Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 2
'L Vísir. Mánudagur 21. apríl 1975. komu oð spila bingó risiBsm: Spilað með þó, sem Bjarni Bjarnason skrifar: ,,Ég fór á hið svonefnda Bingó aldarinnar eftir að hafa lesið það i blöðunum, að Fiat væri i vinning, en i auglýsingunni sagði: Auk Fiatsins verður spil- að um 14 Mallorkaferðir. Ég fór á staðinn og borgaði 700 krónur við innganginn. Innifaliö var að visu eitt bingó- spjald, en samt fannst mér aö- gangseyrir nokkuð hár. Hvað um það, ég fór inn og tók þátt i spilinu. Eftir að hafa spilað um nokkrar Mallorkaferðir er gert hlé, og tilkynnir stjórnandinn þá, aö i anddyrinu sé hægt að kaupa spjöld fyrir síðustu umferðina. Þá umferð, sem bill- inn er i vinning. NU runnu á mig tvær grimur. Skiidi ég það rétt, að spjaldið sem maður hafði i góðri trú keypt við innganginn, gilti ekki, þegar spilað væri um Fiatinn? Það gat varla verið, þvi i blaða- auglysingum var þess ekki getið einu orði. Til að ganga úr skugga um þetta sneri ég mér til eins Þrótt- arans, sem var að afgreiða bingóspjöld. Upplýsti hann, að Fiat-spjaldið væri selt sér og kostaði 1000 krónur stykkið. Það voru með öðrum orðum 1700 krónur, sem maður þurfti að borga til að eiga séns i bingóbil- inn. Þegar búið var að spila um allar Mallorkaferðirnar sagðist stjórnandinn vilja útskýra „bflaumferðina”. Skýrði hann þiá frá þvi, að borga þyrfti sér- staklega fyrir spjöldin, sem nú yrðu notuð. Heyrðist þá mikill óánægjukliður i salnum. Var greinilegt að meirihluti gest- anna hafði ekki vitað af þessu. Ég og félagi minn, sem með mér var, gengum út úr salnum ásamt eitthvð um hundrað öðrum. Flestir sátu áfram, þvi billinn stóð spegilgljáandi á sviðinu, skreyttur blómum og erfitt að yfirgefa salinn eftir að hafa komið i þeim tilgangi að taka þátt i keppninni um hann. Þrótti hafði tekizt að spila á fólkið, sem hafði komið til að spila bingó. Skal þetta vera bæði fyrsta og siðasta skipti, sem ég tek þátt i bingói.” — Ilver er afstaða yðar til verk- falls K.Á.-manna á Selfossi? Geirlaugur Magnússon, verka- maður: — Verkfallsmennirnir hafa rétt fyrir sér. Kaupfélagið verður að láta undan. Jóhannes Jónsson, verkstjóri: — Ég hef ekki myndað mér skoðun i þvi máli. Ég hef það á tilfinning- unni,aðþað liggi einhvers staðar fiskur undir steini. Annar hvor aðilinn eða báðir hafi ekki gert nægilega grein fyrir öllum at- riöum málsins. Ef málið væri eins einfalt og það litur út fyrir að vera, þá væri vandinn fyrir löngu leystur.... Sigurður óskarsson, verka- maður: — Kaupfélagsst jórinn hlýtur að lúta i lægra haldi að lokum. Það er lika eina lausnin á þessu máli, að það verði farið að kröfum verkfallsmannanna. Pétur Magnússon, bankastarfs- maður: — Ég hélt að það væri úr- elt aðferð, sem heyrði til liðinni tið, að duttlungar réðu uppsögn- um launþega. „Óhugsandi að trúa ó kristindóm en viður- kenna ekki illa anda" Martin Jensen, verkstjóri: — Kaupfélagið hlýtur að gefa sig. Ekki eru verkstæðismennirnir liklegir til að gera það. Jakob Pálsson, bifreiðastjóri: — Ég styð verkfallsmennina. Það eina rétta er að kaupfélags- stjórinn endurráði þann mann, sem hann var búinn að reka. notuð eru 1 myndinni, voru tekin upp við raunverulegan djöflaút- rekstur.” Þessu næst lýsir presturinn þvi, sem viðbjóðslegt veröur að telja I myndinni, en segir svo: „Þetta er einmitt hið viðbjóðs- lega, sem haldin manneskja myndi raunverulega gera og segja. A hinn bóginn — og þaö er það sem veldur almennum mis- — segir kaþólskur prestur í dómi um kvikmyndina Exorcist, sem nú er komin til landsins Exorcist, kvikmynd- in viðfræga — eða ill- ræmda — er nú komin til landsins og verður prufusýnd fyrir rétt yfirvöld nú i vikunni. Eins og menn rekur minni til, var mikið skrifað og skrafað um þessa mynd i vetur, og voru menn ýmist hneykslaðir á henni eða hrifnir af henni..* Nýlega var dómur um mynd- ina birtur i kaþólska fréttaritinu The Catholic News. Hann er eftir séra Kenneth Jadoff. í dómi þessum segir presturinn meðal annars, að þessi mynd láti engan ósnortinn. „Það fyrsta, sem verður að hyggja að,” segir séra Jadoff, „er aö það er. raunverulegt fyrirbrigöi að vera haldinn ill- um öndum. Það er óskiljanlegt, aö nokkur geti trúaö á kristin- dóminn án þess að viöurkenna að minnsta kosti þann mögu- leika. Nýja testamentið segir oftar en einu sinni frá þvi, að Jesús hafi rekiö burtu illa anda, og á okkar timum eru til fjöl- margar skýrslur um, að illir andar hafi tekið sér bólfestu i mönnum.” Siðar i dómnum segir séra Ja- doff: „Ég lýsi furðu minni á þvi, hve slæma dóma myndin fær.” Og enn siðar: „Þó er einn sterk- asti þáttur myndarinnar fólginn i þvi, hve vel hún fylgir sann- leikanum. Til dæmis hafa fáir gagnrýnendur bent á, að raun- veruleg, skelfileg iðrahljóð, sem „Rómversk-kaþólska ritúalið hefur særingar til að reka út djöfla, og sérhver kaþólskur prestur hefur þær á valdi slnu,” segir I gagnrýni kaþólska prestsins, sem hér er sagt frá. skilningi — er þetta mjög trúar- leg mynd. Stef myndarinnar er hin sigilda barátta milli góös og ills, og það veröur að segja myndinni til lofs, aö hið góða sigrar án þess að gera litið úr baráttunni og óvissu hennar. — Ef áhorfandinn ákveður að vera vitni að skelfingum djöflaút- reksturs, kemst hann að raun um, að fátt I myndinni er ofgert eða dramatiserað um of. Þaö er hughreystandi aö sjá heiöarlega mynd um gott og illt, sem svo yfirnáttúrleg fyrirbæri og presta — hina innri baráttu þeirra, óvissu, töp og sigra — I stað þess að sjá þá alltaf steypta i sama mótið sibrosandi, reiöu- búna aö taka vel á móti hver sem ber að dyrum. Annar sterkur þáttur mynd- arinnar er fólginn i þeirri til- finningu viðbjóðs og haturs-vor- kunnar, sem áhorfandinn finnur til vegna hins haldna. Aöra stundina hafa þeir andstyggð á veslings verunni, en i næstu andrá eru þeir fullir vorkunnar i garð barnsins, sem er varnar- laust fórnarlamb Satans.... ....Það er grimm tilhugun, að þessi mynd sýnir hvað fremur væri regla en undantekning, ef Jesús hefði ekki frelsað mann- inn,” segir séra Kenneth Jadoff að lokum. —SHH LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.