Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 19. júlí 1966 14 TÍMINN BARN DRUKKNAR Framhald af bls. 1. Systir drengsins náði ihonum úr sjónum meðan bróðir hans náði í móður sína. Þegar móðirin kom á slysstaðinn hóf hún þegar lífg unaraðgerðir með blástursaðferð (hún lærði þessa aðferð á nám- skeiði s.l. vor). Héraðslæknirinn kom fljótt á staðinn og tók hann þegar við drengnum og hóf lífgunaraðgerð ir. Síðan var drengurinn fluttur í sjúkrahúsið hér á staðnum, og var haldið stanzlaust áfram lífgunar- tilraunum þar til kl. 18 en árang- urslaust. Foreldrar barnsins eru þau Kristbjörg Magnúsdóttir og Jó- hannes Guðmannsson, Sæbóli. VÍSA FRÁ Framhald af bls. 1. Suður-Afríku-stjórn fagnaði nijög úrskurði dómstólsins, vest- urveldin önduðu léttara, þar sem engin hætta er á að úrskurður- inn komi fyrir Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna, en vesturveld- in, einkum Bretland, licfðu lent í erfiðri afstöðu, ef úrskurður dómsins hefði gengið gegn Suð- ur-Afríku og Öryggisráðið þurft að fullnægja dómnum. Afríkuríki lýstu yfir furðu sinni á úrskurð- inum, sem byggðist einungis á mjög „tæknilegum atriðum." Full trúi Líberíu hjá Sameinuðu þjóð- unum kvaðst furðu lostinn yfir úrskurði dómstólsins. Það var Sir Percy, sem las upp dóminn. Réttarsalurinn var þéttsetinn, er dómararnir 14 gengu inn í salinn. Eþíópía og Líbería, sem bæði voru aðilar að þjóðabandalaginu, höfðu fyrir hönd allra annarra! afrískra ríkja ákært Suður-Afríku fyrir að hafa brotið það umboð, sem þjóðabandalagið veitti land- inu yfir Suðvestur-Afríku, sem áður var þýzk nýlenda, með því að innleiða Apartheid-stefnu sína (aðskilnaðarstefnuna í landinu, og með því að vinna ekki að hagsmunum íbúanna. Suður-Afríka fullyrti, að þessi tvö ríki hefðu engan lagalegan rétt til þess að skipta sér af því hvernig Suður-Afríka færi með umboð sitt í Suðvestur-Afríku.1 Meirihluti dómstólsins úrskurð-1 aði, að Líbería og Eþíópía hefðu ! ekki lagalega heimild til þess að hefja mál þetta, og skyldi því ákærunni vísað frá. Þeir dómarar, sem stóðu að meirihlutanum, voru fyrir utan! Sir Percy Spender, suður-afríski I dómarinn J.T. Van Vijk, B. Wieni-1 arski frá Póllandi, J. Spiropoulos frá Frakklandi. Á móti voru mauriee frá Bretlandi, Gaetano Morgeli frá ítalíu og André Gros frá rakklandi. Á móti voru Dr. Vellington Koo frá Formósu, V.M. Koretsky frá Sovétríkjunum, K. Tanaka frá Japan, J. C. Jessup frá Bandaríkjunum, Luis Padilla Nerva frá Mexicó, Isajc Forster frá Senegal og S. Mbanefo, sem er skipaður af Eþíópíu og Líberíu. Awfjivsið i hmenun> Mál þetta hófst árið 1960, og hefur dóimurinn 28.000 orð að lengd. Fréttamenn segja, að nú sé mál þetta komið á stjórnmálasviöið fyr ir alvöru. Ernest Gross frá New York, einn af lögfræðingum ákær andanna sagði, að dómsúrskurður inn væri tap fyrir báða aðila. Það, að hin lögfræðilega þróun málsins hafi verið stöðvuð á þennan máta, getur leitt til óútreiknanleigra pólí tískra afleiðinga, sem enginn hef- ur ástæðu til að gleðjast yfir, — sagði hann. Verwoerd, forsætisráðherra S- Afríku, sagði í útvarpsræðu í kvöld að úrskurður dómstólsins væri mik ill sigur, og hið þýðingarmesta væri, að ekki væri hægt að nota úrskurðinn til árása á Suður-Af- ríku í Öryggisráðinu. Hvíti minni- hlutinn í S-Afríku tók dómsúr- skurðinum með ánægju og varp- aði öndinni léttara, þar sem eng- inn hafði búist við slíkum úr- skurði. Blöð í landinu gáfu út aukablöð. Fulltrúar Eþíópóu og ‘Líberíu hjá Sameinuðu þjóðunum létu í Ijósi mikla undrun yfir dómnum. í Stokkhólmi var farið í mót- mælagöngu til sendiráðs Suður-Af- ríku þar í borg um leið og kunn- ugt var um dóminn, segja heimild ir þar. Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í kvöld, að danska stjórnin hefði orðið fyrir miklum vinbrigðum með úrskurð alþjóðadómstólsins, og lagði áherzlu á, að dómstóllinn hefði ekki tekið afstöðu til kjarna máls- ins — nefnilega hvernig Suður- Afríka hafi framkvæmt umboð sitt í Suðvestur-Afríku. Kjell Bondevik, sem gegnir störf um forsætisráðherra Noregs um þessar mundir, sagði, að dómstóll- inn hefði farið framhjá kjarna málsins, og þar með látið hjá líða að segja meinigu sína í þýð- ingarmiklu máli. Dómurinn kom mjög á óvart, og að mínu áliti er hann ekki sérlega traustur, þar sem atkvæði hefði raunverulega fallið jafnt — sjö dómarar gegn sjö. Hann sagði, að hann teldi úr- skurðinn mjög vafasaman. GEIMSKOT F'ramfiald af bls 1 geimfarinu og dvelja utan þess um nokkurn tíma. Á hann meðal annars að losa tæki, sem fest er við Agena-8 og festa annað tæki við eldflaugina. Verður þetta í fyrsta sinn, sem geimfarar reyna að komast í beint samband við tvær eldflaugar í sömu geimferðinni. Samkvæmt áætluninni eiga geim fararnir að ná 753 km jarðfirð, og verður það nýtt met. Gamla metið var 498 km. f þessari miklu hæð koma þeir mjög nálægt hinu hættulega Van Allen-belti. HEIMSÓKN Framhald at bls. 16. störfum fyrir ríkisstjórn lands síns aðallega á sviði samgöngumála, þ. á.m. flugmála. Móðir mín, SiqríSur Sveinsdóttir klæðskerameistari, Kleppsvegi 20, sem lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins þann 14. þ. m.. verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 20. þ. m. kl. 3. Halldór Bjarnason. Eiginkona mín og móðir olckar, Valaerður Guðnadóttir lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sunnudaninn 17. þ. m. Sigurbergur Sigurbergsson og börn. Gestirnir koma hingað til lands kl. 02.30 á þriðjudag, og þann dag heimsækja þau forseta íslands, og fara með Agnari Kofoed-Han- sen í flugferð til Surtseyjar og e.t.v. einnig yfir Veiðivötn. Á miðvikudaginn verður flogið með gestina til Grænlands í flug- vél frá Flugfélagi íslands, og dvelja þau þar til föstudags. Munu gest- irnir m.a. sjá Bröttuhlíð og Garða. Á föstudaginn hitta gestirnir Ingólf Jónsson, flugmálaráðherra, og á laugardaginn verður farið með þau í flugferð um Austur- eða Vesturland. Fara gestirnir til Luxembourgar á hádegi á sunnu- dag. TVEIR BÍLAR ÚT AF Framhald af bls. 16. niður hjá Vífilstöðum. Hefur lögreglan sett upp tvö skilti, á Öskjuhlíðinni við Bú- staðarveg og við Nýbílaveg í Kópavogi, þar sem hún beinir umferðinni inn fyrir borgina upp á Vatnsendaveginn. Sá vegur er mjór og byggist um- ferðin þar á tillitssemi. Þó höfðu tveir bílar farið þar út af í dag. Á föstudaginn og laugardag- inn var lokið við að malbika kaflann frá Engidal að Silfur- túni, og í dag og á morgun verður kaflinn Silfurtún-Arnar nes malbikaður. Því næst verð- ur þriðji og síðasti áfanginn, Arnarnes að Kópavogsbrú, mal- bikaður á miðvikudag og fimmtudag, ef veður leyfir. Við fyrsta og þriðja áfang- ann var ruddur vegur við hlið- ina á aðalveginum, en það reyndist ekki unnt við annan áfangann. Því verður Hafnar- fjarðarvegurinn lokaður í dag og á morgun, nema hvað al- menningsvögnum er leyft að fara þá leið. Kostnaður við verkið nemur hálfri sjöttu milljón. SÍLDIN Framhald af bls. 16. Gjafar og Hafrún með síld til Siglufjarðar. Talsmaður Síldarlei-tarinnar á Siglufirði sagði í dag, að bræla væri á miðunum og bátarnir hefðu margir leítað í var hjá Jan May en. Ægir er nú í Reykjavík og er talið, að hann muni leita aftur á Norðursvæðinu síðar, en engir bátar eru nú þar um slóðir. Á Siglufirði var verið að salta af tveimur bátum — Gjafar kom með 85 tonn til söltunarstöðvar Þráíns Sigurðssonar og Hafrún með 170 tonn til söltunarstöðvar Skafta Stefánssonar. Síldin er á- gæt hvað stærð og fitumagn snert ir. Siglingin til Siglufjarðar af mið unum tekur 27—8 tíma, um 5 klst. lengri sigling en til Raufarhaftiar, en álíka löng og til Seyðisfjarðar. Síldarverksmiðjurnar hafa báð- ar verið gangsettar, en magnið, sem hefur verið brætt, er sáralitið. TJÖLDIN FUKU Framhald af bls. 2. ið þyrptist inn í skólahúsið á með an á rigningunni stóð. Allan tím ann, sem mótið stóð að Hólum, urðu engin vandræði vegna matar- eða kaffisölu á sumarhótelinu, og líkuðu veitingarnar vel. — höfð- inglega fram bornar. Hann Magnús í Staðarskála í Hrútafirði sagði við okkur nokkra blaðamenn, sem vorum á suður- leið frá Hólum j nótt, að i hans minni hefði aldrei verið eins mik il umferð á þjóðvegunum þar í kring og um þessa helgi „Það er bara einfc og bílaflota landsmanna hafi verið stefnt hingað á okkur, og engin verzlunarmannahelgi kemst i háifkvisti við þetta. Og það ei eins og helmingurinn af þessu fólki hafi ekki vitað, hvert það var að fara, því að margirj þeirra, sem fóru til Hóla voru orðnir benzínlitlir hérna í Hrúta firðinum, og þá var barið upp. Eg gat því ekki lokað fyrr en klukkan um fjögur aðfaranótt föstudagsins því að straumurinn var alveg stanzlaus, og svona hefur það ver ið í nótt allt fram að þessu, en nú held ég maður fari að leggja sig, enda sólin komin vel á loft.” Lindermann í Varmahlíð sagði: „Við erum að verða búnir með allt, sem við höfum til sölu, og ég er bara búinn að fá nóg af allri þessari umferð. Þetta hefur aldrei verið eins mikið”. BRUNAVARÐAMÓT Framhald af bls. 16. víkur heimil þátttaka eftlr vilía og getu. Síðdegis í dag hlýddu gest irnir á erindi dr. Sigurðar Þórarinssonar um * Surtsey og sýnd var stutt kvikmynd um Surtsey. Að henni lok- inni var farlð í kynnisför um borgina og nágrenni. Einn daginn fara þátttak endurnir í flugferð til Akur- eyrar og Mývatns, annan dag verður Áburðarverk- smiðjan skoðuð en auk þess , verða flutt mörg erindi, ni. a. mun hinn nýskipaði slökkvistjóri, Rúnar Bjarna son, flytja erindi um sprengi og eitrunarhættu við slokkvi starf í ammoniumnítrati. Mótinu lýkur á föstudag- inn. LÁTINN Framihald af bls. 2. onmur Erlendsson hjá Fé- lagi ísl. iðnrekenda 1939, og var það í tvö ár. Hann varð aðalendursikoðandi reikn- inga Reykjavíkurborgar 1941, hdl. í nóvember 1940 og hrl. í ágúst 1944. Frá 1952 til 1962 var hann í niðurjöfnunarnefnd og for- maður framtalsnefndar írá 1962. Kvæntur var Guttormur Guðlaugu Þorfinnsdóttur. HÓFADYNUR Framhald af bls. 8. Naglaboðreið Norðlendinga og Sunnlendinga féll niður en tveir milliriðlar í 300 metra stökki fóru fram þá um dag- inn. Völlurjnn var þá ágætur til kappreiða, hafði þornað mik- ið í þurrviðrinu undanfarna daga. Tíndist fólk að þessum dag- skráratriðum loknum í tjöld sín, sem flest voru á Víðnes- eyrum, og hafði tjaldborgin stækkað mjög þá um daginn. Útreiðartúrar voru ofarlega í hugum margra þarfna á laug- ardagskvöldið eftir að hafa augum litið alla þá gæðinda og gæðingaefni á sýningarsvæðinu um daginn sem þar komu fram. Þustu flokkar hestamanna um grundirnar í Hjaltadalnum og reyndu hesta sína, á meðan yngra fólkið á hestamannamót- inu og stráhattalýðurinn sem slegið hafði tjöldum sínum á bakkana þusti á reiðsikjótum nútímans — bílunum — á dans leikina þrjá sem haldnir voru í sambandi við mótið. Við sem vorum svo heppin að hafa val- ið útreiðatúrana fengum sér- staklega fagurt útsýni og sér- kennilegt vestan úr dalnum og yfir tjaldbúðirnar. Var líkast því sem flogið væri yfir stór borg sem klofin er af stórfljóti og iðar af lífi, þegar litið var austur yfir Iljaltadalsána þar sem Víðinesáin rennur í hana. Hestakaupin voru f fullum gangi þessa fallegu sumarnótt, og að sið hestamanna voru kaupin gjarnan innsigluð með brennivínsstaupi, sem þó var allt í hófi hjá hestakaupmönn- um. Hin forna og sögufræga Hóla dómkirkja var vettvangur fyrsta dagskráratriðisins, en þar var helgistund og prédikaði sr. Björn Björnsson prófastur að Hólum fyrir troðfullri kirkj- unni. Þá var gengið á sýningar- svæðið og dómum lýst á kyn- bótahrossum, og verðlaun af- hent. Nokkuð hafði þykknað í lofti um nóttina, og var orðið allhvasst að SV um hádegisbil- ið er tók að rigna, svo fella varð niður hópreið hestamanna félaga og fresta ávarpi land- búnaðarráðherra. Hægt var þó að halda dagskránni áfram klukkan þrjú, og þá var aftur komið allgott veður, hiti og skýjað. Landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsson gat þess m.a. í ræðu sinni að hugmyndir væru uppi um að reisa fleiri skóla á Hólum, og efla stað- inn á annan hátt, en vék síð- an máli sínu að hestum og hestamönnum. Nú var komið að því að sýna mesta gæðinginn og var það Blær frá Langholtskoti í Ár- nessýslu sem þá nafnbót hlaut og þar með bikar þann sem Björn Gunnlaugsson fyrrv. for- maður Fáks í Reykjavík hafði gefið „Gæðingabikar L.H.“ Blær er 11 vetra, faðir er óþekktur, móðir Gola frá Langholtskoti, undan Skugga frá BjarnanesL Alls voru það sjö hestar sem sem hlutu heiðursverðlaun og núimer tvö varð Viðar Hjalta son frá Fák í Reykjavík, þá Gáski frá Stíganda í Skagafirði, Draumur frá Funa í Eyjafirð^ Gautur frá Fák, Sindri frá Óðn! í A.-Hún. og Blakkur frá Hornafirði í A.-Sksft. Úrslit kappreiða voru næst á dagskrá, og hafði skeiðvöll- urinn blotnað mjög frá því deg- inum áður, og því ekki eins hagstæður til kappreiða, enda voru tímar hestanna eftir því. Enginn hestur vann til 1. verðlauna í 250 metra skeiði en 2. verðlaun hlaut Hrollur, úr Reykjavík rann skeiðið á 26.4 sek og 3. verðlaun hlaut Neisti, brúnn úr Árnessýslu 26. 8 sek. í 300 metra stökíd urða úrslit þessi: 1. Ölvaldur á 24.1 sek. þá Áki á 24.2. Glóð 24.4 Blossi 24.5 og Fjalla-Skjóni 24. 7 sek. Glóð hafði verið talin sigurstranglegust, en fékk slæmt „start“ og auk þess var tvívegis riðið í veg fyrir hana á sprettinum. 800 metra stökkið var há- punktur kappreiðanna, og var fyrir hlaupið spáð mestri keppni á milli Þyts og Glanna. Þytur vann hlaupið á 66.1 sek. í öðru sæti varð Funi á 67.3 og í þriðja sæti Glanni á 67.4 sek. Knapaverðlaun hlaut Aðal- steinn Aðalsteinsson, sem sat Þyt. Að þessu hlaupi loknu sleit Haraldur Árnason formaður undirbúningsnefndar, mótinu og mótsgestir fóru að tínast heim á leið. Er talið að nokk- uð á fimmta þúsund manns hafi sótt Hóla heim mótsdag- ana, og í heild má segja að mótið hafi tekist með ágætum og Skagfirðingum til mikils sóma, þótt alltaf megi tína til eitthvað sem betur hefði mátt fara. Mjög hafði létt til síðari hluta sunnudagsins, og var komið fag urt sumarveður er mótsgestir lögðu af stað hver til síns heima, sumir ríðandi en aðrir í bílum, og það var sama fagra sjónin sem blasti við af Vatns- skarðinu á sunnudagskvöldið þegar aðkomumaðurinn kvaddi Skagafjörð, og þegar hann kom þar, fagur fjallahringur, eyjarn ar á firðinum, og hestalestir á leið frá hinu fornfræga biskups setri — Hólum í Hjaltadal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.