Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 5
ÞREWUB&GUR 19. júlí 1966 TÍMINN s - Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- Iýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasfmi 19523 Aðrar skrifslofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands — 1 lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Læknaskorturinn víða um land er mikið og hættulegt vandamál, sem enn virðist fara vaxandi. Allmörg lækn- khéruð eru nú læknislaus og fást fullmenntaðir læknar ekki til þess að sækja um þau, en í öðrum héruðum eru sífelld læknaskipti. í hinum læknislausu héruðum gegna ýmist læknastúd- entar störfum, eða nágrannalæknar bæta við sig þjón- ustu í heilu læknishéraði. Þsð liggur í augum uppi, að þetta ástand er með öllu óviðunandi fyrir alla aðila. Það er óviðunandi fyrir íólkið í byggðum landsins að búa við svo mikið öryggisleysi og skort a sjálfsagðri þjón- ustu nútíma þjóðfélags, og vafalítið á þetta töluverðan þátt í fólksflótta úr góðum héruðum. Það er einnig ó- viðunandi fyrir læknana, sem leggja það á sig að starfa í hinum stóru og erfiðu héruðum við alls ófullnægjandi skilyrði. Hér eru mannslíf og almenningsheill í veði, og þegar hafa orðið augljós og óbætanleg áföll af þessu ófremd- arástandi. En hér er mun hægara upi að tala en úr að bæta. Hins vegar blasir það við, að æ meira hlýtur að halla á ógæfuhliðina, æ fleiri héruð verða læknislaus og ástandið sífellt hættuiegra. nema hafizt verði handa um mjög róttækar og algerar skipulagsbreytingar á þess- ari þjónustu. Og það mál má ekki dragast. Þingskipuð nefnd hefur um sinn unnið að þessum málum og skilað ýtarlegu áliti, sem orðið hefur uppi- staða nýs frumvarps. Vafalaust er þar margt til mikilla bóta, en hins vegar mjög vafasamt að breytingartillög- urnar séu nógu gagngerar til þess að verða grundvöll- ur viðhlítandi framtíðarskipunar læknisþjónustunnar í landinu. Athyglisverðasta og vafalaust raunhæfasta tillagan, sem fram hetur komið er að leggja niður héraðslækna kerfið í núverandi roynd og stofna læknamiðstöðvar fyrir stærri svæði. Þar sem shk miðstöð væri staðsett fyrir tvær eða þrjár sýslur, nokur kauptún og jafnvel kaupstaði, ef hentugr þætti, yrðu starfandi nokkrir læknar, helzt þeirra á meðal sérfræðingar. Þar væri fullkomið sjúkrahús og heilbrigðisþjónusta til heilsu- verndar. Á nokkrum og hæfilega dreifðum stöðum um svæðið væru settar upp lækningastofur. Þang- að kæmu svo læknar og þjálfað starfslið frá lækna- miðstöðinni á ákveðnum tíma tvisvar eða þrisvar í viku og tækju á móti sjúklingum. í bráðum sjúkdóms- tilfellum yrði þá að senda lækni tafarlaust til sjúklinga með bílum íða flugvélum, en við slíkar læknamiðstöðv ar yrði að vera völ hæfilegra farartækja. Með þessu móti ma ætla, að vel væri fyrir læknisþjón- ustu séð, og mi'klu betur en nú er allri sérfræðiþjón- ustu og meðterð fólks með bráða sjúkdóma. Þetta mundi og veita læknum miklu viðunanlegri starfsaðstöðu vaktavinnu þeirra yrði við komið og samvinnu fleiri lækna um ákvarðanir og greiningu. Líklegt má telja, að læknastéttin muni hallast að þessari lausn málanna, og löggjafinn á að hlusta vel á tiUögur hi*nnar. Einkum er mikilvægt, að tekið sé fuJlt. tiílit tjj áHts binna vngri Iwvkna. því að þeim vrði jþessi stakkur framtöíarinnar fyrst og fremst sniðinn. Læknamiðstöðvar Úr fréttabréfi frá Sameinuðu þjóðunum: 9/10 hlutar jarðnæfis í Suður- Ameríku í eigu bi fárra manna Prófessor Gunnar Myrdal talaði um nauðsynina á róttæk um umbótum og eudurskipu- lagningu í landbúnaðarmalum vanþróaðra landa á fjöl- mennri ráðstefnu Sameinuðu þjóðana, sem hófst í Róma borg 20. júní s. 1. Yfir 70 lónd áttu þar fulltrúa, þeirra á með al Danmörk, Finnland og Sví þjóð. Til grundvallar umræðum á ráðstefnunni lágu m. a. rann sóknir á jarðeignarfyrirkomu- lagi í vanþróuðum lönaum. Þær leiddu m. a. í ljós, að yfir 90 af hundraði alls jarðnæði' í Rómönsku Ameriku eru í eigu tæplega 10 af hundraði jarðeigendanna. í Chile og Perú ráða hinir auðugu jarð eigendur yfir meira en 80 af hundraði alls jarðnæðis. í Argentínu, þar sem hlutfalls- talan er lægst, eiga þeir um 40 af hundraði jarðanna. Eigendur smájarða, landset- ar og landvinnumenn eiga oft mjög erfitt uppdráttar. í Col- omhíu hefur verið reiknað út, að yfir 60 af hundraði þeirra sem vinna við búnaðarstörf hafa ofan af fyrir sér á minna en 5 af hundraði hins ræktaða lands. Framleiðslan á stórbú- unum á hvern verkamann er 100 sinnum meiri en á smá- jörðunum. Niðurstöður annarra rann- sóknar voru þær, að umbætur á jarðeignarfyrirkomulaginu mundu hafa jákvæð áhrif á þróun iðnaðar. Með því að bæta lífskjör bændanna leiða umbæturnar til þess, að eftir spurn eftir iðnaðarvörum eykst og gæði landbúnaðaraf- urða batna að sama skapi. Tilgangur ráðstefnunnar í Róm var ekki sá að koma með ákveðnar tillögur sem lagðar yrðu fyrir ríkisstjórnir. Til þess er vandamálið alltof flók ið. Hins vegar var leitazt við að safna upplýsingum og reynslu úr öllum áttum og kanna gagnsemi hinna ýmsu aðferða, t. d. einkareksturs, ríkisreksturs og samvinnufyrir komulags. Enfremur skintust fulltrúarnir á skoðunum um ýmsar ráðstafanir sem nauð synlegt væri að gera á sviði efnahags- og félagsmála. t. d. að því er varðaði skatta og skipulagningu. Ráðstefnan var haldin af Sameinuðu þjóðunum í ?am vinnu við Matvæla- og land- búnaðarstofnunina (FAO) og Alþjóðavinnumálastofnunina (I LO). f Evrópu hafa umferðarslys fjórfaldazt síðan 1955. Umferðarslysum fjölgar ákaf lega ört í Evrópu. Efnahags- nefnd Sameinuðu þjóðanna fyr ir Evrópu (ECE) hefur safnað upplýsingum um tölu beirra sem létu lífið og slösuðust í umferðinni árið 1964 frá 12 löndum í Evrópu. Þær svna, að aukningin frá árinu á und an nam 9 af hundraði að því er tók tii banaslysa og 7 ai hupdraði að þvj er iók til ann arra umferðarslvsa. Á þessu eina ári iétu 68.510 manns lífið í umferðarslysum, en 1. 840.910 slösuðust. Samanlagt er talið, að á ár inu 1963 hafi um 80.000 manns látið lífið í umferðarslysum í allri Evrópu. Allsherjartala fyrir árið 1964 liggur ekki fyr ir ennþá. Á árunum 1955—64 fjölgaði banaslysum í umferðinni um 49 af hundraði í 12 löndum, og á sama tíma fjölgaði öðn.im umferðarslysum um 55 af hundraði í sömu löndum. Fjöldi bíla jókst á þessu tíma bili um 180 prósent. í Bandaríkjunum létu 47. 700 mans lífið í umferðarslys um árið 1964 og 1.700 Ö00 slösuðust. Sé þeim sem létu lífið í umferðarslysum í Evrópu á árinu 1964 skipt niður í hópa, sýnir eftirfarandi yfirlit hlut- fallið milli þeirra, reiknað í prósentum: Létu Slös- lífið uðust Gangandi menn 31 17 Hjólreiðamenn 10 10 Mótorhj.menn 20 25 Ökumenn 38 48 Ótilteknir menn , 1 . ■ — 24 prósent þeirra fótgang- andi manna sem létu lífið voru undir 15 ára aldri og 33 prósent þeirra voru yfir 65 ára gamlir. Veldur skólp eitrun eða auk inni matvælaframleiðslu? Að taka sér sjóbað við strönd Suður-Englands er nú orðið ekki ósvipað því að fara í örlitla sundlaug, þar sem vatnið er blandað með tíu lítr um af skólpi og sorpi. Mörg vötn í Evrópu og Ameríku, sem ferðamannapés ar og landabréf tjá okkur að séu með tæru fersku vatni, eru orðin svo óhrein, að þar er naumast hægt að synda lengur. I fjölmörgum bandariskum fylkjum kemur vökvi sem lík ist sápuvatni í drykkjarsiasið, þegar opnað er fyrir vi'ns- kranann. f Bandaríkjunum eru hús- mæður nú hvattar til að kaupa þvottaduft með boron, efni sem að vísu hefur þau góðu áhrif. sem heitið er i augl.ýs ingunum, en þegar þvotta- vatnið rennur síðan um skólp ræsin út í höf eða vötn drep ast fiskarnir í hrönnuin Þar sem það rennur beint út í jarðveginn drepast gerlarnir sem annast hina mikilvægu rotnun í jörðinni. Efnið leys ist ekk iupp og hverfur aldrei úr jarðveginum. f sumum hér- uðum hafa slík ,.bætiefni” í hreingerningar- og bleikidufti sigið alla leið niður í neðanjarð arvatnið þannig, að þau eru komin í drykKjarvatnið Það er sérfræðingur hjá Matvæla- og iandbúnaðarstofr uninni (FAO), Josef Zimmer- man, verkfræðingur, sem hef- ur dregið fram þessi dæmi. í nýútkominni hók segir banr. að við séum vel á vegi með að eitra fyrir sjáifum okkur með okkar eigin skólpi. EinkanJegs varar hann við þvottaefrum með boron og um aukaefnum. Hann heldur vandamálið sé skyggilegt, að allra fyrst til gerða, áður en ið og við fáum ráðið. öðrum svipuð- því fram, að orðið svo í- efng verði sem alþjóðlegra að- í óefni sé kom- ekki við neict Skólp er nothæft. Zimmermann lítur svo á, að skólp sé hjálparmeðal, sem hagnýta beri til að bæta úr hinni sáru vatnseklu í heimin- um. í bók sinni gerir hann ráð fyrir þeim mögúleikum. s,em eru fyrir hendi til að hagaýta skólp til áveitu. Til þess verð ur hreinlætisstig þess að vera 90 prósent. Tilraunir i Kali- forníu og ísrael hafa leitt í ljós að uppskeran hefur orðið meiri þar sem slíkt skólp hef ur verið notað til áveitu, en það stafar af því, að skólpið hefur að geyma ákveðin mikil- væg áburðarefni. Fyrir mörg vanþróuð lönd verður ódýrara að hreinsa skólp en að eima sjó, segir Zimmerman. Rannsóknir á eynni Möltu, sem býr við sár an vatnsskort, hefur sýnt, að það er 5 til 10 sinnum ódýrara en að eima sjó. En hér verður að fara með gát. segir sérfræðingurinn. Þó vatnið hafi verið hreinsað eru í því úrgangsefni og því á ekki að nota það við ræktun kálhöfða salats eða rótar- ávaxta, sem etnir eru hráir. Að sjálfsögðu verður líka að gæta þess vandlega, að vatnið sé ekki notað í öðru skyni. Þess vegna er heppilegast að nota skólp til áveitu á stórum bú- görðum eða í samvinnubúskap þar sem hægt er að koma á ströngu eftirliti. En strax og skólpið hefur að geyma óuppleysanleg gervi efni úr þvotta- og bleikiþvoli, verða þau eitur og jurtirnar drepast. „Hvítahættan.” Æ fleiri lönd þjást af vatns eklu og þetta vandaniál verður að leysa, ef nokkur von á að vera til aukinna matvælafram- leiðslu, En það eru ekki ein ungis bændur og búalið. sem sjá aukinn hag í því að skólpið sé verndað gegn „hvítu hætt unni“ eins og Zimmerman nefnir gerviefni þvottadufts- verksmiðjanna. Það hlýtur einnig að vera borgarbúum allmikið kappsmál að varðveita hreint drykkjar vatn og eiga kost á að baða sig í höfum og vötnum. Seinnl þörfin verðúr því brýnnl sem menn fá meiri frítíma. segir Zimmerman. Við mörg vötn. sem ferða- menn sækja til, hafa vaxið upp iðjuver, sem yfirvöldin hafa svo miklar mætur á, að þau hafa ekki viljað styggja eigend ur þeirra með of *tröngum regl um um tneðferð úrgangsefna. Þessi vötn ern »tórh»t»«>ieg, og ZLmmr.rm.ar> segist vit» ive nofckur, sem muiuli tafca iO ár aS hr«in«ta. Frsm hald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.