Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 30. júlí 196G 14 TÍMINN HÉRAÐSMÖT FRAMSOKNARMANNA Hér fer á effir yfirlit um héraSsmót Framsóknarmanna, sem þegar hafa verið ákveðin í ágúst og september. Að venju er dagskrá þeirra mjög fjölbreytt, en verður nánar auglýst síðar: Árnessýsla: laugardaginn 6. ágúst að Plúðum Vestur-Skaftafellssýsla: laugardaginn 13. ágúst á Kirkjubæjarklaustri A.-Barðastrandasýsla: laugardaginn 13. ágúst í Króksfjarðarnesi A.-Skaftafellssýsla: laugardaginn 20. ágúst í Sindrabæ. Eyjaf jarðarsýsla: laugardaginn 20. ágúst að Freyvangi sunnudaginn 21. ágúst á Dalvík / Um önnur héraðsmót verður getið í blaðinu síðar. Borgarf jarðarsýsla: sunnudaginn 21. ágúst að Brún í Bæjarsveit Strandasýsla: laugardaginn 27. ágúst í Sæ- vangi. Mýrasýsla: sunnudaginn 4. september AÐALFUNDIR Aðalfundur Félags ís- lenzkra rithöfunda ASalfundur Fclags íslenzkra rit höfunda var haldinn þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn. Fundurinn samþykkti að kjósa þá Þorste.in Jónsson (Þóri Bergsson) og Jakob Thorarensen heiðursfólaga, en þeir voru meðal stofnenda félags ins- Stjórn Fólags íslenzkra ritliöf- unda skipa nú: , Þóroddur Guðmundsson, for- maður, Ingólfur Kristjánsson rit- aut/eÁrmann Kr. Einarsson gjald keii og rrieðstjórnendur Stefán Júl.íusson og Jón Björnsson. í varástjórn eru Jóhann Hjálmars son og Margrót Jónsdóttir. Á stjórn Rithöfundasambands ís lands voru kjörnir: Stefán Júlíus son, Ingólfur Kristjánsson og Indriði Indriðason, og til vara Matthías Jóhannesson og Jón Bjömsson. í stjórn Rithöfundasjóðs Ríkis útvarpsins var kjörinn Helgi Sæ mundsson. Byggingamenn í Árnes- sýslu halda aðalfund Félag byggingariðnaðarmanna í Árnesssýlu nélt aðalfund sinn á Selfossi 20. marz s. I., en félag ið tekur til húsasmiða, húsgagna smiða, múrara, pípulagningamanna og málara. Stjórn félagsíns var öll endur kosin, en hana skipa: Sigurður Ingimundarson formaður, Hákon Halldórsson varaformaður, Erlend ur Guðmundsson ritari, Páll Árna son gjaldkeri og Tómas Magnússon meðstjómandi. í skemmti- og ferðanefnd 1966 voru kosnir: Sverrir Andrésson, Sigurður E. Ólafsson, Sigurdór Karlsson, Skarphéðinn Sveinsson og Róbert Benedíktsson. Aðalfundur Félags bifrei^asmiða Aðalfuirdur Félags bifreiðasmiða var nýlega haldinn. Stjórnin var öll endurkjörin en hana skipa, for maður Magnús Gíslason og,fmeð stjórnendur Hrafnkell Gíslason, Sigurður ísaksson, Hrafnkell Þórð, arson og Steinn Guðmundsson. Varamenn eru Ásvaldur Andrés- son og Friðbjörn Kristjánsson. Aðalfundur Blindra- félagsins Aðalfundur Blindrafélagsins 1965 var haldinn 7. júní í Hamra- hlíð 17. Reykjavík. Stjórn félagsins var endurkjör in, en hana skipa: Margrét Andrés dóttir, Rósa Guðmundsdóttir, Guð mundur Jóhannesson, K. Guðmund ur Guðmundsson og Hannes M. Stephensen. Aðalfundur Garðyrkju- félags íslands Aðalfundur Garðyrkjufélags fs lands var haldinn í Tjarnarlundi 15. marz s.l. Áður en aðalfundar störf hófust, hélt garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, Hafliði Jóns son mjög fróðlegt erindi um for tíð og framtíð skrúðgarða borgar Helga Stefánssonar andaðist 22. júlí s. I., fer fram frá Elli- og hjúkrunarheimilinu nd, þriðjudaginn 2. ágúsf kl. 1.30 e. h. Aðstandendur. Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eig inkonu minnar, Ingibjargar Jónsdóttur I jósmóður, Jón Pétursson. Þökkum auðsýnda samúð vlð andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ValgerSar Guðnadóttur Sigurbergur Sigurbergsson, börn, tengdasonur og barnabörn. m innar, og lýsti hinum svokölluðu ágrænu svæðum í borginni. í stjórn félagsins voru kosnir: Formaður: Kristinn Helgason, varaformaður: Ólafur Björn Guð mundsson, gjaldkeri: Gunnlaugur Ólafsson, ritari Ingólfur Davíðs- son og meðstjórnandi Einar Sig- geirsson. Á fundiníim var gerð eftirfar- andi samþykkt: „Aðalfundur Garðyrkjufélags fs lands haldinn 15. marz 1966 vill vekja athygli yfirvalda borgarinn- gr á hinu þýðingarmikla hlutverki og gildi, er garðyrkjustöðvar í Fossvogi hafa gegnt og haft fyrir ræktun og fegrun í kringum ný- býli borgarbúa. Án þeirra stöðva væru garðar Reykjavjkur ekki í dag skrýddir þeim fjölbreytta gróðri, sem raun ber vitni. Verði víkja vegna hins nýja skipulags, er augljóst, að alger skortur verð ur á garðplöntum hvers konar næstu 5 — 10 árin. Garðyrkjufé- lag fslands skorar því á borgar- yfirvöldin að taka brottflutning gróðrarstöðvanna til endurskoð- unar“. Aðalfundur Félags fram- reiðslumanna' Aðalfundur Félags framreiðslu manna var haldinn 2. marz s. I.. Stjórn félagsins var öll endurkjör in og er það í fyrsta skipti í sögu félagsins. Stjórn félagsins skipa: Formaður Jón Maríasson, varafor maður Sævar Júníusson, ritari i Haraldur Tómasson, gjaldkeri jValur Jónsson, varagjaldkeri Við jar Ottesen.. Varastjórn: Leifur • Jónsson, Guðmundur H. Jónsson og Janus Halldórsson. Aðalfundur Verkstjóra- félagsins Verkstjórafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 3. maí s. I. hagur félagsins stendur með mikl um blóma. Félagsmenn eru nú 340. Stjórn félagsins var öll end urkjönn en hana skipa: Formaður Atli Ágústsson, ritari Hjörtur Jóns son, gjaldkeri Gunnar Sigurjóns son og meðstjórnendur Einar K. Gíslason og Guðmundur R. Magn ússon, Frétt frá Verkstjórafélagi Reykjavíkur. Aðalfundur félags bryta Aðalfundur FéJags bryta var lialdinn 29. aprfl. að Hótel Sögu, og setti formaður félagsins Böðv ar Steinþórsson hann kl. 14. Við stjórnarkosningu var Böðvar Steinþórsson endurkjör- inn formaður félagsins og Anton Líndal Friðriksson var sömuleið is endurkjörinn gjaldkeri félags ins, aðrir í stjórn voru kjörnir Elísberg Pétursson varaformaður, Kári Halldórsson ritari og Frí- mann Guðjónsson fjármálaiitari. Varastjórn Guðjón Guðnason og Rafn Sigurðsson. Að loknum fundi þáðu fundarmenn kaffiveitingar í boði hótelstjórans á Hótel Sögu. Aðalfundur Bláa bandsins __ Nýlega var haldinn aðalfundur Áfengisvarnarfélagsins Blá Band- ið. Af því tilefni að mjög hefur á því borið seinustu árin, að erfið lega gengur með, að drykkju- sjúk gamalmenni fái vist á venju legum elliheimilum, samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur Bláa Bandsins samþykkir að fela stjórn félags- ins að athuga möguleika á því, að koma upp á vegum félagsins elli heimili fyrir drykkjusjúkt fólk annaðhvort í Víðinesi, sem sér staka deild við vistheimili þar, eða annars staðar. Stjórnin leggi til lögur sfnar hér um fyrir næsta fund í félaginu“ Stjórn félagsins var öll endur kosin, en hana skipa: Guðmundur Jóhannsson, Jónas Thoroddsen, Sigurður Egilsson, Viðhjálmur Heiðdal og Jónas Guðmundsson sem er formaður félagsins. Aðalfundur Kvenfélaga- sambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Dagana 11. — 12. júní var fyrsti aðalfundur Kvenfélaga sambands Snæfellsness- og Hnappadalssýlu haldinn í Stykkis hólmi. Mættir voru fulltrúar frá 10 félögum á sambandssvæðinu. Gestur fundarins var frú Jónína Guðmundsdóttir frá Kvenfélaga sambandi fslands. f stjórn Kvenfélagssambands Snæfelllsness- og Hnappadslssýslu eru eftirtaldar konur: Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Söðulholti, formaður. Áslaug Sigurbjörnsdóttir Grund arfirði, ritari. Björg Finnbogadóttir, Ólafsvík gjaldkeri. ÍRSKUR styrkOr frsk stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms við háskóla eða hliðstæða stofn un á írlandi háskólaárið 1966— 1967. Styrkfjárhæðin er 350 sterl ingspund til kandidats, en 250 sterlingspund, ef styrkþegi hefur ekki lokið kandidatsprófi. Styrk- urinn veitist til náms í írskri tungu, bókmenntum, sögu, eða þjóðfræðum, eða í enskri tungu, og bókmenntum. Umsóknir um styrk þennan sendist Menntamálaráðuneyt- inu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 10. ágúst n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit próf skírteina ásamt tvennum meðmæl um og vottorði um kunnáttu um sækjanda í ensku eða írsku. Umsóknareyðublöð fást í Menntamálaráðuneytinu. ÁTAN Framhald af bls.-1. gráðu. Norskt leitarskip til- kynnti að það hefði orðið vart við talsvert mikið síld- armagn um 100 mílur aust- ur af Jan Mayen. Þá hafa norskir reknetabátar aflað sæmilega um 90 mílur úti. UPPREISN Framhald af bls. 1. stólar og útgöngubann sett í bæj unum þrem. Allt var með kyrrum kjörum í Lagos í dag, en öflugur vörður var fyrir utan stjórnarráðið og út- varpsbygginguna. Vörubifreiðar óku vopnuðum hermönnum frá höfuðborginni í átt til flugvallar- ins. Óstaðfestar fregnir herma, að gerð hafi verið tilraun til þess að myrða Ironsi hershöfðingja í Iba- dan aðfaranótt föstudagsins. Þá er sagt, að uppreisnarmenn hafi náð herstöðinni í Ikeja á sitt vald í morgun og þrír majórar verið skotnir til bana. Ironsi hershöfðingi, 41 árs að aldri, tók við embætti forsætisráð- herra í Nígeríu eftir stjórnarbylt- inguna í janúar s. 1. Eitt hans fyrsta verk var að binda endi á það bandalagskerfi, sem skipti Nígeríu niður í nokkur svæði, sem hvert um sig hafði sérstaka stjórn. Hann hefur lýst því yfir, að hann ætli að útrýma allri mis- munum milli kynþátta og gera íbúa Nígeríu að einni sterkri þjóð. Það er ekki létt verk, því í landinu < eru margir þjóðflokkar, sem tala mismunandi tungumál og hafa sérstaka menningu. f norðurhluta Nígeríu urðu nýlega uppþot og voru margir drepnir eða handtekn- ir í því sambandi. AFREK Framhald af bls. 1. Þá vildi það ennfremur til, sem þykja ekki minni tíðindi, að það var borið eitt hlass af möl í veginn á móts við Velli í Ölfusi, en þar var djúp gryfja. Margar fleiri slíkar gryfjur eru á Ölfusvegi á móts við Kross- Hvol, norðan Kögunarhóls, sunnan Laugarbakka og víð- ar og víðar. Við þessar stórframkvæmd ir, sem að framan er getið, vakna vonir manna um að borið verði ofan í fleiri hol- ur og gryfjur á leiðinni, en margar þeirra mynduðust £ vor — maí og júní, en þó nokkrar löngu fyrir þann tíma og eru sumar komnar vel til ára sinna, svo sem holur og gryfjur sunnan Laugabakka, sagði Ólafur Ketilsson að lokum. OFBELDISAÐGERÐ Framhald af bls. 1. starfsemi — “ eins og segir í for- spjalli fyrir bráðabirgðalögunum Á fyrsta deai verkfallsins gaf Félag framreiðslumanna hins veg ar fjórum hótelum og einu veii ingabúsi í Reykjavík undanbagu til að afgreiða ferðamenn. Þessi undanþága framreiðslumannanna sýnir það, að af völdum félags þeirra var afgreiðsla til ferðamann anna ekki stöðvuð og þau rök. sem notuð væru fyrir setningu bráða birgðalaganna gagnvart Félagi framreiðslumanna því haldlaus. Miðstjórn Alþýðusambandsíns telur setningu bráðabirgðalaganna sýna algjört virðing.irleysi fyrir verkfallsréttinum, sem þó nýtur verndar íslenzkra laga og mótmæl ir því harðlega setningu þcirra sem ofbeldisaðgerð gagnvart verka lýðs-hreyfingunni." ÞYRLULEIT Framhald af bls. 1. lögreglumönnum, að rann- saka afbrot er á þá var skot ið. Það voru tveir ungir menn, 18—20 ára, sem skutu á hann úr vélbyssu. Þeir komust undan i stolnum bíl. Sandahl fékk kúlur í mag ann og eina í höndina. Hann hefur þegar verið skorinn upp nokkrum sinnum, og er talinn í lífshættu. Leitin að afbrotamönnun um er kölluð „mesta þyrlu leítin“ í sögu sænsku lög- reglunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.