Vísir - 14.04.1975, Side 7

Vísir - 14.04.1975, Side 7
Visir. Mánudagur 14. april 1975. 7 cTVIenningarmál ISLENSKT LJÓÐASAFN III. bindi. Siöari hluti nitjándu aldar, upphaf tuttugustu aldar Kristján Karlsson valdi Ijóöin Almenna bókafélagið 1975. 375 bls. Einhversstaðar i huga sínum á víst hver lesandi kannski hver og einn læs maður geymdan dálítinn textaforða, af alls konar tagi, sem af einhverjum ástæðum hefur orðið var- anlegur í vitund hans. Þar á meðal eru jafnan einhver kvæði, kvæðabrot og vísur, bæði góðskáld- anna og þjóðskáldanna og annarra. Enda hafa vitrir menn tekið svo til orða að það sé einmitt á þessum stöðvum sem skáldskap- urinn lifi og viðhaldist — „í brjósti þjóðarinnar" eins og sagt er á ská Idleg- um stundum. Það er vitaskuld að þessi forði varanlegra kvæða í hug og hjarta lesendanna er á hverjum tima i einhverjum mæli sameig- inlegur verulegum fjölda manna, og stafar það bæði af skipulegri innrætingu af hálfu skólanna og samfélagsins og si- felldri notkun hinna sömu texta i ræðu og riti. Það er liklega æðimargt til, ef að þvi væri gáð, af kvæðum frá 19du og 20stu öld sem örðugt væri að komast hjá þvi að kannast að minnsta kosti við þau — þó svo menn aldrei liti i ljóðabók eftir að skólaljóðun- um sleppti. Eftir þjóðskáldin okkar, hvern og einn þeirra liggur dá- litið safn ljóða sem „allir þekkja” og sifellt er haldið að mönnum, bæði leynt og ljóst. Það er svo annað mál hvernig þetta „ósjálfráða úrval” úr kvæðum skáldanna kemur heim við frekari kynni manna af skáldskap þeirra, ef til þeirra stofnast, og hversu „réttri mynd” það þá miðlar af þjóð- skáldinu góða. Og það er vænt- anlega reynsla flestra lesenda að i kvæðasöfnum okkar af- kastamestu þjóðskálda, séra Matthiasar, til dæmis, eða Stephans G. sé lengi að finna „ný kvæði” sem jafnvel iðju- samur lesandi ekki hefur tekið eftir við fyrri lestur. Tvö sjónarmið Þegar gert er i yfirlitsskyni úrval úr skáldskap, hvort held- ur er einstaks höfundar, eða til- tekins timabils, eða bókmennta- stefnu, eða alls skáldskapar til lengri eða skemmri tima, — þá koma augljóslega til greina a.m.k. tvö meginsjónarmið sem taka verður afstöðu til og virða til verksins. Annars vegar má segja að lesandi geti vænst þess af sliku verki að eiga þar til uppsláttar og upprifjunar einmitt hin al- kunnu kvæði þjóðskáldanna og góðskaldanna, nokkurn forða þeirra kvæða sem reynslan hef- ur þegar dæmt „klassisk verk”. Trúlega setur lika þetta sjónar- mið sterkan svip á skólaljóð og lestrarbækur sem á meðal ann- ars er ætlað að innræta nýjum lesendum hefðbundið bók- menntamat og hinn viðtekna bókmenntaarf þjóðarinnar. A hinn bóginn er það ekki óeðlilegt metnaðarmark i sliku safnriti að freista þess að endurskoða að nokkru einmitt hið viðtekna mat textans, vikja þeim kvæðum til hliðar sem slitlegust sýnast eftir langa brúkun, en finna önnur jafngóð eða betri i þeirra stað, sem um leið veiti kannski jafn- góða eða betri visbendingu um önnur verk og verðleika þess eða þeirra skálda sem eiga i hlut. 1 þessum efnum þykir sjálf- sagt farsælast að þræða bil beggja, virða mikils hiö við- tekna mat og dóm reynslunnar, en reyna jafnharðan að draga til safnsins önnur jafngóð en miður þekkt kvæði og höfunda. Mestu skiptir vitaskuld aö i sliku safn- riti, og hvort sem það er mikið eða litið að vöxtum og fyrirætl- un, að þar séu sem flest og helst einvörðungu góð kvæði. Þessa skilmála útgefandans orðar Kristján Karlsson vel, eins og fleira, i formála sinum fyrir þriðja bindi íslensks ljóða- safns: „Allsherjar safn af þessu tagi varpar ljósi á einstök kvæði i trausti þess, að þau standist prófið án hliðsjónar af sögu skáldsins og samhengis i verk- um þess. Sá sem velur hefur tekið að sér að velja góð kvæði, og hann kann að vænta þess að úrvalið megi freista einhvers til að lesa fleira eftir einstök skáld, en hann ber ekki ábyrgð á þvi ef sú athugun veldur lesanda von- brigðum. Valið er ekki til þess gjört að veita yfirsýn um verk einstakra skálda. En hins vegar hlýtur rúmgott safn, sem ekki dregur taum tiltekinnar stefnu, né leitar uppi ákveðin viðfangs- efni I skáldskap, að veita nokk- uð vitt yfirlit um ljóðagerð þess tima sem það tekur einkum til.” Um hefð og smekk Vitanlega getur kvæðaval og höfunda I safn eins og þetta ver- ið „persónulegt” þótt það komi i meginatriðum heim við „við- tekinn smekk”. En ætla má að þvi persónulegra sem valið er, jafnvel gert i visvitaðri and- stöðu við hið hefðbundna mat, svo að litt þekkt kvæði séu jafn- aðarlega tekin fram yfir þau sem alkunn eru fyrir, sé liklegra til að vekja forvitni fyrst og svo nýjan áhuga lesandans á skáld- unum og kvæðunum sem við söguna koma — ef valið hefur tekist I raun, nýstárlegur smekkur útgefandans sýnir sig að koma heim við nýjan smekk á meðal lesenda. Það er alls ekki sagt til að halla á hið nýja tslenska ljóða- safn — en vist væri gaman að eignast lika slikt alveg „persónulegt kvæðasafn” t.a.m. 19du aldar skálda, eftir fjölfróðan og smekkvisan útgef- anda eins og t.a.m. Kristján Karlsson. Þar með er það lika sagt að i þessu safni virðist mér að reynt sé að láta hvorttveggja njóta sin, hið hefðbundna og persónulega sjónarmið á kvæðavalið. En það er nærtæk- ast að prófa með samanburði við önnur safnrit sem taka til sama tima. Fyrri grein eftir Ólaf Jónsson Gagn og gleöi Með þessari bók, þriðja bindi i fyrirhuguðu safnriti, er sem sagt hafið allsherjar úrval islenskrar ljóðagerðar að fornu og nýju. Alls verður safnið i fimm bindum, ekki minna en 2000 bls. að stærð, að sögn, en af þeim verður eitt bindi lagt undir þýdd ljóð. Að þvi verður mest nýjung I safninu þar sem aldrei hefur áður verið gerð nein slik „úttekt” ljóðaþýðinga á is- lensku. Aftur á móti hefur einu sinni áður komið út sambærilegt kvæðaúrval i viðlika sniðum og tslenskt ljóðasafn: það var safnritið tslands þúsund ár sem kom út i þremur bindum, um það bil 1700 bls. að stærð, fyrir þrjátiu árum eða svo. Nýja safnið verður þó þeim mun stærra, að minnsta kosti, sem það var leturdrýgra en Islands þúsund ár. BÓKMENNTIR Kristján Karlsson. t annarri grein verður vikið nokkru nánar að samanburði þessara tveggja safnrita og ýmissa áhorfsefna sem þá leið- ast i ljós. Áður en svo langt er komið er kannski vert að taka það skýrt fram sem mestu skiptir um tslenskt ljóðasafn, að hér virðist við fyrstu kynni um mjög svo rúmgott og smekklega valið kvæðasafn að ræða, hér geymist samvalinn forði mikils- háttar skáldskapar frá gullöld- inni sem leið, fjarska liklegur að veita bæði nýjum og gömlum lesendum marga ánægjustund, auk þess fróðleiksgildis sem i sliku safni liggur. Með þessu bindi er myndarlega hafið verk sem vafalaust mun enn vaxa að gildi, og verðleikar þess þá verða ljósari, þegar safnið er allt komið út. Að ytri gerð er tslenskt ljóða- safn einkar vönduð bók aö sjá, smekklega en látlaus eins og við á. Hún er likleg að reynast heillastoð hinum nýja bóka- klúbb Almenna bókafélagsins, en bókin er aðeins föl félags- mönnum hans og ekki til sölu á frjálsum markaði. VORUM AÐ TAKA UPP MIKIÐ ÚRVAL AF TANDBERG SEGULBANDSTÆKJUM [g)H HAFNARSTRÆTI 17 F SÍMÍ 20080

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.