Tíminn - 30.07.1966, Side 5

Tíminn - 30.07.1966, Side 5
LAUGARDAGUR 30. júlí 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steiugrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankástræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — PrentsmiSjan EDDA h.f. Milljón í meðalíbúð 1 Eitt augljósasta dæmið um þaS, hve gersamlega ríkis- stjórnin hefur misst allar verSbólguhömlur úr höndum sér, er hin geipilega og hríðvaxandi hækkun byggingar- kostnaðarins. Samkvæmt byggingavísitölunni er bygg- ingaverð meðalíbúðar komið yfir eina milljón króna, og hefur hækkað um hvorki meira né .minna en 153 þús- und krónur á einu ári. Úpplýsingar þær, sem Sigurvin Einarsson birti um þessi mál í grein hér í blaðinu s.l. þriðjudag, eru harla athyglisverðar. Samkvæmt opinberum hagtölum kostaði meðalíbúð árið 1958 kr. 424 þús. og var hækkunin það ár 25 þús. Árið 1962 var byggingaverð meðalíbúðar komið upp í 604 þús. og hafði þá hækkað um 45 þús. að meðaltali á ári fyrra skeið ,,viðreisnarinnar“. Að vísu var þetta mikil hækkun, og um helmingi meiri en árin áður en þó smámunir borið saman við þau ósköp, sem síðar dundu yfir. Árið 1964 hækkaði íbúðin um 121 þús- und, árið 1965 um 102 þúsund, og árið 1966 segir vísital- an, að hún hækki um 153 þús. og sé komin upp í 1007 þús. kr. Á síðara kjörtímabili „viðreisnarstjórnarinnar" hefur meðaiíbúð því hækkað um 101 þús. kr. að meðaltali á ári Fyrr má nú rota en dauðrota. Þessar staðreyndir ættu að sýna, svo að ekki verður um villzt, að verðbólga síðustu ára hefur verið margföld á við það, sem hún var fyrir fáum árum, og augljós sá munur, sem á því er að halda verðbólgu nokkuð í skefj- um, eða missa með öllu allar varnir úr höndum sér. Það hefði ekki valdið neinu öngþveiti í þjóðfélaginu, þótt byggingarverð meðalíbúðar hækkaði nú á einu ári um 25—30 þús. krónur, eins og á árunum 1957—59, þó að öll hækkun sé til óþurftar, en þegar verðhækkun á íbúð er orðin yfir 150 þús. kr. á ári, eða meira en helmingur þeirrar fjárhæðar, sem hið opinbera íbúðalánakerfi lánar í heild með vísitöluálagi, þá er stefnt beina leið í kvik- syndi. Verðbólgan milli 1950 og 1958 var að vísu meiri en nóg, en á henni voru ætíð miklar hömlur, enda settu ríkisstjórnir sig þá í veð fyrir því, að lokur væru ekki dregnar frá. Verðbólga síðustu ára er hins vegar stjórn- laus óðaverðbólga, sem ríkisstjórnin hefur hreinlega sleppt lausri á almenning, eins og byggingatölurnar sýna, og nú er hér ríkisstjórn, sem varpar allri ábyrgð af þessu frá sér og kennir aðeins öðrum um, en situr sem fastast. Vísitala byggingakostnaðar er ein röksemdin fyrir því, að ríkisstjórnin á tafarlaust að vikja. Þrjár vikur á eftir Bændur. að minnsta kosti sunnan lands og vestan, telja hiklaust, að heyskapur sé nú þrem vikum síðar á ferð en í sæmilegu ári. Sumarið kom seint, spretta var sein, og sláttur hófst seint. Fyrstu vikur sláttarins hafa verið örðugar, lítið um þurrka, og um síðustu helgi olli stórviðri miklu heytjóni. Kartöflur og garðávextir eru seint á ferð. Allt bendir til þess, að sumarið verði bænd- um örðugt og rýrt, og bætist það nú ofan á það, sem þeir eru þessa mánuðina að greiða til baka af umsömdu verði búvara á s.l. ári vegna óáranar af völdum manna í ráð- herrastólum. TÍMINN Hefur Aref forseta tekist aö leysa Kúrdavandamálið í írak? Margt bendir nú til þess, að framtíðarhorfur Kúrdanna muni fara veru- lega batnandi. SVO virðist sem loksins hilli undir lausn á deilum Kurda og íraksstjórnar, að minnsta kosti til bráðabirgða, þar sem Abdel Rahman Aref forseti hefur heit ið Kurdum verulegri sjálfs- stjórn í ýmsum málum. Áratug eftir áratug hafa stjórnendur fraks reynt að berja uppreisnir Kurda niður. Almennt hefur verið álitið. að valdbeiting væri það eina, sem að haldi kæmi gegn Kurdum. En öll viðleitni í þá átt hefur orðið til einskis. Samningaum- leitanir hafa svo staðið yfir að Íundanförnu milli leiðtoga Kurda og íraksstjórnar, og fyr ir skömmu náðist samkomulag sem virðist gefa góðar vonir um frið. Hitt er svo annað mál, að minnstu munaði, að þetta sam komulag yrði til þess, að Aref forseti hrökklaðist frá völdum, þegar Razzak, fyrrvcrand' for- sætisráðherra gerði tilraun til að steypa honum af stóli fyrir skömmu. Kurdar í frak eru um 1.8 milljónir, en þeir eru einnig( fjölmennir i ýmsum ríkjum austur þar, f Tyrklandi eru 6 milljónir Kurda, 3,5 milljónir í frak og fjögur hundruð þús- und í Sýrlandi. Undansláttur Arefs forseta við Kurda hefur vakið verulegan ótta í Tyrk- landi, en Tyrklandsstjórn hef- ur einnig átt í útistöðum við þá. Kurdar hafa þó sætt allt annari meðferð í Tyrklandi en í frak. Tyrkir hafa varizt sjálf stæðiskröfum Kurda með þvi að hæta verulega félagslega að stöðu þessara fjallabúa. Komið hefur þó hvað eftir annað til átaka þarna, en ávallt hefur mátt rekja rætur óeirðanna til þess hluta þjóðarinnar, sem í frak býr. RÉTT er að líta í svip á fyrri sögu Kurda. Mörgum heimildum ber saman um, að þeir hafi alltaf verið herská þjóð. Xelofon mun fyrstur hafa orðið alvarlega fyrir barðinu á harðfengi þeirra í orrustum, þegar honum lenti saman við þá á heimleiðinni frá Baby- lon. Síðar börðust Kurdar af mikilli hörku og dugnaði gegn Mongólum og Tyrkjum, en hin um síðarnefndu tókst að kúga þessa frelsisunnandi þjóð und- ir sín yfirráð um 1500. Síðan þetta gerðist hefur Kurda ávallt dreymt um að stofna sjálfstætt Kurdistan. Sendinefnd frá þeim tók þátt í friðarsamningum eftir fyrri heimsstyriöldina og með Sevr- es-samningunum 1920 var á- kveðið, að Kurdistan yrði sjálf stætt þjóðríki . En þessi samþykkt hefur aldr ei verið framkvæmd. í Laus- anne-samningnum, sem gerður var árið 1923, og Sevres-samn ingurinn feldur um leið úr gildi, var Kurdistan ekki nefnt á nafn. Kurdar börðust ákaft gegn innlimuninni í írak og síðan um miðjan þriðja tug ingunni) teygja sig inn í fimm einstök ríki. þessarar aldar má heita, að þeir hafi gert hverja uppreisn ina af annarri, en íraksstjórn bælt þær jafnóðum niður All an fjórða tug aldarinnar rak hver uppreisnin aðra^ en allar voru bældar niður. Árin 1945 —47 endurtók sama sagan sig. KURDAR bundu nokkrar vonir við Kassem og hann hafði óskertan stuðning þeirra, þegar hann kom til valda árið 1958. Um skeið virtist hann gefa Kurdum undir fótinn. og þeir töldu sig í þann veginn að hljóta viðurkenningu til iafns við Araba, bæði í menningar- málum og stjórnmálum. Opin bert nafn ríkisins var meira að segja_ „lýðveldi Kurda og Araba í frak.“ Árið 1960 sneri Kassem blað inu alveg við. Hann tók nú að feta í fótspor fyrirrennara sinna og undiroka fjallaþjóðina Kurda meira og meira. Þeir misstu smátt og smátt íhlutun sína og aðstöðu, bæði í ríkinu sjálfu og olíuvinnslunni. Af þessu leiddi brátt endurvafcta óvild milli hinna fornu fénda Araba og Kurda, og fljótlega kom til beinna vopnaviðskipta. Stjórn Kassems gerði áras á landshluta þá, sem Kurdar byggðu. Hún gerði ráð fyrir. að sprengjuflugvélar og skrið- drekar ynnu skjótlega bug á andspyrnunni. En þetta fór á sama veg og oft áður. Valdhöfunum veittist erfitt að vinna bug á andstöðu Kurdanna, sem fljótlega komu á fót traustum vörnum undir forustu Mustafa Barzani. Hiers- höfðingja. Hersveitir stjórnar- innar biðu hvern ósigurinn af öðrum. Barzani hershöfðingi reynd- ist öruggur og dugmikiíl, þeg ar til kastanna kom. Hann hafði opphaflega hlotið ágæta menntun sem trúarbragðakenn ari, en að einni uppreisninni lokinni varð hann að flýja iand. Þá lagði hann leið sína til So- vétríkjanna, gekk í herfor- ingjaskólann í Moskvu og hlaut brátt háa stöðu í Rauða hern- um. BARÁTTAN færðist smátt og smátt í aukana. Hersveitir ríkisstjórnarinnar og Kurdar háðu hverja orrustuna af ann arri. Þegar valdaferli Kassems lauk árið 1963, höfðu Kurdar öll yfirráð í miklum hluta fjall lendisins í Norður-írak, en þar eru heimkynni þeirra. Þegar uppreisn var gerð gegn ríkis- stjórninni í írak, undir for- ustu Arefs, var undir eins sam ið um vopnahlé við Kurda og þeir veittu uppreisnarmönnum fullan stuðning. Um skeið leit út fyrir. að Aref yrði tilleiðanlegur tii að láta að kröfum Kurda um sjálfsstjórn í vissum málum. En eftir því, sem stjórnin varð traustari í sessi þótti verr horfa um framkvæmd fyrri lof orða, og brátt virtust þau ekk ert nema innantóm orð. Samn ingaumleitanir fóru fram í Bag dad milli Jala Talabani, eins af nánustu samstarfsmönnum Barzanis og fulltrúa ríkisstjórn arinnar. Þegar þær svo fóru út um þúfur í fyrra urðu héruðin í Norður-írak aftur stríðsvett- vangur. Skæruliðar Kurda, sem voru álitnir um tíu þúsund að tölu, veittu stjórnarhernum öruggt Framhald á bls. 15. ——1«- - l,— J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.