Tíminn - 30.07.1966, Side 9

Tíminn - 30.07.1966, Side 9
LAUGARDAGUR 30. júlí 1966 TÍMINN Sóknarprestur í f jöru- tíu ár í sama brauðfnu Á þessum tímum hraðans, t svo og fólksflóttans úr sveitun- um, og alla þeirra breytinga og byltinga, sem nú eiga sér stað í þjóðlífinu, má það teljast frá- sagnarvert, að einn prestur hef ur setið í sama brauðinu rétt 40 ár. Þetta er séra Páll Þor- leifsson, sóknarprestur að Skinnastað í Öxarfirði. Hann ] var kosinn þar prestur hinn 26. ágúst 1926, en var þó ekki kom inn í sóknina, því að hann stund aði framhaldsnám í kristilegri siðfræði, bæði í Kaupmanna- höfn, París og í Þýzkalandi. Hann kom heim um haustið og hefur síðan þjónað Skinnastað- arprestakalli, Garðssókn, Prest- hólasókn og lengst af Víðirhóls- calli á Hólsfjöllum. Aukaþjón- stu í Raufarhafnarsókn hafði ann á hendi 1946 til 1947 og 1951 og lengst af síðan, með því að sú sókn er venjulega prestlaus. ÖUum þess.um sókn- um sínum hefur hann þjónað af frábærum dugnaði og einstakri samvizkusemi. Hann náði fljótt miklum vinsældum. sem ekki hafa dvínað síðan. Séra Páll er fæddur að Hól- um í Hornafirði hinn 23. ág. 1898, sonur Þorleifs alþm. Jónssonar og Sigurborgar konu hans. Hann lagði ungur út á námsbrautina og tók stúdents- próf 1921. Stundaði síðan guð- fræðinám við Háskólann og lauk glæsilegu prófi þaðan vor- ið 1925. Hann var með afbrigð- um mikill námsmaður. Af skóla bræðrum hans var það Einar Magnússon, núverandi rektor Menntaskólans, sem einn stóð honum jafnfætis sem námsmað ur, enda er Einar viðurkennd- ur gáfumaður og hörkudugleg- ur. Þegar séra Páll hafði verið kosinn prestur, fóru margir að velta því fyrir sér, hvort það hefði nú verið rétt, að kjósa hann, svona ungan og óreynd- an. Ástæður eru til alls. Á undanförnum árum höfðu log- að illvígar deilur á milli gamla sóknarprestsins og safnaðar- manna í öllum sóknunum. Sum þessi deilumál voru ennþá óleyst, og flokkadrættir og sund urlyndi óð uppi hvarvetna. Þetta hlyti að verða ónotaleg aðkoma fyrir ungan og óreynd- an prest. Og sóknarmenn voru margir óttaslegnir og spáðu því, að hér yrði hann ekki lengi prestur. Hann yrði þeirri stund fegnastur er hann kæmist á burt. En þessi ótti reyndist ger- samlega ástæðulaus. Hann leysti öll hin gömlu deilumál, án þess að nokkur maður hefði hugmynd um hvernig hann fór að því. Og allir flokkadrættir og allt sundurlyndi var þegar úr sögunni. Síðan hefur hann setið á friðarstóli í 40 ár og notið mikils trausts og álits í öllum sínum sóknum. Hann þyk ir góður prestur, þótt ekki verði hann talinn beinlínis skör- ungur. Hann hefur verið kosinn í allar þær trúnaðarstöður, sem hægt er að bjóða einum sveita- presti, og hefur hann rækt þær af frábærri trúmennsku og samvizkusemi, enda hefur hann við að styðjast mikla menntun og fjölþættar gáfur. Kona séra Páls er Guðrún Elízabet Arnórsdóttir prests á Séra Páll Þorleifsson Hesti. Þau hafa eignast mörg mjög mannvænleg börn. Nú hefur heyrzt, að séra Páll sé á förum frá Skinnastað. Ef það reynist rétt, mun sóknar- fólkið áreiðanlega sakna hans, því að vandfundinn verður sá, maður, sem fyllir fullkomlega í sæti hans. B.S. 9 Hálrrsar Vilhjálmsson: HJGLEIDING M 3. hluti STÆKKUN SVEiTARFtLAGA Noregur: Árið 194 var skipuð nefnd, sem endurskoðt skyldi skipun sveitar- félaganna landinu. Með lögum frá 1956, in almenna endurskoð- un á skiptigu í sveitarfélög var konungi h.milað að framkvæma endurskoðtiina í samræmi við meginreglv laganna, án þess að leggja þyiti málið fyrir þingið. Þessar míinreglur voru í aðal- atriðum síihljóða tillögum nefnd arinnar, e þó skyldi stefnt að nokku fjölmennari sveitarfé- lögum, ernefndin hafði gert ráð fyrir semlágmarki. Nefndin hafði stungið ipp á 2500—3000 íbúum í hveiju sveitarfélagi sem lág- marki. Nánari framkvæmd máls- ins var í aðalatriðum ákveðin þann ig af þinginu: 1. Nefnd (Kommuneinddelings- kommité) semur, að fengnum upp lýsingum og tillögum frá fylkis- stjórum og fylkisnefndum, bráða- birgðatillögur um breytingar í hverju fylki. Bráðabirgðatillögurn ar eru síðan sendar fylkisnefnd- um ,og sveitarstjórnum, sem hlut eiga að máli. Að fengnum umsögn um þessara aðila gerir nefndin lokatillögur til ráðuneytisins. 2. Ef nefndin breytir þá ekki bráða birgðatillögum sínum, annast ráðu neytið framkvæmd málsins, án frekari umsagnar seivtarstjórna- eða fylkisnefnda, ef ráðuneytið fellst þá á tillögur nefndarinnar í verulegum efnum. Að öðrum kosti gengur málið aftur til sveit- arstjórnar og fylkisnefndar áður en það verður afgreitt. 3. Ákvörðun um breytingu má taka án samþykkis þingsins, jafn- vel þó að sveitarstjórn og fylkis- nefnd séu á móti breytingunni, ef breytingin er í samræmi við tillögu nefndarinnar og ekki fleiri en tveir af fastameðlimum henn- ar hafa greitt atkvæði gegn breyt- ingunni. Samkvæmt þessum meginreglum gerði nefndin bráðabirgðatillögur fyrir öll fylkin. Eftir að sveitar- stjórnir og fylkisnefndir höfðu haft málið til athugunar gerði nefndin tillögur til breytinga á árinu 1960 og á næstu árum voru umbæturnar framkvæmdar. Sam- kvæmt lögum frá 1961 var akveð- ið að allir kaupstaðir nema Oslo og Bergen skyldu vera með í íylkj um með sama rétti og önnur sveit arfélög. Árangur þessara ráðstafana sést af eftirfarandi töflu: Hreppar 1950 1965 Kaupstaðir 1950 1965 Samtals 1950 1965 Undir 1000 íbúar 81 21 3 0 84 21 1000—2000 fbúar 203 58 10 1 213 59 2000—5000 íbúar 293 183 23 1 316 184 5000—10000 íbúar 78 114 9 11 87 125 10000—20000 íbúar 22 35 13 20 35 55 20000—50000 íbúar 3 7 2 10 5 17 Yfir 50000 íbúar 0 1 4 4 4 5 Samtals 680 419 64 47 744 466 Nú er talið, að í stórum drátt- um fjölgað úr 131 í 202 sveitar- um sé lokið sameiningu sveitar- félaganna í Noregi. Af framanskráðri töflu má sjá að sveitarfélög með færri en 5000 íbúum“voru árið 1960 samtals 613, en á árinu 1965 hafði þeim fækk- að og eru nú samtals 264 Þess- um sveitarfélögum hefur því fækk að um 349. Hins vegar hefur sveit- arfélögum með fleiri en 5000 íbú- félög eða um 71. Heildarfækkun sveitarfélaganna i landinu á þess- um 15 árum nemur því 278. Svíþjóð: Ríkisstjórnin skipaði nefnd árið 1943, sem hafði það hlutverk að athuga hvernig framkvæma mætti hagkvæmari skiptingu ríkisins í sveitarfélög. í nefndaráliti sínu frá 1945 lagði nefndin einróina til, að komið yrði á nýrri skipun i sveitarfélaga svo fljótt sem auðið væri, þar sem mörg hin smærri sveitarfélög yrðu sameinuð, þann- ig að sköpuð yrðu stærri og fjár- hagslega sterkari sveitarfélög. Með sameiningum skyldi yfirleitt stefnt að sveitarfélögum með 2000—3500 íbúa. Þessa ályktun byggði nefnd in á rannsóknum, sem leiddu ljós, að þessi fjöldi væri nauðsyn- legur til þess að sveitarfélögin gætu leyst veigamikil verkefni sín. Vegna fræðslumála var talið að íbúar þyrftu að vera 3000—3500 í hverju sveitarfélagi, vegna fram- færslumála 2000—2500 íbúar og vegna heilbrigðis- og byggingar- mála 2000 íbúar. Höfð var hlið- sjón af fleiri málaflokkum .Meg- inreglur nefndarinnar voru sam- þykktar með lögum frá 1946, þar sem ákveðið var að fram skyldi fara almenn endurskoðun á sveit- arfélagaskiptingunni. Verk þetta hófst hjá fylkisstjórnunum, sem söfnuðu upplýsingum, ræddu við sveitarstjórnir og gjörðu síðan til- lögur um breytingar hver í sínu fylki. Tillögurnar voru síðan í at- hugun í ráðuneytinu og sveitar- stjórnirnar fengu enn á ný tæki- færi til að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri. Að lokum komu tillögurnar til meðferðar ráðherra, en síðan tók konungur ákvörðun Framhald á bls. 12. Friðrik Ólafsson skrifarum skðk Pillsbury leiðréttir mistök sín Þegr Píllsbury vann hinn fræga sigur sinn i Hastings 1895, var hann !2 ára gamall og hafði þá aðeini teflt skák i 5 ár, þótt ótrú- legt tegi virðast. Það átti ekki fyrir þessum unga snillingi að liggjaað verða langlífur, því að um þítugt hafði heltekið hann meinemd, sem tveimur árum sið ar dó hann til dauða- En Pills- burytókst þrátt fyrir þetta að vinnémörg glæsileg afrek og með al þirra eftirminnilegustu má nefnísigur hans yfir dr. E. Lasker í Canbridge Springs 1904, sem áð- ur erminnzt á. Þar tókst honum loksiit að fá leiðréttingu mála sinna pg hefna ófaranna i Len-1 ingrad 1896. Mátti ekki tæpara standa, því að Pillsbury lézt ári síðar og var þegar farinn að kröft um, er hann tefldi þessa skák. Hún er því réttnefnd svanasöngur hans. Cambridge Springs 1904. Hv: H. N. Pillsbury. Sv.: dr. E. Lasker. Drottningarbragð. 1. d4, d5 2. c4,e6 3. Rc3,Rf6 4. Rf3, c5 5. Bg5,cxd4 6. Dxd4,Rc6 CLask er hefur ekki séð neina ástæð'u til að gera breytingu á fyrri tafl- mennsku sinni, enda þótt hann sjálfsagt hafi gengið út frá þvi sem gefnu, að andstæðingur hans lumaði á endurbót. Hann dæmir 1 stöðuna út frá almennum grund-1 vallarreglum og treystír því, að hún sé nægilega traust til að standast hvers konar nýjungar.' 7. Bxf6 (Endurbót Pillsbury, eins og áður er greint). 7. —-,gxfö (Eft ir 7. —,Rxd4 8. Bxd8,Rc2+ 9. Kdl.Rxal sleppur svarti riddarinn ekki út og hvítur fær tvo létta menn fyrir hrók). 8.Dh4,dxc4 (8 —, d4 strandar á 9. 0-0-0) 9. Hdl, Bd7 10. e3,Re5? (Vafasamur leik ur. Betra hefði verið 10. —, f5 11. Dxc4,Bg7 12. Db3,Db6 og svartur hefur lítið að óttast). 11. Rxe5, fx e5 12. Dxc4 Db6 13- Be2! (Fórnar réttilega peði fyrir sóknarmögu- leika). 13. —Dxb2 (Lasker tekur ótrauð- ur áskoruninni, enda var það ekki hans vandi að hopa af hó!mi.' 14. 0-0, Hc8 15. Dd3, Hc7 16. Re4, Be7 17. Rd6t (Þennan riddara mð svartur naumast taka. T. d. 17. —, Bxd6 18. Dxd6,Db6 19. Dxe5 og hvítur hefur yfirburðastöðul. 17. —, Kf8 18. Rc4,Db5 19. f4 (PiPs- bury teflir sóknina af mikilli snilld.) 19. —,exf4 20. Dd4!,fC 21. Dxf4,Dc5 22. Re5,Be8 23. Rg4,f5 24. Dh6t,Kf7. 25. Bc4! (Þessi fallegi leikur er aðeins rökrétt afleiðing hinnar glæsilegu taflmennsku, sem hófst með 13. leik hvits. Svartur er nú varnarlaus.) 25. —, Ilc6 26. Hxf5t,, Dxf5 27. Hfl (Sóknarmáttur hvítu j stöðunnar minnkar ekkert, þó að báðir hrókarnir hverfi). 27. —,Dx flt 28. Kxfl,Bd7 29. Dh5, Kg8 30. Re5. Svartur gafst upp. Þar með voru reikningamir jafn aðir og Pillsbury búinn að öðlast ró á sálu sinni. i Staðan eftir 24- leik.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.