Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 5
5 ÞRHWUÐA<JUR 26. júlí 1986 i—SMbfflt— Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði 6. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands — 1 lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Er þetta viðunandi? Seint í apríl 1963 hélt Sjálfstæðisflokkurinn lands- fund og samþykkti þá m.a. stefnuskrá sína og ríkis- stjómarinnar fyrir kosningarnar, sem í hönd fóru Eru þar bæði talin unnin afrek stjórnarinnar og tilvonandi. Segir þar á einum stað: „Bændum hefur nú verið tryggt umsamið verð fyr- ir framleiðsluna'. Þessi yfirlýsing hlýtur mönnum að koma í hug nú. þegar bændur eiga í harðri baráttu við að ná rétti sínum hjá ríkisvaldinu og verða enn að búa við það, að stór lega vantar upp á, að þeir fái „umsamið verð fyrir fram- leiðsluna' á síðasta ári, hvað þá því, sem nú er hálfnað. Svo haldgóð hefur þessi „trygging", sem ríkisstjórnin lýsti yfir fyrir síðustu kosningar, reynzt. Dýrtíðin hafði um síðustu áramót höggvið svo stórt skarð í útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur, að þær dugðu alls ekki á framleiðslu síðasta árs. Ofan á bættist svo, að ríkisstjórnin og Seðlabankinn lækkuðu afurðalán landbúnaðarins um 14.5%. Þetta allt saman og mikil smjörframleiðsla neyddi framleiðsluráð land búnaðarins til þess að setja á innvigtunargjaldið svo- nefnda sem tímabundna neyðarráðstöfun í því skyni að losa málið úr sjálfheldunni. Viðbrögð bænda voru mynd- arleg og eðlileg, er þeir með fjöldafundum, nefndakosn- ingum og öðrum aðgerðum skipuðu sér að baki forustu- mönnum samtaka sinna til þess að leita réttar síns á hendur ríkisstjórninni í fyrstu lotu lét rfkisstjórnin lítið eitt undan síga og hét að hækka aíurðalánin aftu rtil jafns við sjávarútveg- En fjárhagsvandinn var ekki leystur nema að mjög iitlu leyti með því, og enn eiga bændur þriggja mjólkursam- laga á Norðurlandi eftir að fá 40—50 aura af hverjum mjólkurlítra, sem þeir lögðu inn s.l. ár. Þannig hefur stjórnin efnt heitið um að „tryggja bændum umsamið verð fyrir framleiðsluna". Forustumenn bænda í þess- um málum hafa því eðlilega ákveðið að halda baráttunni til þess að ná rétti sínum áfram. Það er mjög athyglisvert, sem komið hefur fram í yfir- lýsingum forustumanna bænda, að meginorsök smjör- birgðanna í landinu nú er setning bráðabirgðalaganna í fyrrahaust þar sem verðlagsgrundvöllurinn var lög- bundinn sá sami og áður. Fyrir bragðið gat framleiðslu- ráð ekki haldið áfram á þeirri braut að breyta verð- hlutfalli mjólkur og kjöts, og þannig var stöðvuð sú hag- ræðing, sem bændur höfðu sjálfir hafið til þess að koma í veg fyrir söluvandræði. Af þeirri ástæðu einni ber ríkisstjórnin þunga ábyrgð á þeim vanda, sem orðinn er, og jafnframt skyldu til þess að leysa úr honum. Um þessar mundir er það svo, að bændur fá útborg- aðan tæplega helming grundvallarverðsins fyrir mjólk, sem þeir leggja inn. Getur hver stétt litið í eigín barm um það, hvort slíkt sé viðunandi til lengdar að fá ekki greiddan nema helming vinnulauna og þegar útlagðs kostnaðar við framleiðsluna. Einnig birtist þarna skýr mynd af því, hvermg ríkis- stjómin hefui haldið loforð sín og yfirlýsingar um, að hún hafi tryggt bændum umsamið verð fyrir framleiðsl- una TÍMINN r------—......... - Sigurvín Einarsson alþm.: Meðalíbúð - Milljón Húsnæðiskostnaður er einn stærsti útgjaldaliður fjöl- skyldumanna. Er það að verða lítt skiljanlegt, að ung og nær því efnalaus hjón skuli þora að leggja út í þá áhættu að koma sér upp íbúð með núvcr andi verðlagi. En neyðin kenn ir naktri konu að spinna. Önn ur ráð eru ekki til fyrir hin ný giftu hjón. Samkv. opinberum skýrsium hefur byggingarkostnaður 37C rúmmetra íbúðar verið í júní mánuði ár hvert sem hér segir: Ár þús. kr. Hækkun frá fyrra ári: 1957 399 1958 424 25 þús. kr. 1959 453 29 — — 1960 510 57 — — 1961 525 15 — — 1962 604 79 — — 1963 631 27 — — 1964 752 121 — — 1965 854 102 — ~ 1966 1.007 153 — — Á þessum 9 árum hefur í- búðin hækkað í verði um 608 þús. kr. eða um kr. 67.500,oo á ári að meðaltali. Mikill mun- ur er á þessum verðhækkunum fyrstu ár þessa tímabils og síð- ustu árin. Fyrstu tvö árin 1957 —1959 hækkar íbúðin um 27 þús. krónur á ári að meðaltali. Næstu 4 ár, 1959—1964 hækk ar hún um kr. 44.500 á ári, en síðustu 3 árin, 1963—1966, hækkar íbúðin í verði um rúm lega 125 þús. kr. á ári að með altali, og þar af mest síðasta ár ið. 1965—1966, eða um 153 þús. kr. Þessar staðreyndir ættu að nægja til sönnunar því, að verð bólga síðustu ára er marg- Sigurvin Einarsson föld miðað við það, sem liún var fyrir fáum árum. Þctia er spegilmynd af verðbólguþróun inni í Iandinu, hvort scm um húsnæðiskostnað, eða verðlag annarra lífsnauðsynja er að ræða. Það hefði ekki valdið neinu öngþveiti í þjóðfélaginu þátt íbúð hækkaði NÚ í verði um 25—30 þús. kr. á ári, eíns og var 1957—1959, og eiu þó all- ar slíkar verðhækkanír til tjóns. En þegar verðhækkun í- búðar er orðin yfir 150 þús. kr. á einu ári eða meira en helmingur þeirrar upphæðar, sem lánuð er til byggingarinn ar, þá er sannarlega alvara á ferðum. Þeir menn, sem liu vilja láta á því bera, hversu óðfiuga verð bólgan æðir nú fram, grípa til þess ráðs að segja, að hér hafi verið verðbólga í 25 ár, en eng inn ráðið við hana. Þetta er mönnum ætlað að ski:ja þann ig, að ekki sé meiri vcrðbólga nú en áður var. Þessari b'ekkingu æiti allur almenningur a8 vara sig á. Verðbólguaukningin sést bezt á því, að á síðustu 12 mánuðum hefur bygg- ingarkostnaðurinn vaxið sex sinnum meira en á 12 mánuðum 1951—1959. Byggingarkostnaður mcðal í- búðar er nú kominn yfir eina milljón króna. Þessa staðreynd getur enginn ábyrgur maður í landinu látið sér í léitu rúmi liggja. Hvað segja nýgíftu hjón in, sem ef til vill eru nýbúin að Ijúka dýru námi og þurfa að eignast þak yfir höfuðið? þau eru ef til yill skuldlaus en þá sennilega eignaiaus líka. Hitt er þó sennilegra, að þau séu skuldug og eignalaus. Þótt þau geti fengið 280 þús. kr. byggingarlán skortir baa samt um 725 þús. kr. til þess að geta komið sér upp íbúðinni. Hvaðan á það fjármagn að koma? Og þótt fjármagnið fengist, t.d. hjá mönnum, sem ávaxta fé á öruggan og vinsæl an hátt, hver yrði þá vaxta- og afborgunarupphæðin á ári? Ætli þetta ástand skapi ekki launakröfur, sem ektí verður staðið á móti, hvað sem forustu menn verðbólgunnar segja. ÞRIÐJUDAGSGREININ Frá Skógræktarfélagi Rvíkur Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 10. maí sl. Formaður félagsins Guðmundur Marteinsson, setti fundinn og til- nefndi Hákon Guðmundsson yfir borgardómara sem fundarstjóra. Fundarritari var tilnefndur Guð- brandur Magnússon. í upphafi fundarins minntist for maður Kristjáns Takobssonar póst manns, sem látizt hafði á umliðnu ári, en hann var um margra ára skeið áhugasamur og ötull skóg ræktarmaður. Skýrslur um starfsemi félagsins á liðnu ári fluttu formaður félags ins og framkvæmdastjórinn, Einar G. E. Sæmundsen. Hið helzta, sem fram kom í skýrslum, þeirra var þetta: Úr uppeldisstöð félagsins í Foss vogi voru afhentar rúmlega 300 þúsund trjáplöntur af ýmsum teg undum, og var það nokkru meira plöntumagn en árið áður. Dreif sett var úr sáðbeðum um 380 þús und plöntur og settir niður rúm lega 100 þúsund græðlingar. Er það veruleg lækkun frá árinu á undan, og að mestu leyti að kenna röskun þeirri á framleiðsluáætlun, og framkvæmdum í stöðinni, sem hið mikla Fossvogsræsi olli. Sáð var fræi 16 trjátegunda í rúm lega 1300 fermetra svæði. Á árinu var lögð ný vatnslögn um þvert land stöðvarinnar úr 2Yí þumlunga plastpípum. Kemur hún í stað vatnslagnar sem lögð var ár ið 1950, og var orðin allsendis ófullnægjandi, og bætir hún því úr brýnni þörf. Vatnslögnin er tengd við Vatnsveitu Reykjavíkur. Á Heiðmörk voru gróðursettar 134 þúsund trjáplöntur, og þar að auki 3800 Alaskalúpínur í gróður lausa mela, sem hún á nokkrum árum breytir í gróið land. Þá var borinn tilbúinn áburður úr flugvél á mela og hálfgróið land beggja vegna Hjallabrautar suður undir Sneiðinga. Var þetta í framhaldi af fyrri áburðargjöf á þessu svæði, en mjög góður árangur er af áburðargjöf fyrri ára. Melar, sem fyrst var borið á, eru að gróa upp sem óðast og hálfgrónir móar að fyllast gróðri. Vegir á Heiðmörk voru endurbættir og lagfærðir, enda eykst umferð bifreiða um Heiðmörk ár frá ári. í og með því að Skógræktarfé lagi Reykjavíkur var falin varð- veizla jarðarinnar Elliðavatns fyr ir þremur árum, hefur um 220 ha land bætzt við Heiðmörk. Lokið var við nýja girðingu um þetta við bótarland norðan og atistan. Rauð hóla, 1 km að lengd, og steypt var vandað ristarhlið á nýjan veg frá Suðurlandsbraut að Rauðhól- um. Eldri girðingu um Heiðmörk; var haldið við og stuttur kaflí endurgirtur. Veðurathugunarstöðin á Heið mörk var starfrækt eins og undan farin ár frá maíbyrjun til október loka. Úrkoma á því tímabili mæld ist helmingi meiri en í Reykjavík eða 699.4 mm. Skógræktarfélag Reykjavíkur á 20 ára afmæli í október þetta ár. í tilefni af því, með tilliti til þess, að Reykjavíkurborg nær nú upp undir Rauðavatn, hefur stjórn fé lagsins á prjónunum áform um að breyta Rauðavatnsstöðinni í skemmtigarð fyrir borgarbúa. Gerður hefur verið tillöguupp dráttur af slíkum garði. Er gert ráð fyrir, að trjágróður setji meg- insvip á garðinn, en inn á milli verði grasi grónar flatir og leik- vellir. Frá þessu var skýrt á aðal- fundinum, en haft verður samráð við borgaryfirvöldin um nánari framkvæmdir. Verið er að gera vandaðan upp drátt að Heiðmörk í nokkuð stór um mælikvarða, 1:5000 og er því brátt lokið. Efnt var til skemmtifundar í marzmánuði sl. og 19. apríl var efnt til fræðslufundar í félaginu. Flutti þar erindi deildarstjóri í norska landbúnaðarráðuneytinu, Toralf Austin að nafni, um skóg rækt í Vestur- og Norður-Noregi, en hann kom hingað til lands á vegum félagsins Ísland-Noregur. Að loknum flutningi skýrslna ; formanns og framkvæmdarstjóra. las gjaldkeri upp endurskoðana reikninga félagsins, og voru þeir samþykktir. Verulegur rekstr- arhalli varð á árinu, um 70 þús und krónur. Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.