Tíminn - 30.07.1966, Side 13

Tíminn - 30.07.1966, Side 13
LAUGARDAGUR 30. júlí 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Hvort landiðhreppir heimsmeistara- ] titilinn, England eða V-Þýzkaland Úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni háður á Wembley í dag. Þorgeir Lúðvíksson Bobby Charlton vinn- ur fyrir England! „England vinnur, Bobby Charlton sér um það,“ sagði Þorgeir Lúðvíksson, markvörð- ur í handknattleiksliði Fram, þegar við lögðum spurninguna fyrir hann. Og Þorgeir bætti við: „Án þess að hafa séð liðin, álít ég þau svipuð að styrk- leika, jafnvel mögulegt, að Þjóðverjar séu aðeins sterkari. En heimavöllurinn hefur mik ið að segja og hjálpar Englend ingum. Ég reikna með, að enska vörnin standi fyrir sínu, eins og í fyrri leikjum í keppn inni, og ég er sannfærður um, að sóknarmennirnir geri mik- inn usla við þýzkg markið eink, Charlton. Hvað sem öllu líður, verður um spennandi uppgjör að ræða á Wembley, og synd, að maður skuli ekki gera verið síaddur þar til að fylgjast með. — Spá mín er sú, að England vinni leikinn með 2 mörkum gegn 1. Róbert Jónsson • • Enska vornm mun standast eldraunina „England vinnur“, sagði Ró- bert Jónsson.hinn kunni ungl- ingaleiðtogi Vals, þegar hann hafði heyrt spurninguna. Róbcrt hélt áfram: „Það kann að vera, að ósk- hyggja ráði einhverju um, þeg ar ég spái enska liðinu sigri, en mér er þó nær að halda, að enska vörnin standist eldraun- ina sem fyrr. Hún hefur fen.g- ið eitt mark á sig í undan gengnum leikjum — og það eitt út af fyrir sig er traust vekjandi. Þótt Þjóðverjar hafi sókndjörfu liði á að skipa, held ég, að Portúgalar, með sinn „svarta demant", standi þeim lítt að baki. Mér þykir því líklegt, að Þjóðverjar tapi með svipuðum mun og Portú- galar gegn Englandi. Við meg um heldur ekki gleyma því, að framherjar Englands, með Bobby Charlton í broddi fylk ingar, eru til alls líklegir, og kannski ekki sízt til þess að verða heimsmeistarar! Spá mín er 2:1 fyrir England. Alf—Reykjavík. Augun beinast að London í dag. Klukkan 2 eftir íslenzk- um tíma mun svissneski dómar inn Gottfried Dienst gefa merki með flautu sinni, og þá munu England og V-Þýzkaland hefja þýðingarmestu knatt- spyrnuorrustu, sem háð hefur verið síðari ár, orrustuna um heimsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu. Hvort landið hreppir heims meistaratitilinn, England eða V-Þýzkaland? Þessa spurningu hefur íþróttasíða Tímans lagt fyrir 5 kunna áhugamenn um knattspyrnu, og svara þeir henni hver sínu lagi. Víst er, að erfitt er að spá um úrslit í leiknuim í dag, því að eftir fyrri leikjum landanna í keppn inni að dæma, virðast þau mjög jöfn. Hingað til hafa Englend ingar jafnan unnið V-Þjóð- verja. Stóra spurningin er, hvort þeir bregða út af vanan- um í dag. En lítum nú á svör fimmmenninganna. England sigrar Hreiðar Ársælsson, knatt- spyrnumaður í KR og lands- dómari, svaraði spurningu okk ar á eftirfarandi hátt: — Ég spái því, að England vinni 3:1. í fyrstu hafði ég trú á því, að Portúgalar kæm- ust í úrslit og myndu sigra að lokum í keppninni. En fyrst þeir komust ekki lengra en raun ber vitni, sigra Englend- ingar. Þeir eru þrautseigir og eiga að öllum líkindum betri vörn en Þjóðverjar. Og vissu'- lega yrði það gaman, ef Eng- land, þessi mikla íþróttaþjóð, og fæðingarland nútíma- knattspyrnu hreppti hinn eftir sótta heimsmeistaratitil. Ilcrmann Gunnarsson Haller og Beckenbau- er sterkustu vopnin „Þetta verður jafn leikur", sagði hinn skæði sóknarmaður Vals, Hermann Gunnarsson, þegar við lögðum spurn- inguna fyrir hann. „Ég hef trú á því, að Þjóðverjar vinni leik inn, þótt þeir eigi við ramm an reip að draga. Það hiýtur að vera allt annað en gaman að leika frammi fyrir 100 þús und áhorfendum, sem flestir verða-á bandi Englahds. Ég spái því, að Englendingar muni ekki ráða við þá Haller og Beckenbauer, sem báðir eru sagðir afburða snjallir leikmenn. Og enska vörnin — þótt mjög sterk sé — mun ekki geta haldið aftur hinum sókndjörfu og „grimmu“ þýzku framlínumönnum. Þetta verð- ur fyrsta „styrjöldin", sem Þýzkaland vinnur gegn Eng landi í áratugi. Spá mín er 2:1 fyrir Þýzkaland." ifll (á Eggert Jóhannesson Tel sóknarmenn Þjóð- verja mun hættulegri Hreiðar Arsælsson „Þetta verður harður Icikur“, sagði Eggert Jóhannesson, hinn kuiini unglingaleiðtogi Víkings. „Þarna mætast tvö lið, sem varla hafa fengið mark á sig í þessari hörðu keppni til þcssa. Markverðir beggja lið- eru frábærir — og með geysi. sterkar varnir fyrir framan sig. Styrkur Englendinga er fólk ið á áhorfendapöllunum, en ég tel sóknarmenn Þjóðverja það miklu hættulegri, að ef þeir láta ekki áhorfendur buga sig muni þeir sigra með eins marks mun, annað hvort 3:2, eða 2:1. Spennan og ábyrgðin gagn- vart hinum mörgu áhorfendum se.m England hefur með sér, getur orsakað hjá þeim vissa hræðslu og gert leik þeirra þvingaðri. Aldrei ,hefur Eng- land verið svo nálægt hinum stóra draumi allra knattspyrnu manna að verða heimsmeistari. Það er að lokum von mín, að eingöngu verði leikin góð knatt spyrna i þessum úrslitaleik — og leikurinn verði knattspyrnu íþróttinni upplyfting.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.