Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 3
t ___________ MEEÐ9tnið6CIEtt9,}fif*296fi Athuga- semd í viðtali Tílmans við hr. Ragnar Ingólfsson. farmanin Karlakóx-s Reyk.íavDcur, rnn for bórsms til Sovctrikjanna og birt er í Tíman- um í dag, gætir nokkurs misskiln- ins, sem óg vil vinsamlegast leyfa mér að leiðrétta. í viðtalinu segir formaðurinn m. a.: „Söngsfcráin hiá okteur er ó- venjuleg að því leyti, að á henni verða miklu fleiri islenzik lö? en áður, eða allt að því helimingur". f þeim sex utanlandsferðum, sem fcórdnn hcfir farið undir minni stjórn, voru flutt lög eftir íslenzk tónsfcáld sem hér segir: 1935 til Norðurlanda: 11 lög af 15 á söngskrá. 1937 til Mið-Evrópu: 15 lög af 17 á söngsfcrá. 1946 til Bandaríkjanna og Kanada: 11 lög af 18 á söngskrá. 1953 til Miðjarðarhafslanda: 9 lög af 18 á söngskrá. 1956 til Norðurlanda: 12 lög af 18 á söngsikrá. 1956 til Englands: 11 lög af 15 á söngskrá. 1960 til Bandaríkjanna og Kanada voru aðeins fimm lög á söng- skránni eftir ísl. iónskáld en söng skráin var að mestu leyti '•air’in samkvæmt ósk og tillögum Col- umbia Artists Management í Nev; York, sem réði kórinn til þessar ar söngferðar- Meiri Ihluti aukalaga í þessum ferðum voru einnig eftir ísl. tón skáld, enda hefi ég ávalt gert miér far um að kynna íslenzfca tón iist, innanlands og utan, eftir beztu geitu. Á þessu litla yfirliti má sjá, að það er efckert óvenjulegt við þ&ð, að „allt að helmingur" sönglaga í söngsfcrá kósins í væntanlegri för, eigí að vera íslenzk. Satt er það, að heimsókn Kar’a kórs Reykjavíkur í Páfagarð, var bæði ánægjuleg og mjög hátíðleg. Ekki skil eg, hvað formaðurinn meinar með því að flétta veikind- um Píusar XII. páfa inn í frásögn ina um söng kórsins í Vatikaninu. Ég held að ég megi fullyrða að Píus páfi hafi sýnt kórnum meiri vinsemd og virðingu en fjölmargir hópar geta stært sig af, sem kom ið hafa í heimsókn til Páfagarðs. Með þöfcfc fyrir btrtinguna. 12. júlí 1966. Sigurður Þórðarson. BILA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklators Sími 2 3136 TÍMINM Maíurínn frá Istanbul Maðurinn frá Istanbul ! Laugarásbíó. Ítölsk-bandarísk. Leikstjórn: Antonio Isasi, Kvik myndun: Juan Gelpi. Tónlist: Georges Garvarentz. Handrit: Giovanni Siinonelli, Antonio Is asi o. fl. Maðurinn frá Istanbul er mik ið sótt mynd í Laugarásbíói, þé sú aðsófcn sé efcki fyllilega sam bærileg við gæðin. Raunar má segja, að atburðaríkar og æsi- spennandi sakamálamyndir njóti einkar mifcilla vinsælda almennings þessa dagana. Höf uðpersónurnar eru harðsvírað ar hetjur, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna; liggja kvenfólk, aka sportbílum og myrða nokfcra glœpamen’i — svona, þegar henta þykir. Hetj ur þessar gætu allt eins verið sönn ímynd nútímamannsins, og það er kannski einmitt að mörgu leyti þess vegna, sem þannig kvikmyndir fá góða að sókn. Maðurinn frá Istanbul hefur að geyma nofckur mjög spenn- andi atriði, sum ágætlega gerð, en lognast þó von bráðar út af. sakir öfgakenndra hneigða kvik myndahöfunda til að láta aðal- hetjuna sleppa heldur billega úr klóm andstæðinganna. Þetta er talsverður Ijóður á myndinni og skemmir heildarsvipinn. Sem dæmi: Tony (svo heitir hetjan) er hent fram af háum turr.i, en nær á niðurleið taumhaldi á strengdum kaðli. Fjórar bif- reiðar koma akandi að úr öll- um áttum og stefna á Tony, sem þrífur til skammbyssunn- ar, molar framljósin og stekk- ur því næst til hliðar, rétt áð- ur en bifreíðarnar lenda sam- an- Hæst rís fjarstæðan, er Tony ekur sportbíl sínum með allmiklum hraða á vöruflutn- ingabifreið, lendir síðan á steinvegg og hrapar mður bratta fjallsihlíð. Bifreiðin giör ónýt, en ekki svo mikið sem mínnsta skrámá sést á hetj- unni, sem hentzt hafði úr bif- reiðinni við fyrsta árekstur. Eru þó ótaldar allar þær byssukúlur, er beinast að hon- um — án nofckurs árangurs. Að öðru leyti má segja um kvifcmyndina, að hún sé svipuð öðrum af því tagi. Lífclega hefði vænlegasta leiðin verið sú, að gera eins konar gaman reyfara úr efniviðnum, en hefði þó ef til vill borið ein- hvern keim af Manninum frá Rio. Horst Buchholz (Tony) höfðar máli sínu stöku sinnum tíl áhorfandans og kemur slíkt skemmtilega út, sérstaklega í atriðinu, þar sem áðurnefndar bifreiðar leggja til atlögu við Tony, en hann segir aðeins: „Þarf ég að hafa einihverjar áhyggjur?" Tónlistin fellur vel að spennandi atriðum myadar- ínnar, sem er yfirleitt illa leik in, einkum hjá aðalleikendun um. Þó held ég, að Sylvia ICose ina standi sig örlítið ver, en Mario Adorf er sennilega skástur. í göngum Laugarásbíós gef- ur að líta þessa tilkynningu: „Pálína Jónmundsdóttir, fyrr- verandi fegurðardrottning fs lands, kemur fram í baðfötum í Maðurinn frá Istanbul. Hvern ig væri, að kvikmyndahúsið setti ofangreinda yfirlýsingu með dagblaðauglýsingunni- Hver veit nema aðsófcn ykist Sigurður Jón Ólafsson. Áttræður í dag: lón Einarsson frv. bóndi St. Sandfelli Attræður er í dag Jón Einars- son frv. bóndi á St. Sandfelli í Skriðdal. Hann er fæddur að St. Sand- felli, 19. júlí 1886. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jónsson prestur á Klippstað o.v. Jónssonar vefara og seinni kona hans, Guðrún Ein- arsdóttir frá Sandfelli. Jón átti tvær systur, sem báðar eru látnar. Guðrúnu er giftist Birni Antoníussyni bónda að Mý- nesi í Eiðaþinghá og Bergljótu, er ekki giftist. Jón ólst upp í St. Sandfelli með systrum sínum og hefur átt þar heima alla ævi. að frádregnum nokkrum árum, sem hann bjó að Ormsstöðum í Eiða- þinghá, enda er Jón áreiðanlega, einn af þeim mönnum, sem er bundinn sterkum átthagaböndum. — St. Sandfell er mikil jörð og búsældarleg, landrými er þar mik- ið og sauðbeit góð, þar hefur líka ekki ósjaldan setið fleiri en einn bóndi samtímis. — Þaðan er út- sýni fjölbreytilegt og fallegt, svo óvíða er eins. Þar er skógur að „húsum heim“ eins og Þórdísi fórust orð um Eiða. Samhliða Jóni, hefur frændíólk hans alla tíð búið í Sandfelli. — Guðni og Vilberg og síðan synir þeirra Björn og Kristján. Jón kvæntist 15. marz 1914 Guð- björgu Hermannsdóttur, hálfsyst- ur Páls Hermannssonar alþingis- manns, mikilli fríðleiks og atgervis konu. Börn þeirra eru: Hermann og Guðrún í St. Sandfelli, sem fyrir nokkru hafa tekið þar við búsforráðum. Dagrún húsfreyja á Strönd á Völlum, gift Þórarni Árnasyni bónda bar. Jóna frú í Reykjavík, gift Magn- úsi Stefánssyni húsasmíðameistara. Sólveig og Gróa í Reykjavík báð ar ógiftar, það er þó í raun og veru afmælt, að segja, að Gróa sé orðin Reykvíkingur með öllu, því lengst af hefur hún verið, tím- um saman, heima í Sandfelli. — Jón er maður greindur og fastlynd ur, athugull vel og stálminnugur, hispurslaus í tali og framkomu og hefur oft á reiðum höndum hnittin tilsvör, ,sem ekki missa marks. — Hann hefur aldrei feng- ist til að hafa með höndum nein opinber störf. hefur þó alla tíð fylgst vel með gangi mála, gegn- um blöð og útvarp og þótt gam- an að ræða um dagskrármálin og | láta í ljósi sínar eigin skoðanir. i En bú sitt hefur hann viljað stunda, heill og óskiptur, enda vinnugefinn og hirðusamur svo af ber. Aldrei hafa þessi heiðurshjón rík verið, en þó ávallt veitandi, — gestrisin, hjálpsöm og góð heim að sækja. Jón hefur verið mikill hagleiks- maður, bæði á tré og járn. Ég hygg að smiðjan hafi verið honum einna kærastur vinnustað- ur, aldrei sá ég hann glaðari, en þegar gneistaði af glóandi járnum í höndum hans. Margan sunnudag- inn stóð hann í smiðjunni meðan sjónin leyfði og smíðaði hestajárn og ljábakka fyrir sveitunga sína og kunningja. — Þótti handbragð hans á slíkum hlutum betra en annara. Man ég, að það var viðkvæði hér um slóðir um langt árabil, ef I handleikin var falleg skeifa eða i vel sleginn ljábakki — „er þetta ! eftir Jón í Sandfelli?" • Hann hefði áreiðanlega getað haft upp úr þessum smíðum sín- um góðan pening, ef hann hefði haft áhuga fyrir því, en mér er ! óhætt að fullyrða að í flestum til- ifellum lét hann sér nægja ánægj- ’ una af smiðjuvistinni. | Jón fór að tapa sjón á tiltölulega 'góðum aldri og nú um allmörg j ár að kalla alblindur. _ En útvarpið styttir þessum elju- manni stundirnar og ástúðleg um- gengni, konu og barna, sem láta hann fylgjast með öllum störfum heimilisins. Þann 3. maí s.l. varð frú ; Guð- björg 75 ára. Hún ber aldurinn með ágætum og heilsan er mun betri nú, en áður var á timabili. Sveitungar, frændur og vinir þali;ka þessum mætu hjónum langa samfylgd og biðjum þeim heilla og velfarnaðar um ófarin æviár. Friðrik Jónsson. m Á VÍÐAVANGI „Verðbólgukyndar- arnir mega vara sig" í síðustu viku birti Tíminn litla teiknimynd af „yfirkynd- urum” verðbólgubálsins, þeim Bjarna og Geir. Þessi mynd virðist hafa farið svo illa með taugar Morgunblaðsritstjórans að hann bókstaflega umturnast og skrifar eftirfarandi, lesend um til skemmtunar: „Um það þarf þess vegna ekki að fara í neipar grafgötur hverjir það eru, sem bera höf- uðábyrgðina á vaxandi dýrtíð tvö s.l. ár. Það er ekki ríkis- stjórnin, sem barizt hefur gegn upplausnarpólitík kommúnista og Framsóknarmanna. Það eru hins vegar. stjórnarandstæðing- ar, sem reyna að nota verðbólg- una sem pólitískt baráttutæki til þess að ryðja sér braut til valda og áhrifa í stjórnmálum landsins. Þetta liggur ljóst fyr- ir. Verðbólgupostularnir hafa vcrið afhjúpaðir. Það dugir þeim ekki að ráðast á Bjarna Benediktsson, forsætisráð. herra, eða aðra leiðtoga stjórn arflokkanna og kenna þeim Strandferðirnar í niðurlagi greinar, sem Vil hjálmur Hjálmarsson á Brekku skrifar f Austra um strandferða þjónustuna, kemst hann svo að orði: „Óhætt mun að fullyrða, að hvergi í nálægum Iöndum fyrir finnst slíkur aðbúnaður að jafn þýðingarmikiUi þjónustustarf- semi og strandferðirnar eru fyrir fslendinga. Og mjög víða hafa hliðstæð vandamál verið leyst með haganlega staðsett- um og vel búnum samgöngu- miðstöðvum. Það hlýtur að verða ófrávíkj anleg krafa Austfirðinga, að þegar í stað verði hafizt handa um að koma á fót nýrri aðstöðu til vörumóttöku og, afhendingar vegna strandferðanna. • Þar verði hægt að veita vörum við töku jafn skjótt og sendandi er tilbúinn að afhenda þær til flutnings. Hægt verði að beita nýjustu tækni við lyftur, sem pöllum og vörukössum, svo rúmt verði þar um, að eigi sé hætta á, að viðkomandi send ingar verði fyrir óþarfa hnjaski”. Ný skip „En eins og áður hefur verið vikið að hér í blaðinu, þá þarf einnig til ný skip og bætta að stöðu úti á Iandi, ef nýta á til fulls þá tæknilegu möguleika, sem fyrir hendi eru við með- ferð vöru í flutningum. Samgöngumálaráðherra upp lýsti á Alþingi í vor, að nefnd sæti að störfum og undirbyggi tillögur um breytta skipan strandferðanna. — Þetta er vafalaust rétt og vonandi kem- ur eitthvað jákvætt upp á ten inginn við starf þeirrar nefnd ar. En það væri synd að segja, að Austfirðingar ættu greiða leið að nefnd þeirri, þar sem þeir eiga þar engan fuUtrúa, þrátt fyrir það, að Austfirðir eru sá landshluti. sem hvað mest á undir greiðum og góð. um strandferðum.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.