Vísir - 07.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 07.03.1975, Blaðsíða 1
Baksíða 65. árg. Föstudagur 7. marz 1975 — 56. tbl. IKVEIKJUÆÐI í BORGINNI? HVASSAFELL STRANDAÐI VIÐ FLATEY: Afgreiðslumaður á Húsavík tilkynnti um skipstrandið enginn skipsmanna í hœttu Hvassafelliö strandaöi snemma I morgun við norðvestanverða Flatey á Skjálfanda. Strax og vitað var um strandið fengust þær fregnir, að skipsmenn væru ekki í hættu og skipið ekki í frekari hættu. „Veöur var af norð-austan, sjö til átta vindstig, og mikill sjór, þegar skipið strandaði,” sagði Hannes Hafstein hjá Slysavarna- félagi íslands, þegar Visir leitaði upplýsinga hjá honum i morgun. Hann var þá nýbúinn að ræða við slysavarnamenn fyrir norðan og hafði þær upplýsingar, að þá væri kafaldsbylur og vonzkuveð- ur á strandstaðnum. Ábúandi er enginn i Flatey og litillar aðstoðar þvi að vænta úr þeirri áttinni. Björgunarsveit slysavarnafélagsins á Húsavik var hinsvegar að gera sig liklega til að leggja af stað á staöinn með 64 tonna bát. Auk þess fór björgunarsveit slysavarnafélagsins á Siglufirði af stað á strandstaðinn með flóa- bátnum Drangi. Hvassafellið hefur verið að lesta á Norðurlandshöfnum, og var á leið frá Akureyri til Húsa- vikur þegar það strandaði. Við strandið slitnuðu niður loft- net skipsins meö þeim afleiðing- um, að skipsmen náðu ekki frá skipinu i Siglufjarðarradió, en Siglufjarðarradió er ekki búiö örbylgjustöð eins og aðrar strandstöðvar Landssimans. Loks náði Hvassafellið sam- bandi við Dagnýju, sem var á leiðinni til Siglufjaröar, og bar báturinn á milli skipsins og Siglu- fjarðarradiós. Auk þess náði Hvassafellið i örbylgjustöð i sambandi viö afgreiðslu SIS á Húsavik. Var það afgreiðslumað- ur þar, sem tilkynnti Siglu- fjarðarradiói um strandið. Eftir að tekizt hafði að koma loftnetunum upp aftur á Hvassa- felli, náðist gott samband frá skipinu við Siglufjarðarradió, sem siðan hefur verið i stööugu sambandi við skipið. — ÞJM. Nýjustu fréttir Um hádegisbilið bárust þær fréttir frá Húsavik að mikill sjór væri kominn i vélarúm og iestar Hvassafelis, var sjórinn I skipinu oröinn jafnhár og ut- an þess. Björgunarmenn frá Húsavik voru þá um það bil að komast út i Fiatey, en þaðan átti að bjarga áhöfn Hvassa- feilsins i land. Ljósavél Hvassafelis var þá enn i gangi. Bátarnir, sem fóru út i Flatey með björgunarsveit- ina, voru Jón Sör og Svanur. Atvinnuleysi: Vörubílstjórar verst settir — baksíða Við gerumst digrir — segja fata- framleiðendur — bls. 3 * Ford lumar á skýrslu um aðild CIA að morðsamsœri — Sjó bls. 4 Líbanlr búast við órós — Sjó bls. 4 * Jarðýta kemur í heimsókn — og nú fœr Síðumúlinn loks að opnast í vestur — baksíða M „Karakterinn" í hljómsveitinni Sjó bls. 7 ,,Ég tjáni mig i tónum en ekki oröum,” sagði hann, er Visir reyndi að fá hann til viötals. Jún Múli Arnason var sá eini, er náði tali af honum, og varð hann að veita Pétri eftirför i marga daga og setjast að lokum upp hjá honum til að það tækist. Nordjasskvintettinn hélt utan i morgun eftir viku hljómleikahald á islandi. Ferð- inni er nú heitið til Danmerkur, Noregs, Sviþjóðar og Finnlands. Á menningarsiðu i dag er fjallað um leik kvintettsins og þar gefur gagn- rýnandinn Pétri Ostlund Islendingnum i kvintettinum nafnið „karakterinn i hljómsveitinni”. Pétur fluttist til Sviþjóðar seint á árinu 1969 og komst fljótt i kynni viö fremstu jassmennina þar i landi. Nú er hann þekktur orðinn meðal Svia og fastagestur bæði i útvarpi og sjónvarpi. Pétur er nú i hljómsveit kontrabassa- leikarans fræga Red Mitchell, sem fram kemur eftir þvi sem hljómsveitarmenn hafa tima til, þvi að þeir eru jafnframt allir i öðrum störfum á tónlistarsviðinu. Pétur hefur haldið áfram að nema tón- list, jafnframt þvi sem hann flytur hana. Fyrir nokkrum árum tók hann ásamt um 200 öðrum inntökupróf i Tónlistarháskól- ann i Stokkhólmi, og var einn af 16 er komust inn. Nú kennir Pétur trommuleik við sama háskóla. Pétur er hógvær maður og litillátur og ófús að tala viö blaöamenn á dvöl sinni Skrúfa fyrir drykkjuskapinn — áfengisútsölunni í Eyjum lokað um skeið Nokkuð mikið annriki hefur verið hjá lögregl- unni í Eyjum að undan- förnu vegna drykkju- skapar. i Eyjum er nú mikill mannskapur vegna vertíðarinnar og þykir mörgum gott að fá sér í staupinu sér til hressing- ar. Skipstjórar á bátum og út- geröarmenn hafa átt i nokkrum vandræðum með áhafnir sinar af þessum sökum. Til að stemma stigu við óreglunni lét bæjarfógetinn i Eyjum i fyrra- dag loka áfengisútsölunni og verður hún væntanlega lokuð fram yfir helgi. Að sögn lögreglunnar hefur dregið mikið úr drykkjunni fyrir vikið, en samt hefur hún þurft að hafa afskipti af nokkrum vegna ölvunar. I gær var flogiö til Eyja, og áætlað var flug þangað i dag. Þeir, sem eru aðframkomnir, geta þvi eftir sem áður útvegað sér vin frá höfuöstaðnum, en lögreglan sagði, að sér væri ekki kunnugt um, hvort mikið væri farið i innkaupaleiðangra til Reykjavikur á meðan áfengis- útsalan i Eyjum væri lokuð. Blaðinu tókst ekki aö ná tali af bæjarfógetanum I Vestmanna- eyjum til að kanna hversu lengi áfengisútsalan yröi lokuð, þar eð hann var staddur i Reykja- vik. Barinn i Hótel Vestmannaeyj- um er jafnvel ekki nein úrlausn fyrir þá, sem vilja fá sér hress- ingu. Þar er einnig búiö aö skrúfa fyrir hvern deigan dropa. —JB—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.