Vísir - 07.03.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 07.03.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 7. marz 1975 3 Bingó-œði blossar upp Heilsufarið sjaldan betra en nú — segir borgarlœknir „Heilsufariö I borginni hef- ur sjaldan veriö betra á þess- um tlma árs,” sagöi Bragi Óiafsson aöstoöarborgarlækn- ir I viötaii viö blaöiö I morgun. Bólusetning vegna inflúensu hefur fariö fram I Heilsu- verndarstööinni á öldruöum og sjúklingum frá áramótum. En Bragi sagöi okkur, aö nú mætti enginn, og segöi þaö vissulega sitt. —EVI— „Þaö er bókaö fyrir þennan mánuö og þann næsta og eitt- hvaö fram I mal,” sagöi Sigmar Pétursson veitingamaöur I Sigtúni, er viö spuröum hann um bingóæöiö, sem viröist hafa gripiö um sig I vetur. „Jú, svona bingóæöi blossa upp ööru hverju. Mér sýnist það vera svo, að gegnum árin, þegar atvinna minnkar, þá snýr fólk sér aö ýmsu tómstundagamni,” sagöi Sigmar. Hann sagöi okkur, að húsiö tæki upp undir 1000 manns og á stórbingóum, sem haldin væru á fimmtudögum og þriðjudögum, væri yfirleitt alltaf fullt og oft yröu margir frá að hverfa. Sig- mar heldur sjálfur bingó á þriðjudögum, en þá er heldur minni aösókn. Sigmar sagöi, aö hver, sem væri, gæti haldið bingó eöa ball, ef þvi væri að skipta, jafnt einstaklingar og félög. Aðallega væru þaö félög, sem héldu stórbingóin, eins og t.d. Iþrótta- 'félög, stjórnmálafélög og góögerðarfélög. Margir góðir vinningar eru i boöi, eins og t.d.ferð til sólar- landa meö viku til hálfs- mánaðar friu uppihaldi, en vfirleitt eru vinningarnir átján. „En ég man eftir þvi, að fyrir svo sem 7-8 árum voru stóru bingó-vinningarnir heilu bilarnir,” sagöi Sigmar. Sigmar sagði okkur, aö jafn- framt því, sem bingóiö heföi oröiö vinsælla, heföi félagsvistin heldur dregist aftur úr, hvaö vinsældir snertir, og hún væri ekki spiluö eins mikiö og áöur. -EVI- WÐ iRUM AÐ STÆKKA 06 FÍTNA — Þurfum ððruvísi skólag en aðrir og stœrri fðt en óður Okkur veitir vlst sannarlega ekkiaf hlýjum fatnaöi I kuldanum, en þetta er nok'- uft af þvl, sem Islenzkir fataframleiöendur sýna á kaupstefnunni á Hótel Loftleiöum þessa dagana. Ljósm: Bragi.' Gjaldeyrissjóðurinn er enn fyrir neðan núll Okkar blessaði gjald- eyris„sjóöur” stóö I janúarlok bókfæröur á mlnus 1116 milljón- ir króna. Þetta var fyrir gengis- felling'una, og mun ástandið hafa lagazt sfðan. Þó mun „sjóöurinn” enn vera I minus. Þessi tala er reiknuö á genginu I janúar. Engar endanlegar tölur um gjaldeyris,,sjóöinn” eða öðru nafni nettó gjaldeyrisstöðuna eru til siöan I janúarlok, enda setti gengisfellingin um miðjan febrúar strik i reikninginn. Brátt mun þó tekið saman, hversu mikill minusinn er nú. Viö höfum lifað mikiö á skyndilánum eöa neyzlulánum erlendis þennan tima. Um áramótin voru i gjald- eyris„sjóönum” 1955 milljónir króna, svo að i janúar rýrnaöi staöan um 3071 milljón. A sama tima i fyrra rýrnaöi staðan um 680 milljónir, reiknaö á sama gengi og staðan i janúar nú i þessum samanburöi. —HH Við erum aö stækka, og svo erum viö vlst Hka aö fitna. Þetta vilja þeir fataframleiöendur meina.sem nú sýna á kaupstefn- unni tsienzkur fatnaöur á Hótel Loftleiðum. Þá telja þeir aö fólk á Norö-Austurlandi sé fótsmátt en fólk á Suðurlandi öllu fót- stærra. Þar eru notuð áberandi stór númer af skóm. Astæöan er sú, aö fólk sem býr I fjalllendi hefur styttri fót og hærri rist, en þeir, sem búa á láglendi hafa þynnri fót og lengri. tslendingar þurfa lika allt annaö skólag en aftrar þjóöir. Einkenni fyrir vöxt kvenfólks hér á landi segja þeir aö sé stuttir fætur og langur búkur. Þaö er ýmislegt, sem fram- leiöendur viröasttaka eftir, sem aörir ekki gera. Þá segja þeir meöalmittismál karlmanna vera oröiö miklu meira en áöur. Aöur var það 32 tommur, en nú 36-38 tommur, eða rúmir 90 sentimetrar. Tals- vert er um það aö karlmenn noti buxur sem eru 52 tommur eöa 130 sentimetrar i mittið. Þaö er þvi ýmislegt sem þarf aö athuga varðandi framleiöslu á fatnaöi fyrir okkur Islendinga samkvæmt þessu. Framleiðendur telja sig geta klætt alla þjóðina i aö minnsta kosti 5 ár þó ekkert væri flutt inn af erlendum fatnaði. Fram- leiöslan myndi þó ekki fylgja tizkunni, og fatnaðurinn yröi mjög einhliöa, tóku þeir fram. „Almenningur hafði ekki trú á Islenzkum fatnaði”, sögöu þeir, ,,en þaö er aö breytast núna.” Segja þeir kvenfólk sérstaklega smekklegt varðandi fataval og segja bláan, brúnan og svartan lit vinsælastan. Fólk vill ekki litsterk föt, enda er erfitt að framleiða þau, þvi efni þarf aö fá frá mörgum mis- munandi stööum. —EA SIGALDA: EFTIRVINNU- BANNI AFLÉTT „Vinnufriöur hefur nú komizt á” viö Sigöldu. A tiltölulega skömmum tima tókst aö semja um lausn á þeim atriöum, sem trúnaöarmönnum á staönum þótti ábótavant. Eftirvinnubanni og svonefndu „frivaktarbanni” var aflétt i fyrrakvöld, en þaö var sett á um miöja siöustu viku. Astæöan til óánægju á staön- um var m.a. út af þvi, aö Júgó- slavar þóttu sitja að næturvinnu framyfir Islendingana. Þá var einnig veriö aö krefjast þess, aö Islendingar, sem tilbúnir væru til að ganga I störf, sem Júgó- slavar hafa unnið viö Sigöldu, gætu fengiö þar vinnu. Loks má geta þess, aö öryggiseftirlitiö haföi gert at- hugasemdir við ýmislegt i sam- bandi viö öryggi á vinnustaðn- um. Hafa verktakarnir þegar gert sig liklega til aö bæta úr þeim göllum, sem bent var á. — ÞJM. Til Fjölva, Pósthólf 624, Reykjavík Ég undirritaður óska upplýsinga um áskrift á hagstæðu verði að Veraldarsögu fjölva VERALDARSAGAN 2. bindi Veraldarsögu Fjölva kemur út siðar í mánuðinum. Takmörkuðum f jölda einstaklinga, skóla og stofnana er gefinn kostur á áskrift á hagstæðu verði, sem gildir til útkomudags. Upplýsingar veittar, ef þér klíppið út seðilinn og sendið hann til Fjölva trannkv-risms VERALDAR- iSSSAGA FJÖLVA Nafn ....... Heimilisfang

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.