Tíminn - 26.07.1966, Side 12

Tíminn - 26.07.1966, Side 12
12 DKiiI TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 26. júli 1966 Enski landsfóðsþjálfarinn eftir Argentínu-leikinn: JErfitt að leika knatt- spyrnu á móti villidýrum" Eusebio skorar fyrsta markið gegn N-Kóreu. Eusebio er tek inn við af Pele - sýndi stórkostlegan leik gegn N-Kóreu Hver er bezti knattspyrnumaður heims? Er það Pele frá Brazilíu? Nei, Pele hefur misst titUinn í bili til „svarta demantsins“ frá Mozambique, Eusebio, sem næst- um því upp á einsdæmi rétti portú gölsku knattspyrnuskútuna við eft ir ovænta árás Litlu-Asíumann- anna frá Norður-Kóreu. Á Goodi- son Park í Liverpool vissu menn ekki hvaðan á þá stóð veðrið, þeg- ar Kóreumennirnir brunuðu á 1. Flest mörk Markhæstu leikmenn HM, eftir gær- leikinn, sem háður var í kvöldi: Eusebio, Portúgal 7 HaUer, V-Þýzkaland 5 Bene, Ungverjaland 4 Beckenbauer, V-Þýzkaland 4 Porkujan, Sovét 4 Artimé, Argentinu 3 Augusto, Portúgal 3 Hunt, England 3 Eusebio tók stórt stökk í leikn um á móti. Norður-Kóreu, skor aði fjögur mörk- Hefur enginn leik maður.í keppninni skorað jafn mörg mörk í einum leik. mínútu upp vallarhelming Portú- gals með ofsahraða og skoruðu 1:0 framhjá Jose Pereira. Heppni! Þeir skora ekki fleiri mörk. En aftur komu Kóreumenn áhorfendum á óvart með því að skora 2:0 á 22. mínútu. Og aðeins 3 mínútum síðar skorar Kook 3:0. Hinir 20 þúsund áhorfendur voru furðu slegnir. Þessi óvænta árás hefði verið rothögg fyrir marga, en ekki fyrir Eusebio og félaga. Á 26. mínútu skoraði Eusebio 1:3 og 2:3 úr víta- spyrnu á 42. mínútu. Á 57. mínútu jafnaði Eusebio 3:3 og Á 60. mín- útu skorði hann 4:3 fyrir Portúgal. Það var greinilegt, að Kóreumenn irnir höfðu „sprengt" sig á fyrsta hálftimanum, því hraðinn —• aðal ógnunin — var ekki fyrir hendi í síðari hálfleik. Augusto skoraði 5. og síðasta mark Portúgals á 80. mínútu. í heild var leikurinn mjög vel leikinn, einhver sá bezti í keppn- inni til þessa. Þrátt fyrir tapið, var leikurinn að vissu marki sigur fyrir Kóreumenn, því að nú er ekki lengur hlegið að þeim sem viðvaningunum frá Asíu. Þeir hafa áunnið sér virðingu og sess í heims knattspyrnunni 1966. „Villidýr," sagði Alf Ramsey, enski landsliðsþjálfarinn, um Arg- entínumennina eftir hinn sögulega leik Englands og Argentínu á Wembley á laugardaginn, sem lauk með 1:0 sigri Englands. Og Ramsey er ekki einn um þessa skoðun. Flestir eru því dauðfegn- ir, að hinir blóðhcitu Suður-Am- eríkumenn skyldu ekki komast í „semifinal.“ Þeir gerðu stóra sprengingu á Wemblcy á laugar- daginn með því að ganga allir sem einn út af vellinum í mótmæla- skyni, þegar fyrirliða þeirra, An- tonio Rattin var vísað af leikvelli á 30. mínútu fyrir grófan leik og síendurtckin mótmæli við hinn þýzka dómara leiksins, Rudolf Kreitlin. Af þessum sökum tafðist leik- urinn í 9 mínútur, en þá loksins tíndust Argentínuleikmennirnir aftur inn á völlinn og léku einum færri það sem eftir var. En það var ekki auðvelt fyrir enska liðið að notfæra sér það, að Argentínu- menn voru færri, því það sem eftir var leiksins lögðu þeir áherzlu á vörnina með það í huga að knýja fram jafntefli og láta hlutkesti ráða, hvort landið kæmist í „semi- final.“ En hinn 24ra ára gamli West Ham lcikmaður, Geoff Hurst, gerði vonir Argentinu að engu, þegar hann á 77. mínútu skoraði eina mark leiksins með skalla eftir send ingu frá Peters. Allt ætlaði um koll að keyra á Wembley. Og Alf Argentinu-menn deila við dómarann — þungir á brúnina. Ramsey þurfti ekki að hafa leng-1 mæltu markinu við dómarann og ur samvizkubit af því að hafa sett héldu því fram, að um rangstöðu- Hurst inn í liðið fyrir Jimmy mark hefði verið að ræða. En Greaves. Argentínumenn mót-1 Framhald á bls. 15. Létt hjá V-Þjóðverjum á móti 9 Uruguay-mönnum Tveimur Uruguay-leikmönnuin var vísað af velli í leiknum á móti Vestur-Þýzkalandi í Sheffield. í báðum tilfellum var um gróf brot að ræða, og enski dómarinn Finn- ey sýndi blóðheitum Suður-Amer- íkumönnunum enga miskunn. Mest allan síðari hálflcikinn léku Uru- guaymcnn aðeins níu — og það var næstum of auðvelt fyrir þýzku sóknarmennina að renna í gegn- um uruguaysku vörnina og skora. Sovézka vörnin lamaði hina frægu sóknarm. Ungverja Ungverjar fengu tvö ódýr mörk á sig og tókst ekki að jafna Sovétríkin unnu Ungverjaland með 2:1 á Roker Park I Sunder- land á laugardaginn í frekar slök- um leik. Allan fyrri hálfleikinn hélt rússneska vörnin hinum frægu sóknarmönnum Ungverja, Albert, Bene, Farkas og Rakosi, niðri, svo aldrci skapaðist veruleg hætta við rússneska markið. Eina markið í fyrri hálfleik skor aði Igor Chislenko á 5. mínútu eftir Maufaleg mistök ungverska markvarðarins, Gelei, sem missti knöttinn eftir langskot Porkjuan. Ódýrt mark. Og á 2. mínútu síðari hálfleiks skoruðu Rússar 2:0. Einn ig þetta mark hefði ungverski markvörðurinn átt að geta komið í veg fyrir. í staðinn fyrir að koma út á móti í aukaspyrnu, stóð hann frosinn í markteignum. Og Pork- juan náði knettinum og sendi hann yfir ungverska varnarmúr- inn og í mark. Alls urðu mörkin fjögur, en Uru- guay náði aldri að svara. Uruguay-menn komu áhorfend- um á Hillsborough í gott skap á fyrstu mínútunum með því að leika sóknarleik, en eins og kunn- ugt er, hafa Uruguaymenn nær eingöngu leikið varnarleik í keppn ínni til þessa. En sóknin var ekki mjög beitt. Vestur-Þjóðverjar skor uðu fyrsta mark sitt á 11. mínútu Framhald a bls iö Með 2:0 yfir, lögðu Rússar aðal- áherzluna á vörnina það sem eftir var. Fyrir bragðið náðu Ungverjar tökum á miðjunni og ógnuðu tals- vert. Bene tókst að skora 1:2 á' 58. mínútu og komst spennan í \ algleyming við það. Þrátt fyrir | ágætar tilraunir tókst Ungverjum ! ekki að jafna. Til þess var rúss- neska vörnin of sterk — og mjög örugg og góð markvarzla „gamla j Ungverskum leikmanni hjálpað inn a völlmn eftir að hafa dottið ofan I mannsins" Jashin í markinu! ° i sryfju bak við ungverska markið. Þeir en» sterkir Rússamlr!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.