Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. júlí 1966 Myndin Kér a'ð ofan er af manntaflinu við hátiða höldin á HÁTÍÐAHÖLDIN Á ÍSA- FIRÐI TÓKUST VEL G'S-ísafirði, mánudag. Hátíðahöldin í tilefni af 100 ára afmæli ísafjarðarkaupstað- ar fóru fram með miklum glæsi brag og lyktaði þeim í gær- kvöldi. Mikill fjöldi aðkomu- fólks kom til ísafjarðar um há- tíðisdagana og var það mest fólk úr nærsveitum kaupstað- arins. Bárust kaupstaðnum margar dýrmætar gjafir í til- efni afmælisins. Á laugardaginn var glamp- andi sólskin og hlýtt. Fóru há- tíðahöld fram samkvæmt áætl- un. Kl. 8 voru fánar dregnir að hún, kl. 10.30 fór fram hátíða- messa á hátíðasvæðinu við Tún götu, predikaði Sigurður Kristj ánsson prófastur, en biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson flutti ávarp. Kl. 13.30 hóf Lúðrasveit ísafjarðar leik á Silfurtorgi og kl. 14 var far- in skrúðganga frá Silfurtorgi á hátíðasvæðið við Túngötu. Forseti bæjarstjórnar ísafjarð- ar Björgvin Sighvatsson setti hátíðina og síðan fóru fram ýmis atriði svo sem kórsöngur. Birgir Finnsson alþingismaður flutti hátíðarræðu, þá flutti for- sætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson ávarp og síðan full- trúar vinabæja á Norðurlönd- um. Allir færðu þeir kaupstaðn um góðar gjafir, fulltrúi Lin- kjöbing færði áletraðan kristallsstall, fulltrúi Tanneberg tvo forkunnarfagra silfurkerta- stjaka, fulltrúi Joensuu í Finn landi kom með fallega silfurskál og frá Roskilde fékk ísafjarð- arkaupstaður ljósprentað ein- tak af Sturlungasögu útg. 19'ó8. Að þessu loknu flutti fulltrúi ísfirðingafélagsins í Reykjavík, Ólafur Einarsson ávarp. Þá söng Guðmundur Jónsson ein- söng, og síðan hélt kvenfélagið Hlíf þjóðbúningasýningu og kl. 18 var opnuð málverkasýning í Gagnfræðaskólanum. Verkin, sem sýnd voru, voru lánuð frá Listasafni ríkisins, Listasafni al þýðu, en Listasafn ísafjarðar átti þó töluverðan hlut í þess- ari sýningu. Hefur frú Elín Halldórsdóttir gefið allar sínar eigur til þessa nýstofnaða lista- safns, svo og hafa þau hjónin Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og Gunnlaugur Þórðarson gef- ið safninu mörg verk. Um kvöldið voru sýndar ým- iss konar sjóíþróttir, sýndu þeir Hafsteinn Sigurðsson og Auð- unn Finnsson svig og stökk á sjóskíðum. Um kvöldið hafði bæjarstjórn ísafjarðar boð inni fyrir fulltrúa vinabæjanna, sýslumenn og oddvita á Vest- fjörðum og aðra góða gesti. Tóku þar margir til máls, m.a. Framhaid a Dls. ló TJÖLDIN FUKU A HÖLUM KJ—Reykjavík, mánudag. í rokinu og rigningunni, sem gerði að Hólum í Hjaltadal um hádegisbilið á sunnudaginn fuku mörg tjöld af tjaldstæðinu, og einnig varð vegna roksins að fella stórt og mikið veitingatjald, sem stóð heima við Hólabæinn. Sum tjöldin, sem voru með föst um botnum belgdust út og börð- ust um í rokinu, þangað til Kári Guttormur Eriendsson látinn Á sunnudagsmorgun lézt Guttormur Erlendsson for- maður framtalsnefndar Reykjavíkur. Guttormur var fæddur 13. apríl, 1912 á Breiðabólsstöðum á Áiíra- nesi, og voru foreldrar hans, Erlendur hreppstjóri þar Björnsson og María Sveins dóttír. Stúdent varð Gur.t ormur frá MR 1932, og tók síðan lögfræðipróf frá Há sktóla íslands 1938. Eftir það stundaði hann framthalds- nám í lögfræði í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi. Skrifstofustjóri varð Gutt Framhalcl a bls la karlinn hafði betur og feykti þeim í burtu með vindsængum, svefn- pokum og öllu saman. Þessi SV- átt, sem gerði svo skyndilega þarna í Hjaltadalnum er frekar óvenjuleg þar um slóðir, en þeg ar hún kemur, er hann hvass. Um tíma leit út fyrir algjört neyðar- ástand á tjaldstæðinu, því ofan á rokið bættist rigning, en þegar lægði og stytti upp, náði fólkið saman föggum sínum, og er von- andi, að hver hafi haft sitt. Nokkuð mikið bar á ölvun og ólátum í tjaldbúðunum aðfaranótt sunnudagsins, og var þar að verki stráhattalýðurinn, sem eltir all ar útiskemmtanir, án þess þó í að taka þátt í þeim, en er á tjald- svæðum og drekkur og ólátast. Gekk svo langt, að tjöld voru brot in niður og skorin af þessum lýð, VARDBERG FIMM ÁRA Um þessar mundir eru 5 ár lið- in, síðan Varðberg — félag ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu var stofnað í Reykjavík. Að stofnun Varðbergs stóðu ungir menn úr röðum lýðræðisflokkanna þriggja, Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins. Markmið Varðbergs er og hefur verið: að efla skilnining meðal ungs fólks á íslandi á gildi lýðræð- islegra stjórnarhátta. að skapa aukinn skilning á mik- ilvægi samstarfs lýðræðisþjóðanna til verndar friðnum. að vinna gegn öfgastefnum og öfgaöflum. að mennta og þjálfa unga áhuga- menn í stjórnmálastarfsemi með því að afla glöggra upplýsinga um samstarf og menningu vestrænna þjóða, um markmið og störf At- lantshafsbandalagsins, svo og að- stoða í þessum efnum samtök og stjórnmálafélög ungs fólks, er starfa á grundvelli lýðræðisreglna. Eftir stofnun félagsins, var efnt til umræðufunda um land, og fjall- að um þátttöku íslands í samstarfi hinna vestrænu lýðræðisríkja, m.a. ■ á sviði varnarmála, stjórmáia og menningarmála. Þær víðtæku um- ræður, sem þar áttu sér stað, urðu til þess að varpa nýju ljósi á mik- ilvægi samstarfs lýðræðisþjóðanna til verndar friði í heiminum — og áttu verulegan þátt í að kveða niður þær raddir, sem þá um tíma höfðu andmælt þátttöku fslands í þessu samstarfi. Síðan hefur félagið beitt sér fyr- ir margvíslegri kynningar- og út- gáfustarfsemi, fræðsþistarfsemi á þessu sviði, fyrirlestrum, kvik- myndasýningum, kynnisferðum og ráðstefnum. Sá mikli áhugi, sem þegar í upp- hafi ríkti um starfsemi félagsins, leiddi brátt til stofnunar fleiri Varðbergs-félaga — og hafa félög verið stofnuð á Akureyri, Vest- mannaeyjum, Akranesi, Siglufirði, Skagafirði, Húsavík og Snæfells- nesi. Starfandi eru nú 8 félög. Framhald á bls. 15. og ekki gat hann heldur séð bíla í friði, númeraplöturnar urðu þeir að rífa af, og úr einum bílnum, rússajeppa austan af Héraði. tók lýðurinn kveikjulok og hamar, benzínleiðslur, kertaþræði o.fl. svo að bíllinn varð af eðlilegum ástæðum ógangfær. Urðu þeir, sem með hann voru, að fá viðgerð armann á staðinn til að kippa öllu þessu í lag — og auðvitað að greiða úr eigin vasa. Vegna þess að fella varð veit- ingatjaldið á Hólum, blotnuðu töluverðar birgðir af eldspýtum, sem keyptar höfðu verið inn, og var svo komið á sunnudagskvöld, að ekki fengust aðrar eldspýtur á staðnum en minjagripastokkar á 35 kr. stk. Greiðasala öll gekk þó með ágætum, þrátt fyrir, að fólk Framhald á bls. 14 LAUGARVATN AKJOSAN- LEGUR HVÍLDARSTADUR Blaðamaður Tímans hitti ný- Iega á förnum vegi tvo Reyk- víkinga, óvenju hressilega og ánægða, og kom í ljós, að þeir voru nýkomnir frá Laugarvatni, en þar höfðu þeir dvalið í nokkra daga. Voru þeir yfir sig ánægðir með dvölina þar og lof uðu staðinn óspart. — Landslagið á Laugarvatni er eins fullkomið og hægt er að hugsa sér — þar er fegurð hvert sem litið er, — sögðu þeir. — En hvernig er aðstaðan fyrir ferðamenn á Laugarvatni? — Hún er mjög góð. Eins og á undanförnum árum rekur héraðsskólinn þarna sumarhót- el, sem Bersteinn Kristjónsson kennari á Laugarvatni, hefur umsjón með. Aðbúnaðurinn er góður, gestirnir búa í rúmgóð- um og þægilegum tveggja manna herbergjum. f hótelinu er einnig skemmtileg og rúm- góð setustofa fyrir gestina. Þeir geta farið í gufubað á staðn- um og í sundlaugina. Gufubað- ið er nýuppgert og með nýj- um búningsklefum og böðum. Framhald á bls. 15. Svona var umhorfs á tjaldstæðinu í rokinu. Tjöldin ýmist útþanin eða fallin, en fólk reynir að bjarga þvi sem bjargað verður. (Tímamynd: Kári).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.