Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 8
I 3 TÍMINN LAUGARDAGUR 30. júli 1966 r Það er ekki ofmælt að segja um Oddnýju Methúsamlemsdótt ur í Ytri Hlíð í Vopnafirði, Iað hún hefur gert „garðinn frægan.“ Trjágarðurinn við heimili þeirra hjóna Oddnýjar og Friðriks hreppstjóra Sigur- jónssonar er almennt rómaður fyrir sérstaka fegurð og allt ber þar vott um mikla vinnu og umhyggju fyrir gróðrinum, sem þar er hlúð að. Fyrir nokkrum árum fékk Oddný Fálkaorðuna fyrir skógræktar- starf sitt og var vissulega vel að þeim sóma komin. Um það vill hún sem fæst tala, en hún er meira en fús að ganga með mér um garðinn og sýna mér hann. Að vísu segir hún garð- inn ekki vera nema svipur hjá sjón í ár, því að fjölmörg tré eyðilögðust með öllu, svo að t höggva varð þau burt, eða ‘t'fskemmdust verulega á síðast- liðnum vetri vegna óvenjulegra snjóþyngsla. Víða sjást stubb- amiraftrjám, er höggvin hafa verið, annars staðar hafa trén verið bundin upp og reynt að flutt í nýja húsið. Hæstu trén eru orðin um 6—8 metrar. AU an trjágróðurinn hefur hún al- ið upp frá fræi eða örsmárri plöntu. — Sumar tegundir af greni og víði fóru verst í vetur. En ekki nærri allar, enda hef ég margar tegundir og afbrigði af sömu tegundinni. Hér er til dæmis þingvíðir og gulvíðir og af greni m.a. broddgreni, rauð- greni, blágreni og sitkagreni og af þeim hef ég mest. Litlu grenitrén eru Alaskagreni, sem ég hef alið upp af fræi, sem ég fékk frá Hallormsstað fyrir nokkrum árum. — Hvað heldurðu að þú haf ir margar tegundir í garðin- um? — Það vill svo til, að ég á skrá yfir það. Einu sinni þegar ég var lasin og lá í rúminu gerði ég að gamni mínu skrá yfir tegundirnar. Mér taldist tii að trjátegundirnar væru 35 og blómategundir 52. Á einum stað í garðinum er skeifulaga reitur, sem Oddný kallar Meyjarskemmuna. A öðr um stað er limgerði, sem er klippt þannig til að það mynd- ar stafinn O, og rétt við er trján um plantað svo, að úr verður stafurinn M og er þá komið fangamark Oddnýjar. Þegar við komum inn í bæ- inn eftir rannsóknarferð um garðinn fer Oddný að taka til kaffi og kökur og segist ekk- ert hafa meira að segja. Nú séum við búin að sjá garðinn á að vera. Ungar konur hafa í of mörgu að snúast til að gefa sig að trjárækt núna, þær leggja aðaláherzluna á blómin Ég hef alltaf haft margar blóma tegundir, en eins og þið sáuð er þetta fyrst og fremst trjá garður og aðeins takmarkað nf hverri blómategund. — En þú leggur þig eftir fleiru en trjárækt. Ég hef heyrr að þú sért mikil hannyrðakona og fáist einkum við vefnað. Eins og stofan ber raunar vitni um, á borðinu er ofinn dreginn og yfir dívaninum hang ir fallegt ofið veggteppi. — Hvaða vitleysa, segir Odd- ný og er nú nóg boðið yfir forvitninni. — En ég á lítinn vefstól, hann er meira að segja svo lítill að hann kemst hæg- lega fyrir í einu horni eldhúss- ins. Ég get ekki sýnt ykkur hann, því að ég tek hann á sumrin og pakka honum niður og gríp aðeins í hann á vet- urna. Þetta er orðinn gamali vefstóll, hann átti kona Ingólfs Gíslasonar, læknis í Vopnafirði. Hún hafði keypt hann í Kaup mannahöfn, þar sem hún gekk á listvefnaðarskóla. Svo fékk ég af tilviljun stólinn frá henni. Ég hef aldrei lært að vefa. Aft- úr á móti fékk ég gamla menn á Burstafelli og þar í grennd til að segja mér til að rekja og setja upp og hafi verið hald in námskeið hér einhvers stað- ar hef ég notfært mér þá til- sögn. Oddný Metúsalemsdóttir í garðinum sínum: Tímamynd JK. _ Hvað hefurðu helzt ofið? — Það eru dreglar, púðar, Hlaut Fálkaorðu skógræktarstarf hlúa að þeim. Og þrátt fyrir augsýnilegar skemmdir fi garð- inum við Ytri Hlíð eftir vet- urinn er hann undrafallegur og sérstaklega vel hirtur. Gegnum garðinn rennur lít- ill lækur og gerir sitt til að reiturinn er notalegur og skemmtilegur .Rétt við inngang inn er stór steinn með gati í gegn. Oddný segir að steinn- inn heiti Fiskasteinn, því að á honum var fiskur barinn og þá notaður til þess minni steinn- inn og var skaft stungið gegn- um gatið. Oddný gengur með okkur um garðinn og sýnir okkur hinar ýmsu trjátegundir, sem þar vaxa.Nú eru um 20 ár síðan hún gróðursetti fyrstu trjáplönturn ar. Bærinn í Ytri Hlíð stóð áður ofar í túninu, en íbúðar- húsið sem þar er núna var byggt fyrir röskum tuttugu ár- um og hún byrjaði ekki að fást við gróðursetningu í Hlíð, fyrr en eftir að fjölskyldan var og það hljóti að vera nóg. En hún fæst nú samt til að svara nokkrum spurningum á hlaup- um. — Kunnirðu eitthvað til skógræktar, þegar þú byrjaðir? —Nei, nei. Ég fékk dálitla tilsögn hjá Einari Helgasyni. En það var ekkert, sem orð er á gerandi. Þegar ég byrjaði sendi ég fimm krónur til skóg- ræktarinnar og fyrir þær fékk ég 400 gr. af fræjum úr Bæj- arstaðaskógi. Og af þessum fimm krónum er kjarninn í garðinum sprottinn. Svo fékk ég unglinga úr sveitinni til að aðstoða mig við gróðursetning- una undir því yfirskini að ég ætlaði að kenna þeim skógrækt. Og það gerði ég nátturlega líka og naut svo krafta þeirra við þetta. Á heimavistarbarnaskóla sveitarinnar á Torfastöðum er dálítill reitur, og ég hef sent plöntur þangað og látið krakk ana setja niður. Ég er ættuð frá Burstafelli í Hofsárdal, held ur Oddný áfram — og þar rækt aði ég smáreit, og þegar ég hófst handa hérna fékk ég nokkrar tegundir þaðan og sömuleiðis úr skóginum þar í kring. Ég kíkti yfir öxlina á Odd- nýju í skrána hennar um trjáa- og blómategundirnar í garðin um. Of langt yrði að telja all ar- upp, en nokkrar má nefna: birki, víði og greni og undir tegundir þeirra. ribsberja- 02 sólberjarunnar, fura elrir og gráelrir, þynur, og ösp. Af blóm um t.d. begenía, blásól, venus vagn, mjaðjurt, túlipanar, stúp- ur o.fl. o.fl. fyrir sitt — Þótti fólki ekki einkenni legt, þegar þú fórst að rækta skóg hérna? — Jú, það var ósköp hissa á því, að bóndinn skyldi tíma að láta mig fá allt þetta pláss í stað þess að taka það undir tún. Fólki fannst þetta vitlaust. Skógurinn væri ekki til neins gagns. En ég hef haft mesta ánægjuna af þvi að ala upp hvert tré og fylgjast með því og þess vegna er leiðinlegt, hvernig fór í vetur. En þá hugsa ég sem svo, að það var gott að ekki skyldi fara enn verr. En það þarf nú stund til að hirða um garðinn ef vel mottur, gluggatjöld og lengi vel mestallan fatnað til heimilis- ins. Margt hef ég gefið burt, en mikið á ég samt sjálf. Svo var ég að gera mottur um dag- inn, það er nú ekki vefnaður, j heldur eftirlíking af flosi. Ég | hafði gert ein 10—11 stykki og I ætlaði að eiga a.m.k. tvær sjálf \ en einhvern veginn æxlaðis! svo til að nú á ég bara eina eftir. i Oddný lætur undan beiðni K um að koma með mottuna. Hun B er í ljósum lit með grænum Ef smáflötum innan um og líkist |Í mjög Rya-teppum hvað áferð snertir. — Þetta er bara eftirlíking, næst ætla ég að reyna að ná ryateppaáferðinni betur. Og nú skuluð þið koma og fá kaffi og hætta þessum spurn- ingum, segir Oddný ákveðin og síðan er setzt að ágætu kaffi- borði, reyndar hálfgildings af- mælisveizlu, þvi að fósturdóttir Oddnýjar átti einmitt afmæli þennan dag. H.K. Rætt við Oddnýju í Ytri-Hlíð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.