Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Þribjudagur 22. apríl 1975. 5 LÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Thieu forseti, sem hér á þessari mynd stendur viö hliö fyrrum sam- herja slns og bandamanns, Nixons forseta, var beizkyrtur I gær I garö Bandaríkjamanna. — Hann kenndi þvl um ósigra Saigonhers- ins, aö þeir heföu svikiö gefin loforö viösig. Tortryggnir ó afsögn Van Thieus forseta Skæruliðahreyfing Viet Cong i S-Vietnam kallar afsögn Nguyen Van Thieus forseta „klaufalega blekking- artilraun”, sem hún telur runna undan rifjum Bandarikja- manna. „Þessi skopleikur getur engan blekkt,” sagði talsmaður Viet- cong,sem á sinum tima var i viðræðunefndinni, er komið var á laggirn- ar eftir vopnahlés- samningana. Þrátt fyrir þessi viöbrögö eru margir þeirrar skoöunar, aö af- sögn Thieus I gærkvöldi, sem öllum kom á óvart, geti oröiö til þess aö greiöa fyrir samningum viö kommiinista, sem sýnast komnir á fremsta hlunn meö aö hefja lokasókn á Saigon. Mestu þykir þó skipta I þvl sambandi, hvernig hin nýja bráöabirgöastjórn reynist, sem, Tran Van Huong, fyrrum vara- forseti og nú arftaki Thieus, myndar rnína. Thieu forseti var beizkyrtur I garö Bandarikjamanna I sjón- varpsræöu, sem hann flutti I gærkvöldi, þar sem hann kunn- geröi þá ákvöröun sina aö segja af sér. Þær ásakanir, sem þar komu fram, viröast þegar hafa vakiö óvild I garö Bandarlkja- manna meöal þess fólks, sem er á yfirráöasvæöi Saigonstjórn- arinnar. En talsmaöur Vletcong I Sai- gon, Phuon Nam majór, virtist fullur grunsemda um afsögn forsetans. Hann fullyrti, að hér væri á ferðinni tilraun Banda- rikjamanna til að halda viö „leppkllku Thieus, án þess aö hafa Thieu sjálfan”. Aörir eru þó bjartsýnir á, aö kommánistar muni fáanlegir til samninga eftir þessi tíöindi. Þeir rfghalda I þá von, sem þeir fundu I ummælum talsmanna Vletcongs I París, sem lýsti þvl yfir, að kommúnistar væru reiðubúnir til viöræöna viö hverja þá stjórn S-VIetnams, „sem vill i einlægni friö, sjálf- stæöi og lýöræöi”. Ýmsir stjórnarandstæðingar i S-Vietnam, sem ekki eru þó kommúnistar, eru sömuleiöis I vafa um gildi afsagnar Thieus forseta. — Duong Van Nimh, fyrrum forsætisráöherra, sagöi t.d., aö þörf væri á alveg nýrri stjórn, en ekki bara skipti á ein- um einstakling. I svipaðan streng tóku fleiri. Menn töldu sig finna I morg- un, aö dregiö hefði úr aögeröum þeirra fimmtán herdeilda kommúnista, sem stefnt hafa til Saigon. Haföi hvergi komiö til bardaga I nótt, utan á einum staö um 30 km suövestur af höfuöborginni. Kínverjar saka Rússa um víðfeðmar njósnir Fréttastofan ..Nýja Kína” greindi frá þvi i gær, að fjöldi sovézkra njósnara hefði tvöfald- Mr----------------m. Sovézkur tundurspillir af gerö- inni Kotlin á sveimi I kringum olluborturninn „Neptúnus 7” um 200 km austur af Shetlands- eyjum. Sovézk herskip hafa þótt nærgöngul viö borturnana, en Sovétmenn hafa haft Imugust á þeim og grunar, aö þar séu njósnastöövar. — Klnverjar segja, aö þeir séu á iönaöar- njósnum. azt í Evrópu á síðustu tiu árum og að meira en 70% diplómata Sovét- rikjanna væru njósnar- ar. ,,Nýja Ki'na” segir, að njósnir séu ein þýðingarmesta aðferð Rússa til þess að ná áhrifum i Evrópu. „Metnaður nýju Zaranna stendur hærra en metnaður gömlu Zaranna og njósnaaðgerð- ir þeirra ósvifnari,” segir kin- verska fréttastofan. „Þeir tala endalaust um frið og vináttu til þess að svæfa Vestur- Evrópuþjóðir á verðinum, á með- an þeir laumast inn á þær og þenja út áhrifasvæði sitt.” Fréttastofan heldur þvi fram, aö sovézk njósnaskip og kafbátar hafi farið inn i landhelgi Breta og svæði olfuborturna I Norðursjó til þess að viða að sér hernaðarleg- um og iðnaðarlegum upplýsing- um. Hún bætir þvi við, að Sovét- rikin hafi stundað iðnaðarnjósnir og orðið vel ágengt á þvi sviði. Meðal annars hafi Sovétmenn stolið tæknileyndarmálum frá framleiðendum Concord-þotunn- ar. Ennfremur hafi þeim tekizt á sinum tima að spilla fyrir þvi, að Bretar fengju aðild að Efnahags- bandalaginu. Bera Libýumönnum ó brýn ofsóknir á hendur Egyptum Lögregla Libýu baröi til dauða egypzkan verkamann og meiddi alvarlega tiu aðra, þegar þeir efndu til mótmælaaðgerða I bæn- um Al-Damini I Libýu i gær — eft- ir þvl sem Kairó-blaðið Al-Ahram heldur fram I morgun. Mennirnir ku hafa mótmælt andegypzkum áróðri útvarpsins I Libýu. Blaðið segir, að lik Egyptans hafi verið sent heim til Egypta- lands, —Það upplýsir ennfremur, að 161 egypzkur verkamaður hafi verið flæmdur frá Libýu heim til Egyptalands. Sambúð Libýu og Egyptalands, sem um tima voru álitin nánast eitt, hefur farið hriðversnandi. Undanfarna daga hafa leiðtogar og talsmenn þjóðanna skipzt á ill- yrðum hvor i ‘annars garð. — Sadat Egyptalandsforseti lýsti t.d. Gaddafi ofursta, leiðtoga Libýu.sem „109% veikum manni, sem djöfullinn byggi I”. Brezk eftirlitsflugvél sveimar yfir rússneskum tundurspilii, sem er á flotaæfingu I Atlantshafi. Umfongsmidar fiota- œfíngar Rússa ingunum 1970, en þær stóðu i þrjár vikur. Sást þá I fyrsta sinn, að sovézki flotinn getur athafnað sig á höfum viðsfjarri heimahöfn- um. Nú standa yfir umfangs- mestu flotaæfingar, sem Sovétmenn hafa nokkurn tíma haft. Um 220 herskip eru sögö taka þátt i þeim á flestum úthöfum heims. — Þetta mun vera í annað sinn. sem Sovétmenn eru meö samræmdar flotaæf- ingar á öllum höfunum í einu. Um 200 herskip tóku þátt i æf- Að þessu sinni er megináherzla lögð á Atlantshafið. Venjulega eru Rússar með um 40 herskip á siglingum um Atlantshafið, en aö þessu sinni eru vel yfir 80 herskip á æfingum þar. — Sumar þessar flotadeildir hafa sézt i námunda við ísland. Einnig hefur fijöldi sovézkra herskipa i Kyrrahafi verið tvö- faldaður I stað þessara venjulegu sextán, sem þar eru jafnan höfö. — 55 sovézk herskip eru á Mið- jarðarhafi, 22 á Indlandshafi, en það er ekki meiri fjöldi, en vant er. Ekkert flugrón í tvö ár í USA Öryggisráðstafanir fiugvalla I Bandarikjunum komu I veg fyrir 25 fyrirhuguð flugrán I fyrra — að þvi er bandarlska flugmála- stjórnin skýrði frá I gær. Vopnaleitin i föggum farþega leiddi til þess að tekin voru 2,400 skotvopn og rúmlega það. Auk svo fjölda annarra ólöglegra vopna. Flugmálastjómin telur, að meö þessu móti hafi tuttugu og fimm sinnum verið komið i veg fyrir flugrán.sem menn viti með vissu, að voru I bigerð. Tvö ár eru nú liðin, siðan flug- rán heppnaðist I Bandarikjunum. Vilja menn þakka það öflugum öryggisráðstöfunum. En 1972 — árið áður en öryggi var aukið og eftirlit hert með lagaboði — voru framin 27 flugrán eða tilraunir geröar til sliks.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.