Vísir


Vísir - 21.03.1975, Qupperneq 2

Vísir - 21.03.1975, Qupperneq 2
2 Vísir. Föstudagur 21. marz 1975. risBsm: Hvaö finnst þér um nýjustu fjár- öflunarleiö Frjálsiþróttasam- bandsins? Valur Emilsson, starfsmaöur frf- hafnarinnar: — Mér lizt engan veginn á þetta. Þeir hljóta aö geta fundiö einhverjar aörar leiöir. Ég væri alveg til i aö gefa I söfnun til styrktar Frjálsiþróttasamband- inu. Anton Pálsson, nemi: — Þaö er svo margt i þessu máli. Þessu svipar til dæmis til teknanna, sem bindindissamtökin hafa af brennivinssölu. Fjáröflunarleiö Frjálsiþróttasambandsins er jafnömurleg. Auöunn Valdimarsson.bifreiöar - stjóri: — Mér lizt ekki of vel á þessa fjáröflunarleiö. Þetta finnst mér ekki rétta leiöin. Ég væri til I aö taka þátt I samskotum til styrktar Frjálsiþróttasamband- inu, ef þeir hætta þessu I staöinn. Kristinn Ómar Kristinsson, nemi: — Ég hef nú litiö fylgzt meö þessu máli. Þessi fjáröflunarleiö viröist gefa mikiö i aöra hönd, en mér finnst hún samt alls ekki vera sú rétta. Þaö er ekki viö hæfi Frjálsiþróttasambandsins aö auglýsa sigarettur. Páll Jónsson, skipstjóri: — Mér lizt illa á hana. Ég væri til I aö gefa I söfnun til aö stoppa þetta af. Sigurbjörn Bjarnason, verka- maöur: — Mér finnst hún hálfasnaleg. Þaö hljóta aö finnast betri leiöir. Engin páskahrota sýnileg — en ekki er öll von úti ,,Það hefur litiö fariö fyrir páskahrotunni. Aflinn hjá okkur hefur veriö heldur tregur. Afla- hæsti báturinn I gær var meö nfu tonn”, sagöi Haiidór Hringsson, verkstjóri hjá Hraöfrystihúsi Grundarfjaröar í gærdag. „Niu tonn teljast nú ekki mik- iö á þessum tfma. í fyrra var aflinn mun skárri en þetta. Þaö kom aldrei nein veruleg hrota, en þaö var nokkuð jafnt fiskirl yfir alla vertföina I fyrra,” sagöi Halldór. „Hrotan i fyrra var farin aö gera vart við sig á þessum tima, en þessi afli er alveg óút- reiknanlegur. Ég nefni til dæm- isárið 1973. Sjöunda marz feng- um viö sjö tonn á land og þann tiunda sextiu tonn, þannig að þetta getur stokkið upp á nokkr- um dögum. Það má þvi enn gera sér vonir um góða hrotu þetta árið,” sagði Halldór. „Þaö hefur svo sem gerzt, aö þaö hreyfi ekki afla fyrr en i april.” t Eyjum hefur litiö verið hægt aö sækja sjó undanfarna daga vegna roks, en þegar gefið hef- ur, hefur afli togbáta verið held- ur betri en fyrr i vetur. Afli netabáta er aftur á móti fremur tregur ennþá. „Páskarnir eru nú það snemma i ár, að það er kannski ekki von aö hrotunnar verði vart strax. Það er þvi óþarfi að gefa upp alla von,” sögðu þeir hjá Fiskiðjunni i Eyjum, er Visir ræddi viö þá I gær. „Viö fengum sæmilega hrotu hér i fyrra, þótt oft hafi hún að visu verið betri. Núna vantar okkur bara betri tið”. 1 Þorlákshöfn hafa þeir einsk- is orðiö varir, sem bent gæti til páskahrotu. Hrotan I fyrra var góö, en enn sem komiö er hefur fátt bent til, að hún endurtaki sig. „Þetta er óútreiknanlegt, en vonandi fáum við að sjá ein- hvern afla áður en langt um liö- ur,” sögöu þeir hjá Meitlinum. „Þaö er vonlaust að spá um þessa hluti fyrirfram”. — JB ## LESENDUR HAFA ORÐIÐ 273 þúsund oð vísu stór upphœð, en... ## Jón Þórarinsson, dagskrárstjóri sjónvarpsins, skrifar: „Aö marggefnu tilefni þykir rétt aö taka þetta fram varðandi verðlaunaveitingar i sjónvarps- þættinum „Ugla sat á kvisti”: Þeir sem koma fram I sjónvarpsþáttum -fá að jafnaði þóknun fyrir það. Greiðslur til keppenda I ,,Uglu”-þáttunum heföu getað orðiö 3-10 þús. kr. á mann, eða jafnvel hærri, ef um beinar greiðslur hefði verið að ræöa, en upphæðirnar heföu fariö eftir þvi, hve lengi hver þátttakandi entist i keppninni. Þegar þættir þessir voru i undirbúningi sl. sumar, kom fram sú hugmynd að láta greiðslur þessar niður falla, en verja ámóta fjárhæðum til að verölauna þá keppendur, sem sigursælastir reyndust. Var taliö, aö þannig mundi fást meira fjör i þættina og þeir mundu vekja meiri áhuga, einnig meðal þeirra áhorfenda, sem heima sitja. t kostnaðar- áætlun var gert ráð fyrir, að verðlaunin gætu numið 40 þús. kr. i hverjum þætti að meðal- tali. I reyndinni hefur verðlauna- upphæðin orðið mun lægri en áætlað var, eða tæplega 25 þús. kr. á þátt að meðaltali i þeim ellefu þáttum, sem teknir hafa veriö upp til þessa (tveir biða útsendingar, þegar þetta er ritað). Heildarupphæðin nemur 273 þús. kr. i stað 440 þús. kr. samkvæmt áætluninni. Eru þá meötalin verölaun til áhorfenda i sjónvarpssal (I svonefndum „spottaleik”), samtals 39 þús. Ánœgð með sýningu Eyborgar Sólveig Eggerts Pétursdóttir hringdi: „Ég vil fá að koma á fram- færi aðdáun minni á sýningu Eyborgar Guðmundsdóttur, sem nú stendur yfir I Norræna húsinu. List Eyborgar er „geómetrisk” og það eru óneitanlega ýmsir, sem hafa andúð á þeirri list, en eftir að hafa skoðað mjög margar sýningar út um allan heim leyfi ég mér að segja það, að þessi sýning Eyborgar, á þvi sviði, sem hún haslar sér völl, er til svo mikillar fyrirmynd- ar, að það væri synd ef fólk notaði ekki tækifærið til að skoöa þessa menningarlegu sýningu. Samtals eru það 39 þúsund krónur, sem skiptast á milli þeirra 25 manna, sem taka þátt i svonefndum „spottaleik" I Ugiunni......— Ljósm. Bragi. kr. sem skiptast milli 25 manna. Þó að þessi fjárútlát sjónvarpsins séu þannig 167 þús. kr. undir áætlun, er ekki þvi að neita, að 273 þús. kr. er allmikil fjárhæð. En þá er þess að gæta, að keppendur i fyrrnefndum ellefu „Uglu”-þáttum eru 44 talsins (auk þátttakenda úr hópi áhorfenda). Ef þessi upphæð skiptist jafnt milli þeirra, mundi hver bera úr býtum rúm- lega 6200 kr. Gera má ráö fyrir, að beinar greiðslur til þátttak- enda, ef um þær hefði verið að ræða, hefðu getað orðið talsvert hærri að meðaltali. Astæöa er til að leggja áherzlu á það, að I þessari keppni leggur enginnneitti hættu af eigin fé, heldur aðeins þær fjárhæðir, sem hann hefur unnið I keppn- inni sjálfri. Enginn maður hefur fariö frá þessum leik fátækari en hann kom til hans — og örfáir nema litlu rikari.” Ekki FRÍ Þaö skal tekið fram, að gefnu tilefni, að það voru ekki stjórnarmenn Frjálsiþrótta- sambands tsiands, sem skrif- uðu bréfið, sem birtist I les- endadálkum Visis sl. miðviku- dagundir dulnefninu „Gamall ungmennafélagi”. NOKKUR ORD UM LIFSAFKOMU FRASKILINNA FEÐRA L.H. skrifar: „Undanfarið hefur verið mik- ið rætt um erfiðleika einstæöra mæðra og er ekkert nema gott um þaö að segja. Hins vegar hefur minna farið fyrir skrifum um aðstæöur einstæðra feðra. Verkamaöur, sem á átta börn, á að greiða rösklega 50 þúsund krónur á mánuði, en brúttókaup sama verkamanns er um það bil 43 þúsund krónur á mánuði. Miðað við að umræddur faðir greiði Innheimtustofnun sveit- arfélaga mánaðarlega, þá á meðlagsgreiðandi aö lifa á minus sjö þúsund á mánuði. En þá á hinn sami eftir að greiða útsvar, skatta, húsnæði, fæði og klæði. Ætli fyrrverandi trygg- ingaráðherra, Magnús Kjart- ansson, vildi búa við þessi lifs- kjör, en það var einmitt i hans ráöherratið, sem meðlags- greiðslur hækkuðu upp i þessar óraunhæfu og útilokuðu upp- hæðir. Umræddur Magnús Kjartans- son veit örugglega ekki um upphæö mánaðarlauna verka- manns, sem vinnur venjulega vinnuviku, ella hefði hann ekki hækkað meðlögin eins og raun ber vitni. Annars held ég, að það sé timi til kominn, að Magnús hætti að halda þvi fram, að hann vinni fyrir þá, sem minna mega sin i þjóðfélaginu. Þaö sanna verkin. t Sviþjóð er feörum ekki hegnt fyrir það að stuðla aö fjölgun skattborgara. Þvert á móti er þeim gert það kleift að lifa. Hér á landi blasir það við flestum þeim fráskildum feðrum, sem þurfa að greiöa með sex börnum eða fleirum, aö láta lýsa sig gjaldþrota eða fara á Kviabryggju. Það sem hér hefur verið frá greint er i stuttu máli þau kjör, sem fráskildir feður búa viö á kvennaárinu og 1101. ári Is- landsbyggðar.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.