafn framleiðanda og styrkleiki i hundraðshlutföllum. Heimilt er að selja edikssýru að styrk- leika 5-15%. Þá nær reglugerðin einnig til terpentinu, bleikivatns (bleikiklórs) og vitissóda. Skal terpentina seld i sexstrendum og eða riffluðum flöskum með tryggilegum tappa eða i glærum eða gulum brúsum, auðvitað vandlega merktum, með örugg- um tappa. „Edikssýra má vera til sölu í verzlunum, ef hún er merkt á réttan hátt", sagði Þórhallur Halldórs- son, f ramkvæmdastjóri Hei Ibrigðisef tirl itsins í Klór á einnig að vera i gulum eða glærum flöskum kirfilega merkt með traustum tappa. Varla þarf að tala um vitissóda, sem flestir, ef ekki allir vita, hvað getur verið hættulegur. Þeim, sem kaupa þessar vör- ur, er það vel kunnugt að mikið vantar á, að ákvæðunum um merkinguna sé fylgt. Og vist er um það, að slys hljótast oft einmitt af þvi, að fólk gerir sér ekki grein fyrir, hvað það er með undir höndum, og geymir þvi þessa hluti, þar sem börn geta náð til. Þórhallur benti á, að auðvitað væri það fyrst og fremst fram- leiðendanna að fara éftir þeim lögum og reglum, sem settar eru á sölu á svona efnum. Hon- um var ekki kunnugt um, að neinn hefði enn verið skipaður til að hafa eftirlit með þessu. Þess er skemmst að minnast, að fyrir nokkrum dögum hlaut barn annars stigs bruna á þvi henda ,,spray”brúsa á eld. Að visu stendur á slikum brúsum að þeir megi ekki koma nálægt hita, en á erlendu máli og það er langt frá þvi að allir skilji, hvað þar er sagt. Vel er hægt að imynda sér hvað gerðist ef barn næði i eitt- hvað af þeim efnum, sem á und- an eru talin, og fengi sér sopa. — EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.