Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 3
Visir. Föstudagur 21. marz 1975.
3
Niðurskurður og skattalœkkanir
Skattbyrði minnkar um
3-6% hjó lœgst launuðum
Niðurskurður á fjár-
lögum verður allt að
3500 milljónum króna
samkvæmt stjórnar-
frumvarpinu um eína-
hagsaðgerðir, sem var
lagt fram i gær. Þetta
eru 7 1/2 prósent af
heildarútgjöldum fjár-
laga.
Frumvarpið felur
hins vegar i sér lækkun
tekjuskatts einstak-
linga, skattafslátt og
aukna ivilnun vegna
barna við skattlagn-
ingu til rikissjóðs, sem
kostar rikissjóð liklega
um 1750 milljónir
króna.
Lækkun tekjuskatts einstak-
linga við álagningu þessa árs
mun ein nema 850-900 milljón-
um króna, og lækkun útsvars
mun nema 360 milljónum.
Skattkerfinu verður breytt, og
eru helztu breytingarnar þær,
að öll barnaivilnun til framfær-
anda barns, það eru fjölskyldu-
bætur, persónufrádráttur vegna
barna og afsláttur frá tekju-
skatti vegna barna er sameinuð
i einn afslátt, svokallaðar
barnabætur, sem greiöist út, ef
þær nýtast ekki til greiðslu á
tekjuskatti, útsvari eða öðrum
opinberum gjöldum framfær-
andans. Við þessa breytingu
verður barnaivilnunin óháð
tekjum en i núverandi kerfi vex
hún með tekjum.
Persónufrádrætti hjóna og
einhleypinga er breytt i per-
sónuafslátt, sem eingöngu nýt-
ist til greiðslu á tilteknum opin-
berum gjöldum. Skattstiganum
er breytt, og er sérstakur skatt-
stigi fyrir hjón og annar fyrir
einhleypinga. Skattþrepum er
fækkað úr þremur i tvö. Per-
sónuafsláttur frá útsvari er
hækkaður um 50 prósent. Þetta
munu menn bezt skilja, ef dæmi
eru tekin, eins og gert er á öðr-
um stað á þessari blaðsiðu.
Ákvæði frumvarpsins fela i sér
lækkun beinna skatta þeirra
framteljenda, sem hafa meðal-
tekjur, um nálægt 11/2-2 1/2
prósent af brúttótekjum þeirra
árið 1974. Hjá þeim, sem hafa
lægri en meðaltekjur léttist
skattbyrði um 2-5%, mest hjá
þeim, sem hafa mesta ómegð.
Sé einnig reiknað með lækkun
óbeinna skatta, sem fjármála-
ráðherra er veitt heimild til að
framkvæma, gæti skattbyrði af
meðaltekjum alls létzt um 2 1/2 -
3 1/2% af brúttótekjum ársins
1974 og um 3-6% af lægri tekj-
um. —HH
Hvað mikið lœkka skattarnir?
Hér eru nokkur dæmi uin,
hvernig skattar fólks verða
samkvæmt frumvarpi stjórn-
arinnar, og samanburður gerð-
ur við núgildandi lög.
Hjön meö tvö börn
Tökum sem dæmi, að brúttó-
tekjur þeirra hafi verið 1200
þúsund krónur, tekjur til út-
svars verði 1150 þúsund og
tekjur til skatts 960 þúsund eftir
frádrátt. Frum. Gildandi
Einhleypingur
Hugsum okkur, að brúttó-
tekjur hans hafi verið 900 þús-
und krónur á siðasta ári, tekjur
til útsvars 845 þúsund, tekjur
til tekjuskatts 780 þúsund.
Hjón, sem bæði eru elli-
lifeyrisþegar
Reiknað er með, að ellilifeyrir
sé tekinn frá 67 ára aldri, en
hann var 254.622 krónur árið
1974. útsvarslækkun vegna ald-
urs 25.462 krónur.
varpið lög
Tekjuskattur 69.690 67.437
Útsvar (11%) 115.599 120.202
Frumvarpið Gildandi lög
Tekjuskattur 95.950 124.169
Útsvar 87.416 89.972
Frumvarpið Gildandilög
Tekjuskattur 0 4.780
Útsvar 3.355 39.935
skyldu-
sparnoður
Skyldusparnaður verður nú i
fyrsta skipti tekinn upp hér á
landi samkvæmt stjórnarfrum-
varpinu. Hann leggst á hæstu
tekjur.
Þeir einstaklingar, sem höfðu
yfir milljón i skattskyldar
tekjur á árinu 1974, skulu leggja
fram fimm af hundraði af þvi,
sem er fram yfir milljónina.
Hafi þeir börn innan 16 ára á
framfæri hækkar þetta mark
um 75 þúsund krónur fyrir
hvert barn. Fyrir barnlaus hjón
eru mörkin sett við 1250 þúsund
króna nettótekjur, það eru
skattskyldar tekjur.
Þeir, sem höfðu minni tekjur,
eiga ekki að greiða þennan
skyldusparnað. Undanskildir
honum verða einnig allir þeir,
sem voru orðnir 67 ára á árinu
1974.
Vel að merkja lækkar skattur
manna samkvæmt frumvarpinu
og kemur það á móti skyldu-
sparnaði hjá hinum hæst laun-
uðu.
Samtals 185.289 187.639
Frá dregst:
Núbarnabætur 75.000
áður
skattafsláttur 37.901
fjölskyldubætur 16.555
Skattur alls 110.289 133.183
Lækkun er þvi 22.894 krónur.
Fjármálaráðherra verður
samkvæmt frumvarpinu heim-
ilt að lækka verð á matvörum
með afnámi tolla og niðurfell-
ingu eða lækkun söluskatts á
þeim.
Sem dæmi um áhrif slikra að-
gerða má nefna, að ætla má, að
niðurfelling söluskatts af
brauði, nýjum ávöxtum og
grænmeti fæli i sér um 600 mill-
jón króna lækkun skatts af mat-
vælum á heilu ári. Niðurfelling
söluskatts af öllum ávöxtum og
grænmeti ylli liklega 500 milljón
króna lækkun skatts á ári. Gert
er ráð fyrir, að þessari heimild
verði beitt þannig, að matvæla-
skattar og þar með matvæla-
verð geti lækkað um allt að 600-
Samtals 183,366 214.141
Frá dregst:
Aður
skattafsláttur 16.610
Alls 183.366 197.531
Skatturinn lækkar þvi um
14.165 krónur.
Lifibrauðið ætti nú að lækka.
800 milljón krónum á ári. Slik
lækkun fæli i sér lækkun matar-
útgjalda heimilanna i heild um
Samtals 3.355 44.715
Frá dregst:
Áður
skattafsláttur 27.935
Skattarnir verða 3.355 16.780
Lækkun þvi 13.425 krónur.
—HH
3,5% og lækkun framfærslu-
kostnaðar um 1,1%.
—HH
MATVÆLAVERÐ LÆKKAR
‘jt fc.-’
Flytja tónverk Hauks
við leikrit Moliére
Gert er ráð fyrir, að nálægt 14
þúsund tekjuskattsgreiðendur,
eða rúmlega fjórðungur þeirra,
muni leggja fram einhvern
skyldusparnað. Alls eiga að
koma inn til rikisins 200-250
milljónir króna með skyldu-
sparnaði.
Skirteini, sem menn fá, þegar
þeir hafa greitt skyldusparnað
sinn að fullu, eru með 4% árs-
vöxtum. Þau getur eigandi ekki
innleyst fyrr en frá og með 1.
febrúar 1978. Ekki má fram-
selja eða veðsetja þessi skir-
teini. —HH
Heldur ntun fátítt, að skóla-
stjórar setjist niður og semji
tónlist viö leikrit, sem nemend-
ur þeirra eru að flytja. Þetta
gerði þó Haukur Ingibergsson,
skólastjóri Sam vinnuskólans,
og gefst Stór-Reykvíkingum
kostur á að hlýða á tónverkið
um leið og þeir horfa á Sam-
vinnuskólanema fara með
Imyndunarveikina eftir Moliére
i Kópavogsbfói I kvöld.
Þetta er annað verkefni Leik-
listarklúbbs Samvinnuskólans á
þessum vetri, en áður hefur
hann sýnt Nakinn mann og ann-
an i kjólfötum, eftir Darió Fó.
Leiklistarklúbburinn hefur oft
tekið fyrir erfið leikrit, og má
þar til nefna Sköllóttu söngkon-
una eftir Ionesco, sem sýnd var
i fyrravetur. Fyrir fáum árum
sýndi klúbburinn áður ósýnt
leikrit eftir Hilmi Jóhannesson,
mjólkurfræðing, Mariuhænur.
Leikstjórn á tmyndunarveik-
inni er i höndum leikaranna
Sigurðar Karlssonar og Höllu
Guðmundsdóttur. — SHH
Frá frumsýningu Samvinnu-
skólanema á tmyndunar-
veikinni.
Skiptast á
frœjum
Fræskipti hafa að undanförnu
verið mikið starf hjá Garð-
yrkjufélagi tslands. Mest hefur
þetta verið innt af hendi með
hjálp sjálfboöaliða, sem starfað
hafa á skrifstofu félagsins undir
stjórn Guðrúnar Jóhannsdóttur.
Fræskiptin eru i þvi fólgin, að
félagar garöyrkjufélagsins
skiptast á frætegundum sin á
milli. Einnig hefur félagið séð
um útvegum blómlauka.
Hjá félaginu er allt starf rekið
sem sjálfboða- og áhugamanna-
starf, og ber fræöslustarfsemi
þar hæst. Fulltrúar félagsins
koma á fundi viða um land,
standa fyrir umræðum og svara
fyrirspurnum. Auk þess er gefið
út Garöyrkjuritið og fréttabréf-
ið Garðurinn, sem nýtur siauk-
inna vinsælda meðal félags-
manna. _ SHH
Meiri
tekjur,
samt
skatt-
lausir
lljón með tvö börn á framfæri
og 1216,5 þúsund krónur i brúttó-
tekjur verða tekjuskattslaus
samkvæmt frumvarpinu en
voru það við 1078 þúsund krónur
samkvæmt gildandi löguin eða
1101,7 þúsund, ef tillit er tekið til
fjölskyldubóta. Þctta eru kölluð
skattíeysismörk. Þau hækka
allnokkuö. Önnur dæmi:
Frumvarp Gildandilög
Einhieypingur
Brúttótekjur 555 þús. 507 þús.
Kinstætt foreldri
með eitt barn
Brúttótekjur
906,4 þús. 836,9 þús.
—HH
Þau litlu þurfa 1500 króna
„meölag” til að komast utan, —
flugfreyjan ekkert.
2500
í flug-
valla-
gjald
Samkvæmt stjórnarfrum-
varpinu um efnahagsaðgerðir
skal taka upp flugvallagjald
vegna þeirra. sem fara frá is-
landi til annarra landa. Þetta á
aö gilda bæði fyrir islenzka
farþega og erlenda.
Gjaldið á að vera 2500 krónur
fyrir hvern einstakling. Hálft
gjald skal greiða fyrir barn á
aldrinum tveggja til tólf ára.
Gert er ráð fyrir, að það verði
fellt inn i verð farseðils.
Flugvallagjaldið verður
nokkru hærra en tiðkast viðast
hvar annars staðar um sam-
bærileg gjöld.
Utanrikisráðuneytið hefur i
undirbúningi nýja reglugerð um
lendingargjöld á Keflavikur-
flugvelli. Gjöldin verða liklega
hækkuð um 70%. Við þessa
ráðstöfun ættu tekjur rikissjóðs
að hækka um 84 milljónir króna
á ársgrundvelli.
—HH