Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR
Mánudagur 21. apríl 1975.
Mœldu sér
400 metra
kappakst-
ursbraut
— á hringvegi nr. 1
Á niunda timanum i gærkvöidi
kom lögreglan þar aö sem ungir
menn höföu mælt sér út 400 metra
langa kappakstursbraut á Suöur-
landsvegi austan viö Bugöu, sem
raunar er oftast kölluö Hólmsá nú
til dags. Fyrirhugaö var aö reyna
meö tryllitækjum á þessari braut.
Klukkan tvö i nótt var svo aftur
kominn stór hópur ungmenna á
aflmiklum bilum á þessar slóöir,
enda hart aö gera mælinguna og
geta ekki notaö sér hana. En lög-
reglan mun hafa veriö vel á veröi,
svo minna varö um spól á malbiki
en ætlað haföi veriö.
—SHH
Börn helga
sér sumar-
— ekki alltaf Ijóst,
hverjir eigendurnir eru
Sumarbústaöaeigandi kom á
föstudagskvöldiö aö tveimur bú-
stööum, sem hann á i hraun-
jaörinum suöur af Bugöubrú, og
voru þá tvö börn i öörum bústaön-
um. Þau tóku til fótanna, þegar
þau urðu eigandans vör, voru
frárri á fæti en hann og tókst aö
komast f hrauniö, þar sem maö-
urinn missti af þeim.
I ljós kom, aö fariö haföi veriö
inn I nokkra bústaöi á þessu
svæöi, en ekki er ljóst, hvort ein-
hverju hefur veriö stoíiö eöa hve
miklu. Aö sögn rannsóknarlög-
reglunnar er ekki alltaf auövelt
aö komast aö þvi, hverjir eiga
þessa bústaöi, og væri eigendum
þeirra ráölagt aö huga aö þeim og
ástandi þeirra. —SHH
Sinueldurinn
kominn óþœgi-
lega nœrri
nýju bílunum
t gær siödegis var slökkviliöiö
kallaö aö porti Landssimans á
Jörva, en þar logaöi glatt I sinu og
rusli á stóru svæöi, og eldurinn
var kominn iskyggilega nærri
nýjum bilum, sem þarna standa.
Báliö var siökkt fljótt og vel meö
þvi aö sprauta á það vatni.
Mikiö hefur veriö um sinubruna
undanfariö, og oft hafa þar veriö
aö leik börn, sem hafa fariö meira
af kappi en forsjá. Eins og kunn-
ugt er fer eldur I sinu meö tölu-
veröum hraöa og breiöist oft
meira út og veröur óviöráöan-
legri en ætlaö er.
Þar aö auki koma svo blessuö
börnin stundum heim meö sviöiö
hár og jafnvel föt, svo ekki sé
minnzt á lyktina, sem þau bera
meö sér.
Annars fréttist lika af fram-
takssömum pjökkum, sem voru
aö kveikja i sinu um helgina, og
tóku til þess hráoliu úr kerru-
geymi, sem stóö skammt frá, til
þess aö tryggja þaö aö bærilega
logaöi i hálfblautri sinunni.
—SHH
Yfirleitt 8-9
prósent hœkkun
SAMIÐ VIÐ
PRENTARA:
Nemar allt upp í
tœp 19%
kauphœkkun
Prentarar fá nú 8-9
prósent kauphækkun
og aðstoðarfólk og
nemar allt upp i tæp 19
prósent. Kauptilboð,
sem gengur út á þetta,
var samþykkt á fundi i
prentarafélaginu á
laugardag. Mótatkvæði
voru 6 á yfir 100 manna
fundi.
Prentsmiöjueigendur hafa
ekki enn greitt atkvæöi um
kauptilboöiö, sem samninga-
nefndir gengu frá.
Útlæröir prentarar fá kaup-
hækkun, sem er á bilinu 8,12 upp
I 9,13 prósent á dagvinnukaupi.
Vaktavinna hækkar ámóta.
Aöstoöarfólk fær sömu krónu-
tölu i hækkun, sem er mun
meira i prósentum, þar sem
kaupiö er lægra. Aöstoöarfólk
fær til dæmis 11,42 prósent
hækkun fyrstu sex mánuöina.
Nemar fá mesta hækkun I
prósentum, þar sem kaup
þeirra er lægst, en þeir fá sömu
krónutölu og útlæröir I hækkun.
Nemar á 1. ári fá til dæmis 18,78
prósent hækkun og nemar á 2.
ári 15,75 prósent.
Svipuö hækkun mun yfirleitt
veröa á kaupi bókbindara og
manna i grafiska sveinafélag-
inu.
— HH
Þaö var mikiö Hf og fjör á
sviöi Þjóðleikhússins I gær, þeg-
ar Thorbjörn Egner, sjálfur höf-
undur Kardemommubæjarins,
stökk upp á sviö til leikaranna
og söng meö þeim, á meðan
áhorfendur klöppuöu þeim
óspart lof i lófa.
Nú eru liöin 25 ár frá vigslu
Þjóöleikhússins og i tilefni af
þvi voru hátíðahöld þar I gær.
Sýning þessa geysivinsæla
barnaleikrits var þar á meðal.
Thorbjörn Egner hefur gefiö
ÖII höfundarlaun sin vegna sýn-
ingar Kardemommubæjarins
hér I sérstakan sjóö til aö efla
samskipti milli norsks og Is-
lenzks leikhúsfólks.
— EA/ljósm. Bj. Bj.
HÖFUNDURINN SJÁLFUR Á SVIÐIÐ!
Eru þetta éhrif samkeppninnar?:
ÞÁTTTAKA í GÖNGUFERÐUM
HEFUR AUKIZT STÓRKOSTLEGA
— 150 manns í gönguferðum Útivistar og
Ferðafélags íslands um síðustu helgi
Samkeppni Feröafélags tslands
og hins nýstofnaöa ferðafélags,
Útivistar, hefur ekki oröiö á þann
veg, aö bitizt sé um þátttakendur
i feröum félaganna. Þvert á móti
virðist samkeppnin hafa leitt tii
þess, að enn flciri nota góða veðr-
ið.
Um siðustu helgi fóru félögin i
tvær ferðir hvort. Samtals tóku
150 manns þátt i þeim ferðum, en
það er þrisvar til fjórum sinnum
fleiri en fóru i helgarferðir Ferða-
félagsins, íneðan þaö var eitt
starfandi.
Nú eru ferðirnar að visu orðnar
fleiri. Ferðafélagið fór sjaldnast
nema eina ferð um hverja helgi i
fyrra, en núna eru þær orðnar
tvær um hverja helgi. Útivist fer
einnig i tvær ferðir.
Ef á að tala um sigurvegara
þessarar þriðju lotu veröur F.l.
að teljast hafa vinninginn. 1 ferð-
um þess um helgina voru samtals
80 manns, en útivist var með 70.
önnur ferö Ferðafélagsins var
gönguferð á Keili. Var hún farin i
gær og veður hið ákjósanlegasta.
Þátttakendur voru þó ekki nema
14 talsins, en þegar útivist fór á
Keili fyrir hálfum mánuði siðan,
og þá i leiðindaveðri, voru þátt-
takendur 71 talsins. Það var
fyrsta lota, en i þeirri lotu sigraði
Útivist Ferðafélagið. —ÞJM
Búpeningur á ferð
um borgarlandið
— 50 kindur í heimsókn hjá lögregluvarðsfjóra
Einum lögregluvarðstjóran-
um brá I brún i gærmorgun, er
hann leit út um gluggann heima
hjá sér i Fossvogsdal og stóö þá
augliti til augiitis viö 50 kindur,
sem komnar voru i kurteisis-
heimsókn.
Búpeningurinn reyndist eiga
heima I Kópavogi og vera aöeins
á skemmtigöngu og jafnframt
rannsóknarleiðangri. Ekki mun
það þó hafa staðið lengi, þvi ibú-
um hverfisins var mörgum ekki
gefið um heimsóknir af þessu
tagi og tóku ekki vel á móti gest-
unum, heldur visuðu þeim þeg-
ar brott.
Uppi i Arbæjarhverfi eru það
einkum hross, sem gera mönn-
um gramt i geöi þessa dagana,
þvi þau bera enga virðingu fyrir
eignarrétti og eiga létt með að
stiga yfir lágar giröingar, auk
þess sem þau skilja eftir djúp
spor, þar sem þau ferðast um
gljúpa vorjörð. Aö sögn lögregl-
unnar eru það oftast hestar
sömu eigenda, sem eru aftur og
aftur á ferðalögum af þessu
tagi. —SHH