Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 17
Vísir. Mánudagur 21. april 1975. 17 Segja má, að i flestum þeim löndum, sem hneppt voru i fjötra' hins kommúnistiska kerfis eftir heimsstyrjöldina hafi bændaflokkar þar verið notaðir, til þess að „klifra upp eftir bakinu á”, ef svo mætti segja, til að ná völdum. Þannig urðu bændaflokkar þeir, sem fyrir voru i Póllandi, Rúmeniu og Ungverjalandi til þess, beint og óbeint, vegna veikrar forystu og undanlátssemi við kommún- ista og þrýsting Rússa, að lönd þessi voru innlimuð af Sovét- rikjunum og siðan stjórnað þaðan. Leiðtogar bændaflokk- anna voru siðan fangelsaðir, eða þá, að þeir flúðu land. Þaðhefur nú komið æ betur i ljós, einkum á siðustu mánuð- um, að Sovétrikin ætla sér ekki skarðari hlut i utanrikisstefnu sinni en þann, að ná fótfestu á samstarfsgrundvelli Norður- landa. Þetta er afleiðing þeirra mis- heppnuðu tilrauna til betri fót- festu i Mið- og Suður-Evrópu á undanförnum árum, þar sem flett hefur verið ofan af njósnum þeirra og annarri undirbúnings- starfsemi æ ofan i æ (sbr. njósnamálið i Vestur-Þýzka- landi, þegar upp komst um njósnarann Guillaume, og fleiri slik mál). Lengi hafa Sovétrikin átt itök I framgangi mála i Finnlandi, einkum á menningar- og félags- sviðinu, og er skemmst að minnast ákvörðunar finnskra stjómvalda um að banna útgáfu siðasta ritverks Solzhenitsyns, sem lýsir lifi og aðbúnaði i sovézkum þrælkunarbúðum. Þá munu Sovétrikin ekki lita óhýrari augum til annarra Norðurlanda,og eru Noregur og tsland þar ofarlega á blaði vegna bandalags þeirra við NATO og aðstöðu þeirrar, sem það bandalag, varnarbandalag vestrænna rikja, hefur i þessum löndum. Og þannig hafa Sovétrikin nú fengið aðstöðu hér á landi, til þess að reka fréttastofu, sem einnig er þekkt fyrir áróðurs- og njósnastarfsemi. Eru þegar farnar að berast „frétta- skýringar” frá henni til birtingar hérlendis, og eiga þær greiðan aðgang að vissum fjöl- miðlum hér, þ.á.m. hinu grunnhyggna málgagni bænda, Timanum, sem þykir sennilega fara vel á þvi' að birta frétta- tilkynningar frá „Novosti” um, að Sovétmenn vænti verðskuldaðs mats á hlutverki og stöðu lands sins i samstarfi rikja Norður-Evrópu á sama tima og utanrikisráðherra Is- lands er i heimsókn i Moskvu. Þrýstingur um að skapa félags- skapnum MIR (Menningar- tengsl Islands og Ráðstjórnar- rlkjanna) ákveðna sérstöðu hef- ur einnig vakið nokkra furðu, þar sem slik sérstaða hefði skipað þessum félögum ofar á bekk, hvað aðstöðu varðar, um- fram önnur félög, ef af hefði oröið. — Hafnaði menntamála- ráðuneytið að sjálfsögðu slfkri ósk. Eftir þá herleiðingu og þau samskipti, sem hinn næst- stærsti lýðræðisflokkur hér á landi hefur átt við kommúnista með setu i rikisstjórn, og jafn- framt þvi sem hið illa blóð hef- ur nú verið út úr þeim flokki rekið, sem þar var áður, mun varla þurfa að óttast, að hann verði fyrstur lýðræðisafla á Norðurlöndum, til þess að taka upp þráðinn, þar sem hlutverki hinna ógæfusömu bændaflokka i Austur-Evrópu lauk. 37 starfa við teiknun í Félagi islenzkra teiknara eru nú 37 félagar, engir nýir bættust viö á siðasta starfsári, en siðasti aðalfundur samþykkti inngöngu félagsins Listiðnar I FÍT, sem einnar heildar. Guðjón Eggerts- son er formaður FÍT, Sigurður örn Brynjólfsson, ritari, Fanney Valgarðsdóttir, gjaldkeri, og Hjálmtýr Heiðdal og Ottó ölafs- son meðstjórnendur. Dýru ársskýrslurnar Talsvert hefur boriö á góma aö undanförnu i öllu auraleysi hins opinbera, að óþarflega mikið sé borið i ársskýrslur ýmissa stofn- ana. í Alþýðumanninum á Akur- eyri segir, að áætlað sé, að árs- skýrslur Rafmagnsveitu Akur- eyrar fyrir 1973 og 1974 muni kosta 800 þúsund krónur, enda fagurlega skreytt litmynd á for- siðu. „Annars hefði maður haldið, að það færi bezt á þvi, aö forsiðan yrði svört”, segir fréttamaður AM, og á þar við að oft hafi vant- að upp á kilówattstundirnar þar nyrðra og allt verið I svarta- myrkri. Sögusýning í Varsjó Þessi ungmenni eru að skoða „sögusýningu”, sem sett var upp í Varsjá I tilefni ellefu aldar byggðar á tslandi og 30 ára afmælis lýð- veldis Islands. Sýningin var skipulögðaf þjóðfræðasafni Varsjárborgar og pdl«k-islenzka menningarfélaginu I Póllandi. Þjóðminjasafniö hér I Reykjavik og utanrikis- og menntamálaráðuneyti okkar veittu ýmsa aðstoð. Sýningin var fjölsótt og þótti takast meö afbrigöum vel, segir í fréttatilkynningu frá íslenzk-pólska menningarféiaginu i Reykjavik. Lögmenn og hinir auralausu Geta blankir menn leitað lög- fræðiaðstoðar? Oft hefur orðið vart erfiðleika á þvi. Nokkrar umræður urðu um þetta mál á aðalfundi Lögmannafélags ís- lands á dögunum. Aðstoð af þessu tagi hefur hlotið viðurkenningu annars staðar á Norðurlöndum undir nafninu Social-Retshjælp. Vill Lögmannafélagið vinna að þvi, að samskonar hjálp verði komið á fót hér. Þá var á fundin- um gerð breyting á siðareglum lögmanna á þá leið, að sé fast- eignasala rekin á ábyrgð lög- manns, sé honum rétt og skylt að láta nafns sins getið á skjölum og i auglýsingum þeirrar fasteigna- sölu, sem hann ber ábyrgð á. Páll S. Pálsson var endurkjörinn for- maður, en auk hans eru I stjórn Ragnar Aðalsteinsson, vara- form., Guðjón Steingrimsson, gjaldkeri, Brynjólfur Kjartans- son, ritari og Jón Finnsson, meö- stjórnandi. Lagfæringar trassaðar, — húsið brann Eldvarnaeftirlitið hafði skoðað kyndiklefann á siðasta hausti, endurbóta var þörf. Þvi miður trössuðu húseigendur að gera endurbæturnar. Þetta var I hús- inu við Strandgötu á Akureyri, sem brann i vikunni. Eldurinn kom upp i miðstöðvarklefa og ekki ótrúlegt að þarna hafi verð- mæti farið i súginn fyrir trassa- skap einberan. Guðfræðinemar gegn frjálsum fóstureyðingum Guðfræöinemar eru gegn frjálsum fóstureyöingum. Aðal- fundur Félags guðfræðinema við Háskóla íslands haldinn i vik- unni, lýsti fullri andstöðu sinni við slikt og beindi þeirri áskorun til Alþingis að það samþykki enga þá breytingu á löggjöí um fóstur- eyðingarsem feli i sér.að móöir geti haft ótakmarkaðan ákvörðunarrétt um örlög fósturs sins. Með sliku væri tilveruréttur fóstursins einskis virtur og kon- unni gefið óskert vald yfir lifi og dauða, „vald, sem er i þversögn við náttúrlegan tilgang lifsins og boðskap kristinnar trúar.” EINKAUMBOÐ FYRIR GENERAL MOTORS Á ÍSLANDI SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA @Véladeild ádiiiii a 'i dcvi/ iav/íw cihiii OQonn ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 Bestur þegar mest á reynir í höröustu hríöarveörum fer Blazer í gang á fyrsta snúningi og brýst yfir skafla, svell og hjarn án teljandi fyrirhafnar. í vorleysingum og haustrigningum öslar hann flaum og foræði, þegar færö versnar og vegir teppast. Á sumrin er Blazer besti ferðafélaginn á fáförnustu slóðum óbyggöanna, á fundi viö ævintýrin, kyrrðina og fegurö fjallanna. Glæsilegt útlit og vandaöur innri búnaöur. V8 vél og sjálfskipting, vökva- stýri og aflhemlar, sjálfvirkur fjórhjóla driflás, rúmgóö yfirbygging og sérlega vel hannaöur undirvagn gera Blazer frábæran ferðabíl. CHEVROLET BLAZER ER BESTUR ÞEGAR MEST Á REYNIR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.